Ísafold - 03.06.1893, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.06.1893, Blaðsíða 2
134 landsins er óleyfilegt, það sem yíir höfuð öllum landsmönnum er bannað nema hin- nmfáuregluleguveitingamönnum, það á að vera leyfilegt fyrir — kokk á smáskútu, er hleypur þverfirðis og annars sjálfsagthverj- um, sem þar er innanborðs! Kaupmenn, sem margir hverjir gjalda svo þúsundum króna skiptir, beinlínis og óbeinlínis, bæði til landsþarfa og sveitarþarfa, þeir eiga að hafa minni rjett, takmarkaðri verzlunar- heimild að því er snertir áfenga drykki heldur en hver aðvíf'andi strákur, er eitt- hvað er við riðinn þess konar bát, þótt aldrei hafi einu sinni neitt verzlunarleyfi fengið, sem hver smákaupmaður verður þó að kaupa sjer fyrir talsvert gjald, hvað þá heldur veitingaleyfi! Það sem þeir vilja, þessir frábæru framfaramenn og óviðjafnanlegu velgjörða- menn þjóðarinnar, fyrnefndir Bakkusar- postular, er, Hð upp komist frjálsar og ept- irlitslausar veitingakrær/á floti svo marg- ar sem vera vii 1, til uppbótar hinum fáu og hálf-ófrjálsu veitingastofum á landi. Það er hið líklegasta hjálpræði, er þeir eygja Bakkusi til handa á þessum síðustu og verstu tímum. Það er ljómandi skemmtileg tilhugsun fyrir húsbændur eða feður t. a. m., er senda vinnumenn sina eða sonu sína eitt- hvað með innfjarða-gufubátum, ef þaðgæti komizt á, að það yrði þá sama sem að sendaþá á «knæpuna«. Að látaslíkt fólki ef breyzkt er hvað áfengi snertir, sem opt vill við brenna, sitja þar aðgerðalaust tímunum saman við óþrjótandi áfengisiind, hvort heldurerbjórseða brennivíns o. fl.,með kannske nokkrar krónur í vasanum,ætlað- ar stundum til að kaupaeitthvað annað fyrir í ferðinni. Eða þá á skemmtiferðum á sunnudögum o. s. frv., fyrir börn og kvenn- fólk, er þá kynni að vera með hópum saman, að eiga þá víst að vera innan um svallandi brennivínsslána, er þangaðmundu safnast eins og ernir að hræi, í stað þess að ráfa um þurra staði á landi. Það væri heldur en ekki girnileg tilhugsun ! Því mun svarað til, að menn geti líka drukkið sig fulla af nestinu sínu. En það yrði margfalt minna, bæði miklu óalgeng- ara og miklu fátíðara. Það mundi marg- ur sá vanrækja að nesta sig með áfengi, er staupaði sig óspart, væri það að fá til kaups á skipinu; og þó að menn hefðu það í nesti, mundi fæstir hafa það meira en svo, að það yrði þrotið löngu áður en vitið væri rokið út og þar með allt taum- hald á nautninni. Kúgunarvaldið, er fyrnefndir framfara- menn hugsa sjer að beita til þess aðkoma fram þessari rjettarbót, frjálsum áfengis- veitingum, er það, að hóta útgerðarmönnum bátanna að nota þá ekki að öðrum kosti. Meira en hótunin tóm getur það aldrei orðið, eins og nærri má geta að þeir vita sjálfir, — nema kannske þeir örfáu, sem ekki hafa víðari sjóndeildarhring en bjórflösku- botn. Því að hugsa sjer að nokkrum manni, er með slíkum bát vill fara á ann- að borð, geti verið alvara að setjast apt- ur fyrir það, að hann á eigi kost á að kaupa sjer þar bjór eða annað áfengi, er hann kann að langa í, þær fáu stundir sem báturinn er á leiðinni milli viðkomu- staða, en eiga kost á að nesta sig alveg eptir vild bæði með áfengi og annað, lík- lega fyrir lægra verð en kostur mundi á skipinu, og geta flutt það með sjer ókeyp- is, — það er sú fjarstæða, sem engri átt nær. Yæru þeir sjalfum sjer samkvæmir, þessir garpar, ættu þeir að af'segja að þiggja flutning þverfirðis með opnum bátum öðru- vísi en að eiga kost á að kaupa sjer á miðri leið eitthvert áfengi til hressingar. Ferjumaður yrði með öðrum orðum að hafa veitingasölu á bátnum! Sömuleiðis ættu þeir hinir sömu að setja það upp við hvern þann, er leigði þeim hest til útreið- ar, að hann hefði einhver ráð með að hann gæti fengið keypt eitthvert áfengi hvenær sem hann langaði í á leiðinni! Eigandi hestsins yrði þá með öðrum orð- um að leggja til annan hest undir »hress- inguna» og útvega sjer auðvitað þar að auki áður veitingaleyfl í því skyni, — eins auðgert og það er nú. Hins vegar ættu þeir, sem ekki neyta áfengra drykkja, ef þeir vildu gjalda líku líkt, að hóta að nota ekki farþegagufu- báta nema þar fengist keypt bæði kaffi og teog ýmisskonar aðrir óáf'engir drykk- ir. En mun nokkrum manni detta slíkt í hug ? Það má segja um allt þetta smáræðis- brölt og gauragang í margnefndum Bakk- usarpostulum, að þar ætli heldur en eigi »skörin að fara að færast upp í bekkinn«. Dr. Jón Þorkelsson og sannleikurinn. I yíirlýsing þeirri, sem jeg sendi Isafold með síhasta pósti, gat jeg þess, að jeg mundi í stað þess ab svara grein dr. Jóns Þorkels- sonar um mig í Sunnanfara (II, 11) frekar, láta dómstólana meta gildi hennar. En meb því ab langur tími getur libið þangað til dómur fellur í því máli, og jeg hins vegar get hugsað mjer, að ýmsir ókunnugir kunni að leggja trúnað á orb hans, af því að mönn- um dettur naumast í hug, að nokkur maður haíi þá dirfsku til að bera, að staðhæfa margt misjafnt um aðra opinberlega, sem enginn fótur er fyrir, þá þykir mjer þó rjettara að koma nii þegar fram með leiðrjettingar á því helzta, sem J. Þ. finnurmjer til foráttu í grein sinni, án þess jeg þó ætli mjey. ( að fara að leiðrjetta allt, sem rangt er í henni, því það mætti æra óstöðugan, enda mundi J. Þ. ekki hika sjer við að bera brigður á orð mín í næsta blaði, eins og hann gerði síðast, hversu mikil og góð rök sem jeg hefði við að styðjast. Því síður ætla jeg að gera honum það til geðs, að fara i blaðaskammir við hann. Geti hann ekki án þess verið að eiga í þess konar stímabraki við einhvern, verður hann að líta í aðra átt. Jeg minnist því að eins á hið helzta, svo stuttlega, sem unnt er. 1. Allt sem jeg sagði í hinni fyrstu grein minni í ísafold um Flateyjarbók og hina fyrir- huguðu f'ör mína var hár-rjett. Prófessor Wimmer átti alls engan þátt í því, að jeg var kjörinn til þeirrar f'arar. Það mál var og fyrst útkljáð seint í marzmánuði, eptir að fjár- lög Dana höfðu verið rædd í landsþingisnefnd og útsjeð var um, að danskt herskip yrði sent á flotasýninguna við New-York. En þetta var löngu, eptir að jeg skrifaði grein mína í ísafold. 2. Jeg hef aldrei sent neinn mann til neins blaðs til þess að benda því á að, leita upp- lýsingar hjá mjer, og alls engan þátt átt i nokkru orði, sem skrifað helir verið i blöð hjer til að verja sending Elateyjarbókar. Jeg hef meira að segja engar slíkar greinar sjeð í dönskum blöðum, en af því að jeg les ekki öll blöð, þori jeg ekki hreint og beint að neita því, að eitthvað kunni aö haf'a verið skrifað í þá átt. Hins vegar sá jeg margar greinar, sem rjeðu frá að senda bókina. En> undarlegt má það virðast, að J. Þ. fann ekki ástæðu til að minnast með einu orði á hætt- una við sending bókarinnar í fyrstu grein sinni um hana í Sunnanfara, en gerði það- fyrst, þegar hann áleit, að stjórnin væri hætt við að senda haua. 3. Yíirlýsing dr. Jóns Stefánssonar í blöð- unum hjer í vetur snerti mig að engu leyti,. og ætti jeg hægt með að leggja fram vottorð> frá honum því til sönnunar. 4. Að mjer haíi verið neitað um skóla- kennaraembætti hjer í Danmörku sakir þess, aö jeg talaði illa dönsku, er ekki rjett, enda hefði sama veitingarvaldið þá líklega ekki á. eptir skipað mig kennara við æðri skóla_ únnars átti jeg sízt von á, að J. Þ. færi að> bregða öðrum um þetta. 5. Það fer svo fjarri því, að jeg haíi verið »að reyna að láta naf'nlausar skammir koma fram sem víðast um keppinauta mína eða. jafnvel f'á menn til að skrifa um þá óhróðuri, er jeg var að sækja um kennaraembættið við háskólann, að mjer vitanlega var ekki um það leyti skrif'að eitt einasta orð um þá, hvorki f dönskum eða íslenzkum blöðum. Jeg hef heldur aldrei, hvorki fyrr nje síðar, átt nokk- urn þátt í nje gert nokkra, tilraun til að um þá væri skrifað neitt misjafnt. 6. Hvort íslendingum í Khöfn »haíi ætíð fundizt standa minna gott af mjer en mátfe hefði frá því fyrsta, og að jeg jafnan haii verið þar eins mikið til sundrunar sem sátta, og komið stundum fremur iskyggilega f'ram um mál Islendinga«, geta þeir einir um borið, sem til þekkja, og þori jeg óhræddur að skjóta. því undir dóm þeirra, en aðrir verða að trúa því, sem þeim þykir líklegast. 7. Jeg hef aldrei ritað »svæsnustu æsinga- greinarc í íslenzk blöð, en það litla, sem jeg- hef í þau ritað, hefir verið í frjálslynda. stefnu. 8. Jeg hef' aldrei ritað neitt í dönsk blöð í gagnstæða átt því, sem jeg hef ritað í ís- lenzk blöð, heldur einmitt töluvert í sömu stefnu, þótt J. Þ. sje ekki um það kunnugÞ Það, sem J. Þ. byggir þessa sakargipt sína á, mun vera þaö, að jeg ritaði einu sinni á stúdentsárum mínum grein í eitt danskt hægri- blað, af því að henni var neitað um upptöku í vinstriblað, sem jeg reyndi fyrst að koma. henni að í. Og þessi grein var að eins leið- rjetting á ýmsum röngum ummælum, sem staðið höfðu um einn mikilsvirtan Islending, frænda minn dr. Grím Thomsen, í blaðinu »Politiken«, sem hann í brjeíi til mín mæltist til að yrðu leiðrjett. Jeg reyndi því fyrst að koma leiðrjettingum mínum í það blað, en er það neitaði þeim um upptöku, setti jeg grein- ina í »Dagbladet«. 9. Þar sem J. Þ. segir, að jeg hali »orðið' uppvís að því, að hafa glæpzt a þvx að skrökva til nafns og bustaðar og oi’ðið að' meðganga^það opinberlega á fundi, er.íslend- ingar í Höfn hafi þá haldiö«, þá er sá f'ótur fyrir þessu, aö jeg skrifaði »pseudonymt« undir áðurnefnda grein, er jeg f'ór með hana til »Politiken«, en valdi það nafn, er jeg vissi, að enginn Islendingur i Höfn bar. Jeg skrif- aði nef'nilega »E. Sv.« undir greinina, og er ritstjórnin spurði mig, hvað »Sv.« ætti að> tákna, sagði jeg, að það merkti »Svendsen«.. Beiddi jeg svo ritstjórnina, að senda greinina með þeirri áritun á ákveðinn stað hjer í bæn- um, ef hún yrði ekki tekin. Astæðan til þessa var sumpart sú, að jeg vissi, að slíkt er al- gengt að skrifa »pseudonymt«, og má sjá það daglega bæði í blöðum og bókum um allan heim (á íslandi má minna á »Þorgils gjall- anda«, sem er tilbúið nafn), og hin önnur, að Garðbúum var bannað að rita í blöö. En nú kom grein mín aldrei út í »Politiken«, heldur í »Dagbladet« og þar var hún ekki »pseudonym«. En þótt jeg reyndi að velja merki það, er jeg setti undir greinina, svo, að það gæti ekki átt

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.