Ísafold - 14.06.1893, Blaðsíða 2
146
r
Utlendar frjettir.
Kaupmannahöfn 2. júní 1898.
Veðrátta m. fl. Þurkarnir hafa til
þess fyrir skömmu orðið svo langvinnir
í flestum löndum, að talað er um talsverð-
an gróðurspiili, t. d. á Svisslandi og Ítalíu.
en mest á vínlendum Suðurfrakklands.
Miklar frásögur sagðar frá Norðurame-
ríku, fyrst af óðastormi í seinni hluta mai-
mánaðar, sem oili mörgum skipsköðum á
Erievatninu og byggðaspeilum víða í aust-
urfylkjunum og öðru tjóni. I lok mánað-
arins urðu srórmikil tjón í mörgum hinum
vestri fylkjum af stórhlaupum vatna, eink-
um í Missisippi, og nóg til dæmis að taka,
að í útnorðurhluta Louisíönu eyddust hús
og bústaðir fyrir 10,000 manna.
Danmörk. Konungur vor er nú í baðvist
í Wiesbaden.
Hinn 18. maí komu mörg þúsund manna
(fjöldi frá Sljesvík) til minnisvarðavígslu á
Skamlingsbakka á Jótiandi, en varðinn
afhjúpaður í heiðursminningu við Laurids
Skau; þann dag fyrir 50 árum hafði hann
flutt eldfjörugt erindi fyrir dönsku þjóð-
vinaliði og vakið áhuga þeirra á og fje-
lagasamtök fyrir viðreisn danskra þegn-
rjettinda og þjóðrjettinda í Sljesvík. Sem
allir vita hafa þau tíðindi síðan orðið, er
hafa aukið miklu við raunasögu Dana, en
hjer eru líka þeir kaflar um þrek og heið-
ur, sem bera birtu, þegar þjóðin líturfram
til ókominna tíma.
Mikið um fundahöld í öllum hjeruðum,
sem vanter um miðsumarsleytið, og hróð-
tirsögur svo af þeim bornar, sem til hag-
ar á hverjum fundi urn flokkadeildir, en
óhætt að segja, að borginmannlegri hafa
vinstri menn vart verið f'yr í fundagöng-
tinni.
Dáinn er Caspar Frederik Wegener (9.
maí), öldungur danskra sagnafræðinga, og
nm langan tima (1848—82) forstöðuvörður
rikisskjalahirzlunnar. Hann varð 91 árs
að aldri.
Noregur. Viðureignin á þinginu harðn-
ar með hverjum deginum, en bágt að spá,
að hverju hjer reiðir. Stang og hans lið-
ar láta sjer við fæst bregða, og ekki held-
ur fyrir skömmu við yfirlýsingu vantrausts
af þingsins hálfu. * Hann segist hafa tekiö
við vandanum í landsins nafni, en ráðherra-
laus hefði Noregskonungur ekki mátt standa;
hann vildi þó ekki annað en láta konsúla-
málið liggja í salti fyrst um sinn (til lykta
á næstu' kosningum?). Stang hefir líka fært
sig það upp á skaptið, að hann vendir nú
i sumu í gagnstæða átt frá því, er honum
þótti rjett, þegar hann færðist undan vand-
anum og vinstrimenn tóku við stjórninni.
Já, hvað meira er, þeir segja, að hann sje
að fitla við neikvæðatakmörkun konungs-
ins. Enn fremur er nýtt tortryggðarmái
tekið til rannsóknar á þinginu, og það er
útgerð herskipa í Horten meðan konung-
ur var í Kristjaníu, en þaðan er sagt, að
boðin hefðu komið til flotaforingjans. í
hverjum viðlögum skyldi skipanna neyta?
og frá hverjum fjekk foringinn bpðin?
Þessu á hann nú að svara þinginu. Mörg-
um þykir svo við horfa, að þingið búi
undir til ríkissaksóknar gegn ráðaneytinu.
Herfileg voðatíðindi urðu í Veradai, í nyrðra
amti Þrándheims, nóttina miili 18. og 19.
maímán. Þar eru hlíðar bæjum settar, en
jarðlagið þunnt heldur og veðst af ieir og
sandi, og blotnar þá til leðju, er svo ber
undir. Nú brast hjer jarðvegurinn í ann-
ari hiíðinni og úr henni skriðnaði mikil
spiida, á breidd efst 3200 álna, þó hún
mjókkaði nokkuð, er neðarreiddi, enrann
svo hjer um bil 4000 álna niður að dals-
ánni og vatninu, sem hún rennur úr, og
yfir ána. Allir bæirnir á hliðarspildunni,
flestir brotnir og bramlaðir, færðust með
jarðskriðunni, en nokkuð af'fólkinu komst
upp á þökin, og náði svo að fá lifinu
borgið. Sagt að þar hafi farizt 119 manna,
en af komust 45. Bæirnir eyddu urðu 40
að töiu með þeim sem fyrir jarðhlaupinu
urðu niðri í dalnum, en blöðin segja, að
hlíðareyöan og svæðið leirþakta niðrisvari
7000 norskra mælireita («maal»), en norsk-
ur mælireitur = 10,000 f'eta að ferhyrn-
ingsmáli. Fjártjónið metið IV2 miljón kr.
England. Afar-seint gengur með um-
ræðurnar um þinglög íra, enda er sumum
greinum (af 26, eða 40, sem sum biöð
segja) hugaðar breytingar uppástungur
ekki færri en um 20. Lokið við 3 greinir.
Hjer verður margar orrustur á heyja og
öfluga mótstöðu á bak að brjóta, áður
en írland kemst í nýja ríkisstöð, enda er
ýmsu um spáð.
Nú er stórmikil og dýrðleg höll reist í
Kensington fyrir sýningar iðnaðarmuna frá
öllum löndum Bretaveldis. Það var vígt
10. maí í viðurvist drottningarinnar, prinz-
ins af Wales og annara konungmenna,
auk höfðingja frá Indlandi.
Þýzkaland. Kosningarnar nýju eiga
að fara f'ram 13. þ. m., og því er mikið
um fundahald og fúndahávœri um allt ríkið.
Sundrung orðin í sumum þingflokkum, og
jafnvel í miðflokkinum, eða hinum kaþólska
flokki. Sósíalistar haida sjer bezt saman,
og efast sízt um, að sjer berist árangur í
skaut við kosningarnar.
Blöð Bismarcks minna stöðugt á, að það
sje sitt hvað, að auka herinn að tölu, og
að auka hann að kostum; en nýju lögin
stytta vopnaburðartímann um eitt ár.
Keisarinn lagði sárt við fyrir skömmu í
ræðu til herf'oringja sinna, aö hann slcyldi
kosta svo kapps um, sem sjer væri unnt,
að nýmælunum yrði fram gengt. Sumum
þótti hann hafa heldur í heitingum.
Frakkland. Þar fara líka kosningar
í hönd, og eru líkur til ieiddar, að aflinn
í ytra og yzta fylkingararm vinstra megin,
hinir kappsmeiri frelsismenn og sósíalistar,
aukist og dragist saman undir eitt merki,
en að Panamahneykslið verði þeim að
litlum árangri, sem ætluðust til kápu af
því klæði við kosningarnar, en það voru
sjerlega einveldissinnar og Boulangers-
liðar.
í París þótti vel veiðast fyrir skömmu
síðan, er iöggæzlumönnunum tókst að haf'a
hendur á 5 óstjórnarbófum, þremur í ein-
um icyniklefa, en tveimur í öðrum, þar
sem þeir sátu við sprengivjelagerð pg höf'ðu
þar geymdan fjölda þeirra heijartóia.
Flestir þeirra voru gamlir þjófar og óbóta-
menn.
Gríkkland. Hjer varð konungur ný
lega að skipta um ráðherra sína, er þeim
Tricúpis mistókst að semja um fjjárlán á
Englandi.
Póstskipið Laura (Christiansen) kom.
hingað í morgun frá útlöndum, með fjölda.
farþega. Fer til Vestfjarða annað kvöld.
Tiðarfar. Nýleg frjett af norðurlandi
segir ágætis-tíð þar, vætuminni en hjer.
Gróður í bezta lagi. En fólkshörguli mik-
ill, karla 0g einkum kvenna, vinnustúlkna,.
er tínast drjúgum til Vesturheims, upp á.
hin glæsilegu ioforð og lýsingar »agent-
anna«. Pantað kaupafólk hjer að sunnan
og heitið háu kaupi.
»Heimskringla« brunnin. Hinn 22.
maí brann aleiga »Heimskringlu« í W.peg.
Áhöldin virt 1700 doll., vátryggð fyrir lOOO.
Keikningsbækur náðust mjög skemmdar.
Jón Olafsson missti allt upplag kvæða
sinna og margt fieira, allt óvátryggt.
Farþegar komnlr með „Laura“ 14. jdní.
1. Frá Kaupmannahöfn.
Lektor H. HáltdanarBon og frú lians, frú Kr. Haf-
stein, frú S. Ásgeirsson (ísaf.), frú Anna Guðmundsson
(Khöfn), frú Vidalín, frú Lefolii, ekkjufrú C. A. Reedtz
(Kh.), frú Sigr. Nielsen (Kh.), fröken E. Hafstein, frk*
M. Finsen, frk. Kr. Vidalín. frk. S. Matthíasd., frk. H.
Smith, frk. M. S. L. Reedtz (Kh.), frk. Peterson (Kh.);
alþ.mennirnir cand. Bogi Melsted og dr. Jón Þorkels-
son; adjunkt Lorv. Thoroddsen og cand. polit. Sig.
Thoroddsen. Kaupmennirnir: Kammerjunker S. Chr.
Knudtzon, H. Th. A, Thomsen, A. Lefolii, J. Vidalin*
Sturla Jónsson, O. Olavsen (Keflavik), Á. Ásgeirsson
og J. M. Riis (ísaf.); Jón Jónsson, cand. med. & chir.r
Gunnar Hafstein, verzlunarfræhingur; verzlunarmenn-
írnir D. Petersen (Brydes v.) og E. Olsen (Fischers v.);
stúdentarnir Á. Thorsteinsson, Bjarni Jónsson, Friðrik
Sveinsson. Guðm. Sveinbjörnsson, Helgi Pjetursson,
Haraldur Níelsson, Jens Waage og Sigurhur Pjeturs^
son; Lauritz Jörgensen og Garöar J. Magnússon. ung-
sveinn frá Eskif.
2. Frá Skotlandi.
Síra T. H. St. Perfect og frú Perfect (Dover), frk.
Craig (Belfast), frk. Paterson (Edinb.), kapt. Jolin Cog-
hill og Mr. Mackinnon (Leith), E. E. Craig og Z. Craig
(Belfast), Mr. Williams og W. J. Cooper (Cardiff), kapt.
Johnstone (Falmouth), R. E. Anstice (Madeley Wood,
Shropshire), N. M. Berrie (Edinh. til Patersons v.)^
Sigm. Guðmundsson prentari.
S. Frá Fœreyjum.
Leikararnir hr. Edw. Jensen, frú Jensen og hr. E. Wulff;
enn fremur trúboói. O. J. Olsen, norskur >adventisti*.
4. Frá Vestm.eyjum.
Sýslum. Jón Magnússon og írú hans, síra O. V. Gísla-
son. frú Jóh. Frederiksen, alþm. Sigí. Árnason, kapt»
Sig. Sigurfinnsson o. fl.
Handa Landeyingum. I. Þetta heflr
goldizt til gjaldkera samskotanefndarinn-
ar í Reykjavík, eptir gjafaiist.a, er gengið
hefi um bæinn og nágrennið:
A■ í penmgum: Landshöfö. M. Stephensen
25 kr.; hankastj. Tr. Gunnarsson 15 kr.; bæjar-
fóg. Halld. Daníelsson, rektor J. Þorkelss.,
iyfsali E. Tvede, kaupm. D. Thomsen, lector
Sigurhur Melsteð og hót'eleigandi J. G. Hall-
berð 10 kr. hver; W. G. S. P., amtm. Kr. Jóns-
son, frú Astríður Melsteð, frú H. Benediktsen,
landrit. H. Hafstein, landl. Schierheck, dóm-
kirkjupr. síra Jóh. Þorkelsson, adjunkt Björn
Jónsson, docent Eir. Breim, B. og N. N. 5 kr.
hver; Hallgr. Sveinsson biskup, Gísli Finnsson
járnsm., L. G. Lúðvígsson skóari og Þórh.
Bjarnarson docent 4 kr. hver; Jón Þórðarson
kaupm,, H. Þ. og N. N. 3 kr. hver; Ax. Tul-
inius cand. jur., G. Þ., J. J., J., M. J., H. A„
G. T., A. Andersen, Björn Þórðarson, Ó. Sveins-
son, Magnús Guðnason steinhöggv., Sighv.
Bjarnason hankabók., Þorst. Gunnarsson lög-
Danska ferðafjelagið. Þegar Laura
fór f'rá Khöfn núna, voru 27 búnir að skrá
sig til skemmtiferðarinnar hingað með
næsta póstskipi, þar á meðal hjer um bil
helmingur Þjóöverjar, frá Berlin, Potsdain,
Leipzig, Dresden, Königsberg o. s. frv..
Meðal meiri háttar danskra manna í förinni
verða, auk stiptamtmanns Hoppe, tveir
greifar: P. og F. Ahlefeidt-Laurvigen, og
tveir barónar: O. og F. Lerche.