Ísafold - 14.06.1893, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.06.1893, Blaðsíða 3
147 regluþj., P. og 13 N. N. 2 kr. hver; J. B., Magnús Guðbrandsson, T. J., Hjörtur Hjörts- son, Bjarni Jónsson snikkari, A. Bjarnason og 8 N. N. 1 kr. hver; 3 N. N. 50 a. hver. Samtals i peningum 249 kr. 50 a. B. Með innskript: Björn Jónsson ritstj., Guðbr. Finnbogason konsúll og útvegsb. Þórð- ur Guðmundsson í Glasgow 25 kr. hver; A. Frederiksen bakari 24 kr. 48 a.; Guðm. bóndi Einarsson í Nesi 15 kr.; Húkon Eyjólfsson b. á Stafnesi, Ingj. hreppstj. Sigurðsson á Lambast. og Pjetur b. Sigurðsson í Hrólfskála 10 kr. hver; síra Kjartan Jónsson á Elliðavatni 8 kr. frú K. A., Erl. Arnason snikkari, Þórður bóndi Jónsson í Ráðagerði, Brynj. b. Magmísson í Nýjabæ, Ólafur b. Ingimundarson í Byggarði, Einar b. Hjartarson í Bollgörðum og Sigurð- ur Sigurðsson barnakennari í Mýrarhús. 5 kr. hver; Ásbjörn b. Jónsson í Nýlendu 4 kr.; Eilífur b. Guðmundsson í Gesthúsum 3 kr.; Sigurður b. Ólafsson í Nesi, Þ. Tómasson> Jón í Lambhól og Magnús í Lambhól 2 kr. hver; N. N. 1. kr. Samtals i innskript 203 kr. 48 a. C. í matvöru. W. Christensen kaupm. í Rvik 600 pd. af matvöru, W. Christensens verzlun á Eyrarb. 600 pd., G. Zoega & Co 600 pd., Eyþ. Felixson kaupm. 200 pd., H. Th. A. Thomsens verzlun 200 pd.. Ólafur Ámunda- son faktor 200 pd., Guðm. Thorgrimsson kaupm. 100 pd., Björn Guömundss. múrari 100 pd., Páll Hafliðason, Pjetur Þórðarson og Þórar- inn Árnason skipstjórar 60 pd. hver. Samtals 2650 pd. matvöru. II. Afhent á skrifstofu Isafoldar og áður auglýst 104 kr. Ennfr. frá konu i Rvik 5 kr., frá kaupm. Hjálmari Jónssyni í Kaupm.höfn 50 kr., frá alþm., cand. mag. Boga Melsteð 10 kr. og frá ónefndum (áheit) 25 aur. Samtals hjd ritstj. Isaf. 169 kr. 25 a. Samskotalistinn verður látinn liggja á- fram hjá kaupm. W. Christensen til áskript- ar, og s'ömul. veitir ritstj. Isafoldar viðtöku samskotum í peningum. Lieiðarvísir ísafoldar. 1251. Jeg tek lán hjá kaupmanni, umtals- laust nær borga skal, og við nýár skulda jeg honum 3 krónur, svo stefnir hann mjer fyrir gestarjett, og býðjeg fram skuldina í pening- um, en kaupmaður neitar að sættast nema hann fái málskostnað líka. Er það rjett og lögum samkvæmt, að jeg borgi málskostnaö ? Sv.: Spyrjanda ber að borga þann máls- kostnað, sem áfallinn var, þegar hann bauð fram borgunina. 1252. Hvað ber stefnuvott fyrir að birta gestarjettarstelhu, ef hann þarf að fara eina rnilu til þess ? Sv.: I flestum málum er þessi borgun 2 kr., en Lhjúamálum og smá-skuldamálum (sem ekki nema 50 kr.) 1 kr. 50 aura. 1253. Jeg skulda kaupmanni 14 kr. við nýár, sem jeg borga helming af haustið eptir; verður þá 7 kr. skuld við næsta nýár. Síðan er mjer stefnt fyrir gestarjett og býð jeg að borga skuldina strax; er það rjett að dæma af mjer málskostnað? Sv.: Já, þann kostnað, sem áfallinn var þegar spyrjandi bauð fram borgun eða borg- aði skuldina. 1254. Er það rjett af' útgerðarmanni fiski- skútu, að leggja margarín sjómönnum til smjörs ? Sv.: Já, nema sprjandi hafi beriega tekið annað fram, er hann rjeðst til skips. 1255. Jeg Ijæ hjú mitt um tíma af árinu öðrum manni og vil hafa kaup fyrir það, en hann vill ekki borga mjer það; get jeg ekki látið taka það lögtaki? Sv.: Nei, en spyrjandi getur höfðað mál til borgunar á þóknun þeirri, sem um var samið. 1256. Er jeg skyldur að vinna kauplaust í út- og aðflutningi á skipinu, eptir að jeg er lögskráður upp á premíu? Sv.: Já. 1257. Er mjer ekki leyíilegt að selja lóð, sem mjer heíir verið útmæld undir bæ og kál- garð, ef jeg get fengið kaupanda? Sv.: Já. 1258. Er það leyíilegt að gipta hjón { kirkj- unni fyrir læstum dyrum, sem lýst hefir ver- ið með ? Sv.: Já. 1259. Hef'ur vinnustúlka rjett til að segja upp vist, sem hún er ráðin í f'rá næstu kross- messu, þó hún ætli til Ameríku? Sv.: Nei. 1260. Jeg bið mann að geyroa hlut fyrir mig í hálf'an mánuð, sem er svo gott sem öðr- um seldur; nú tekur hann hlutinn sem sína eign og selur öðrum, en lofar að borga mjer hann eptir sinum hentugleikum. Hverju varð- ár þetta? Sv.: Það varðar sektum, sbr. almenn hegn- ingarlög. 1261. Jeg bað mann i fyrra sumar að selja f'yrir mig vasaúr f'yrirþað verð, er hann gæti, en í haust skilar hann mjer úrinu aptur, en heimtar borgun fyrir viðgerð og hreinsun á því. Er mjer skylt að borga það? Sv.: Nei, ef' ekki hefir upphaflega verið svo um samið. 1262. Er vinnumaöur skyidur að greiða ljóstoll, þó að' hann eigi nokkrar kindur, og kynni að geta tíundað hálft eða heilt hundr- að, en sveitarnefndin þess vegna leggur á hann útsvar til fátækra? Eða getur kirkju- haldarinn, sem líka er lögreglustjóri, heimtað ljóstollinn, ef vinnumaður tíundar. ekki? Sv.: Vinnumenn og húsmenn, sem tíunda V2 hundrað, eiga að greiða ljóstoll, sbr. op. br. 21. maí 1817. S t ó r y e r z 1 u n með frimerki handa söfnum A. CHAMPION GENF (Schweiz) vill fá fallegar úrvalssendingar af íslenzkum frímerkjum í skiptum. Verðskýrsla ókeypis og án burðargjalds. Horfinn úr högum dökkjarpur hestnr, fremur smár, þýður,) klárgengur, fornjárnaður, vetrar-afrakaður, klipptur, með mark : tjöður fr. hægra. Ferðamenn, smatar eða liver sem hittir hestinn er beðinn að hirða og koma að Elliðakoti eða Mosfelli gegn borgun. ólafur Bjarnason. F.TÁRMARK P. Vídalíns í Laxnesi Mosfells- sveit Sýlt i hamar h., sneitt apt. biti fr. v. Brennim : Vidalin. XST Nærsvoitainenn eru lieðnii- að vitja „ÍSAFOLDAR“ á afgreiðslustofn hennar (í Austurstræti 8). 72 ingum og börnin. En það fór á sömu leið. Þau voru eins og börnin, þau skildu ekki eitt orð af því, sem hann sagði. »En hvaða mál er það þá, sem hann hefir kennt ykkur?« spurði liðsforinginn. Börnin fóru nú aptur á móti að spyrja liðsforingjann nokkrum spurningum á þvi máli, sem kennarinn hafði kennt þeim, og jafnvel foreldrarnir fóru að leggja orð í helg á sömu tungu. En nú mátti liðsforinginn til að glenna upp skjáina. Núskildi hann ekki eitt orð af því, sem þau sögðu. í þessum kröggum kom Pelle Dubb inn. »Herra minn!« kallaði húsbóndinn til hans, »hvað hafið þjer kcnnt hörnunum mínum ? Er það franska ? Ha, er það franska?« »Það ímynda jeg mjer«, mælti Pelle Dubb. »Nú, þjer ímyndið yður það; þjer bara imyndið yð- ur það. Það er svo !« vMonsieurU tók nú liðsforinginn til máls, og sneri sjer að kennaranum; »avez-vous, en effet, donné des legons de langue frangaise á mes jeunes parents ? (Hafið þjer í raun og raun og veru kennt hinu unga frændfólki mínu frönsku, herra minn ?« »Oui« (já) svaraði Pelle Dubb. »Eh bien« mælti foringinn ennfremur, »comment se 69 eisir og góðgjarnir. En hvílíkir mundu þeir eigi verða ef þeir hefðu stjórnfrelsi? Jeg mæli ekki fram með okk- ar sænsku stjórnarskipun; því fjórskipting þingsins er ekki eptirbreytnisverð. En hvað segið þjer um norsku stjórnarskrána, göfugi herra? Mjer virðist að yðar tign geðjist að norsku kerrunni, en hún er þó ekki neitt í samanburði við norsku stjórnarskrána, með sínu takmark- aða neitunarvaldi, sem reyndar hefði gjarnan mátt ná lengra, því« . . . Pelle Dubb þagnaði svo litla stund, því honum sýnd- ist Orloflf greifa síga býrnar. »Yðar tign líkar ef til vill ekki, að jeg, sem er sænsk- ur maður, skuli ekki hrósa föðurlandi mínu«, mæltiPelle Dubb enn fremur, »og til þess að vera rjettdæmur, hlýt jeg að viðurkenna, að prentfelsið hjá oss er dýrmæt ger- semi, og það væri til ómetanlegs gagns, ef það væri lög- tekið á Rússlandi. Hve ómælilega mikið hefði prentfrels- ið að gera hjer! Hve hægt ættuð þjer ekki með það, sem eruð önnur hönd keisarans. . . .« Pelle Dubb þagnaði á ný; hann sá, að greifinn tók i bjöllustrenginn, og kom þjónn hans inn að vörmu spori. »Farðu óðara með þenna mann heim í veitingahús- ið, sem hann gistir í«, skipaði greifinn, »og segðu, að það eigi að veita honum sem allra bezta hjúkrun, því hann er mjög veikur«.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.