Ísafold - 24.06.1893, Blaðsíða 2
158
sem eru einungis úr trje, eða trje
og járnvir;
5., að jafnt sje lagt í dagsverk af þúína-
sljettum, hvort sem þær eru gerðar
með handverkfærum eingöngu eða
með plóg og herfi;
6., að jafnt sje lagt í dagsverk af flat-
armáli matjurtagarða, sem ruddir eru
í fyrsta sinn, og af þúfnasljettum.
Kr. G.
Fjárlaganýmæli.
Ætlað er á 1,140,000 króna tekjur til
handa landssjóði á fjárlagatímabilinu 1894
—1895, og að 44 þús. kr. verði afgangs
að því loknu.
Meðal nýmæla í frumvarpi stjórnarinnar
er helzt nefnandi talsverð hækkun á vega-
bótafjenu, upp í 68 þús. kr. alls hvort
árið. Þar af eru 3 þús. ætluð verkfræðing
(Sig. Thor.), 50 þús. til vegabóta á aðal-
póstleiðum og 15 þús. til fjalivega. Helm-
ingnum af 50 þúsundunum hvort árið á að
verja til Hellisheiðarvegarins, sem er rúml.
2*/2 xnila og áætlað að kosta muni fram-
undir 5 kr. faðmurinn éða alls um 50 þús.
kr., þannig gerður, aðnotamegi hann sem
akveg. Hinum helmingnum af aðalpóst-
leiðafjenu hugsar stjórnin sjer að verja til
að leggja veg yfir Borgarfjörð að Kiáf-
fossbrúnni beggja vegna; ennfremur til að
ljúka við veginn yfir Húnavatnssyslu til
Blönduóss, er unnið hefir verið að 2 sum-
ur undanfarin, og loks um norðurhluta
Suður-Múlasyslu frá Reiðarfirði upp að
Lagarfljótí.
Af 15 þúsundunum til fjallvega hvort
árið er ráðgert að 12 þús. fari til þess að
ijúka við akveg yfir Mosfellsheiði til Þing-
valla. »Eru það einkum skemmtiferðir út-
lendra ferðamanna, sem hafðar eru í huga,
þegar um þessa vegagerð er að ræða;
hvar sem litið er, fara þess konar skemmti-
ferðir i vöxt, og mundi megi gjöra ráð
fyrir, að aðsókn ferðamanna til Islands
yrði meiri, ef gjört yrði meira til þess, að
ferðalagið yrði þeim sem þægilegast, en
af því mundi í aðra hönd leiöa ekki lítinn
hagnað fyrir landið, eins og reynsla ann-
ara landa sýnir«. Því sem þá er eptir af
f jallavegafjenu er helzthugsað til að verja
til vegabóta á Kaldadal og Grímstungna-
heiði.
Til strandferða stingur frumvarpið upp
á 18 þús. kr. hvort árið, eins og áður
gerðist. Síðast, 1891, voru veittar til
þeirra 21 þús. kr., með því skilyrði, að
farið yrði alveg eptir áætlan þeirri, er
þingið samdi, en það aftók gufuskipafje-
lagið danska og fekk því ekkert af tjeð-
um landssjóðsstyrk, er þannig sparaðist al-
veg, 42 þús. kr. á fjárhagstímabilinu. Fje-
lagið hefir síðan verið spurt um, fyrir hve
mikiö tillag það vildi halda uppi strand-
ferðum 1894 og 1895, samkvæmum þings-
ályktun neðri deildar 1891, og hefir það
sett upp 74 þús. fyrir svo lagaðar strand-
ferðir og þó jafnframt áskilið sjer breyt-
ingar á áætlun þingsins í ýmsum atriðnm.
En svo 'miklu fje telur stjórnin eigi tak-
andi 1 mál að verja til þessara ferða, enda
eigi tekizt að fá aðra til að takast ferð-
’rnar á hendur, þót.t reynt hafi verið. Þá
hefir fjelagið eptir tillögum iandshöfðingja
verið spurt um, hvort það vildi eigi ann-
ast ferðirnar áfram eins lagaðar og 1890
og 1891 og með sama landssjóðsstyrk, 18
þús. á ári, með þeim viðaukum, að skipið
komi við á Seyðisfirði á leið frá Khöfn
til Rvíkur í miðjum septbr., að það komi
við á Stykkishólmi í 3. ferðinni báðar leið-
ir, en í 10. ferð að eins á heimleið (til
Kh.), og á Flatey á leið kringum landið í
júní (6. ferð), og loks, að skipið komi við
á Borðeyri einu sinni á leið frá Khöfn til
Reykjavíkur og einu sinni á leið frá
Reykjavík til Khafnar, í þeirri eða þeim
ferðum, er bezt ætti við áætlunina. Fje-
lagið hefir tekið vel í þetta, nema afsegir
að koma á Borðeyri: leiðin inn þangað ó-
fæi' nema í albjörtu veðri, og geti orðið að
bíða eptir því dögum og jafnvel vikum
saman, svo að ferðaáætlunin raskist aiveg
fyrir það.
Stjórnin kveðst alveg mótfallin því, að
gert sje út skip til strandferða á kostnað
landssjóðs: of mikil áhætta; umboðsstjórn
landsins eigi við því búin, að hafa slíka
skipaútgerð á hendi, og gæti heldur ekki
orðið það nema með tiltölulega ofmiklum
kostnaði.
Gufubátastyrk er stungíð upp á hinum
sama sem nú í fjárlögum: handa 5 bátum
alls, 3000 handa hverjum þeirra.
Við lærða skólann er ætlazt til umbóta
á fimleikakennslunni með þeim hætti, að
fimleikakennarinn fái 1000 kr. styrk til
3—4 mánaða veru í Khöfn að sumri í því
skyni, að kynnast því, hvernjg leikfimi er
nú kennd þar, og áhöldum þeim, sem not-
uð eru þar og annarsstaðar við kennsl-
una.
Þremur aulcalœknum á að bæta við: á
Mýrum (Álptaneshr. Hraunhrepp og Kol-
beinsstaðahr.), á Breiðafirði (Eyjahr., Múla-
hr. og Gufudalshrepp) og í Suður-Múla-
sýslu (3 syðstu hreppunum).
Til útgáfu kennslubóka er eptir umsókn
Kennarafjelagsins stungið upp á 600 kr.
styrk hvoi't áriö.
Til þess að semja Forngripasafnsskrá
og merkja gripinu m. m. — allir gripir,
er safnið hefir eignazt frá 1876 til 1892
eru ómerktir og alls engin skrá til fyrir
árin 1876 til 1881 — er stungið upp á 800
kr. þóknun handa umsjónarmanni hvort
árið.
Önnur eru eigi veruleg frábrigði í
frumvarpinu frá núgildandi fjárlögum.
»Bitlingum« flestöllum haldið, nema styrkn-
um til frú Torfh. Þ. Holm. Síra Matth.
Joch. ætlaðar áfram hans 600 kr. á ári.
Þingmálafundir.
Árnesingar. Fundur ah Hraungerhi 21.
þ. m.; 23 á fundi; fundarstj. alþm. Þorl. Guðm.,
skrif. síra V. Briem. Um stjórnarskrármálið
töluðu alþingismennirnir báðir (Þ. G. og B.
Th. M.), prestarnir V. Briem, Magn. Helgason
og St. Stephensen; ennfr. Brynj. frá Minna-
Núpi, og Skúii Þorvarðarson. Niðurstaða:
yfirlýsing i einu hlj. um að halda öllum
landsrjettindum óskertum, um innlenda stjórn
nleð fullri áhyrgð fyrir alþingi og fullkomið
fjárforræði svo fljótt sem verða má, ennf'r. að
málið yrði tekið fyrir á þingi í sumar annað--
hvort í f'rumvarps- eða ályktunarformi; skor-
að á þingmennina, að reyna að eyða flokka-
dráttum í málinu. Fjolgun kjörstaða til al-
þingis vildu menn, en ekki tvöfaldar kosn-
ingar. Þjórsárbrúr æskt sem fyrst og með»
sem beztum kjörum fyrir hjexaðið, og að veg-
ur yrði lagður yíir Fióann milli hrúxina jafn-
vel á undan brúarsmíðinu, til Ijettis og sparn-
aðar við aðflutning á brúarefninu. Landssjóð-
ur skyldi beðinn um 2/s af kostnaðinum til að-
brúa Sogið. Ennfr. æskilegt, að Mosfells-
heiðarvegur yrði lengdur austur að Geysi, og-
að landssjóður keypti Stroklc og Geysi og
reisti þar gistiskála. Um hafnarmál á Eyr-
arbakka samþykkti fundurinn, að Skximstaða-
ós skyldi rannsakaður á landssjóðs kostnað, í'
því skyni að sprengja sker úr honum, eptir-
að leitað væri leyíis hafnar-eiganda til þess-
(Lefolii kaupmanns) og hann einnig spux-ður,
hvort taka vildi þátt i þeim kostnaði. Vist-
arbandsleysing samþ. handa hálfþrítugum og-
eldri fyi’ir lítið eða ekkert endurgjald. Beðið-
um fjölgun lcekna í sýslunni, um stofnun
lagaskóla, um afnám amtmannaembœtla eða
að minnsta kosti annars þeiri-a í bráðina, um
talsverða lækkun á eptirlaunum hinna æðri
emhættismanna, um fast jringfararkaup, um.
afnám tíundar, um toll á margarín og gos-
drykki, um at'nám Hvanneyrarskóla en stofn-
un búnaðarskóla í Árnessýslu, helzt í Skál-
holti, um lög um bætur fyrir trúlofunarsvik^
og um sjereign og fjárráð giptra kenna, um,
aukna fjárveiting til alþýðumenntunar, um
styrk til að koma geðveilcum á útlenda spí-
tala, um að prestsgjöld skuli greidd úr lands-
sjóði annaðhvort að öllu eða að nokkru leyti^
um að alþingi taki til íhugunar bænarskrá um,
útvegur á tóvinnu-vjelum, að það setji lög um
mannúðlegri slátrunaraðf'erðir og rýmki tiL*
um friðun laxins. Útrýmir.g sels í laxám
áleit fuxidurinn nauðsynlega, gegn skaðabót-
um frá laxveiðendum, en aðflutningsbann og
víntollshœlckun ekki tiltækilegt að svo komnu,
heldur veita landssjóðsstyrk til að eyða of-
drykkju sem mest má verða.
Borgfirðingar. Tveir fundir þar, á Akra-
nesi 17. þ. m. og í Þingnesi 20. Um 20 á.
hvorum.
Akurnesingar vildu að þingið kæmi á þil-
skipadbyrgðarsjóði með fjárframl.úr laxidssjóði,
helzt sameiginlegum fyrir land allt. og að það-
hlynnti að ábyrgðarsjóðum fyrir opin skip ;
vildu ekki afnema vistarskyldu, en leyfa hálf-
þi-itugum lausameunsku fyrir hálfu lægra
gjald en nú og þrítugum kauplaust, ef góð-
meðmæli hefðu; vildu láta afnema sykurtoll,.
og afnema amtmannaembœttin og lækka ept-
irlaun sem mest má verða, barnaskólum fjölg--
að, en ölmusum fækkað við latínuskólann,.
sýslumönnum fækkað og f'östum hjeraðslækn-
um, en aukalæknum (með 1000 kr.) fjölgað,
prestum f'œkkað, en alþýðu- og barnakennur-
um fjölgað, helgidögum fœkkað, en síður hitt,.
að stytta sunnudagahelgina; veita augnalækni
B. Ólafssyni 1500 kr. laun úr landssjóði.
Á Þingnesfundinum vildu menn helzt eigi
láta taka stjórnarskrármálið fyrir i sumar;
vildu láta hækka búnaðarstyrkinn og breyta.
vitbýtingarreglunum, en styrkja ekki nema tvo
búnaðarskóla af landssjóði (Hvanneyrar og
Hóla); ennfremur tryggja rjett leiguliða til að
njóta jarðabóta sinna; sömuleiðis að komaupp
þilskipaábyrgðarsjóði; rýmka að mun aðgang
að lausamennsku. Fundurinn var meðmælt-
ur helgihaldsfrv. líku og stjórnarinnar 1891,
þó með hvíldartryggingu f'yrir vinnuhjú, og
vildi láta afnema alla aukahelgidaga á vorin
(frá skírdegi til 2. í hvítas.); vildi láta styrkja
kennarakennslu verulega og auka styrk tii: