Ísafold - 24.06.1893, Blaðsíða 3
159
sveitakennara; lækka eptirlaun niílur í 1000
kr. mest; afnema amtmannaembættin (ab af-
nema bisknpsembættið var fellt); auka og
bæta nám yfirsetukvenna; þrefalda dfengis-
tollana, leggja 30 a. toll á smjörliki (pd.), færa
niður sykurtoll i 2 a. eða afnema hann alveg,
setja milliþingan efnd til að semja frumv.
um gjöld til presta og kirkna; stofna lagasleóla;
afnema nýbýlisrjettartilsk. 15. apríl 1776;
bættar samgöngur á sjó og landi, brýr á ám
látnar ganga fyrir, af stórám fyrst Þjórsár-
brúin; veitt fje til að launa verziunarumboðs-
manni á Englandi. — Alþm. B. Bjarnarson
var á báðum fundunum og baíði boðað til
þeirra.
Aukafjárveitingar á að leita til þings-
ins fyrir rúnium 24 þús. kr. um tírnfibilið
1890—1893. Þar af eru rúm 10 þús. út-
gjöld við póststjórnina; rúm 5 þús. viðbót
við það sem veitt var 1891 til vegarins
frá Ölfusárbrúnni upp undir Ingóifsfjail
(Bipperda); 6 þús. t.il fjallvega —Mosfelis-
heiðarvegarins, sem nú er verið með—;
1 y2 þús. til þess að gera steingarð um-
hverfis hegningarhúsið. Hitt annað smá-
legt.
Aimairnafriður og likskoðun. Þau
frumvörp bæði eru uppvakningar frá síð-
asta þingi, — »almannafriðurinn« (lfrv. um
almannafrið á heigidögum þjóðkirkjunnar)
eins og efri deild gekk frá honum, en neðri
deild leiddi á höggstokkinn, og likskoðun-
arfrumvarpið sömuieiðis eins og efri deiid
samþykkti það við 3. umr.; það mun hafa
dagað uppi í neðri deild. — Fjögur frv.
önnur eru og uppvakningar frá síðasta
þingi: gœzluvarðhaldsskaðabœtur, iðnað-
arnám, um breyting á safnaðarstjórnar-
lögunum (safnaðarfundir haidnir í maím.,
hjeraðsfundir í júním.; 5 sjeu í sóknarnefnd,
ef fleiri eru í söfnuði en 1000), og breyt-
ing á, alþingiskosningarlögunum (um kjör-
skrártíma m. m.).
Þjórsárbrúin. ' Ripperda verkfræðing-
ur, sem rannsakaði brúarstæði á Þjórsá
sumarið 1891, eptir undirlagi landshöfð-
ingja, ræður eindregið til, að hafa þar
fastabrú (en ekki hengibrú, eins og á
Ölfusá), nálægt bænum Þjótanda. Eptir
lægsta tilboði kostar brúin sjálf úr járni
36,000 kr.; brúarstöplarnir (án steinlíms)
nær 13,000; steinlim flutt að brúarstæðinu,
4,000 kr. (200 tunnur); flutningur á brúnni
til Eyrarbakka ním 2,000; timburhús og
lausabrú til notkunar við brúargerðina
3,000; flutningur á því frá Khöfn til
Eyrarbakka 275 kr.; efni í brúargólfið á
Eyrarbakka 1600; fyrir að leggja brúar-
gólfið 5,00; flutningur á öllu járn- og við-
arefni, timburhúsi og flotabrú frá Eyrar-
bakka til brúarstæðisins 5,710 kr.; umsjón
og óviss útgjöld 5000. Þetta verða sam-
tals um 71,000 kr. Þar við er í fjárveit-
ingunni bætt 4,000 kr. fyrir ófyrirsjeðum
erfiðleikum, verðhækkun á efni o. fl.
Þjóðjarðasala. Það era ekki nema 2
jarðir, sem stjórnin stingur upp á að seija:
Skarðsá og Keldudal í Skagafirði, fyrir
2,500 og 2,000 kr. En það verður sjálfsagt
ungað drjúgum við þær á þinginu.
Gjaldþrotaskipi. Lagafrumvarpið um
gjaldþrotaskipti er sniðið eptir lögunj
Dana um það efni frá 25. marz 1872, en þó
sleppt úr þeim ákvæðum, sem annaðhvort
eru í skiptalögunum nýju, frá 1878, eða er
»miðað við fullkomnara og fjölbreyttara
atvinnulíf en á sjer stað á ísiandi«.
Hafnsögugjald i Reykjavik. I stað
borgunar þeirrar fyrir hafnsögu, sem til
er tekin í taxtanum frá 1. desbr, 1841,
skal koma fast hafnsögugjald, er greiða
skal hvort sem notaður er hafnsögumaður
eða eigi, þó að eins í fyrsta skipti, sem skip-
ið kemur á Reykjavíkurhöfn á árinu, nema
þegar það notar hafnsögumann í siðara
skiptið. Gjaldið á að vera 10 a. af smálest
hverri í verzlunar- og mannflutningaskipum,
5 a.af útlendum fiskiskipum. Gjaldið heimt-
ar bæjarfógeti og ver því til hafnsögumanns-
launa.
Siglingaratvinna. Frv. þar að lútandi
tiliekur ýtarleg skilyrði fyrir því að mega
vera skipstjóri eða stýrimaður á íslenzkum
þiiskipum, ýmist i siglingum utanlands eða
innan.
Aukatekjureglugjörðin. í stað henn-
ar (frá 10. sept. 1830) og annara lagafyrir-
mæla um sama efni eiga að koma tvenn lög
ný, önnur um aukatekjur þær, er renna í
iandssjóð, hin um aukatekjur, dagpeninga
og ferðakostnað sýslumanna, bæjarfógeta
o. fl. Aukatekjurnar handa landssjóði eru
látnar halda sjer hjer um bil eins og þær eru,
að eins lagaðar vegna peningabreytingar-
innar, nema ritiaun öll lögð embættismönn-
unum sjálfum. Svo er og ætlazt til, að sýslu-
menn og bæjarfógetar fái dagpeninga og
borgun fyrir ferðakostnað optar en nú á sjer
stað, svo sem í fógeta, skipta-, uppboðs- og
nótaríal-erindagjörðum.
Aptur rekin áiuinning. I «Fj.konu»-blað-
inu 6. þ. m., sem jeg fyrst ias í gær, er áminn-
ing, semjeg vil biðja Isafold að bæta nokkru
við, af því jeg get ímyndað mjer að «Fj.kon.»
vilji ekki gjöra það breytingal&ust.
Bátur sá, er jeg kom á út að gufubátnum
«Elín» 5. þ. m., er ekki kallað hjer 4-manna-
far, heldur er hann 2-manna-far í minna lagi.
Jeg vissi ekki fyrirfram, hversu stóra ferju
þyrfti til flutninga þá 1 land. Ekki var bát-
urinn lekari en svo, að i fyrri ferðinni, sem
jeg fór með hann alveg hiaðinn af þungavöru
og fólki, þurfti ekki að ausa hann; á útleið-
inni aptur jós jeg hann fyrst. I seinni ferð-
inni var engin þungavara í bátnum, en 10
manns, sem jeg vildi að allir settust niður og
ljetu bera sem lægst á sjer, en herra Rafn
skósmiöur Sigurðsson vildi ekki hlýðnast því,
heldur standa, og bar þá ekki lítið á honum;
loks ljet hann þó af því og settist á sliður
bátsins með hálfan gumpinn út fyrir, sem jeg
vildi heldur ekki; mun jeg þá haia gjört mig
alvarlegan og sagt, að ef hann breytti ekki
setu sinni, yrði hann að fara upp úr bátnum
aptur, og jeg sleppti ekki haldi á <cElínu» fyrr
en þetta vœri komið í lag; og með þessu móti
gat það orðið.
Annars vil jeg skjóta framkomu minni við
flutninga til og frá «Elínu» hjer í vor til frá-
sagna og álita skipverjanna sjálfra, en ekki
til þeirra manna, er færa hlutina til verri
vegar. 19. júní 1893. H. J.
Eptir beiðni votta jeg hjer með, að herra
Hallgr. Jónsson á Akranesi hefir, að mínu á-
liti, í alla staði komið vel og drengilega fram
við út- og uppskipun á gufubátnum «Elínu»
bæði hvað farþega og vörur áhrærir; en bvað
hr. skósmið R. Sigurðssyni og honum hefir
farið á milli get jeg elckert um borið, því jeg
heyrði ekki á það og leiði það því alveg hjá
mjer. 21. júni 1893.
M. F. Bjarnason.
Baröastr.sýslu vestanv. 16. júni: Veðr-
átta hefir verið yfir höfuð vætusöm á vorinu,
svo sjófang, sem þurft hefir að þurka, hefir
án efa nokkuð sketnmzt, en aptur hefir verið
hið bezta grassprettuveður, enda eru tún orð-
in falleg og úthagar vel grónir. Þó var frem-
ur kalt í veðri fram um hvítasunnu, og festi
snjó í fjöil með köflum allt fram að þeim tíma,
t. a. m. um kóngsbænadag og uppstigningar-
dag. Síðan eptir hvitasunnu hefir aptur yfir
höfuð verið hlýviðri; hæstur hiti 6. þ. m. og
í dag 15° R., en nokkra daga aðra 13 og 14
stiga hiti í skugga. Framan af vorinu var
aptur í móti opt frost um nætur.
Afli hefir verið ágætur, einkum á opin skip;
fiskur gengið lengst inn í firði. Framan af
var fiskurinn fremur smár. en siðan á leið
vorið óvenjulega vænn. Saltskortur var nokk-
ur fyrst, en úr því hefir bætzt. Menn voru
framan afvorinu hálfhræddir við, að eiga nokkur
viðskipti við frakkneska fiskimenn sökum kól-
erugruns, en hjá þeirn fá kaupmenn hjer venju-
lega töluvert af salti. Var þeirn f^nst bönn-
uð landganga. En þetta stóð að eins stutta
stund, þvi innan skamms komu fregnir með
«Díönu» um, að kóleru væri hvergi vart þar
vestur í álfunni. Hvalveiðarinn hjer er bú-
inn aö fá 7 hvali.
TJm vöruverð mun enn ekkert víst vera;
kaffi mun selt í lausakaupum á 1,30 og sykur
á 0,40. Matvara lækkar auðvitað mikið í verði,
en fastákveðið verð á henni mun varla enn
vera ltomið.
Heilsufar er yfir höfuð fremur gott; kvef
nokkurt, eins og vant er á vorinu.
Hinn 1, maí var sparisjóðsfundur haldinn
á Vatneyri. Þar mættu nokkrir ábyrgðarmenn
sparisjóðs Vestur-Barðastrandarsýslu. Allt,
sem að sjóðstjórninni laut, þótti í beztu reglu,
enda er gjaldkeri sjóðsins, Fisoher sýslumað-
ur, alkunnur að því, hversu sýnt honum er
um öll reiknings- og fjármála-störf. Inn i
sjóðinn var komið eptir tæpt ár frá stofnun
hans um 2,000 kr., og af því útlánað 1270 kr.
gegn fasteignarveði. Stjórn sjóðsins var end-
urkosin.
Sama dag og á sama stað var haldinn þing-
málafundur i kjördæmi þessu, og voru þar
rædd og ályktuð nokkur málefni. Nákvæmari
skýr3lu um þann fund mun mega fá hjá þing-
manni kjördæmisins, hr. próf. Sigurði Jens-
syni, er gekkst fyrir þvi, að hann var hald-
inn, en hafði reyndar eigi haft nægan tíma til,
að boða fundinn nógu víða; úr því bætti hann
með því, að bjóða mönnum, að boða til ann-
ars fundar einhversstaðar í kjördæminu, ef
hann fengi vitneskju um, að það væri almenn-
ur vilji kjósenda.
Daginn eptir var haldinn á sama stað sýslu-
nefndarfundur Vestur-Barðastrandarsýslu, og
gjörðist ekkert nýstárlegt á honum.
Póstskipið „Lanra“ kom aptur af Vest-
fjörðum í gærmorgun og með því ýmsir farþegar,
þar á meðal alþingismennirnir síra Sigurður
próf. Jensson og síra Sigurður Stefánsson.
Dansbt herskip, Dagmar, yfirmaður
Suenson, kom hjer í gær, með allmikinn hóp
af sjóliðsforingjaefnum, þar á meðal einn son-
arson konungs vors, hs. kgl. tign prinz Carl,
sem er næst elztur sona Friðriks konungsefn-
is. Skipið stendur hjer við 4 daga, fer þá
norður um land og síðan heimleiðis.
Hiö strandaða skip „Solide“ var selt i
gær við uppboð, á nær 2700 kr. Kaupandi
G. Zoega kaupm., að sögn til handa kaupm.
A. Asgeirsson á ísafirði.
Tíðarfar. Afbragðsþerrir, með norðan-
átt, heíir verið nær alla þessa viku; kom í
beztu þaríir bæði til sjós og sveita.