Ísafold - 29.07.1893, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.07.1893, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist emu sinni -eða tvisvar i viku. Verð árg (75—80 arka) 4 kr., erlendis 6 kr. eða V/a doll.; borgist fyrir miöjan júlimán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin vit> áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgroióslustofa blaós- ins er í Austurstrœti 8. XX. árg. Reykjavik, laugardaginn 29. júli 1893. 50. blað. Verzlunarmál. Grein þeiri i, er stóð í 47. tbl. ísafoldar Tncð þessari fyrirsögn, heflr nú verið svarað i 30. bl. »Fj.konunnar« í grein, er nofnist »Verzlunarerindrekar«. Grein þessi ræðir Tim hið sama mál, að greiða fyrir sölu ís- lenzkra afurða í útlöndum, og er höfund- urinn mjer samdóma í því, að þörf sje á, að eitthvað verði gjört af þingsins hálfu 4 þessu máli. Að eins þykir honum tillaga mín ekki vera fullnægjandi; hann vill láta þann mann, er tækist þetta starf á hendur, kafa stærra verksvið, reka fleiri erindi. Jeg skal fúslega játa, að tillaga min er ekki það heillaráð, er geti komið öllum viðskiptum vorum við útlönd í annað og Jietra horf. Tillaga hr. N. nær auðvitað yflr miklu rfleiri atriði, þar sem hann vill að minnsta 'kosti hafa 2 umboðsmenn eða erindreka fyrir landið, er hafl fastan bústað og skrif- •stofu í útlöndum, og gjörir ráð fyrir, að annar haldi skrifstofunni opinni, en hinn ferðist á helztu markaði með sýnishorn af 'íslenzkum og útlendum afurðum. Kostnað- finn telur höf. vera 6,500 kr. handa hvorum •eða hverjum þeirra til að byrja með, eða 13,000 kr. á ári. Hvað undirtektir þings og þjóðar undir tillögu þessa snertir, segir hr. N., að skiptar verði skoðanir um nytsemi þessara erind- reka, og ber það mjög vel saman við það -er jeg drap á, að ýmsir erfiðleikar mundu •koma fram, þegar koma ætti máli þessu í verklega framkvæmd. Það er ekki að •eins vafinn um nytsemi jafn-dýrra umboðs- manna, sem kann að gjöra þingmenn deiga -að gefa atkvæði sitt þannig lagaðri tillögu, heldur getur sú mótbára einnig komið fram, eins og hr. N. bendir á, að engir ’hæfir menn fáist til að taka störf þessi að sjer. Skoðun hr. N. er því að mörgu leyti samkvæm mínu áliti um mál þetta. A- : greiningurinn kemur fram í því, að hr. N. vill láta málið þegar fá framgang á víð- tækasta hátt, með mikilli fjárveiting og stofnun tveggja eða þriggja nýrra embætta, 1 en jeg álít hyggilegra, að stiga fyrst styttra ‘sporið með árlegri fjárveiting, er nemi frá 1500 til 2500 kr. og fá fyrir það betri vitneskju um og meiri þekkingu á hinum •erlendu mörkuðum en nú er kostur á, svo hægra verði að dæma um á eptir, hvort tilvinnandi sje .aðleggja fram fje til kostn- aðarsamari umboðsmanna, eða ekki. Jeg ætla, í sambandi við þetta, að minn- ast á eitt atriði í málinu, sem væri mjög áríðandi að fá framgengt, og mundi þá, oss að kostnaðarlausu, verða stigið fullt eins mirkilsvert spor til hagnaðar lands manna, eins og hin fyrirhuguðu erindreka- embætti eru. Yjer vitum allir, hvað mikið tjón vjer -höfum haft af því, að tollsamningar milli Dana og Spánverja liafa ekki ætíð verið í lagi, en flestum hjer á landi mun ókunn- ugt um, hvað gjört hefur verið til að ljetta af oss óhagnaði þeim, sem af þessu leiðir. I vetur sem leið lagði stjórnin danska fyrir fólksþingið tillögu um stofnun sendi- herra-embættis (Gesandt) í Madrid, höfuð- borg Spánar, og vildi láta leggja fram 16,000 kr. á ári í því skyni. Það er auð- sjeð, hvílíkur hagur það væri fyrir iand vort, ef þar væri maður, er stæði i sam- bandi við stjórnina í Madrid, til þess að gæta hugsmuna vorra, og á danska stjórnin miklar þakkir skilið fyrir þetta frá vorri hálfu. Þvl miður varð frumvarp þetta ekki að lögum og olli því mótspyrna vinstri manna í þinginu. Öll stjórnarviðskipti milli Dana og Spánverja verða því eptir sem áður að gerast fyrir milligöngu hins sænsk-norslta sendiherra í Madrid; en auð- sætt er, að hann láti samninga við sín lönd sitja í fyrirrúmi. Auðvitað hefir alþingi ekkert vald til að ráða úrslitum i þessu máli, en nokkur áhrif kynnu það þó að geta haft á málið með því, að láta í ljósi þakklæti sitt við stjórnina fyrir tilraunina og mælast til, að hún reyndi aptur, hvort ekki tækist að ná samkomulagi við fólks- þingið í þessu efni. Að minni ætlan er þetta mjög mikilsvert spor til að greiða fyrir sölu afurða lands- ins. En þóað þetta mál fengi framgang, er eptir að ráða fram úr, hvað vjer eigum sjálflr að gjöra í þessu máli. Eptir því sem fram heflr komið í mál- inu, fæ jeg ekki betur sjeð, en að bæði þeir, sem eru með hinum föstu erindreka- embættum, og þeir, sem eru á móti þeim, ættu að geta orðið á það sáttir, að veita almenningi fyrst um sinn kost á að öðlast meiri þekkingu á hinum erlendu verzlun- arviðskiptum, áður en ráðizt er í stærra fyrirtæki, sem hefir almikil útgjöld í för með sjer. Það var þessi þekking, er jeg hugði, að hægt mundi vera að afla sjer með því, að veita einhverjum hæfum manni dálítinn ferðastyrk næstkomandi 2 ár, til að fara á helztu sölustaði íslenzkra afurða, og láta hann svo senda skýrslur heim um ástand- ið þar. Það mun líka hægra að fá mann- inn lausan um 3 mánaða tima á ári, en að taka hann algjörlega frá störfum sin- um, og það má ætlast til, að hann færi þessar ferðir ekki að eins endurgjaldslaust fyrir tafir frá öðrum störfum, heldur að hann mundi leggjajafnframtnokkurn kostn að í sölurnar sjálfur, ef honum væri nokk- ur áhugi á málinu. Ilvað ferðaáætlunina snertir, sem jeg hefl stungið upp á, þá er auðvitað hægt að breyta henni eptir því, sem hentugast þætti. Ef mönnurn kynni að þykja of stórt svæði tekið fyrir í einu, að hann hann færi í sömu ferðinni um þau fjögur lönd, er jeg nefndi í fyrri greininni, væri -ekkert á móti því, að láta hann t. d. fara fyrsta ár- ið til Englands, írlands og Noregs, og búa sig svo sem bezt undir, að fara næsta ár til Spánar, Portúgals og Miðjarðarhafsland- anna, og gæti hann með því fyrirkomu- lagi fengið tíma til að kynna sjer ekki að eins sölustaði fyrir flsk, heldur einnig ull og aðrar afurðir iandsins. Eflaust væri hyggilegast, að ferðir þessar væri farnar á haustinu og fyrri part vetrar; þá væru íslenzkar vörur nýkomnar á hina erlendu sölustaði. Jeg álít að ekki sje mikil þörfá, aðgefa skýrslur um innkaupsverð á útlendum vör- um. Fyrst og fremst gæti einn maður ekki komizt yfir, að gefa skýrslur um allar vöru- tegundir, og auk þess er verzlan á korn- vörum og öðrum helztu nauðsynjavörum, er vjer notum, svo greið í útlöndum, að þær eru seldar hjer um bil með sama verði í öllum hinum meiri verzlunarborgum. Verðmunurinn erað minnsta kosti svo lit- ill, og svo hægt að komast fyrir hann, að ekki mundi svara kostnaði að gjöra út mann til að safna skýrslum um það efni. D. T. Friðun laxa. Þeear menn fara að hugsa um að auka laxveiðina með því, að vernda og friða iaxinn fyrir hættum og óskunda, verða menn fyrst að kynna sjer, hvaða hættur honum eru helzt búnar, og hvaðan hann og afkvæmi hans á einkum ófriðar von. Vjer leiðum hjá oss hættur þær, sem laxinum eru búnar út á reginhafi; vjer getum hvorki rætt þær að nokkru ráði, nje neitt við þær ráðið. Fyrverandi fiskiumsjónarmaður í Noregi, J. Hetting, sem hefir meira en 40 ár veitt athygli og rannsakað lifnaðarhætti laxins, segir svo frá í »Fiskeritidende« Noregs- manna, að þegar iaxinn kemur með vorinu utan af hafl, gangi hann í stórum hópum upp undir land, skipti sjer svo í hópa, stóra og smáa, inn á flóa og firði, fari svo með ströndum fram rjett fyrir utan mar- bakkann og hægi á sjer meir og meir, eptir því sem þeir kenni meir ósalta vatns- ins úr ánum. Þegar þeir komi inn að ármynnunum, fari þeir gjarna með flóðinu inn í ósana svo langt, sem sjór fellur, en út aptur með útfailinu; sjeu að flökta með fram ströndunum og biðleika við, þangað til þeim þyki vatnið í ánum nógu heitt eða álíka eins og í sjónum, og orðið hreint eptir vorleysingarnar. Öldungis eins fari þeir að á haustin, er þeir hafi hrygnt i ánum; þeir leiti ekki rakleiðis út í rúmsjó, heldur venji sig smám saman við salta vatnið og safni holdum og kröptum með fram ströndunum. Sömu hætti hafi einnig lax-sílin í fyrsta skipti, er þau leggja fram

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.