Ísafold - 29.07.1893, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.07.1893, Blaðsíða 2
198 ilr ánum út í býsnalanga og hættulega ferð, nema hvað þau dvelji enn þá lengur I þaranum með fram ströndunum og taki þar fljótum vexti og þrifum. Það getur nú hver og einn af þessu ráðið, hve mikil hætta löxunum er húin af selnum, þegar mikið er af honum með fram ströndunum og í fjörðunum,) og því meiri hætta í ofangöngunni á haustin, þar sem þeir eru þá búnir að missa svo mikið af kröptum og fjöri, og þá ekki sizt lax-sílunum. Þegar menn segja, að selurinn reki lax- inn upp í árnar og auki með því laxveið- arnar, þá má vel vera, að svo sýnist, eða svo sjeíraun og veru, að laxinn flúi undan selnum upp í árnar, þegar hann heflr ekki annað undanfæri; en það er of mikil fá- sinna, að ímýnda Sjer, að það auki lax- veiðarnar; því það er eðlis-nauðsyn lax- ins, að ganga upp í árnar, og hann gjörir það eins, þegar hans tími er til þess, þó að enginn selur reki hann. En það eru ekki minni hættur, sem við- komu laxins eru búnar í ánum, það er að skiija, laxahrognunum og lax-sílunum eptir að þau eru klakin út, og meðan þau eru ekki fær um, að fara til sjávar. Auk nokkurra fuglategunda, sem eta bæði hrogn oglax-síli, einkum fiskiandakynsins(mérgus) og máfakynsins (larus), sem reyndar ekki njóta neinnar lagafriðunar, nema krían, eru það kynbræður laxins, urriðinn og Sjóbirtingurinn, sem eru lang-hættulegastir viðkomu laxins, bæði hrogna og ungviðis. Menn kunna að álíta, að telja megi enn fremur mennina sem hina skæðustu óvini tímgunar laxins, og það geta þeir auðvitað verið og eru opt. En það er tilætlunin með lögum um friðun iaxins, að menn hlynni að viðkomu og fjölgun laxanna, svo veiðin geti orðið þeim sem arðsömust. Meðan menn eru bæði svo fávísir og skammsýnir, að þeir spilla iaxveiðinni með of mikilli ásælni og óskynsamlegri veiði- aðferð, verður ekki komizt hjá því, að setja almenn lög um friðun laxins, jafnvel þó að friðun sú, sem fæst með slíkum lögum, hve vel sem frá þeim er gengið, verði ávallt ónóg og ófullkomin, enda geta engin ein friðunarlög átt við allar ár. Það er eins með laxveiðarnar eins og hvern annan atvinnuveg, t. d. grasrækt og kvikfjárrækt, að bæði þekking þeirra sem atvinnuna stunda, á henni og viðleitni á að bæta hana, frvort heldur einn ein- stakur út af fyrir sig eða allir í fjelagsskap með skynsamlegum samtökum, er hið eina, sem orðið getur til fullkominna bóta í þessu efni. Bezt væri því að allir eigend- ur veiði í hverri á kæmust upp á að ganga i fjelög og setja sjer reglur eptir því sem á við á hverjum stað, eins og A. Fedder- sen stingur upp á í Andvara XII. ári (1B86), bls. 171. Það sem fjelög þessi ættu eink- um að hafa fyrir augum, er, að friða sem mest þau svæði í ánum, sem iaxinn hrygn- jr á, t. d. með því að koina sem mest að unnt er í veg fyrir alla umferð skepna, einkum fjárrekstra yfir árnar á þessum stöðum, en fyrst og fremst með öllu að eyða urriða og sjóbirting með hagkvæmum og skynsamlegum ráðum og einnig skað- ræðisfuglum fyrir hrogn og síli. Viiji menn breytaþeim lögum um friðun laxa, sem vjer nú höfum, þá ætti þannig löguð grein að koma í stað 6. og 7. gr. laganna: Nú viija tveir þriðju hlutar eigenda að veiði í á, sem lax gengur í, veiða í fjelagi og fá breytingar á ákvæðum laga þessara, til þess að auka viðkomu laxins með meiri friðun, leggja þeir þá, sem breyting- arnar vilja fram hafa, málið undir sýslu- nefnd eina eða fleiri sem hlut eiga að máli. Sje það álitið vist, að breytingarnar sjeu til bóta fyrir veiðina og einkis rjetti með þeim hallað, er sýslunefndunum heimilt að setja reglugjörð um veiðiaðferðina og skiptingu á henni milli þeirra sem veiði eiga í þeirri á. Reglugjörðir sýslunefnda skal amtmaður staðfesta og fá þær þá lagagildi um næstu 5 ár. Jón Guttormsson. 0 Alþingi. IX. VI. L'óg um kjörgengi kvenna. Ekkj- ur og aðrar ógiptar konur, sem standa fyrir búi, eða á einhvern hátt eiga með sig sjálfar, ' skulu hafa kjörgengi, þegar kjósa á í hreppsnefnd, sýslunefnd, bæjar- stjórn og á safnaðarfundum, ef þær full- nægja öllum þeim skílyrðum, sem iög á- kveða fyrir þessum rjettindum, að því er karlmenn snertir. VII. Lög um samþylcktir til að friða skóg og mel. 1. Sýslunefndum veitist vald til að gera samþykktir um friðun á skógum, hvers kyns sem eru, og á mel á þann hátt, sem segir í lögum þessum. 2. Þegar sýslunefnd þykir þörf á, eða vera hagfeit að gera samþykkt fyrir alla sýsluna eða fyrir nokkurn hluta hennar, skal hún kveðja til almenns fundar í hjer- aði því, sem ætlazt er til að samþykkt sú nái yflr, og eiga atkvæðisrjett á þeim fundi allir hjeraðsbúar þeir, er kosningarrjett hafa til alþingis. Sýsiunefnd kveður á um fundarstað og fundardag með nægum fyrirvara, en sýslu- maður sje fundarstjóri eða einhver sýsiu- nefndarmanna, er nefndin kýs til þess, og skal hann hafa kjörskrá við hendina. Ef fundarstjóri verður að takast ferð á hendur til þess að halda fundinn, ber að greiða honum 2 kr. á dag í dagpeninga og ferðakostnað að auk eptir reikningi, er sýslunefndin úrslturðar, og greiðist það gjald úr sýslusjóði. 3. Sýslunefndin semur frumvörp tiisam- þykkta þeirra, er hún vill koma á, og ber undir álit og atkvæði funda þeina, er um er rætt í 2. gr. Nú hafa fundarmenn faliizt á frumvarp nefndarinnar með % atkvæða þeirra, er greidd hafa verið, og skal þá sýslunefnd- in senda amtmanni frumvarpið til staðfest- ingar. En ef breytingartillögur hafa verið gjörðar við frumvarpið á fundinum og samþykktar með 2/s atkvæða, setur sýslu- nefndin þær inn í frumvarpið, ef henni þykja þær á rökum byggðar, og sendir síðan amtmanni til staðfestingar; en álíti sýslunefndin, að breytingartillögurnar eigí ekki að takast til greina, ber hún frum- varp sitt óbreytt að nýju undir atkvæði hjeraðsfundar, og verði það þá samþykkt með 2/3 atkvæða, ber að senda það amt- manni til staðfestingar. Það frumvarp eða breytingaratkvæði við frumvarp, sem eigi hefir verið samþykkfe með 2/3 atkvæða á hjeraðsfundi, er fallið,. og má eigi koma fram í nýju frumvarpi sýslunefndar fyr en að ári liðnu. 4. Nú þykja amtmanni nokkur ákvæði samþykktar ganga of nærri rjetti manna eða atvinnufrelsi, eða þær koma á einhvern hátt í bága við lög og grundvallarreglur- laganna, og synjar hann þá um staðfesting sína, en skýra skal hann sýslunefndinni frá ástæðum fyrir neituninni. Að öðrum kosti staðfestir hann samþykktina, skipar fyrir um birting hennar og kveður á, hve- nær hún skuli öðlast gildi, og er hún upp frá því skuldbindandi fyrir alla þá, sem búa innan takmarka þess svæðis, sem sam- þykktin nær yflr. Samþykkt þeirri, er amtmaður hefir stað- fest, má eigi breyta á annan hátt enþann, er hún var stofnuð á. Amtmaður hlutast til um að samþykkt- irnar sjeu prentaðar í B-deild Stjómartíð- indanna. 5. í samþykkt skal ávallt kveða á um eptirlit það, er þarf til þess að hennar sje vandlega gætt, og hvernig greiða skulii kostnað, sem af því leiðir. 6. Brot gegn staðfestum samþykktum varðar 5—100 kr. sekt, sem rennur í sýslu- sjóð. Þó má ðkveða þeim, er kemur brot- inu upp, allt að helmingi sektanna. 7. Með brot gegn samþykktum skaí fara sem opinber lögreglumái. VIII. Samþykktarlög um verndun Safa- mýrar í Rangdrvállasýslu. (Eru að miklu leyti samhljóða lögunum næstu á undan). IX. —XI. Þrenn lög um löggilding verzl- unarstaða. Búðir í Fáskrúðsflrði, Hlaðs- bót í Arnarfirði, Svalbarðseyri við Eyja- fjörð. Fjárlaganefndarálitið. Helztu um- bætur, sem nefndin, í neðri deild, viil hafa. á fjárlagafrumvarpinu: aukin fjárveiting til útgáfu landhagsskýrslna í Stjórnartíð. um 800 kr. á ári; búnaðarskólastyrkur aukinn upp í 14—15,000 kr. á ári (úr ÍO1/* ]>ús.), og á Hóiaskóli að fá þar af 6000 og Eiða 3000; til iaxaklaks í Hjarðarholti f Dölum veitist 200 kr. á ári; neitað um auka- lækni í Eyjahrepp á Breiðafirði, en þar á móti bætt við aukalækni í Jökulfjörðum- og öðrum í efri hluta, Árnessýslu; 5000 kr,. veitist til brúar á Austur-Hjeraðsvötnin; 3000 króna gufubátsstyrkur hvort árið veit- ist Húnvetningum og Skagfirðingum, og sömuleiðis Eyfirðingum og Þingeyingum en Múlsýslungum 5000 kr. til að kaupa gufu- bát, er notaður sje tii flutninga inn um Lagarfljótsós, og Húnvetningum 5000 kr. til bryggiugjörðar 'á Blönduósi; öimusu- styrkur við prestaskólann skal minnkaður niður í 200 kr. á ári (nú 600), og við lat- ínuskólann lækkaöur um 500 kr. fyrra ár- ið og 1000 kr. hið síðara; enginn styrkur veittur fimieikakennaranum til utanfarar; ölmusur við Möðruvallaskóia lækkaðarum 100 kr.; laun forstöðumanns stýrimanna- skólans hækkuð upp í 1800 kr. (úr 1500); sveitakennaraþóknun aukin upp í »allt að>

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.