Ísafold - 29.07.1893, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.07.1893, Blaðsíða 3
199 €0 kr.« og tim 800 kr. alls á ári; styrkur til yerzluoarskóla i Evík falli burt; G. Zoega adjunkt veitist 400 kr. hvort árið til þess að ljúka við ensk-íslenzka orða- bók; neitað um 500 kr. til aö gera við sundlaugina hjá Laugarnesi (Rvík); deild Bókmfjel. i Khöfn veitist 500 kr. á ári; Nátúrufræðisfjelagsstyrkurinn færður upp i 600 kr. á ári (úr 400); G.-T.Regiunni veitist 300 kr. hvort árið «til að stofna nýj- ar stúkur«; Birni Ólafssyni aukalækni á Akranesi veitist 500 kr. launaviðbót, en neitað um 2000 kr. til að setjast að í Rvík; ritstjóra «Þjóðólfs» veitist 1000 kr. fyrra árið til að semja skrá yflr pakka i lands- brjefasafninu og endurskoða niðurröðun skjalanna íþeim; fjárveitingin til siraMatth. Joehumssonar hækkuð upp í 1000 kr. á ári og nefnist skáldlaun; Skúla Skúlasyni á Akureyri veitist 700 kr. til að iæra mynda- smíði erlendis. Allt að 40,000 kr. lán úr viðlagasjóði vill nefndin láta veita sýslufjelögum til að koma á fót tóvinn.uvjelum, gegn ávöxtun og endurborgun á 25 árum, og eins ein- stökum mönnum til þilskipakaupa gegn fulltryggu veði og 4000 ki\ mest til hvers skips. Stjórn andlegra mála. Það frv., frá sira Þórarni Böðvarssyni og synodus, vilja 4 af 5 í nefndinni (þ. e. allir nema flutn- ingsmaður sjálfur) fella; telja ákvæði þess ýmist þýðingarlítil eða óframkvæmanleg. Frjettaþráður. Yerzlunarnefndin vill láta þingið skora á ráðgjafa íslands að hlutast til um, að það verði borið frarn við erlend riki, hvort og að hve miklu leyti þau kynnu að vilja styðja að því, sjer- Btaklega veðurfræðinnar vegna, að lagður verði frjettaþráður (telegraf) til íslands. Búnaðarskölar. Nefndin i búnaðar- málinu vill halda þeim 4 búnaðarskólum, sem nú eru, en skora á landshöfðingja að gera reglugerðir þeirra svo samhljóða sem unnt er, einkum að því er snertir inntöku- skilyrði, kennslugreinir og burtfararpróf; að haíðar verði eptirieiðis meiri æfingar í verklegu búnaðarnámi, ekki að eins haust og vor, heldur allan sumartímann; og að stofnuð verði sjerstök deild við skólana sepi 1. deild þeirra, og þar einkum kennd gagnfræði. Gufuskipið Ernst, skipstjóri Randulph, kom hingað í nótt af Austljörðum. Mun vera með strandferðatilhoð frá Otto Wathne til þingsins. Ætlar hjeðan til Englands með vörufaim, ef iæst; kom hingað tómt hjer um bil. Strandferðaskipið Thyra, kapt. Garde, lagði af stað i nótt vestur fyrir land og norð- ur og með því ijöldi farþega, er með því komu um daginn, þar á meðal hinir útlendu ferðamenn: dr. Fleischhacker, harón frá Yin, með frú sinni, S. Holst-Jensen, prestur frá Porsgrund í Noregi o. fl. — höfðu farið til Þingvalla og Geysis. Gufubáturinn(P) Solide. Ilann var dæmdur strand, eins og kunnugt er,)eptir langa umhugsun þó, og seldur á uppboði fyrir sama sem ekki neitt. Að þvi búnu var á fám dögum gert við það sem hann hafði bilað, fyrir eitthvað 150 kr., svo vel, að varla munu þeir, sem vithafa á, telja hættara við bilun á honum þar en annar- staðar. Enda fór og kapt. Markús F. Bjarnason með skipið vestur á ísafjörð, til eigandans nýja, fyrir nokkrum vikum, og gekk mikið vel; það gekk jafnvel talsvert fyrir gufu. Það er nú þegar mikil kvörtun og al- menn yfir þvi, hve örðugt sje að í'á skip vátryggð hingað til lands. Vátryggingar- fjelög bera það fyrir, að hjer sje hvert skip gert óðara að strandi, hvað lítið sem að því verður; afsegja því alveg að vá- tryggja eða þá ekki öðru vísi en fyrir afarverð. En er það láandi, með slíkuru dæmum fyrir augum sem þessu um »Solide« ? Og ekki bætir það verzlunará- standið íslenzka, ef allt af verður dýrara og dýrara að vátryggja skip hingað. Barnaskólarnir á íslandi og sam- vinna heimilanna við þá. Eptir Pjetur kennara Gubmundsson. I. Jeg efast ekki um, að flestir þeir, sem nokkuð hugsa um alþýðumenntunina hjer á landi, sjeu mjer samdóina um, að henni sje í ýmsum greinum ábótavant; þeir eru eílaust margir, sem fallast á þá skoðun með mjer, að íslendingar standi frændþjóðum sínum, Dönum, Svíum og Norðmönnum laugt að baki þegar um þetta mál ræðir. Á siðari árum heflr nú að vísu verið mikið rætt og ritað um þetta mál í blöðum og tímaritum, enda nokkuð verið gert til þess að hrinda því í heillavæn- legra horf. Þannig eru nú komnir á fast- an fót barnaskólar í allmörgum sjóþorpum og verzlunarstöðum, þar sem þeir voru engir fyrir fáum árum. Sömuleiðis er og í flestum sveitum á landinu, haldið uppi einhverri umgangskennslu um lengri eða skemmri tíma vetrarins. Því verður nú ekki neitað, að þetta eru spor, stigin í áttina, til þess að auka þekkingu alþýð- unnar hjer á landi. En hins vegar er ekki hægt að neita því með rökum, að fræðsla sú sem þjóðin öðlast fyrir barnaskóla þessa er harla takmörkuð og ófullkomin; er það engin furða, þótt svo sje. Þegar barnaskólarnir hjer á landi eru bornir saman við barnaskólana í nágranna- löndunum, kemur það brátt í ljós, að hina íslenzku skóla skortir flest annað en nafn- ið, af því, sem til þess þarf, að geta unnið þjóðinni það gagn, sem slíkir skólar gera meðal annara þjóða. í löndum þessum, sein jeg hefl leyft mjer að bera oss saman við, eru skólahús- in flestöll mjög vönduð að öllum frágangi, björt, hlý og rúmgóð; þeim fylgja optast næg áhöld til alls þess, er að kennslunni 96 leysa!« mælti hann; »mjer þykir svo vænt um hann, að jeg vildi að hann kæmi sem fyrst aptur«. Nú tók að glaðna yfir Anezku, og hún mælti: »Það er þá ekki ó- mögulegt, að við Antonio mættum eigast*. »Það megið þið alls ekki, aldrei nokkurn tíma«, mælti faðir hennar, og sagði henni það, er nú skal greina. Fyrir nálægt 24 árum íór Buresch í ferðalög, ogvar hann þá ungur og ókvæntur sveinn i járnsmíði. Fór hann fyrst um Þýzkaland og Sviss og þaðan til Italíu, og ferðaðist um hana þvert og endilangt. Loks komst hann suður 1 Neapel, »litla himnaríkið á jarðríki«, fjekk þar vinnu hjá þýzkum málara, og undi vel hag sínum. Eitt kvöld var hann á gangi um hið fagra strœti Strada di Toledo, og var að virða fyrir sjer skrauthýsin þar. Sjer hann þá gamla konu, sem gengur rakleitt til hans og bendir honum að koma með sjer. Buresch gat ekki skilið í, hvað gamla konan hefði í hyggju, og fór með henni af forvitni. Fór hún með hann í mörgum krókum inn í hús eitt ofur-skrautlegt; þar batt hún fyrir augu honum og leiddi hann síðan langar leiðir hvern ganginn af öðrum, og honum fannst jafnvel, að hún færi stund- um með sig út á götuna. Loks tók hún skýluna frá aug- um honum og sá hann þá, að hanh var i skrautlegu þerbergi öllu uppljómuðu, og var þar inni kona ein for- kunnar-fríð, og ávarpaði hún hann blíðlega: »Þú þarft 93 »Þetta var ljóta óhemjan«, mælti faðir hennar. »Það var allra laglegasti maður«, sagði Anezka þegar þeir voru riðnir 1 brott. »Það er Ijótt að ungir menn láta hafa sig til að herja jafn-fagurt land!« Dóttir hans leit á málið frá öðru sjónarmiði. »Æ, það er sorglegt« mælti hún, »ef hann hefir leiðzt út í ófriðinn til þess að bíða bráðan bana«. Töluðu þau lengi um þetta, fram og aptur og jafnvel að mörgum mánuðum liðnum minntist Buresch öðru hvoru á riddarann, en Anezka hugsaði um hann seint og snemma á hverjum degi. Hún varð hljóð, leit- aði einveru,) svaraði föður sínum ekki nema einsatkvæðis- orðunfj og blóðroðnaði í hvert sinn, sem faðir hennar minntist á riddarann. Hún skildi ekki sjálf í því, hvernig allt var orðið umbreytt. Henni sem hafði áður þótt svo skemmtilegt að vera með dóttur hans nágranna þeirra; hún, sem varð ekki reið, en ljezt að eins verða reið þeg- ar sonur hans nágranna þeirra stríddi henni í gamni, hún dró sig nú í nú í hlje og sat eins og rígnegld við litla gluggann í baðstofunni. Heyrðist hófadynur á göt- unni hljóp hún út; smalahornið hjelt hún opt að væri herlúður og flýtti sjer út að glugganum til þess að sjá, hvort enginn riddari kæmi, þvi í fám orðum sagt elskaði hún þenna ókunna riddara jafnvel þó hún ekki vildi játa það fyrir sjálfri sjer. Þannig liðu nokkrir mánuðir, en stöðugt hugsaði

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.