Ísafold - 16.08.1893, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.08.1893, Blaðsíða 2
218 skrá yflr alltsafnið og þar með sýsluskjala- söfnin fyrir þessar 1000 kr., sem hann bið- tir nú um, verður skrá þessi auðvitað ná- lega einkisvirði og ekkert annað en kák. Því svo stendur á, að talsvert af hinum elzta hluta af skjalasafni stiptamtsins ei enn ekki skrásett. H. Þ. hefir að eins byrjað á að semja skrá yfir safnið frá 1800—1820, og mun ekki hafa lokið enn helmingnum af því árabili, þótt hann hafi fengið til þess 1200 kr. (í grein minni um daginn stóð 1000 kr. af misgáningi), og setið við það í 2 ár, en mikiu meira er eptir óraðað og óskrásett frá eldri tímum. Það er auðvitað lang-hægast að semja skrá yfir yngri hluta safnsins, því að þar þarf ekki annað en taka útdrátt úr dagbók- um (journaler) stiptamtsins, en þessar dag- bækur koma fyrst til sögunnar á síðasta fjórðung 18. aldar. Það er skrítið, að hr. H. Þ. hefir ekki lagt fram fyrir þingið þessa skrá sína og hefir engum sýnt hana enn, svo kunnugt sje. Sjáifsagt er hún ákaflega mikið verk; en því fremur hefði hann átt að sýna hana þinginu, svo að það hefði getað sannfærzt um, hve trúlega hann hefir unnið fyrir þessum 1200 kr., er honum hafa verið veittar. Samkvæmt því sem samþykkt var að lokum í neðri deild á laugardaginn var, ætlar nú hr. H. Þ. að taka sýsluskjala- söfnin með, og semja skrá yfir þau. Nú eru til skrár yfir sýsluskjalasöfnin, sem munu nægja fyrst um sinn, nema að eins yfir tvö þeirra, skjalasafn Árnessýsiu og Gullbringu- og Kjósarsýslu. En samkv. ráðstöfun þeirri, er gerð er í »auglýsingu um landsskjalasafn« frá 3. apríl 1882, sem útgefin var með samþykki ráðgjafans, eiga, sýslumennirnir sjálfir að semja skrárfiess- ar. Þar stendur svo í 4. gr.: »Yflr þessi skjöl og bækur skulu þeir (sýslumenn) senda skrá í tvennu lagi«. Á því er þv' enginn efi, að sýslumenn þeir, sem hjer eiga hlut að máli, myndu borga skrásetn- ing þessara tveggja safna, og sýnist því sannarlega óþarft, að velta þeim kostnaði yfir á landssjóð. Um hin önnur söfn, er heyra undir Landsskjalasafnið, erhiðsama að segja, að samkv. nefndri auglýsingu eiga embættismenn þeir, sem hlut eiga að máli, að hafa alla umsjón og ábyrgð á þeim, «og eiga þeir að annast um flutning skjalasaf'nanna og niðurröðun . . án nokk- urs kostnaðar fyrir landssjóð, og skulu þeir sjálfir bera kostnað þann, er leiðir af stækkun skjalasafnanna« o. s. frv. Þar sem nú skjalasafn það, sem hr. H. Þ. hefir verið að skrásetja, er eitt af þessum söfnum, á landshöfðingi að annast það að öllu leyti sjálfur, meðan það'er ekki skilið frá um- sjón hans og fluttLí 'góöan geymslustað með öðrum sötnum. Aðferð sú, sem hr. H. Þ. hefir haft við skrásetning safnsins, að flytja það í bunkum smátt og smátt af kirkjuloptinu og geyma það heima hjá sjer, virðist einnig koma í bága við þá ábyrgð, sem hvílir á aðalumsjónarmanni safnsins. Mjög undarlegt er það, að neðri deild alþingis virðist nú ekki hafa sjeð sjer fært, að hafa lið þann í fjárlagafrumvarpinu, sem hljóðar um þessa ljárveitingu, orðað- an eins og í fjárlögununi fyrir 1892—1893. Þar stendur : »Styrkur til cand. theol. Hann- esar Þorsteinssonar til að koma skipulagi á Landsskjalasafnið og halda áfram skrá- setningu yfir það«. Nú er þessu breytt þannig: »Til cand. theol. Hannesar Þor- steinssonar til þess að semja skrá yfir skjalapakka stiptamtsins í Landsskjalasafn- inu og endurskoða niðurröðun þeirra, 1000 kr.«. Enn fremur : »Til umbúða um skjala- pakka stiptamtsins og sýslnanna í Lands- skjalasafninuog til pre.ntunar á skrá yfirfiá m. m. allt að 200 kr.«. Það eru þá ein- ungis pakkarnir, sem nú á að semja skrá yfir, en öllum embættisbókum á að sleppa, og eru þær þó mikill hluti safnsins. Það er auðsjeð, að þingmenn hafa þegar horfið frá því, að veita meira fje til þess að semja skrá yfir safnið á sama hátt sem að undanförnu. Nú á að semja stutta yfirlits- skrá að eins yfir pakkana(l). Hversu stór þessi skrá á að verða, sjest á því, að til prentunarkostuaðar hennar að viðbættum kostnaði til umbúða og til flutnings á safn- inu, ef til kemur, eru að eins ætlaðar 200 kr.; umbúðir og flutningur mun vart kosta minna en allt að 100 kr., og getur því hin prentaða skrá varla orðið stærri en 3 arkir. Fyrir að semja þessa skrá og endurskoða niðurröðunpakkanna á svo að veita 1000 kr., og eru það dálagleg ritlaun, sjerstaklega þegar þess er gætt, að naum- ast mun þörf á að breyta í nokkru niður- röðuninni á pökkunum, því fyrir nokkrum árum raðaði landritari Jón Jónsson öllu safninu, og er það öllum kunnugt, hve vandvirkur hann var. Um prentun á skránni má það segja, að varla mun dæmi til, að skrár yfir slík skjalasöfn hafi nokkurs stað- ar verið prentaðar. Jeg þykist nú liafa sýnt og sannað, að þessi fjárveiting til hr. H. Þ. sje ærið van- hugsuð og allsendis ótímabær, enda eigi láandi, þó að mönnum yrði á að ímynda sjer, að styrkur þessi sje miklu fremur veittur ritstjóra Þjóðólfs sem persónuleg þóknun, heldur en í vísindalegum tilgangi. X. Óttalegt sjövolk. Hinn 1. desbr. f'. á. lagði þrísiglt skip út frá borginni Fíladelfía í Ameríku. Skipið hjet «Thekla» og átti að fara til Havre á Frakk- landi. Hásetarnir voru alls 19, flestir Norð- menn og Svíar, en einn Hollendingur. Fram- an af' hreppti skipið góðviðri og gekk ferðin þá vel; en eptir nokkra daga kom á stormur með miklu hafróti, Jókst ofviðrið einlægt, þangað til 21. desbr., að það var orðið með öllu óviðráðanlegt. Seglin sviptust í sundur og skipið ljet ekki framar að stjórn. Gekk þá sjórinn yfir það eins og sker, sópaði öllu burt af þilfarinu, sem laust var og losnað gat. Austurfærin biluðu, svo að ekki varð ausið og var þó skipið orðið mjög lekt; tók það því að sökkva smátt og smátt, þangað til það að- eins maraði í kafi. Þannig dreif það fyrir vindi og sjó í heilan sólarhring. Skipshöfnin gat ekki athafnað sig neitt, og ekki náð í neina fæðu nema lítils háttar hrámeti, særokið og illa útleikið; urðu hásetar að halda sjer dauða- haldi þar, sem þeir gátu fengið einhverja handfestu, svo þeim skolaði ekki út. Þegar svo var komið og skipstjóri sá, að öllvonvar úti, Ijet hann höggva niður tvær eptri sigl- urnar, svo að skipið skyldi ekki taka eins mikið veður á sig. Um leið og siglurnar fjellu,. reið ógurlegt ólag aptan yfir skipið ; flykktist. þá öll skipshöf'nin í einhverju dauðans ofboði að bátunum, sem voru tveir. Segir þá einn þeirra þriggja, sem al komust með lífi, sva frá tíðindum : Bátarnir voru losaðir, skyndi en öðrum þeirra hvolfdi áður en hann kom í sjóinn og- sleit frá skipshliðinni, svo að eigi varð við gjört. Hinn báturinn kom á rjettan kjöl í sjóinn og ruddust í 8 eða 9 manns af skips- höfninni. Fjórir eða 5 aörir freistuðu að kom- ast einnig í bátinn, en drukknuöu allir við' skipshliðina; sleit svo bátinn óðara frá skip- inu. Sex skipverja stóðu þá eptir á þilfarinu og sáu bátinn hverfa f'rá, því liver holskeflan á fætur annari sveiflaði honum hátt í lopt upp, og bar hann æ meir og meir frá skipinu, þang- að til þeir sáu hann ekki framar. Nærri má geta, hvernig þessum aumingjum. hefir verið innanbrjósts, að sjá sig svona yfir- gefna út í reginhafi á skipsflakinu allslausu;: því þó að það yrði nokkrum af þeim til líf's, að þeir komust ekki í bátinn, þá hafa þeir- þó í svipinn álitið hann hið eina hugsanlega bjargráð. Nú voru góð ráð dýr; þeir gátu ekki haldizt við á þilf'arinu og uröu því að reyna að forða sjer eitthvað; leituðu þeir þá fyrst fram eptir skipinu að palli þeim, sem optast er fram í stafni á stórum skipum; skol- aði þá einum þeirra utbyrðis, og vissu hinir þó ekki gjörla, hvernig það atvikaðist, með' því sjórinn gekk allt af yíir þá meðan þeir voru að þoka sjer f'ram eptir þilfarinu. Þeir 5 sem þá voru eptir af skipshöfninni skreiddust svo við illan leik f'ram að fremstu siglu, hinni einu, sem þá var uppi standandi á skipsflakinu; rjeðu þeir þar til uppgöngu 'og komust upp á pall þann eða flatgrindur, sem eru fyrir ofan neðri rærnar (sigliipáHinn) og höfðust þar vid.'l Vora þeir þá að vísu óhult- ir fyrir sjógangi, meðan skipið flaut, en skorti bæði mat og drykk ogþurr klæði. Á meðan þeir voru að bjástra við þetta,. hvarf þeim einn hásetinn og vissu þeir ekki hvað um hann hafði orðið; en gátu þess helzt til, að hann hefði dottið niður þegar þeir voru að klifrast upp í reiðann og þá annað.. hvort skolað út eða niður í lestina, sem opn- azt hafði í hafrótinu. 8á hjet Dagfinnur Koch. og var Norðmaður, ættaður frá Túnsbergi. Daginn eptir sáu þeir 4, sem þá vorn eptir hve voðalegt ástand þeirra var. Skiphróið- dreif fyrir sjó og vindi; öllu ofan þilfars var skolað útbyrðis og mikill hlnti af yfirumgjörð- skipsins og allt matarkyns, er þar hafði verið, var horfið; sjórinn flaut yfir rllan miðhluta þilfarsins og stóð ekki upp úr nema aptur- endi skipsins, en framan yfir skipið gengu-. sjóirnir hvíldarlaust. I tvo sólarhringa bjelzt, ofsaveðrið sama, og áttu þeir fullt í fangi að halda sjer þarna uppi; en þá slotaði veðrinu loks og sjórinn kyrrðist smám saman. Tveir þeirra fjelaga voru norskir, Jakobsen og Andersen að nafni, einn Svíi, Alexander Johanson, og Hollendingurinn, sem fyrr er get- ið. Þegar veðrinu siotaði, fór Jakobsen, ann- ar Norðmaðurinn, niður á þilfar til þess að leita einhverra matvæia, en fann ekkert, þvi öllu hafði skolað fyrir borð. Hann varð að snúa aptur við svo búið og höfðust þeir fje- lagar svo við þarna i reiðanum í jg sólar- hringa, og þoldu óumræðilegar kvalir af hungri og þorsta. Hin eina svölun, sem þeir gátu fengið allan þennan tíma, var ýmist sú, að þeir sleiktu utan siglutrjeð, eða þá að þeir fóru niður á frampallinn og löptu þar þá fáu regndropa, sem þar staðnæmdust eptir regn- skúrir. Brátt tók nú svo að draga úr mætti þeirra, að þeir áttu fullt í fangi með að klifra upp og ofan reiðann, og tóku þeir þáað ræða um, að varpa hlutkesti um einn þeirra hinum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.