Ísafold - 16.08.1893, Blaðsíða 3
‘219
til viðurværis. Kom þeim öllum ásamt um,
að það væri eina ráðið til að freista lífsins í
lengstu lög.
Eptir 13 sólarhringa vörpuðu þeir svo
loks tvívegis hlutkesti og lenti hluturinn
hvorttveggja skiptið á Hollendingnum. Hann
möglaði eigi hót móti forlögum sínum og ljet
taka sig af lifi með fúsu geði til þess að seðja
hungur fjelaga sinna. Enda voru þeir þá all-
ir orðnir svo máttfarnir af hungri og ruglað-
ir á geðsmunum, að þeir hafa alls ekki haft
fulla dómgreind eða nægilega ljósa hugmynd
um athæfi sitt.
I>eir fóru með Hollendinginn niður á
frampallinn, í hezta veðri, opnuðu honum æð
og ljetu honum blæða til ólífis í fötu, drukku
líðan blóðið,og lifðu á holdihans í 3 sólarhringa.
Þegar þessu verki var lokið, voru þeir svo
máttfarnir að þeir komust með naumindum
aptur upp í reiðann. Að kveldi hins 15. dags
fjekk Svíinn óráð og talaði þá alls konar vit-
leysu.
Að morgni hins 16. dags sáu þeir loks í
fjarska skip; það var danskt og hjet «Herman«;
urðu þeir þá alls hugar fegnir, er þeir sáu
skipið nálgast þá. Þegar >Herman« kom að
þeim, var bát hleypt útbyrðis og sáu skip-
brotsmenn hann koma að skipsflaki þeirra, en
þá misstu þeir svo ráðið, að enginn þeirra
hefir getað skýrt frá, hvernig þeir komust í
bátinn ogyfir i hið danska skip. Svíinn og
annar Norðmaðurinn, úndersen, höfðu einnig
óráð fyrst eptir að þeir komu á skipið. Alla
hafði þá kalið á fótum meira og minna, en
Jakohsen þó minnst; hafði hann þolað bezt
allar þessar miklu þrautir og voshúð, og er
hann þó ekki 23 ára gamall.
í marzmánuði komu þeir til Kristianíu í
Noregi og var snarað þar í gæzluvarðhald fyr-
ir manndráp. Var síðan haldið próf yfir þeim
og skýrðu þeir allir hreinskilnislega frá öllum
atvikum að glæp sínum. Fór svo fjarri, að
þeir reyndu til að hera í bætifláka tyrir sjer,
að þeir lýstu þvert á móti nákvæmlega öllum
smáatvikum, og var auðsjeð á því, að menn-
irnir höfðu ekki verið með fullu ráði eða ó-
brjáluðu, er þeir frömdu þetta hryllilega
manndráp, enda var sá dómur upp kveðinn í
máli þeirra, eptir atkvæði fróðra lækna, að
þeir hafi verið viti sínu fjær, er þeir bönuðu
fjelaga sínum, og voru því sýknaðir.
Skutu menn saman stórgjöfum handa þeim
og gerðu allt sitt til að ljetta þeim hina þungu
samvizkuhyrði þeirra, sem var því tilfinnan-
legri, er enginn þeirra verður sakaður um
nein sjálfskaparviti og allir eru kornungir
menn, sem geta átt langt líf fyrir höndum.
Það er óttalegt, að hugsa sjer, hvílíkar kval-
ir hæði á sálu og likama þessir 3 sjómenn
hafa tekið út síðastliðin jól og nýár, þegar
fiestir geta notið hvíldar frá daglegum áhyggj-
um og störfum, og margir mikillar ánægju og
glaðværðar.
Dásamlegur sparnaður.
Aukalæknir Björn Olafsson á Akranesi
hefir gefið kost á sjer til að setjast að í
Reykjavik og gefa sig eingöngu við augna-
lækningum, fyrir í minnsta lagi 2,000 kr.
ársþóknun úr landssjóði.
í stað þess að taka þessu boði, og það
með þökkum, vill fjárlaganefnd neðri
deildar fyrst sletta í hann 500 kr. viðhót
við aukalæknislaun hans, og láta hann
sitja kyrran þar sem hann er, á Akranesi.
Siðan, þegar deildin ónýtti það með at-
kvæði sínu við 2. umr., eins og svo margt
annað fyrir þessari virðuiegu nefnd, og
veitti hinar áskildu 2000 kr., þá færðist
nefndin í ásmegin og fjekk við 2. um-
ræðu marið þessum 2000 kr. niður í 1500
krónur.
Mundi nú almenningur nefndinni eða
meiri hlutanum í neðri deild þakklátur
fyrir þetta sparnaðar-afreksverk?
Hjer á i hlut maður, sem mundi hvar
sem væri annarsstaðar í siðuðum löndum
hafa í árstekjur ekki 2,000 kr., heldur
20,000 kr. i minnsta lagi. Mundi það veg-
legt frásagnar, er frá líður, ef tækist að
koma honum af landi hurt með þessum
500 kr. sparnaði? Vjer höfum aldrei haft
slíkan mann og eigum alls óvíst að fá
hans jafnoka aptur í heilan mannsaldur.
Það er mörg þúsund króna virði, hjálp sú,
sem hann veitir hlindum mönnum og sjón-
litlum á hverju ári, beinlínis reiknað í
peningum, hvað þá annað. En augna-
lækningum er þannig háttað, að mjög illt
er að sinna þeim til fullnustu í hjáverkum,
auk hjeraðslæknisstarfa. I annan stað er
mjög mikill hægðarauki fyrir almenning
víðsvegar um land, að hafa slíkan mann
heldur í höfuðstaðnum, sakir greiðari
samgangnaþangað, heldur en einhversstaðar
uppi í sveit. Loks hefir maðurinn svo ó-
styrkva heilsu, að hann er naumast fær
um að gegna hjeraðslæknisstörfum. Að
minnsta kosti má ganga að því vísu, að
hann endist miklu ver með því móti.
Til þess að koma eigi við augastein
nefndarinnar, hin frægu Landsskjalasafns-
pakka-niðurröðunar-laun handa ritstjóra
»Þjóðólfs«, mætti þá eigi reyna að komast
af með t. d. 11 í stað 12 aukalæknisdæma
að eins annað árið á fjárhagstimabilinu?
Þá eru fengnar þessar 500 kr.
Þjóðvinafjelagið. Á aðalfundi þess í
gærkveldi á alþingi var forseti endurkos-
inn Tryggvi Gunnarsson bankastjóri, vara-
forseti kosinn Eiríkur Briem prestaskóla-
kennari, í stjórnarnefnd kosnir Þórhallur
Bjarnarson prestaskólakennari, Jón Jensson
yfirdómari og Jón Þórarinsson skólastjóri.
Gufuskipið »Vágen« kom hingað í
gær af Austfjörðum á leið til Englands
með saltfisksfarm, og með því eigandinn
sjálfur, hr. Otto Wathne, til þess að grennsl-
ast eptir um afdrif strandferðatilboðs síns
eða tilboða á þinginu. En er hannheyrði
að þingið (neðri d.) hefði aðhyllzt tilboð
Randulffs, með eigi betra skip en »Ernst«
væri, ljezt hann eigi geta svo lítið úr gert
að eiga neitt við það mál framar, oghjelt
áfram ferð sinni til Englands í nótt.
112
leysisins út undan hjúpnum. En slíku er sjaldnast gauni-
ur gefinn. Fólk fæst eigi um það, þó að sá, sem hefir
auðlegð eða ættgöfgi sjer til ágætis, sje ekki sem allra
kurteisastur, og er slíkt opt metinn mikilmennsku vottur
og einatt dáðzt að því. Hann var búinn forkunnar- vel.
Buxur og vesti voru úr svörtu »kasjimír«. Hann var í
stuttum sumarfrakka úr ljósleitu efni, og hafði gráan
hatt lágan á höfði, og niður undan honum sást á svart
hárið, og voru liðirnir á því auðsjáanlega meira eptir
hártengurnar en náttúruna. Keyrinu, sem var úr tvinn-
uðum látúnsvír, með logagyltum hólk, sveiflaði hann fram
og aptur, og beitti því þannig, að svo var að sjá, að
hann berði ekki síður með því brækurnar sínar en lend-
ina á hestinum meðan hann var að tala; en er hann
þagnaði, fór hann að sjúga gullhólkinn.
»Á jeg að segja þjer nokkuð? Mjer geðjast alls eigi
að þessum blessuðum barún«, sagði jeg við verzlunar-
manninn, kunningja minn.
»Það ættirðu ekki að láta heyra til þín, ef þú vilt
koma þjer við kvennfólkið«, anzaði hann.
»Nei, littu á, hvað óskemmtilega hann skotrar aug-
unum«.
»Og þetta segir þú um manninn með augun, sem
blika eins og stjörnur, svo sem kvennfólkið kemst
að orði«.
109
»Hver er þessi gorilla-api, vafinn allur í gulli?«
spurði jeg verzlunarmanninn, kun»ingja minn, og benti
um leið á langan drösul í þjónustumanna búningi, allan
útflúraðan með gulli.
»Hann er þjónn finnska barúnsins«, svaraði vinur
minn.
»Finnska barúnsins? Hvað heitir sá?« »Cedercreutz,
sá sem kvennfólkinu hjerna við baðið lízt allra bezt á«.
Það er sagt, að hann sje vellauðugur og að minnsta kosti
eys hann peningum út tveim höndum. Hann er forkólf-
ur allra skemmtananna, og er yndi og eptirlæti alls
kvennfólksins».
»Fyrst húsbóndinn er Finni, hlýtur þjónninn auðvit-
að vera Kósakki«, mælti jeg.
«Jæja, ef svo væri, þá væri nú allt í röð og reglu«,
svaraði vinur minn.
»Svo ætti það að vera að minnsta kosti, ef rjettvisin
fengi að njóta sín«, bætti jeg við. »En«, spurði jeg,
»fyrst þú ert nú búinn að segja mjer af vonarstjörnu
kvennmannanna, þá verður þú líka að segja mjer af
vonarstjörnu karlmannanna, hvershöfðingjafrú v. L . . .
Jeg sje liana ekki innan um þá, sem lijer eru«.
»Jeg þori að veðja, að hún er að ganga sjer til
skemmtunar með barúninum. Það er farið að kvisast, að
þau muni ætla sjer að eigast«.