Ísafold - 19.08.1893, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.08.1893, Blaðsíða 2
222 skrifstofustjóri hefði atkvseði um þau bóka- kaup, er sjerstaklega væru miðuð við þarflr þiugmanna, fyrir viðlika mikið fje og nú er lagt til alþingisbókasafnsins. I annan stað mætti og hafa það í skilyrði, að stjórn þingsins væri heimilt að velja úr bókum landsbókasafnsins, hvort sem þær hefðu upphaflega heyrt til þingsafninu eða eigi, hentugt og nauðsynlegt hand- bókasafn til atnota fyrir þingmenn um sjálfan þingtímann í herbergjum þingsins. Þá væri þörfum þingsins fullnægt, eigi einungis eins vel, heldur betur en áður. En almenningi jafnframt gerður greiður aðgangur að bókunum alla 22 mánuði af 24, er þingið situr eigi hjer. Þetta virðist vera svo einfalt fyrirkomu- lag, að ]>að er merkilegt, að því skuli eigi hafa verið á komið fyrir löngu. Að vera að smáhólfa niður þetta lítið sem vjer höfum almennum söfnum, — það er hraparlega fáráðlingslegt. Þó að lands- bókasafnið væri tífalt auðugra að bókum en það er, mundi engum heilvita manni detta í hug að fara að hluta það í sund- ur í tvö söfn eða þrjú á sama stað, þ. e. í sama bæ, og meira að segja í sama húsi. eins og safn alþingis er nú. En er þá meira vit í að vera að halda þessum tveimur söfnum sínu í hvoru lagi? Mjer hefir verið sagt, að þessi einfalda og óbrotna samsteypu-hugmynd hafiborizt á góma fyrir nokkrum árum meðal þing- manna eða embættismanna þingsins, en að þá hafi einn þeirra risið öndverður í gegn því, sakir þess, að hann vildi gera úr bókavörzlunni dálitla sýslan handa sjer, þótt launaþóknunin væri eigi stór. En það er hvorttveggja, að sá maður er nú löngu úr sögunni, enda þarf varla að gera ráð fyrir, að nú verði neinn til þess að bera slíkt fyrir brjósti. Bókavarzlan er og of lítill bitlingur til þess, að neinum þeim geti þótt slægur í, er safninu er fengur að til að annast það starf; og þar á ofan er bitlingur þessi svo stopull, — skipt um njótanda hans hjer um bil á hverju þingi, og fylgir það þar með, að engin föst stefna er í stjórn og umsjón safnsins, svo sem hvað bókakaup eða bókaval snertir m. m. A. Bitlingasóttin. Það er meinlegur kvilii, bæði fyrir þá sem hafa hann, og aðra, einkanlega veslings þingmennina. Hún kviknar vanalega á öndverðu þingi, um það er fjárlaganefnd neðri deildar er ný-setzt á laggirnar. Henni ijettir nokkuð með köflum, ef sjúklingurinn þykist sjá sólskin á ásjónu fjárlaganefndarinnar; en því harðari verða hviðurnar annað veifið; er myrkva dregur á þá blessaða ásjónu eða miður hlýju andar úr öðrum áttum þingheimsins. Dagana á undan aðal-atkvæðagreiðslunni í þinginu er sjúklingurinn vanalega þyngst haldinn. Hann neytir þá hvorki svefns nje matar, er á sifeidum erli frá morgni til kvelds, einkum þó á kveldin, eirðar- laus af kvíða og áhyggjum um forlög náðarveitingarinnar. Þá er það, sem þing- menn mega biðja fyrir sjer. Þeir eru friðlausir, hvar sem þeir eru staddir, útí og inni, fyrir aðsókn eigi að eins af hálfu sjúklingsins sjálfs, heldur einnig alls hans skyiduliðs og nánustu vina; það fer allt á stúfana í þann lífróður. Að morgni hins mikla dags, er málið er á dagskrá, sezt sjúklingurinn með skyldu- liði sínu, konum og körlum, í nokkurs konar fyrirsát fyrir þingmönnum, — á á- heyrendapöllunum; það er ekki aptur tekið, ef aðrir ná í sætin á undan. Þar situr flokkurinn með alvæpni allan daginn og mænir brennheitum vonaraugum á hinn volduga þingheim, augum, sem ætla stund- um alveg út úr höfðinu af óumræðilegri íiöngun og eptirþrá, eins og í mögnuðustu hitasótt. Það var einu sinni trú, að þessu átakan- lega augnaráði fylgdi nokkurs konar töfra- máttur, og af því stafar sá talsháttur, »að horfa fjárveitingar út úr þingmönnum«. Þeir sem voru vantrúaðir á yfirnáttúrlega hluti, vildu skýra það svo, að þingmenn þeir, er hefðu látið einhvern bilbug á sjer finna eða jaínvel sleppt út úr sjer hálf- gildings-vilyrði, til þess að hafa sjúklinginn af sjer, kynokuðu sjer heldur við að bregð- ast, er þeir horfðust i augu við hlutaðeig- endur eða þeir við þá, að ógleymdum einnig þeim eðlilega töframætti, er fylgir hýrlegu augnaráði fríðra kvenna. En hvað sem því líður, þá er hitt vist, að þessi augnaráðstrú eða- hjátrú hefir átt sjer stað, og eigi trútt um, að nokkuð eimi eptir af henni enn, nær 20 árum eptir að fjárveit- ingariðja þingsins hófst með fyrstu. Yitaskuld bráir óðara af sjúklingnum í það sinn, ef svo vel skipast, að náðarmol- inn hrýtur honum í skaut úr atkvæða- lukkuhjóli þingsins. En eigi er það nema stundarfriður. Eptir eru 3 atkvæðagreiðslur enn í minnstalagi, og stundum fleiri, jafn- vel 5 eða 6; en það er sama sem jafn- margar sóttarhríðir. Þvi sagði maðurinn : »Heldur vildi jeg liggja þrisvar í mislingum en fá bannsetta bitlingasóttina«. Þm. Enn um Landsskjalasafnið Motto: •Schwindel ist anch ein Goworbo*. Ritstjóri »Þjóðólfs«, hr. H. Þ., hefir^nú í 39. tbl. blaðs síns gjört tilraun til að svara síðari grein minni um «Landsskjalasafnið«, er stóð í 55. tbl. ísaf., og beitt þar sínum venjulegu stóryrðum og fjarmælum, er hann hefir jafnan á reiðum höndum í stað- inn fyrir skynsamlegar ástæður. ÍHr. H. Þ. segir, að grein mín sje að mestu leyti ósannindi og ranghermur, en hrekur þó ekkert af því, sem jeg hefi sagt. En hann verður að gæta þess, að með stóryrðum og fúkyrðum hrindir maður engu máli; um velsæmi slíks rkháttar vil jeg ekki eyða neinum orðum, því jeg get til, að mjer takist ekki betur en öðrum að kenna ritstjóra «Þjóðólfs» kurteisi í ritdeilum. Hr. H. Þ. tekur upp nokkur atriði úr grein minni, en sneiðir þó hjá aðalatrið- unum. Honum þykir jeg fara með mikil ósann- indi, er jeg segi, að hann muni ekki hafa lokið enn helmingnum af því árabili í safninu, sem hann byrjaði; að semja skrá- yfir; en nú skýrir hann frá, að hann sje- þó rúmlega hálfnaður, þ. e. búinn með 11 ár af 18, sem hann ætlar að Ijúka við. Þessi skrá, sem nær þannig að eins yfir 18 ár (frá 1803—1820), á svo að kosta 1200- kr., og kempan h. H. Þ. hefir jafnvelhugs- að sjer að Ijúka við hana á þessu ári. En sá dugnaður ! En þá er þó eptir allur eldri hluti safnsins, frá mestallri 18. öld- inni; er það margfalt meira safn en þetta, sem nú var nefnt, og þar í fjöldi afsk jala^ pökkum og embættisbókum, sumt jafnvel frá 17. öld eða eldra. Yfir þenna hluta safnsins, sem auðvitað er mestur hluti þess, á svo enga skrá að semja; það sjest af' því, hvernig þessi fjárveiting er orðuð í frumv., þar sem að eins er talað um pakka,. en öllum hinum mörgu embættisbókum sleppt, sem vissulega hafa engu minnii fróðleik að geytna en pakkarnir. Enginn maður, nema ritstjóri »Þjóðólfs«,_ mun vera svo skyni skroppinn, að neitaþví,. að hægra sje að semja skrá yfir yngra hluta safnsins en eldra hlutann, því að- safnið verður auðvitað í meiri reglu, er- nær dregur vorum tíma; auk þess er mjög- rnikill styrkur að dagbókum (journaler). stiptamtsins við skrásetninguna, og er það- meira en meðaldirfska, að neita því, eins. og hr. H. Þ. gerir. Hr. H. Þ. kveðst hafa sýnt skrá sína ýmsum mönnum, er skym beri á slíka hluti, og er því engin furða. þótt hann hafi ekki sýnt hana landshöfð- ingja, sem hann álítur að hafi ekki vit á slíku. Meiri furða er það, að hann hefir- ekki lagt hana fram fyrir þingið; eða ætl- ar hann að þingið kunni eigi heldur að- meta slíkt stórvirki ? Hr. PI. Þ. hefir þann- ig ekki sýnt skrána þeim, sem fyrst og- freinst eiga hlut að máli; svo mikið er- víst. Hann situr auðvitað kófsveittur við. að skrifa og semja, en enginn sjer neitt; það er einsog með «nýju fötin keisarans»; og þótt einhver sæi eitthvað, getur ef til vill enginn lesið, því stundum þarf að sækja. skrifarann, til þess að lesa það sem hann hefir skrifað; en þetta getur nú orðið snún- ingasamt, einkum þegar skrifarinn er dauð- ur, og því á nú sjálf'sagt að prenta þessa skrá. Þá ber hr. H. Þ. mjer á brýn, að jeg mishermi, að það hafi verið samþ. í Nd. ~ við 3. umr., að hann semdi skrá yfir sýslu- skjalasöfnin, eða skjalapakka sýslnanna,. ef hr. H. Þ. skilur það betur. í frumv. stendur með berum orðum: Til umbúða um skjalapakka(!) stiptamtsins og sýslnanna■ og til prentunar á skrá yfir þá (o: bæði stiptamtspakkana og sýslupakkana) 200 kr. Það er því auðsjeð, að ætlazt er til, að einnig verði samin skrá yfir sýsluskjala- pakkana, úr því hana á að prenta. Fróðlegt væri, að hr. H. Þ. benti á þær skrár, sem til eru á prenti yfir svipuð skjalasöfn og hjer er um að rseða; en, strykum þangað til yfir stóryrðin, hr. rit- stjóri! Aðalatriði málsins, sem hr. H. Þ. auð- vitað forðast að tala um, er það, að þetta verk hans er hlæilegasta kák; hr. H. Þ. hefir bara grafið sjer holu inn í safnið á einum stað, eins og rotta, og þessi hola hans kostar svo að öllu samanlögðui 2400 kr!

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.