Ísafold - 19.08.1893, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.08.1893, Blaðsíða 3
223 í arman stað er ekki hin minnsta þörf á að raða þessn safni að sinni eða skr.á- setja það, eins og jeg þegar hefi tekið fram í mínnm fyrri greinum með svo gild- um og sannfærandi ástæðum, að furðu gegnir, að nokkur maður lætur lengur blekkjast af þessu skjalapakkaryki hr. Hannesar Þorsteinssonar. X. Alþingi. xv. Lög frá alþingi, er afgreidd hafaver- ið frá því síðast: XXVII. Lög um samþyJckt á landsreikn- ingnum fyrir 1890 og 1891. Það hafa tekjur landssjóðs komizt hæst, eða upp í rúmar 1,200,000 kr. á fjárhags- tímabilinu. Fjárlögin höfðu gert ráð fyrir 150,000 kr. tekiuhalla; en jafnframt hafði þingið iögleitt kafíi og sykurtoll, sem gaf af sjer um 252.000 kr., og fyrir það mest varð enginn tekjuhalli, heldur mikið góð- ur tekjuafgangur, 233,000 kr. Aðrir tollar gáfu af sjer mikið meira en á var ætlað: áætl. reikn. Fiskitoilur og lýsis . . 50,000 62.000 Áfengistollur .... 180,000 247,000 Tóbakstollur .... 34,000 100,000 Enn fremur höfðu og tekjur af póstferð- um orðið nær 52,000 kr., í stað áætlaðra 36,000; enda útgjöld við póststjórnina orð- ið 10,000 kr. meiri en við var búizt. Eignir viðlagasjóðs náma í árslok 1891 823,000 kr., en útistandandi átti landssjóð- ur þá 30,500 kr., og 197,000 kr. var pen- ingaforði hans. XXVIII. Lög um ýmisleg atriði er snerta gjaldþrotaskipti. (Það er allmikill bálkur, í 36 greinum, sniðinn eptir gjaldþrotaskipta- lögunum dönsku frá 1872, með þeim um- bótum, að reynslan hefir bent á síðan, að æskilegar væri,— liklega vönduðustu lögin frá þessu þingi). Yfirskoðun landsreikninganna. Svo látandi þingsályktun hefir verið samþykkt í báðum deildum. Alþingi ályktar að skora á landsstjórn- ina að hlutast til um : 1. Að áskildir vextir og afborganir af hallærislánum sjeu innheimtir undandrátt- arlaust, og verði megn vanskil á greiðsl- unni, sje lánunum sagt upp og ráðstafanir gjörðar til að innheimta allan höfuðstólinn. 2. Að málssókn sje hafin gegn prestum þeim, er eigi standa landssjóði skil á árs- gjöldum af brauðum sínum. 3. Að skýrsla um allar óloknar versúr- ur frá fyrri árum, hvort sem þær hafa. komið fyrst fram í jarðabókarsjóðsreikn- ingnum eða reikningsbók ráðgjafans, fylgi landsreikningnum eptirleiðis. 4. Að ef gjaldheimtumenn landssjóðs borga meira en þeir eiga að greiða eptir reikningum sínum, sje skýrsla um slíkar ofborganir frá fyrri árum látin fylgja lands- reikningnum framvegis. Fjárlögin. Fjárlaganefnd efri deildar vill halda athugasemdinni fjárlagafrv.stjórn- arinnar um, að amtmaðurinn nyrðra megi komast til Eeykjavíkur án þess að missa neins í af launum sínum (6000). Búnaðar- skólastyrkinn vill hún ekki hækka, nema að eins handa Hólaskólanum um 1500 kr. fyrra árið. Ekki vill hún veita styrlc til að verja Steinsmýraengjar, og ekki til auka- læknis í Árnessýslu, en þar á móti áStrönd- um norðantil. Hún vill hækka styrkinn til augnalæknis B. Ólafssonar upp í 2000 kr. og láta tannlækni O. Nickolin halda sínum 500 kr. ársstyrk. Strandferðastyrk- inn til handa kapt. Jónasi J. Bandulff' vill hún að veita megi öðrum, ef hann bregzt. Veita vill hún 400 kr. hvort árið til þess að gefa út kennslubækur handa presta- skólanum, og 600 kr. til að semja og gefa út alþýðukennslubækur. Ekki vill hún minnka öimusur við iærða skólann nema um 500 kr. á ári. Veita vill hún 300 kr. til þess að Ijúka viðgerð við sundlaugina* hjá Laugarnesi. Síra Jónasi Jónassyni á Hrafnagili vill hún veita 800 kr. til þess að gefa út dansk-íslenzka orðabók, og adjunkt Geir Zoéga annað eins til að gefa út ensk-íslenzka orðabók. Hún vill fella burt styrkinn til Jóns Halldórssonar, en hækka styrkinn til ekkju Sigurðar Vigfús- sonar upp í 160 kr. Vistarskyldan. NúerEd.búin með vist- arskyldumálið. Hún vill leyfa mönnum 22 ára gömlum að kaupa sjer lausnarbrjef undan vistarskyldu með 15 og 5 kr. gjaldi (karlm. og kvennm.), en þrítugir fái það ókeypis. Líklega fellst neðri deiid á þess- ar breytingar og verður málið þá þannig vaxið lög frá þinginu. Útflutningslögin. Neðri deild hefir samþykkt það frumvarp með nokkrum breytingum, meðal annars banni gegn því, að nokkur maður ferðist hjer um land i þeim erindum. að æsa menn til að flytja af landi burt, að viðlögðum allt að 2000 kr. sektum; og sje útlendur maður dæmd- ur fyrir brot gegn því banni, skal einnig með dóminum skylda hann til að fara af landi burt með næstu vísri skipsferð, að viðlögðum þvingunarsektum, 30 kr. fyrir hvern dag, er hann óhlýðnast dóminum, enda sje hann háður gæzlu lögreglustjórn- arinnar meðan hann fer eigi úr landi. Amtmannaembættin. Neðri deild hefir samþykkt frumvarp um, að ísland skuli »fyrst um sinn« vera eitt amtmanns- umdæmi með 5000 kr. launum og 2000 í skrifstofukostnað. Amtmaður þessi sitji í Reykjavík. 116 að koma út, en nú talaði hann með svo miklum finnsku- keim, að það söng í eyrunum á mjer. »Er illt að fá hesta hjerna í bænum?« spurði jeg að lyktum, til þess að vekja engan grun. »Nei, en þeir eru voðalega dýrir«, svaraði hann. »Jeg get nú svo sem trúað því. — Fólk fer vana- lega eins langt og það kemst við böðin« mælti jeg, til þess að segja eitthvað, og skildi við barúnsþjóninn að svo búnu. Nú er eptir að vita, hvort barúninn er eins góður landfræðingur eins og þjónninn hans, hugsaði jeg með sjálíum mjer, og gekk aptur þangað, sem fólkið var að ganga um gólf. Jeg hafði ekki.géngið lengi, er jeg sá, hvar hers- höfðingjafrúin og finnski barúninn gengu saman, og hjelt hann á hattinum i hendinni, eins og hann væri að kveðja hana. »Rjett í því að klukkan er sex kem jeg með vagn- inn minn fyrir utan portið hjá yður, kæra frú!« heyrði jeg barúninn segja. »Jeg þakka margfaldlega, kæri herra barún!« svar- aði frúin og brosti bliðlega. »Það verður sannarlega skemmtilegt, að bregða sjer dálítinn spotta í svona góðu veðri«. »Jeg er boðinn og búinn í yðar þjónustu og er yðar 113 »Segðu heldur að þau bliki eins og egg á nýbrýnd- um kníf. Stundum blika þau nú reyndar alls ekki neitt. Hnífurinn er þá líklega slíðraður«. í því bili er hershöfðingjafrúin gekk fram hjá mjer, varð henni af tilviljun litið snöggvast þangað, sem jeg stóð. Jeg heilsaði mjög kurteislega, eins og gefur að skilja, og sveiflaði hattinum í eins stóran hálfboga og mjer var auðið. Biessuð frúin tók kveðju minni með kurteisi, en þó þurlega. Kurteisin hefir til bæði vetur og sumar. Eptir litla stundu heyrði jeg til barúnsins. Hann var að tala við einhverja af baðgestunum, er virtust hafa mesta dálæti á honum. »Nú, borðið þjer aldrei miðdegisverð fyr en um mið- aptan, herra barún?« spurði einn þeirra. »Aldrei«, svaraði barúninn, með dálitlum finnskum málkeim , »jeg hef vanizt á það á ferðum mínum á Frakk- landi. Jeg verð aldrei svangur fyr en um það leyti, og nú get jeg ekki skilið, hvernig nokkur maður getur borð- að tyr en þá. Jeg held annars, að jeg sje eini maðurinn hjer í Svíþjóð, sem borðar miðdegisverð svona seint«. »Hann Karl Jóhann, kóngurinn okkar, borðar ekki miðdegisverð fyr en klukkan sjö«, mælti annar. »En hvað er það á við forsetann í Bandaríkjunum«, gall hinn þriðji við, »hann sem borðar ekki miðdegisverð fyr en daginn eptir«.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.