Ísafold - 19.08.1893, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.08.1893, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni <eða tvisvar i viku. Verb árg (75—80 arka) 4 kr., erlendis 5 kr. eí)a 1 */a doll.; borgist fyrirmibjan júlimán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin vib áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgroibslustofa blabs- ins er í Auaturstrœti 8. Reykjavík, laugardaginn 19. ágúst 1893. XX. árg. Kirknamálið. Kirkjufl’umvarpið, sem nú er loks búið •að hafa fram gegn um neðri deild og nýtekið til umræðu í efri, er mikilsverð rjettarbót að sumu leyti, svo sem fyrir af- nám hinna mörgu, misjöfnu og vafasömu, gömlu gjaldmola, gegn 75 aura nefskatti •o. fl.; en það virðist vera afar-viðsjált í -aðra röndina, eins.og neðri deild stagbætti það upp. Hinn sameiginlegi kirkjusjóður, fyrir •allar kirkjur iandsins, er dáfögur hugmynd að vísu, og hefir sjálfsagt ýmsa kosti. En þar virðist samt nokkuð freklega beitt þeirri aðferð, að taka frá einni kirkjunni •og gefa hinni. Þær eru látnar eiga allar að því leyti jafna ítölu í sjóðnum, sem þörfin krefur, hvort sem þær leggjaíhana mikið eða lítið, nokkuð eða ekki neitt ■eða jafnvel minna en ekki neitt; því það er eitt nýmælið, að skuldir þær, er kirkj- ur eru nú i, skulu greiddar úr liinum sam- -eiginlega kirkjusjóði. Öll hin árlegu útgjöld kirkna, svo sem býsing, brauð og vín, þvottur og hirðing á kirkju og skrúða, útgjöld til graftóla, innheimtulaun, borgun fyrir endurskoðun kirkjureikninga, bygging og viðliaid kirkju- ;garðs og gjald til prófasts (10 kr. af hverri kirkju) greiðist af kirkjusjóði; ennfremur borgun fyrir organleik, söngstjórn og hit- un kirkju, þegar efni sjóðsins leyfa. Auð- vitað eiga og allar tekjur ltirkna aö renna í sjóðinn. Það verður gaman að sjá. hve vægileg- ir þcir reikningav allir verða. hjá sumum, þegar borgunina á að ausa úr slíkum al- mannabrunni. Eða hvaða áhrif mundi það hafa á ó- magameðlög, ef þau skyldi taka úr lands- sjóði, í stað þess að láta sveitarstjórnirnar skammta þau úr sínum sjóði? Auðvitað á og aðkosta allar kirk,jubygg- ingar og viðgeröir á kirkjum úr hinum sama sjóði. Nú er kunnugt, að sóknar- menn gefa opt kirkju sinni mikið fje, ef hún þarfnast þess til endurbyggingar eða annars; stundum gera það jafnvel aðrir út i frá. En varla þarf það að efa, að fyrir þá lind mundi alveg taka, ef heiintamætti jafan nóg fje til slíkrahiuta úr einum alls- herjarsjóði, er flestum mun þykja fýsilegra að þiggja af fremur en veita. Eða hver veit dæmi þess, að landsjóði sjeu gefnar .gjafir? ' Nú eru allvíða meira að segja sóknirnar sjálfar búnar að taka alveg að sjer kirkj- ur sínar um aldur og æfi. Hví á að vera að kippa því upp aptur að þarflausu, og demba þeim kirkjum einnig á þennan al- tnenna ómagasjóð, án þess að neinn hafi »sagt þær til sveitar«? Má eigi landstjórn- in eða kirkjustjórnin verða fegin að hafa ifengið ljett af sjer þeirri byrði? í frumvarpinu er að vísu hafður sá fyrir- vari gegn ofmiklum ágangi á sjóðinn, að skuldlaus innstæða hans megi aldreiminni vera en 100,000 kr. En yrði hann nú að upphafi ekki nema lítið eitt á 2. hundrað þúsund, hvernig mundi þá ganga að hlýða þessu boðoröi? Ekki öðru vísi en það, að það yrði alveg þýðingarlaus bókstafur. Kirkju, sem komin er að hruni eða ekki er fokheld, má til að byggja upp eða gera við, þó að sjóðurinn sje ekki nema 100,000 og nokkrir aurar, eöa jafnvel þó að hann sje kominn langt niður úr því; stjórn sjóðsins, stiptsyfirvöldin, getur með engu móti hjá því komizt; hún má til að brjóta. slik lög. Svoha löguð kirkjusjóðsstofnun — og raunar margt fleira í frumvarpi þessu — er svo mikils háttar nýmæli og afdrifamik- ið á ýmsa vegu, að það er eitt af þeim málum, sem þarf mikils og rækilegs und- irbúnings og umhugsunar almennings. Ætti nokkurt mál að íhuga og ræða ýt- arlega og vandlega á hjeraðsfundum og þingmálafundum áður en löggjafarvaldið ræður því til lykta, þá er það annað eins mál og þetta. Það er litil nærgætni eða fyrirhyggja, að ætla að sinella slíku ný- mæli upp á almenning fornspurðan. Lög vor um tekjur kirkna þurfa vitan- lega nauðsynlega endurskoðunar. En bjarg- ast mundi þó mcga á hinar gömlu spýtur til næsta þings, þó að mál þetta væri lát- ið liggja á döfinni þangað til og þá ganga meðal annars gegnum greipar á milliþinga- nefnd þeirri um kirkjuleg málefni, sem stungið hcfir verið upp á á þessu þingi, verði annars nokkuð úr henni. Til Björns Ólafssonar augnalæknis. Hve fögur er ei heimsins mikla smíð sem hverfur æ á víxl og allt af stendur! Þar litarskrautið ljómar alla tíð er lítum vjer um dag á báðar hendur, og þegar nóttin kveikir blysin blá sem blika fagurt himins leiðum á! Hvert mannaverk má .jafnast við þá vjel sem veitir lífið, eins og sól í heiði? sem sýnir glöggt hvað hylur hugarþel, þar hatrið býr og ást og von og reiði, og nefnd var ætíð andans spegill skær? Nei, ekkert hjer við þetta jafnast fær. Hvað má ei vera að missa þessa sjón, sem mest af öllu sýnir drottins veldi! Hver kann að meta hið takmarkslausa tjón sem tíminn vann þeim sem hann myrkriseldi! Þá yfir lífið raunadimmu dró, og dimmt var allt og svart, en jifði þó. Þá móðurinni barna hópur hvarf, og hljóðið þeirra var sú eina gleði, hún sat í nótt, en allt af sorgin svarf, og svartamyrkur lá á hennar beði! 56. blað. Og margur einn, já margur hjer og þar, hann mundi ekki hvernig jörðin var. Hvað margir ekki mega lofa þig, sem máttir lífga dautt og sjónlaust auga, sem fálmaði sig fram um myrkra stig, og fjekk ei litið nema tóma drauga, og fjarra minning bjartra dýrðar-daga, sem dreymdi þá—það var þeim horfin saga. Þú ungi vinur, sem oss auðnan gaf, sem aptur veittir mörgum heim að skoða, þá yfir skygði dauðans dimma haf, °S dýrðin hvarf af lífsins morgunroða — mun lygi tóm, að ijeztu blinda sjá og leiddir þá í birtu myrkri frá? Hver mun sá bjáni, sem ei hrifinn varð af hagleik þinna fínu læknishanda? Hver mun það auða aptur fylla skarð, ef aptur hyrfir þú til fjarra landa? Nær hefir komið nokkur hjer til vor sem náði feta í þín lista-spor? ^ % $ Vjer hossum þeim, sem eyða okkar land, og eru bara tómir »húmbúgistar«; mun það ei vera virðulegra stand að verða dálítið meiri »realistar«, og efla það sem eigum vjer af góðu, en ekki láta fjeð í tóma skjóðu? B. G, Bókasafn alþingis. Það er nauða-óhagfelt, að vera að halda því safnkríli út af fyrir sig, sem sjerstakri stofnun, með sjerstakri fjárveitingu og sjer- stökum bókaverði. I stað þess að steypa því saman við landsbókasafnið. Þá þarf eigi sjerstakan bókavörð fyrir það, nje sjerstakt bókaherbergi og bóka- skrá. Það verður alJt sameiginlegt við landsbókasafnið, og alþingisbókavarðar- launin sparast. Hitt er þó meira um vert, að þá hefir almenningur fullt gagn af bókum þeim, er alþingisbókasafnið á, árið um kring, alveg eins og af öðrum bókum landsbókasafnsins. í stað þess að nú hafa fáir sem engir neitt gagn af alþingisbóka- safninu milli þinga, og sízt öðru vísi en rjett með höppum og glöppum, er hönd má festa á bókaverðinum og hann er við- látinn, en það er einhver og einhver, sem fáir vita um, og sitt árið hver. Eina viðbáran, sem hægt er að varpa fram í móti þessu, er sú, að bókasafn þingsins þurfi að vera sjerstaklega valið og miðað við þarfir þingmanna, en eigi almennings. En slíkt er hjógóminn einber. Þörfum þingmanna má allt eins fullnægja fyrir það, þó að landsbókasafnsnefndin ráði bókakaupunum; auk þess sem lafhægt er að hafa það í skilyrði, ef söfnunum I yrði steypt saman, að forsetar þingsins eða

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.