Ísafold - 13.09.1893, Page 2
246
eigi svo að skiija, að þeir þurfi endilega
að vera jafn-íburðarmiklir eða kostnaðar'
samir, heldur að eins hitt, að unnið sje
að þeim á rjettan hátt, svo að fullum not-
nm komihvað endingu snertir og annað. Með
öðrum orðum, að það, sem gert er af nýj-
um sýslu- eða hreppavegum, sjeu rjettnefnd-
ir vegir, en ekki vegleysa. Eða þá reynt
að bjargast við einfalda vegaruðning, þar
sem það er takandi í mál. En ekki verið
með gagnslaust kák, sem nefnd er vega-
smið,en er margsinnis verra en ógert. Sömu-
leiðis riður á, að hafa hæfileg tól og tæki
til vegavinnunnar. Onýt áhöid eða ónóg
gera hana að verkleysu.
Með svofelldri lögun eða því um líkri á
hjeraða-vegabótum mundi brátt sjást votta
fyrir mikilli framför í því efni, miklum
stakkaskiptuin frá því sem nú er, þó að
ekki sje meira fje til þeirra lagt.
Bankastella E. M.
1 Eins og aikunnugt er, hefir Cambridge-
meistarinn nú árum saman »spilað við
tóm« hið alræmda bankaþvæluspil sitt. j
Hjer á landi er sú tíð löngu liðin, að nokk-
ur virði hann svars í því máli, enda gerir
ekkert ísl. blað svo lítið úr sjer framar,
að hirða neitt af því tagi frá honum, nema
»Þjóðv.« ísfirzki, að sögn þeirra, er það
málgagn sjá eða heyra, og íer það þá vit-
anlega ekki af því, að þeir, sem að því
standa, sjeu þeir skynskiptingar, að halda
nokkurt vit í því^heldur eru það illyrðin
um ritstj. ísafoldar og aðra, sem blaðið
leggur hatur á, er gefa greinum E. M.
gildi í þeirra augum.
Hitt ber við enn, að einstöku útlend blöð
og tímarit hleypa að pistlum um þetta
sama mál frá Cambridge-meistaranum, í
grandleysi og af ókunnugleik; því alstað-
ar hefir maðurinn klær úti. En optast
vitnast fljótt, hvers kyns málstaður hans
er, og er þá þeim dyrum lokað.
Stundum fær hann líka svar í sama
blaðinu, jafnvel frá ritstjórnarinnar hendi,
þar sem öllu hrófatildri hans er snarað
um koll í einni sveiflu.
Þar á meðal hefir hann i sumar komizt
snöggvast að í mikils háttar fjármálatíma-
riti í París, vikublaðinu »Le monde éc.ono-
mique«, er hinn frægi hagfræðingur og
stjórnvitringur Leon Say stendur fyrir, á-
samt ýmsum nafnkenndum fræðimönnum
öðrum, þar á meðal t. d. Challemel-Lacour,
forseta í öldungadeild löggjaf'arþingsins
franska. Pistill meistarans, prentaður í
blaðinu 1. júlí í sumar, er sama innihalds
eins og aðrar greinar hans um málið, en
þvi einu við bætt, að samband það, er
Landsbankinn sje nú kominn í við Land-
mandsbankann í Kaupmannahöfn, muni
flýta fyrir bankahruninu hjer og gjaldþrot-
um landssjóðs(l)
En aptan við pistilinn hefir ritstjórn
blaðsins skotið nokkrum athugasemdum,
seln hjer birtast á íslenzku, nema sleppt
inngangi og niðurlagi, og þykir meistaran-
um líklega eícki betur farið en heima setið
í það sinn:
»Að skapa veltryggðan gjaldmiðil í ein-
hverju landi er hið sama sem að byrgja
þetta land upp með jafnmiklum höfuðstólj
og enginn skaði getur af því hlotizt. Þó
að bankaseðlarnir sjeu notaðir til að borga
með skatta, þá leiðir það ekki af sjer
neinn rentumissi fyrir landið, eins og hr.
E. Magnússon liyggur; þvert á móti sneið-
ir maður hjá þeim rentumissi, sem notkun
gulls eða silfurs mundi hafa í för með sjer.
Eins er því varið með kaup póstávísana til
Danmerkur. Það stendur á litlu, að þær
eru keyptar með peningum, sem fengizt
hafa sem borgun fyrir tolla eða á einhvern
annan hátt.
Fyrirkomulag þessa litla banka, lands-
bankans í Eeykjavík, er mjög einkennilegt,
en, eins og vjer áður höfum tekið fram,
er það byggt á algjörlega skynsamlegum
grundvelli. Það má ekki rugla
skuldskeyting einstakra manna eða lands-
ins saman við gjaldmiðilinn, eins og hr.
E. Magnússon gjörir. Hinir íslenzku kaup-
menn stofna skuldir í Danmörku, að því
er hann segir; en það gjöra hinar fátækari
þjóðir optast nær, og nálega allt af sjer í
hag, gagnvart hinum auðugri. Ef 318,267
króna sjóðþurð hefir orðið í lands-
sjóði Islands um fjögur næstu árin á eptir
að bankinn var opnaður, þá er það að
kenna skorti á jafnvægi í tekjum og út-
gjöldum, en engan veginn gjaldmiðlinum.
Hvort sem menn kaupa póstávísanir fyrir
reiðu silfur eða fyrir seðla, þá getur það
með engu móti haft álirif á þá Q'árupp-
hæð, sem landið er í skuld um við Dan-
mörk, og hræðsla hins íslenzka föðurlands-
vinar í Cambridge um að sjá ættjörð sína
gjaldþrota mun sannarlega ekki rætast
af þessari orsök.«
Niðurjöfnunarnefndin. í þá nefnd
á að kjósa hjer í bænura núna á föstu-
daginn 15. þ. m. 3 menn til 6 ára, í stað
þeirra Helga kaupm. Heigasonar, Sighv.
Bjarnasonar bankabókara, og Steingr. kaup-
manns Johnsen. Þeirra mun enginn gefa
kost á sjer að vera lengur nema Stgr.
Johnsen, sem varla getur orðið neinn á-
greiningur um að endurkjósa. í hinna stað
virðist ráð að kjósa dómkirkjuprest síra
| Jóliann Þorkelsson. er auk annars hefir til
að bera mjög nákvæman kunnugleika, og
úrsmið Magnús Benjamínsson, með því að
handiðnamannastjettina vantar mann í
nefndina, en Magnús er skýrleiksmaður og
sannfæringarfastur, enda búinn að ver
hjer lengi og orðinn mikið vel kunnugur
almenningi.
Fásjeö dýr.
Hinn 22. f. m. var jeg undirskrifaður ásanat
öhru verkafólki hjeöan við slátt á engjum
hjer upp með Hvítá spölkorn frá heiini. Veð-
ur var hvasst og þurt, lopt nokkuð þykkt, en
sá þó stundum til sólar. Dæl var þar sem
við slógum þann dag og sá þaðan lítið til
árinnar, því bali var á milli. A honum höfð-
um við hverfustein til að hvetja á ljáina. Einn
af okkur, Þorsteinn Sigurðsson, fór þangað að
hvetja ljá (sinn. Það var um miðjan dag.
Þorsteini ijjvarð litið út á ána; sá hann þá
flykki mikið á eyri kippkorn frá landi. Það
var gráleitt og gljáði er sólin skein, var á
digurð við nautsskrokk, en talsvert lengra og
mjótt til heggja enda, þó mjórra í þann er
norður vissi,vþví það lá frá norðri til suðurs
eða því sem næst. Sá endinn, sem suður vissi,
lypti sjer dálítið upp við og við, svo auðsjeð
var að þetta yar lifandi dýr. Datt honum
fyrst í hug, að þetta væri óvenjustór selur.
En svo lypti það suðurendanum svo hátt, að
hann sá neðan á það og var það þar mjall-
hvítt eins og hringa á veiðihjöllu. Þá rjettist
norðurendinn líka upp og miklu hærra en
hinn. Kreppti dýrið sig svo, að það leit út
næstum eins og latínu-v, er þó hallaöist æði-
mikið. Og í sama hili kom mjó strýta upp-
úr lægri hlutanum, þó ekki upp úr endanum
sjálfum, heldur dálítið ofar, þar sem skrokk-
urinn gildnaði. Yar dýrið þá til að sjá einna.
líkast því, að maður væri í bóndaheygju—sem
kallað er —, lægi á lendunum, en lypti upp>
herðum og höfði og rjetti upp fæturna svo
beint, að eigi sæi fyrir hnjánum, hjeldi svo-
öðrum handleggnum heint upp. Þó varð strýt-
an ekki alveg eins há og mjói endinn. Strýt-
an lækkaði svo aptur hægt og hægt, þar til
hún var horfin. Og um leið rjetti dýrið sig
hægt og hægt úr kryppuuni og lagði sig af-
langt eins og það var í fyrstu. Nú kom Þor
steinn til okkar og sagði okkur frá þessu_
Fórum við þá öll yíir á balann, að sjá þetta
dýr. Það lá þá enn aflangt og hreifði suður'
endann (jeg nefni hann svo til aðgreiningar)^
líkt og það væri að kroppa eitthvað upp úr
eyrinni. Yirtist okkur eigi ólíkt því, að á
þeim endanum væri háls og höfuð, en á hin-
um digur hali; þó er ekki hægt að fullyrða
það. Bráðum fór dýrið aptur að lypta sjer og
komst í sömu stellingar, sem Þorsteinn hafði
sjeð það, en lagði sig svo aflangt aptur, og
strýtan hvarf. Þetta ítrekaðiþað nú tvisvar, með-
stuttu millibili, og var þar enginn munur á.
Að þessum hreiíingum fór það hægt. Við
vildum gjarnan sjá til þess meiTi hreifingar..
Ljetum við þá hunda gelta. Þá var sem dýr-
inu hrygði nokkuð við: það lypti sjer snögglega
upp og setti sig í sömu stellingar sem áður er
lýst. Yar þar ekki annar munur á, en að nú var
hreifingin snögg. Eptir litla stund rjetti það
enn úr sjer og strýtan hvarf sem fyr, og fór
það eins hægt að því og áður. Við hefðum
gjarna viljað, að bátur væri nærri, til að róa
út í eyrina; en það var, því miður, ekki; og
veður var of kalt til að vaða þangað eða,
synda. Við fórum nú að slá aptur, en gætt-
um þó hráðum aptur að dýrinu og var ,"það
þá enn á eyrinni. Og enn eptir litla stund
gættum við að því að nýju. En þá var það-
horfið. Við vorum 7 á engjunum, sem öll sá-
um dýr þetta, horfðum við á það núlægt
kl.stund, og sýndist það einn veg öllum. Það-
sáurn við, að engjafólk f'rá Útverkum horfði
líka á það undir eins og við. Jeg þykist viss
um, að dýr þetta muni fásjeð, ef ekki óþekkt
hjer, og því þykir mjer eiga við að geta þess 1
Isafold.
Árhrauni, 3. sept. 1893.
Pdll Erlingsson.
* * *
Það er ágizkan fróðra manna, að þetta muni
verið hafa skepna af einhverju st.óru sela-
kyni úr Kyrrahafi norðanverðu, er flækzt haíi
vestur með Síbiríuströndum og alla leið hing-
að til lands, og loks villzt upp í ölfusá. Sela-
kyn þau haf'a sum all-ólíkan skapnað því, er
hjer gerist; en illt mun þó að gera grein fyrir
strýtunni, hafi þeim rjett sýnzt um hana, er
á horfðu.
Veðrátta. Megnir óþurkar hafa gengið'
um hríð hjer um suðurland, frá því nokkru
f'yrir höfuðdag, með fárra daga millibili í
fyrri viku, er mörgum varð raunar að liði
til heybjörgunar, en þó er enn mjög mik-
ið úti af heyjum og hæpið að nýtist.
Biskupsvisitazia. í gærkveldi kom
biskup heim aptur úr vísítazíuferð sinni
um Árnesprófastsdæmi, meiri hlutann (16
kirkjur).
Póstskipið »Laura« kom í morgun
aptur frá Vestfjörðum og með henni margt