Ísafold - 13.09.1893, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.09.1893, Blaðsíða 3
247 farþega, kaupafólk o. fl.; ennfremur á leið til Khafnar kaupm. L. A. Snorrason og rússneskur greifl, Kaiseriing, er hefir verið hjer í sumar að kynna sjer hyalaveiðar hjá Norðmönnum (Stixrud) og ætlar að hefja hvalveiðar við Siheríu-strendur. Skipstrand. Aðfaranótt mánud. 4. þ. m.. sleit upp í norðanveðri kaupskip, er lá á Ólafsvíkurhöfn, Amicitia, eign kon- súls N. Chr. Gram á Þingeyri og föður hans og afa á undan honum; verið í för- um hjer við land nær */» öld. Yörur voru ekki í því aðrar en 200 skpd. af salt- fiski. Mönnum öllum bjargað. Strand- uppboð haldið í fyrra dag. Eptirmæli. Dáinn er 28. janúar þ. á. í Hjörsey á Mýr- nm Guðmundur bóndi Sigurðsson. Hann var fæddur í Hjörsey 28. d. nóvember- mán. 18Í8. Foreldrar hans voru Siguihur bóndi Ólafsson og kona hans Halldóra Jóns- dóttir, mestu merkisbjón. Þegar hann var rúmlega tvítugur ab aldri, fór hann að Áiptanesi til merkishjónanna Jóns dannebrogsmanns Sigurössonar og konu hans Ólafar Jónsdóttur, og 2C. dag októbermánaðar 1842 kvæntist hann dóttur þeirra, Jóhönnu Ólöfu, og næsta vor reisti hann bú á Litlu- Brekku í Borgarhreppi. Þar bjó hann 4 ár, en 9 ár hin næstu á Leirulæk í Álptaness- hreppi. Frá Leirulæk fluttist hann vorið 1856 til Hjörseyjar, og dvaldi þar siðan til dauða- dags. Konu sína missti hann haustið 1885, og næsta vor eptir iát hennar brá hann búi, en dvaldi upp frá því hjá börnum sínum. Guðmundur sái. mátti teljast meðal lang- fremstu bænda í Hraunhreppi fyrir margra hluta sakir. Hann var fjelagsmaður góður, ötull til hvers konar fratnkvæmda, fjörmaður mikill og áhugasamur. Ráðdeildarmaður var hann einstakur og hamingjumaður hinn mesti, enda varð hann efnaður vel. Hann var trygg- ur mjög og vinfastur, einarður og hreinskil- inn, svo að hann dró ekki dul á það, er honum fannst vera satt og rjett, hver sem í hlut átti. í æsku naut hann mjög litillar menntunar, en aflaði sjer sjálfur þeirrar fræðslu á full- orðinsárum sínum, að hann mátti heita nokk- urn veginn vel að sjer. i Gáfur bans voru að yísu ekkert sjerlega miklar, en honum vannst þó mjög vel að þeim. ( Hann var Áreppstjóri Hraunhrepps í full 20 ár. Vert þykir að geta þess, að hann tók tvö fatæk börn til uppfósturs að öllu leyti og gekk þeim í föður stað, en auk þess tók hann að sjer ýms önnur börn fátækra manna, um lengri og skemmri tíma, og í mörgum greinum reynd- ist hann bjargvættur sveitar sinnar. Með konu sinni eignaðist hann 14 börn. Sex þeirra dóu ung og einn sonur fullorðinn, en sjö lifa enn, öll mannvænleg, og er eitt þeirra Sigurður hreppstjóri og sýslunefndar- maður í Hjörsey. St. J. Hitt og- þetta. Um 75,000 fjölg-ar fólki i Lundúnum á ári hverju eða freklega eins og um alla íbúa þessa lands. Geittje. í norsku blaði er reikningslegur samanburður á arði af kúm, ám og geitum. Þar segir að kosti jatnmikið að íoðra 1 kú, 7 ær og 20 geitur. En árságóðinn, hreinn ágóði er af' kúnni.............................. 60 kr. af ánum 7............................18*/2 kr. af geitunum 20 468 kr. Vesturfara-ábyrgð. Snemma í júnímán í sumar kom vesturfaraskip til New-York með 700 Rússa. Þeir fengu ekki að stíga fæti á land fyr en sett var 100,000 dollara (370,000 kr.) ábyrgð fyrir, að ríkinu yrði engin þyngsli að þeim. Tiu tannlækna, með 3000 kr. launum hvern, heflr barnaslcólastjórnin í Lundúnum skipað nýlega til þess að hafa nákvæmt eptir- lit með tönnum í skólabörnum og verja þau eptir mætti þjáningum þeim og) margvíslegri torhöfn í bráð og lengd, er tannveikinni fylgirj Sparisjóðir í Norvegi. Þeir vou 360 að tölu í síðustu árslok, rúmir 60 í kaupstöðum, tæpir 300 til sveita. Tala samiagsmanna nær */a miljón, eða 4. hvert mannsbarn í landinu. Innieign þessara samlagsmanna var rúmar 200 milj. kr. eða rúmar 400 kr. á hvern, en 100 kr. á mann á öllu landinu. Varasjóðir sparisjóðanna og aðrar eignir þeirra sjálfra námu rúmum 26 milj. kr. Rúmar 600,000 kr_ gáfu þeir til almenningsþarfa. Stjórn þeirra kostaði 1,072,000 kr. Fæðingum fækkar. Enskur hagfræðing- ur hefir sýnt fram á, að hjer um bil um allan hinn menntaða heim fæðast færri börn að til- tölu með ári hverju, svo sem sjá má á þess- ari töfla, er sýnir hve mörg börn hafa fæðzt í ýmsum löndum meðal hverra 1000 íbúa árin 1880 og 1890: 1880 1890 Austurríki og Ungverjaland . . 38.o 36.7 Þýzkaland.......................37.e 35.7 Bandaríkin í N.-Ameríku . . . 36.o 30.7 Holland........................ 35.6 32.9 England og Wales .............. 34.2 30.2 Skotland...................... 33.6 30.8 Danmörk ....................Sl.s 30.« Belgía..........................81.1 28.7 Norvegur....................... 30.7 30.o Sviss.......................... 29.6 26.6 írland ........................ 24.7 22.8 Frakkland...................... 24.6 21.8 Þær 80,000 kr., er stórþingið norska heflr dregið af lífeyri konungs, voru veiftar fyrir mörgum árum, 1865, fyrirrennara Oscars konungs, Karli XV., svo sem nokkurs konar »launaviðbót fyrir sjálfan hann«, með því að hann þarfnaðist þess, að sagt var, — var í skuldakröggum. Oscar konungur tók við ríki milli þinga, haustið 1872, og hirti þá þegar sama lífeyri sem bróðir hans, enda veitti þing- ið hann áfram, af meinleysi, þó að Oscar væri fjáður vel. Borðfje ráðgjafanna felldu Norðmenn líka úr fjárlögum sinum í sumar. Það voru 15,000 kr., sem yfirráðgjafinn í Kristjaniu hafði, og 10,000 sá i Stokkhólmi. Þessi minnihluta- stjórn, sem skipuð er »af tilliti til Svía«, hefir engan rjett til að taka á móti gestum fyrir þjóðarinnar hönd, — sögðu þeir. 128 labbaði sneyptur á fund fjelaga sinna og sagði sínar far- ir eigi sljettar. Nú var úr vöndu að ráða. Sáu þeir, að hjer var eigi við lamb að leika sjer. Urðu þeir loks á það sáttir að reka allar kindur sínar út úr yíirsetugirðingunni og inn á akur prests, og sjá síðan, hvað í skærist. Prestur stóð við gluggann heima hjá sjer og horði út. Sjer hann hvar fjenaður bænda kemur allur í einum hóp heim á akur prestsetursins. En með því að honum duldist eigi, hvað valda mundi, var hann eigi lengi að hugsa sig um, hvað gera skyldi. Hann þreif byssu sina, lauk upp glugg- anum og miðaði henni á forustusauðinn, er var á beit fremstur í hópnum. Sauðurinn datt niður steindauður, en allt fjeð varð svo hrætt, að það þaut í burt af akrinum þangað sem það var vant að vera á beit. Prestur stakk nú byssunni aptur undir bitann, gekk út og bar sauðinn heim til sín ; enda var lítið urn björg í búrinu hjá honum ; og þar að auki ætlaði hann að sýna sóknar- börnum sínurn, að ef þeir sendu honum ekkert að lifa á, mundi hann taka það hjá þeim sjálfur. Nú varð allt í uppnámi á eynni, er þetta spurðist. Eyjarskeggjar urðu felmtsfullir, eins og þeir hefðu sjeð halastjörnu, er boð- aði heimsenda, og allt komst á ringulreið, eins og á stjórn- lausu skipi í sjávarháska. Loks urðu þeir þó á það sátt- ir, að skiljast eigi fyr en yfir lyki með þeim klerki. Og 125 sjálfan sig: »það væri skárri skr . . ., ef ekki væri hægt að ráða við þessa pilta!« Ef nokkur hneykslast á því, að heyra getið um prest er hafi haft þess háttar munn- söfnuð, þá er eigi því að leyna, að á meðal margs ein- kennilegs í fari sira Nikulásar var það eitt, að hann blótaði opt nokkuð og barði hvern mann, sem móðgaði hann eða honum likaði illa við að einhverju leyti. Síra Nikulás sótti því um brauðið í Lágey, og með því að hann var einn sækjandinn var engin furða þó að honum væri veitt það. Eyjarskeggjum varð ekki um sel, er þeim bárust þessi tíðindi. Þeir hugðu sig hafa skilið svo við síðasta prestinn, að enginn mundi áræða að sækja þangað fram- ar, lifðu því í ró og næði og hugguðu sig við það, að hjeðan í frá og að eilífu yrðu þeir lausir við að nokkur óviðkomandi sletti sjer fram í »hin sjerstöku málefnú þeirra. Stefndu þeir til þings og samþykktu þar í einu liljóði, að gera presti aðsúg, er hann kæmi í eyna, og ijetta eigi fyr en hann væri brott rekinn og kæmi eigi aptur nje neinn annar í hans stað. Hjeldu þeir, að þetta væri nú hægðarleikur, því þeim hafði aukizt áræði fyrir það, hve vel þeim hafði tekizt að koma öðrum prestum í burtu þaðan: en þeir höfðu ekki talið saman nema ann- an dálkinn í reikningnum og að minnsta kosti gleymt

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.