Ísafold - 07.10.1893, Blaðsíða 1
K.einur út ýmiat einu sinni
oða tyisvar í viku.-'VerD árg
(75—80 arka) i kr., erlendis
5 kr. eða 1 */a doll.: borgist
fyrir mibjan júlimán. (erlend-
is fyrir fram).
ÍSAFOLD.
Uppsögn(skrifleg) bundin vil>
áramót, ógild nema komin
sje til útgefanda fyrir 1. októ-
berm. Afgroiðslustofa blaðs-
ins er i Austurstrœti 8.
XX. árg.
Reykjavík, laugardaginn 7. okt. 1893.
68. blað.
ísafold kemur út á hverjum
XiATJGABDBGI upp frá þessu til árs-
loka, en eltki optar í viku, og fá þó
kaupendur þann númerafjölda, er þeiin
'hefir frekast heitinn verið, þ. e. 80 tölu-
hlöð.
Framför eða apturför?
Það er all-merkileg ritgerö,sem hinn þjóð-
kunni, einkar-efnilegi hagfræðis-rithöíund-
ur vor, Sœmundur Eyjólfsson, heflr samið
og prenta látið i síðasta ái’gangi Búnaðar-
ritsins, um »landbúnaðinn íslenzka fyrrum
-og nú«. Hún er miklu víðtækari en fyrir-
sögnin bendir til. Hún er vel samið og
ítarlega rökstutt svar við þeirri spurningu,
hvort oss íslendingum sje að fara fram
-eða aptur, nánast hvað efnahag snertir, en
raunar yfirleitt, með því að eínahagurinn
ræður svo nijög öðrum högum manna.
Svarið er þannigvaxið, að hylli fjöldans
hlýtur það naumast, nje þá heldur þeirra,
■er gera sjer mest far um, að kitla eyru
hans. En hinir, sem æðra og veglegra
mark og mið hafa fyrir stafní, munu spyrja
um það fyrst og fremst, hvort svarið muni
•af sannleiksást sprottið og sæmilega rök-
-stutt, eða eigi, og kunna höfundinum beztu
þakkir fyrir þessa hugvekju hans, ef þeir
sannfærast um, að hann tali eins og sann-
ur vinur þjóðar sinnar, sá vinur, sem er
jafn-ódeigur að segja henni það sem henni
er ógeðfellt, eins og hitt, í því trausti, að
sú kenning verði henni heilsusamlegri til
frambúðar.
Samanburður höf. á efnahag þjóðarinn-
■ ar nú og fyrrum er mikið fróðlegur, og
furðu-glöggur, eklci lengri en grein lians
-er. Niðurstaðan er sú, að þrátt fyrir hið
mikla framfarahjal vort nú á tímum, þá
standi liagur vor með minni blóma en
jafnast áður, og þó einkanlega í saman-
burði við aðrar þjóðir.
Það hefir enginn tekið fram jafnskýrt
og skorinort það atriði eða þá hlið máls-
ins, að vjer erum á samleið með öðrum
þjóðum, og að oss stoðar því eigi að bera
oss eingöngu eða mestmegnis saman við
sjálfa oss á ýmsum tímum, heldur er mest
undir því komið, hvar vjer erum staddir
á þeirri samleið, hvort heldur framar eða
aptar en áður höfum vjer verið. Forfeður
vorir eru eigi keppinautar vorir í líflnu,
heldur eru það aðrar þjóðir nú á tímum.
Hvort oss heflr farið fram eða aptur, er
því mest undir því komið, hvort vjer
stöndum vorum keppinautum betur á sporði
en forfeður vorir gerðu sínum keppinaut-
um, eða vjer stöndum þeim á baki í bar-
áttunni fyrir lífinu.
Höf. leiðir rök að því, að allt fram á
síðari hluta 17. aldar liafi efnahagur al-
mennings staðið með meiri blóma en nú
gerist, nema ef vera skyldi á 14. öld með
köflum, og hafi þó stór bú verið tíð þá.
Ilinar miklu kvartanir um hallæri og vand-
ræði 17. öldina alla muni stafa fremur
af því, hve sárt menn hafi fundið til við-
brigðanna frá því sem áður var, heldur
en að fátæktin hafi í rauninni verið svo
mikil. Frásögur um mannfelli á þeim tím-
um megi ekki láta villa sig. með því að
það hafi verið meira flökkulýður, er fjell,
með því að þá var ekki siður að skipa
þurfamönnum á fastar heimilisvistir. Hnign-
un þessi, er stafaði lang-mest af verzlun-
areinokuninni, hjelt áfram næstu öld, hina
18., og komst, fátæktin og vesaldómurinn
hjer á landi á sitt hæsta stig á henni of-
anverðri. Af þeim eymdartíma höfum
vjer nú mestar sögur, og hættir því mörg-
um við bæði að haf'a hann einkum fyrir
augum, er þeir tala um, hyersu landsmenn
standi framar nú en fyr á tímum, og í
annan stað hættir þeim við að hugsa sjer
allan fyrri tímann sem líkastan þessum
eymdartíma. Er þá eigi að kynja, þótt
þeim finnist mun meira tii um yfirburði
vorrar aldar yfir hinar fyrri aldir heldur
en efni eru til. Sannleikurinn muni vera
vera sá, að frá öndverðu og fram á miðja
16. öld hafi ávallt verið meiri auður í
landinu en nú; enda beri og þess að gæta,
að bændur verði að hafa stærri bú sín og
eiga meiri efni en á 17. öld, til þess, að
hagur þeirra standi jafn vel sem þá, fyrir
því að þarfirnar hafa aukizt svo mikið.
Landbúnaðurinn, aðalatvinnuvegur lands-
búa, er stundaður enn að mestu leyti á
sama hátt sem í fornöld. Engjarækt og
túnarækt mun varla standa framar nú en
þá. Jarðrækt-in enn mestmegnis í því fal-
in, að færa áburð á túnin; það gerðu forn-
menn einnig, og eigi er trúlegt, að þeir
hafi farið öllu ver með áburðinn en nú er
gert, mcð því að varla er unnt að fara ver
með hann en almennt er gert nú. Þetta,
að landbúnaðurinn er enn á sama reki eða
varla feti framar en fyrir 8—10 öldum, er
rannar mjög svo átakanlegur vottur um
hraparlegt framfara-Zet/si. Það stoðar litið,
þó að benda megi á nokkrar framfarir í
öðrum atvinnugreinuin sumum, meðan að-
alatvinnuvegur landsmanna og öruggasta
velmegunarundirstaða stendur í stað yfir-
leitt og að öllu samanlögðu.
En þó kastar eigi tólfnnum fyr en kem-
ur að samanburðinum við aðrar þjóðir.
Þessi þjóð stóð í fornöld nágrannaþjóðnm
sínum fullkomlega jafnfætis; jafnvel á 15.
og 16. öld er svo að sjá, sem íslendingar
hafi enn eigi staðið nágrannaþjóðum sínum
mjög að þaki; á síðari hluta 16. aldar og
á 17. öld fara þeir að verða til muna á
eptir öðrum þjóðum, og á 18. öld langt á
eptir, en á þessari öld mj'ðg langt á eptir
öllum menntuðum þjóðum. Sá sem hefði
flutt sig hingað á 15. eða 16. öld frá ná-
grannalöndunum (Noregi, Danmörk eða
Skotlandi), mundi eigi hafa fundið til þess,
að hann þyrfti að fara á mis við nein
veruleg þægindi, er hann gat notið í sínu
landi, og hann mundi eigi hafa getað sjeð,
að atvinnuvegirnir væri stundaðir hjer með
miklu minni kunnáttu; en nú finnst útlend-
ingi, sem hingað flyzt, nær því sem hann
sje fluttur út úr mannheimum. Það er
af því, að öðrum þjóðum hefir íarið svo
geysimikið fram frá þvi á fyrri tímum, en
oss miðar svo lítið áfram; vjer erum ávallt
að verða meir og meir á eptir öðrum þjóð-
um. »Fjarlægðin millurn íslendinga og
annara þjóða er ávallt að verða meiri og
meiri, og hefir aldrei verið svo mikil sem nú«.
Það mun mörgum þykja þetta hörð kenn-
ing. En það þarf meira til að hrinda henni
en að vilja ekki heyra hana. Sje hún
sönn, þá stendur hún jafn-óhögguð fyrir
því, þótt öllum þorra landsmanna iíki hún
afarilla, og flest blöð bergmáli þá vanþókn-
un, til þess að vera þeim að skapi. Hún
er sönn, það sem hún nær. Og það er
drengilegra, karlmannlegra og affarasælla
að kannast við það og gera sjer allt far
um að gera hana ósanna með tímanum, og
það sem allra fyrst, heldur en að liaga
sjer eins og illa vanin börn: vilja ekki
heyra annað en hrós um sig, láta næra sig
á sætindum og leggjast með það á döflna
eins og áður.
Vjer eigum að komast fyrir orsakirnar
til þessara vanþrifa þjóðarinnar, framfara-
leysisins í samanburði við aðrar þjóðir, og
ganga siðan kappsamlega að því að upp-
ræta þær.
Aðalorsökin er ekki það, sem vesturfara-
flökkukindurnar og þeirra málgögn fylla
með eyru almennings: ófrjósemi landsins
og gæðaskortur náttúrunnar hjer. »Yjer
búum í frjósamasta landinu á Norðurlönd-
um að því er til jarðvegarins tekur«. Þetta
eru orð höf. Hann talar þar um það, sem
hann á að bera bezt skyn á, og ber eigi
ófróðum að rengja það. Hitt vita jafnt
fróðir sem ófróðir, að nógum auð má upp
ausa úr sjónum umhverfis landið.
Aðalorsökin felst í þessum orðum höf.:
»1 öðrum löndum eru atvinnuvegirnir
stundaðir af þekkingu og kunnáttu, en lijer
er flest unnið nálega þekkingarlaust«.
»Öðrum þjóðum fer sífellt fram í þekk-
ingu og kunnáttu á atvinnuvegum sínum.
Ef vjer aukum eigi þekkingu vora á vor-
um atvinnuvegum, þá verður fjariægðin
meiri og meiri, og vjer stöndum einatt ver
og ver að vígi í baráttunni fyrir lífinu. Oss
fer þá sífellt aptur«.
Af þekkingarleysinu á atvinnuvegunum