Ísafold - 07.10.1893, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.10.1893, Blaðsíða 2
270 og kunnáttuleysinu að stunda þá rjett stafar aptur vantraust á þeim. Það er önnur orsök framfaraleysisins og búri mjög svo varúðarverð. Þetta vantraust hafa og vesturfarapostularnir eigi sparað að glæða. Þriðja orsökin stafar og að nokkru leyti af sömu undirrót, en það er framtaksleysi og eljanleysi. Menn gera margt með minni ráðdeiid en þeir hafa vit á. »Margir fara ver með kvikfjenað sinn en þeir hafa vit á og margir fara ver með ábúðarjörð sína en þeir hafa kunnáttu til«. »Yjer verðum framar öllu öðru að fá traust og trú á atvinnuvegum vorum og kostum lands vors, og þetta traust og þessi trú má eigi vera neinn draumur eða ó- ljósar tilfinningar, heldur á það að grund- vallast á ljósri þekkingu á atvinnuvegun- um og landkostunum. Vjer eigum að treysta þessum hlutum fyrir þá sök, að vjer þekkjum þá og vitum, að vjer meg- um treysta þeim«. — »Landið er auðugt að gæðum, og því getur oss öllum liðið hjer vel; en þetta má því að eins verða, að vjer tökum ástfóstri við land vort og gæði þess. Sú tilfinning verður að vera rík og heit hjá oss, að ættland vort, þar sem saga þjóðarinnar hpfir gerzt, að land- ið, sem fóstrað hefir afa og ömmu, föður og móður, að það sje oss kærara og dýrra en nokkuð annað land í veröldu. Yjer verðum að elska landið og allt sem það á gott; því að þá, en eigi fyr, getum vjer sjeð til fullnustu, hve auðugt það er. Þá sjáum vjer auðæfi og fjársjóðu, er áður voru huldir. Þá verður oss ijúft og inn- dælt, að styðja og efla öll gæði landsins, og þá fyrst getum vjer notið þeirra til fulls«. Rjett lesin og rjett skilin er grein þessi í rauninni ein með hinum beztu framfara- hugvekjum, er vjer eigum til, hvað sem alþýðuskjallarar og þjóðskrumarar svo þar um segja.. Hún flytur hina sömu kenn- ingu, sem þjóðarinnar beztu menn hafa lengi flutt, frá Eggerti Ólafssyni til Jóns Sigurðssonar, — þá kenningu, að landið sje i raun rjettri auðugt að gæðum, og að þjóðinni gæti liðið mikið vel, ef hún neytti sín til hlítar; aö »þó það fari mjög eptir landkostum og árferði, hvernig oss líður, þá fer það þó miklu meir eptir dugnaði og hyggindum, eptir mannviti og mannkostum«; að »frá þjóð- rækninni og ættjarðarástinni fær sjerhvert gott fræ og sjerhver góð planta, er gróð- ursett er í akri þjóðlífs vors, ljós og líf, þrifnað og þroska«. »Hörð var þeirra’ en heilnæm kennings, segir skáldið,— kenning hinna rjeíí-nefndu föðurlandsvina, er vjer eigum mest að þakka þær litlu framfarir, er vjer getum hrósað oss af. Harðorðir voru þeir Eggert Ólafsson og Skúli Magnússon; harðorður var Magnús Stephensen, harðorður Tómas Sæmundsson og harðorður Jón Sigurðsson, hann, sem þekkti hverjum manni betur sögu þjóðar vorrar, hagi lands og lýðs á ýmsum tímum, en hafði jafnframt og sjálf- sagt einnig meðfram þess vegna hina mestu trú á gæðum landsins og óbifanlegt traust á viðreisn þjóðarinnar. Latínuskólinn. Hann var setur 2. þ. mán. Lærisveinatala þar rúmt 100. Páll Melsteð fekk lausn frá sögukennslustarfa sínum við skólann frá 1. þ. m., eins og til stóð — eptirlaun veitt honum frá þeim tíma með sjerstökum lögum á þingi í sum- ar —. Sögukennsluna hafa nú hlotið í hans stað þeir cand. theol. Sæmundur Eyjólfsson i 4 efri bekkjunum og cand. philol. Þorleifur Bjarnason í 2 hinum neðstu. Prestaskölinn. Þar eru nú að eins 5 nemendur. Tveir í efri deild: Ásmundur Gíslason og Helgi Pjetur Hjálmarsson. Þrir í neðri deild: Benidikt Gröndal (Þorvalds- son), Jón Stefánsson og Páll Jónsson. Læknaskólinn. Tala stúdenta þar 4. Eru 3 þeirra i elztu deild: Sigurður Páls- son, Skúli Árnason og Vilh. Bernhöft; og 1 í yngstu: Guðm. Guðmundsson. Stýrimannaskólann hjer í bænum sækja nú 14 nemendur. Barðastrandarsýslu þjónaði cand. polit. Sigurður Briem í 2 mánuði undan- farna, til þess settur af landshöfðingja. Hinn nýi sýslumaður þar, Páll Einarsson, fór vestur með Thyra 3. þ. m. að taka við sýslunni. Við yfirrjettinn er settur málfærslu- maður f'rá 1. þ. m. cand. juris Eggert Briem, í stað sýslumanns Páls Einarssonar. Prestaköll. Um Eyvindarhólapresta- kall, er óveitt hefir staðið í mörg ár, sæk- ir nú prestaskólakandid. Gísli Kjartansson. Um Helgafell eru þessir í kjöri: Sigurð- ur próf. Jensson í Flatey, Sigurður próf. Gunnarsson á Valþjófsstað og síra Helgi Árnason í Ólafsvík, settur prófastur í Snæ- fellsnessýslu. Um Goðdali sækir prestaskólakand. Vil- hjálmur Briem einsamall. Strandferðaskipið Thyra lagði af af stað hjeðan vestur um land og norður sína siðustu ferð á árinu 3. þ. mán. Gufuskipið »Alpha« lagði af stað hjeðan aptur í fyrri nótt. Það fór með 1200 fjár, mestallt fullorðna sauði, rúm 300 frá kaupfjelagi Árnesinga, en hitt frá Borgfirðingum (pöntunarfjelagi þeirra); Björn kaupmaður Kristjánsson, er sigldi með skipinu aptur, ætlar að selja fjeð sjálf- ur í Leith, leggja andvirðið í banka þar og kaupa fyrir það vörur í vor og senda hingað eigendum fjárins. Um að lasta eigi þingið. Þeir sem vilja gera ísafold að »vargi í vjeum« fyrir það, að hún leyfir sjer þá goðgá, að finna að sumu því, sem meiri hlut- inn á þingi aðhefst og ályktar, ættu að lesa það sem hinn heimsfrægi, enski ritstjóri, W. T. Stead, segir um þing Breta, hið elzta og göfugasta landsstjórnarþing í heimi, neðri málstofuna, löggjafarþing heimsins voldugustu þjóðar. Hann kemst þannig að orði út af frammistöðu neðri málstofunnar í írska stjórnarskrármálinu: »Sú samkoma hefir allt of háa hugmynd um sjálfa sig, og það er kannske eins gott, að hún fái meðvitund um, hverjum fyrir- litningaraugum landið lítur á hana. í raun og veru er blátt áfram svo háttað y að þar sem þingmennirnir sjálfir halda, parlamentið vera hið mesta og veglegasta þing í heimi, þá er þjóðin yfirleitt nú komin að þeirri niðurstöðu, að það sje hin ónýt- asta og afkastaminnsta samkoma, sem til er í ríkinu og afskipti hefir af landsins gagni og nauðsynjum. Þetta er »móðir allra Jöggjafarþinga«! Viti menn. Ömmu ætti þó betur við að kalla það, og það gamal- æra ömmu. Eða er hægt að hugsa sjer hlæilegri sjón en það, hvernig neðri mál- stofan hefir farið að við stjórnarskrárfrum- varpið írska? Það er frumvarp í 37 [40} greinum, sem mundu komast fyrir á 7 dálk- um í Times. Þingið ver 64 dögum til þess að ræða þessar greinar, og þegar sá, tími er liðinn, kemur það upp úr dúrnum, að það hefir eigi einu sinni reynt neitt til’ að ræða 27 greinarnar, er taka 5x/2 dálk, heldur hefir blátt áfram látið þær flakka. alveg umræðulaust. »Það er allt að kenna málþófi þeirra Torymanna«, segja heima- stjórnarmenn. »Það er allt að kenna hon- um Gladstone og umræðu-niðurskurðar- vjelinni hans«, segja hinir. »Það er pest í báðum flokkunum«, segir lýðurinn. |Ef þið getið eigi hagnýtt betur tímann til þess sem þið eigið að gera, heldur en að- beita svona drösulslega tómu málþófs-hnauki við 10 greinarnar, en sloka hinar 30 í ykk- ur hráar, þá eruð þið eigi vaxnir stöðu yðar«. Það er satt, að neðri málstofunnii væri miklu nær að ganga í skóla annað- hvort hjá bæjarstjórninni í Lundúnum eða þó öllu heldur hjá einhverju kirkjuþinginu á Skotlandi. Þær samkomur vita, hvernig þær eiga að leysa verk sitt af hendi, en þaö gerir eigi neðri málstofan. Þangað- til hún leyfir engum nema flutningsmanni og stuðningsmanni hvers frumvarps aö tala lengur en 10 mínútur, þangað til álp- ast hún svona áfram, þangað til hún sökk- ur dýpra og dýpra í almenningsálitinu«. Aflabrögð. Fiskigengd hefir verið ó- venjumikil hjer inn á Faxaflóa þetta ár, eins og kunnugt er, og það meir, að fiskur hefir gengið svo grunnt, að þess eru fá dæmi og langt á að minnast neitt því líkt. Hefði hjer verið mesta veltiár, ef fiskverð- ið hefði verið bærilegt. Nú í haust hefir verið fullt af fiski inn um öll sund, voga og víkur. Meðal annars hefir fiskur geng- ið inn um allan Hvalfjörð í sumar og voru þar komnir 8—900 hlutir fyrir nokkru frá því um höfuðdag, á suma af þeim fáu bátum, sem þar haf'agengið til róðra, helzt, úr Kjósinni, — mest vænn stútungur, nokk- uð þorskur. Segja kunnugir fram undir 30 ár síðan þar hefir komið veruleg fiski- gengd. Sama hlutarhæð hefir einnig feng- izt inn á Viðeyjarsundi. í útveiðistöðum aflalítið, enda tregt um gæftir. Veðrátta. Þurrviðri og hreinviðri hafa nú staðið um hríð, á 3. viku, þægileg mjög til f'erðalaga og annara haustanna, en farið að kólna nú til muna og nokkuð stormasamt. Heyskapur hefir lagazt inikið fyrir hina hagstæðu haustveðráttu: hey náðzt í garð alstaðar á endanum, er eigi hafa ver- ið farin í vatn, þó hrakin nokkuð og rýr orð- in síðslægjan, en vextirnir miklir. Mun

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.