Ísafold - 07.10.1893, Blaðsíða 4
272
Ókeypis Klinik.
Eins og að undanförnu verður á spítal-
anum haldin ókeypis »klinik« fyrir fátækl-
inga á þriðjudögum og föstudögum, kl. 11.
Reykjavík 2. okt. 1893.
Schierbeck.
löP" Ungar stúlkur og börn,
sem vilja taka þáttídans eða leikfimi.eru
beðin að snúa sjer til mín fyrir miðjan
þennan mánuð, borgun mjög væg. Sömu-
leiðis veiti jeg tilsögn í ýmsum hannyrðum.
Ingibjörg Bjarnason.
7 Aðalstr. 7.
hryssur, er beðinn að koma þeim til undir-
skrifaðs mót hirðingarlaunum.
Lambhaga í Bessastaðahreppi 4. okt. 1893.
hjarni Hannesson.
Tilsögn á Guitar í'æst í vetur hjer í bæn-
um. Ritstj. vísar á.
!Fun(iizt heíir tjald á suðurleið. Vitja má
til G-ests á Flagveltu.
Hjer með læt jeg menn vita, að jeg ljæ
hvorki sögur nje aðrar bækur 4 næstk. vetri,
nema fyrir borgun.
Hlíð í Grafningi 5. okt. 1893.
Kolbeinn fa uðmundsson.
I»órunn Bichardsdóttir kennir ensku, með
sama hætti og undantarna vetur; borgun vœg.
5. Skólastræti 5.
»LEIÐARVISIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR.
fæst ókeypis hjá ritstjóruuum og hjá dr.
med. J. Jóuassen, sem einnig gefur þeim
sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg-
ar upplýsingar.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl.11-12
Landsbankinn opinn hvern virkan d. kl. lll/2-2‘/a
Landsbókasafnið opið hvern rúmh. d. kl. 12—2
útlán mánud., mvd. og ld. kl. 2—8
Málþráðarstöðvar opnar í Rvík og Hafnarf.
hvern rúmh. dag ki. 8—9, 10—2 og 3—6
Söfnunarsjóðurinn opinn 1. virkan mánud.
hverjurr mánuði kl. 5—6.
Veðurathuganir í Rvík, eptir Dr. J. Jónassen
sept. Hiti (á Celsius) Loptþ.mæl. (millimet.) V eðurátt
á nótt. um hd. fm. | em. fm. em.
Ld. 30 + 4 + 6 739.1 741.7 N hv b N hv b
Sd. 1. — 2 + 6 741.7 741.7 0 b 0 b
Md. 2. + 1 + 5 749.3 749.3 N h b N h b
Þd. 3. 0 + 7 754.4 756.9 N h b N h d
Mvd. 4 — 2 + 6 756.9 759.5 N h b N h b
Fd. 5. — 3 + 4 759.5 762.0 0 b N hv b
Fsd. & + 2 0 764.5 767.1 N hv b N hv b
Ld. 7. — 2 772.2 N h b
Undanfarna daga norðanátt, h eg þar til h
5. að hin i varð hvass injög og eins h. 6. í
inorgua (7) hægir á norðan.
Meðalhiti í sept. á uóttu 4.6
----------- — - hádegi -)- 10.0
Ritstjóri Björn Jónsson cand. phii.
Prentsmiöja íaafoldar.
Hentugasti segldúkur
á stór og smá róðrarskip fæst af beztu
tegund fynr ódýrasta verð mót pen-
inga borgun í
verzlun G. Zoega & Co.
Jeg undirskrifuð tek að mjer kennslu í
teiknun og málaralist, og er mig að
hitta i húsi ekkjufrúar C. Jónassen, Ingólfs-
stræti nr. 9.
Kristin Þorvaldsdóttir.
Jörðin Ormsstaðir í Grímsnesi, 25 hndr.
að dýrleika, eign dánarbús Þorkels dbr. Jóns-
sonar, fæst til kaups og ábúðar frá næstk.
fardögum. Þeir, sem kaupa vilja, semji við
undirskrifaðan skiptaráðanda í búinu fyrir
lok nóvembermánaðar þ. á.
Kaldaðarnesi 27. sept. 1893.
Sigurður Ólafsson.
Tapazt heíir á veginum trá Ferjuhamar að
Syðri-Rauðalæk röndóttur malpoki með stíg-
vjelum, tóbaki og rommflösku í. Finnandi
skili gegn fundarlaunum til Þorleifs Nikulás-
sonar á Efrahvoli.
Fjármark Jóns Guðmundssonar á Auðs-
holti í Ölfusi er: tvístýft fr. bæði, gagnbitað
bæði.
Nóttlna milli þess 24. og 25. september
tapaðist frá Kaplaskjóli við Reykjavík bleikur
hestur 20 vetra gamall mjög lítill, aírakaður^
gamal-járnaður, ómarkaður. Finnandi er vin-
samlega beðinn að koma horium til Hjörleifs
Steindórssonar í Halakoti á Vatnsleysuströnd.
Tll SÖlu er hús hjer í bænum, frá 14. maí
n. á., á góðum stað, með miklum og góðum
kálgörðum. Söluskilmálar mjög góðir. Ritstj.
vísar á. _______________
Greiðasala í Hvassahrauni hjá Guðmundi
Stefánssyni: næturgisting með vökvun að
kvöldi og kaffi að morgni 60 aur.
Skautafjelagið.
Fundur í fjelaginu þriðjudag 10. þ. m.
kl. 9 e. h. á Hotel Island.
Hjá J. Jacobsen, Kirkjustræti 10, er
allt skósmíði vel af hendi leyst og með
góðu verði.
Fjárkaup.
Undirskrif'aður kaupir og tekur fje til slátr-
unar í haust, helzt góða sauði.
Reykjavík í okt. 1893.
Kristján Þorgrímsson.
Yfirsæng óskast til leigu í vetur. Nánara
á afgreiðslustofu ísaf.
M051 ImnnG óskast IMagazm-ofn. Rit-
KdUJJO gjjöri vísar á.
Undirskrifaður hefir ætíð nóg af hezta sauða-
kjöti, mör og gœrur fyrir lœgsta verð.
Kristján Þorgrímsson.
Ha r m o n í u m nýtt og vel vandað (41/*
oktav) hefir undirritaður til sölu.
Brynjólfur Þorláksson.
Þingholtsstr. 11.
Hegningarhúsið kaupir 60 hesta af' mó.
Til sölu : 1.—46. hepti af »Opfindelsernes
Bog« cpl. Den fransk-tydske Krig 1870—71,
innbundin í 3 bindum, gylt á kjöl. Ritstjóri
vísar á seljanda.
2. þ. mán. töpuðust hjeðan tvær hryssur,
báðar keyptar úr Húnavatnssýslu; önnur 3-
vetur, brún að lit, en þó með ljósum hárum
til og frá um skrokkinn, ef vel er að gáð,
mark: biti fram. h., biti apt. v., járnuð á öll-
um fótum með 4-boruðum skeifum; hin 21
vetra, sótbrún að lit, með síðutökum á báðum
síðum, járnuð á öllum fótum með 6-boruðum
skeifum en 4 naglar í hverri. Hún er stygg
og bitur og siær ef reynt er að ná henni.
Mark man jeg ekki. Hver sem hittir þessar
146
konu, hana Donna Estella, og geta þeir menn verið vin-
ir er slíkt ber á milli ? Donna Estella skuluð þjer hljóta.
Sú unga mær mun selja yður í hendur fegurð sina og
giptu. Jeg hefi eigi talað um það við ráðaneyti vort.
En drottinsorð mitt sker úr. Ef einhvern tíma verður
í yðar eyru tilrætt um vanþakldæti þjóðhöfðingja, þá mun-
uð þjer getað svarað, að vjer gleymdum eigi hollvin kon-
ungs og Spánarveldis, er komst fyrir samsæri Don Gus-
mans og brjefaviðskipti hans við Frakkland«.
Don Ramirez virtist hlýða órór á orð konungs.
Hann hafði augun á gólfinu, eins og hann kynni eigi við
að heyra sjer hælt í heyranda hljóði. Það var eins og
hann ætti bágt með að svara.
»Yðar hátign«, mælti liann »jeg tók nærri mjer að
rækja jafnraunalega skyldu«. Hann hikaði sjer við að
segja meira og þagnaði.
Tarraxas hrökk við, og D’Ossuna nísti járnglófa sín-
um um meðalkaflann, svo að marraði í.
»Áður en þessi maður nýtur hennar Donna Estella«,
hugsaði D’Ossuna, »skal hefndin hreppa hann, þó að það
verði minn bani að koma henni fram. Hefndardagurinn
rennur upp á morgun*.
Konungur hjelt áfram máli sínu: »Hollusta yðar, Don
Ramirez, skal umbun hljóta*, mælti hann. »Sá, sem varð-
veitt hefir konungsstól vorn og ef til vill konungsætt
147
vora, skal öðlast sjerstaklegan heimanmund. Jeg bauð
yður í morgun að búa út skjöl nokkur, er veita yður
hertoganafnbót og landshöfðiugjadæmi í Valencia. Eru
skjöl þessi svo tilbúin, að þau megi innsigla|?«
Don Ramirez brá litum fyrir feginleiks sakir. Hann
titraði eins og laufblað og honum sortnaði fyrir augum-
En konungur ókyrrðist, og tók þá greifinn bókfellsrollu
úr barmi sjer og rjetti konungi á hnjánum.
»Hin fyrsta stjórnarathöfn mín í dag skal vera að
rita undir skjöl þessi«, mælti konungur. »Drottinssvik-
anum er þegar hegnt; nú er tími til korainn fyrir kon-
ung, að launa trúmennsku yðar«.
Konungur rakti í sundur bókfellið og tók að lesa.
En er hann var skammt kominn, sigu horium brýr ; hann
gerðist þrútinn af reiði og eldur brann úr augum honum.
»Faðir minn sæll! Hvað er það, sem hjer sje jeg?«
mælti hann.
IV.
Taflinu var lokið. Don Gusman hafði unnið Ruy
Lopez, og það gersamlega.
»Nú er jeg viðbúinn að hlýðnast boði konungs mins,
sem jafnan«, mælti hann við Calavar.
Böðullinn skildi hann og tók til að koma höggstokkn-
um í rjettar skorður. Á meðan gekk Don Gusman fram
fyrir krossmark lausnarans og mælti stillt og einarðlega: