Ísafold - 11.11.1893, Blaðsíða 1

Ísafold - 11.11.1893, Blaðsíða 1
Kemur út ýmiat einu sinni «ða tyisvar i viku. Verð árg (75—80 arka) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa l1/* doll.; borgist fyrirmibjan júlímán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD Uppsögn(skrifleg)bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgroibslustofa blabs- ins er í Austurstrœti 8. XX. árg. Reykjavík, laugardaginn 11. nóv. 1893. 73. blað. Um leikfimi. Það stóð í sumar í dönsku blaði mikið góð grein um leikflmi og leikfimiskennslu, tilgang hennar og hvert gagn hún geri, eptir skólakennara nokkurn, J. Kr. Jens- sen. Talar höf. um vanþekking þá, hleypi- •dóma og hirðuleysi, er alþýða manna þar í landi geri sig enn seka í að því er snertir það mjög svo mikilsveröa uppeld- ismeðal. Og með því að óhætt er að segja það, að almenningur hjer á landi er með sama markinu brenndur — það sýna með- al annars ummæli og tillögur sumra þing- manna í slíkum málum á síðustu þingum —, ætti ágrip af grein þessari að koma í góðar þarflr. Höfundurinn drepur fyrst á það, í hve miklum metum íþrótt þessi var hjá forn- þjóðunum, einkum hinni mestu menntaþjóð í fornöld, Grikkjum, er aldrei komust á hærra þroskastig og þjöðmenningar en ein- mitt á þeim tímum, er leikfimi var eitt hið helzta uppeldismeðal þjóðarinnar. Á miðöldunum lögðust líkamlegar í- þróttir mjög niður,einkum úr því að ridd- araöldin leið undir lok. En undir lok 18. aldar opnuðust aptur augu uppeldisfræð- inganna svo, að þeir sáu, að leikfimi var ómissandi uppeldismeðal, og leið þá eigi á löngu, áður en leikfimi varð lögboðin námsgrein í lærðum skólum og alþýðu- skólum víðast hvar um hinn menntaða heim. En slælega hefir það nám verið stundað víða, og almenningur nauða-ófróð- ur um nytsemi þess og nauðsyn. Sú í- myndun er enn víða bæði rík og algeng, að leikfimi sje »gagnslaust fítl«,— ekki til annars en að eyða tíma, þreyta ungling- ana. að þarflausu, slita fötum og þar fram eptir götunum.— — »Fáir munu kunna við, að sjá pilt, sem annars er vel skapaður, slettast áfram þegar hann gengur,draga á eptir sjer fæt- urna, heykjast í hnjáliðunum við hvert 'fótmál, ganga hokinn og álútur, með hök- una niður í bringu, reka axlirnar fram, láta handleggina dingla fyrir framan sig hálfbogna eða þá með hendurnar lengst niðri í buxnavösum. En slíkt er engan veginn óalgengt. Það verður að vana, sem er mjög örðugt að uppræta, ef ekki er ráð í tíma tekið. Það er ekki nóg að áminna svona gerða pilta við og við um, að rjetta úr sjer og ganga beinir; þeir gleyma því öðara aptur«. Eina ráðið til að laga þetta er leikfimis- kennsla. Þar er þeim kennlf að sneiða hjá þess og bera sig almenniiega. Þeir eru „vandir þannig dag eptir dag, eptir rjettum reglum og auðveldum, þangað til ekkert sjest votta framar fyrir ómynd þeirri og afkáraskap, er áður gerði þá ekki einungis að athlægi, heldurvann þeim mikið mein annað og það margfalt lakara. Því þetta, að bera sig vel, er ekki ein- ungis mikilsvert vegna útlitsins, heldur einnig fyrir heilsuna. Á þeim, sem geng- ur hokinn og hálfkrepptur, lotinn í herð- um og með framskotnar axlir, kreppist brjóstholið saman, og leiðir þar af, að líf- færin, sem þar eru, hjarta og lungu, fá eigi svigrúm til þoss-að vinna eins og þau þurfa, og á börnum þar að auki ekki svigrúm til að vaxa eins og þeim er eðli- legt. Þetta er mjög skaðlegt fyrir heils- una. Til þess að skilja, hvernig á því stend- ur, að leikfimin eykur þrótt og fjör, þarf að athuga, hver áhrif hún hefir á vöðv- ana. Yöðvarnir eru þannig gerðir, að því betur sem þeir eru vandir við áreynslu og því meira sem á þá er reynt, sje það eigi gert úr hófi frain, því styrkvari verða þeir. Þess vegna eykur leikfimin unglingum afl og karlmennsku. »Það gerir önnur vinna líka«, munu menn svara. Það er satt; en ekki eins vel. Því að í leikfiminni er vöðva-áreynslunni þannig hagað, að þeir neyti sín flestir eða allir til fulls, hver í sínu lagi og eptir ákveðinni röð og reglu, eins og bezt hentar til þess, að þeir styrk- ist sem bezt og jafnast. Og þegar þetta er gert, ekki með höppum og glöppum, heldur að staðaldri dag eptir dag um langt tímabil, þá vex vöðvamátturinn, — samdráttarafl vöðvanna verður meira og meira, en það er það, sem lireifir limina, með því að vöðvarnir eru festir með taug- um við beinin. Sjálfir eru vöðvarnir eigi annað en örmjóar holdtaugar, er dragast sundur og saman, eptir því sem á þeim er hert eða linað. En frá vöðvunum liggja þræðir upp í heilann og inn í hryggœæn- una, er kallast taugar, og flytja þær skeyti frá heilanum til vöðvanna eins og rafseg- ulþræðir, skeyti um það, að nú skuli þeir, vöðvarnir, koma hreifingu á þann eða þann lim. Leikfimin veitir nú ekki einungis vöðv- unum meiri mátt, heldur einnig miklu meira þol. Sá, sem er lítt vanur líkam- legri áreynslu, getur, ef til vill, afkastað eins miklu í svip, eins og sá sem vanur er; en hann þreytist miklu fyr. Leikfimin kennir mönnum að beita svo kröptum sín- um, að þeir endist miklu betur. Yöðvarnir geta dregizt saman mishratt og verða hreifingarnar eptir því hraðar eða seinar. Sá sem er snar og mjúkur í við- vikum, er kallaður lipur. Leikfimin eyk- ur lipurð, með því að þar eru flestar hreif- ingar hafðar fljótar og fjörugar, og sumar •æfingar einmitt til þess gerðar beinlínis, að anka lipurð. Hreifingsú, er nemendur fá,er þeir stunda leikflmi, er í sjálfu sjer harla mikils verð til þess að varðveita heilsuna, með því að hún gerir blóðrásina greiðari. Blóðiðeri sífeldri hreifingu. Það streymir frá hjart- anu eptir slagæðunum út um alla parta líkamans og öll líffæri mannsins, en að hjartanu aptur eptir blóðæðunum. Á þess- ari hringrás hefir blóðið breytzt. Það var fagurrautt, er það lagði af stað frá hjart- anu, en er orðið lifrautt, er það kemur þangað aptur. Litarbreytingin stafar af því, að það hefir miðlað frá sjer næringar- efnum út í líkamann, en hirt aptur í stað- inn þaðan önnur efni, sem eru líkamanum ónýt. Hið lifrauða blóð berst síðan frá hjartanu inn i lungun, nær þar samskiptum við loptið, sem vjer öndum að oss, hreins- ast á því og endurnýjast; þá verður það fagun-autt aptur, snýr síðan aptur til hjart- ans og hefur þaðan nýja rás út um líkam- ann. Hjartað er eins og dæla, er heldur bióðinu í sífelldri hreifingu; en margt er það, sem því ræður, hvort hreifíng þess eg hröð eða sein, svo sem gleði eða hryggð, vinna eða hvíld. Það liggur nú í augum uppi, livernig á því stendur, að það sem eykur blóðrásina, styrkir heilsuna: því óðara sem nýtt blöð berst frá hjartanu út um líkamann, því betur gengur næringin. Sumir kunna að ímynda sjer, að það geri sama gagn í þessari grein, að láta börnin leika sjer sjálf. En svo er eigi. Leikflmin hefir þann mikla kost fram yfir sjálfkrafa leiki, að hún kemur jöfnuði og reglu á hreifinguna. Þegar börnin leika sjer sjálfkrafa, getur hreifingin orðið ýmist of frekleg og óhemjuleg eða of lin og löð' urmannleg. Sum börn eru og of dauf og velluleg til þess, að þau taki sjálfkrafa almennilega þátt í fjörugum leik. Enn hefir leikfimin þann kost, að hún eykur athygli og snarrœði. Hver hreif- ing þarf að gerast jafnskjótt sem skipun kennarans heyrist. Yerður því hver nem- andi að hafa hugann við að vera fljótur að gegna, þegar skipunin kemur; annars verður hann aptur úr og þar ineð til at. hlægis m. m. Þetta hefir mikið góð áhrif á nemendur. Hjer víkur öðru vísi við en þegar nemandinn áformar sjálfur eitthvert viðvik eða hreifingu. H.jer kemur áform- ið utan að, frá öðrum,þ. e. kennaranum, og boðorðið, um að hreifa þann eða þann vöðva, verður fyrst að berast inn um eyra nemandans og inn í meðvitund lians; en síðan sendir hann skeytið jafnharðan til vöðvanna eptir taugunum og þeir taka þegar til starfa. Þegar þetta er opt um hönd liaft og að staðaldri, eykur það ept- irtekt og snarræði, það er: nemandinn venst á, að vera árvakur, gefa því gaum og átta sig fljótt á því, sem gerist umhverf- is hann; kemst hann þá bráðlega upp 4

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.