Ísafold - 11.11.1893, Blaðsíða 4

Ísafold - 11.11.1893, Blaðsíða 4
292 Proclama. Eptir lögura 12. apríl 1878, sbr. op. br. 4. janúar 1861 er hjer með skorað á þá, sem til skulda telja í dánarbúi Guðjóns Guð- mundssonar, sem andaðist síðastliðinn vet- ur í Ráðagerði í Leiru, að tilkynna skuld- ir sínar og sanna þær fyrir undirituðum skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Skrifst. Kjósar- og Gullbr.sýslu 6. okt. 1893. Franz Siemsen. Proclama. Eptir lögum 12. apríl 1878, sbr. op. br. 4. jan. 1861, er hjer með skorað á þá, sem til skulda telja í dánarbúi Valgerðar Jóns- dóttur frá Melbæ í Leiru, sem andaðist á síðastliðnum vetri, að tilkynna skuldir sín- ar og sanna þær fyrir undirrituðum skipta- ráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birt- ingu auglýsingar þessarar. Skrifst. Kjósar- og Gullbr.sýslu 5. okt. 1893. Franz Siemsen. Pilskip til sölu. Þilskipið »Ellen« fæst til kaups með mjög góðu verði. Skipið er vel lagað til fiskiveiða og vel útbúið að seglum o. s. frv. Það er til sýnis í Hafnarfirði. Um kaupin semur verzlun W. Fischer’s í Reykjavík. Undervisning gives i Dansk, Engelsk og Fransk, i det sidste Sprog gives ogsaa Conversationstimer. Man henvende sig hos Overlærer H. Kr. Friðriksson. Við, sem erum myndugir eríingjar föður okkar Arna sál. Helgasonar í Hrúðurnesi, skor- um bjer með á alla þá, er telja til skuldar í dánarbúi hans, samkvæmt fyrirmælum laga 12. apríl 1878 og opnu brjeli 4. janúar 1861, að koma fram með skuldakröfur sinar á hendur tjeðu búi, og sanna þær fyirr okkur innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýs- ingar. Hrúðurnesi og Gerðum 6. nóv. 1893. Helgi Árnason. Árni Árnason. Með því viðskiptabók við sparisjóðsdeild Landsbankans Nr. 1847 (H. 306) er sögð glötuð, stefnist hjer með samkvæmt 10. gr. laga um stofnun landsbanka 18. sept. 1885 handhafa tjeðrar viðskiptabókar með 6 mánaða fyrirvara til þess að segja til sín. Landsbankinn 6. nóv. 1893. Trygg'vi Gunnarsson. Nú í haust var mjer undirskrii'uðum dreginn hvítur lambhrútur, með mínu marki, sem er: sýlt h., biti fram., sýlhamrað vinstra; en þar sem jeg ekki á ofannefnt lamb, óska jeg að rjettur eigandi vitji andvirðisins til mín, semji við mig um markið og borgi þessa auglýsingu. Saltvík á Kjalarnesi 8. nóv. 1893. Guðm. Asgrímsson. Undirskrifuö tekur að sjer að prjóna prjón- les: karlmannsskyrtur fyrir 70 a., samansaum- aðar 90 a.; karlmannsbuxur 70 a., samansaum- aðar 90 a.; kvennskyrtur 60 a., samansaumað- ar 70 a.; nærklukkur 95 a., samansaumaðar 1,20 a.; barnakjóla 70 a., samansaumaða 90 a.; duggarapeisur 95 a., samansaumaðar 1,25 a.; karlm.millipeisur 1,20 a., samansaumaðar 1,40 a.; sokka 60 a. Enn fremur sjöl o. fl. Band í barnakjóla og sjöl verður að vera smátt, og yfir höfuð verður allt band aö vera vel hreint og ekki mjög gróft. Allt prjón borgist út í hönd, en eigi einskorað allt í peningum. Brjámstöðum í Grímsnesi 3. nóv. 1893 Guðrún Erlendsdóttir. Skiptafxindur í dánarbúi Guðmundar Gunnarssonar frá Völlum á Kjalarnesi verður haldinn hjer á skrifstofunni föstudag 24. þ. mán. kl. 12 á hádegi. Skrifst. Kjósar og Gullbr.sýslu 10. nóv. 1893. Franz Siemsen. Stígvjelaði kötturinn, ný útgáfa með 6 litmyndum. Bók þessi var fyrir nokkrum árum gefin út, og seldist þá upplagið á skömmum tíma, svo að jeg hefi sjeð ástæðu til að gefa hana út á ný, með því að hún er ein hin skemti- legasta og snotrasta barnabók. Bókin kost- ar í bandi 75 aura. Reykjavik 7. nóv. 1893. Kristján Þorgrimsson. Prjónayjelar, með beztu og nýjustu gerð, seljast með verksmiðjuverði hjá Simon Olsen, Kjöbmagergade Nr. 50, Kjöbenhavn. Eptir vjelum þessum er mikil eptirspurn, . af því, hve traustar og nákvæmar þær eru, og að þær prjóna alls konar prjónles, jafnt úr smáu sem grófu bandi. Vjelar þessar má panta hjá P. Nielsen á Eyrarbakka, sem sýnir, hvernig þær fara að prjóna og veitir ókeypis tilsögn til að brúka þær. Hjer á íslandi eru einkar hentugar vjelar með 124 nálum, sem kosta 192 kr. do. — 142 — — — 230 — do. — 164 — — — 244 — do. — 166 — — — 280 — Verðlistar sendast þeim, er þess æskja. Heilflöskur hvitar kaupir undirskrifaður fyrir 12 a. st. Kristján Þorgrímsson. Veðurathuganir íRvík, eptir Dr.J.Jónassen Hiti (á Celsins) Loptþ.mæl. (millimet.) V eöurátt nov. á nótt. nm hd. fm. | em. fm. em. Ld. 4. — 7 + 2 759.5 769.6 V hv b N h b Sd. 5. — 7 4 774.7 774.7 0 b 0 b Md. 6. — 6 + 4 774.7 774.7 0 b 0 d Þd. 7. + 1 + 4 774.7 772.2 A h b A h d Mvd. 8. + 2 + 7 772.2 769.6 Sa h d Sahv d Pd. 9. + 6 + 8 769.6 772.2 Sa h d Sa h b Fsd. 10. + 6 7 774.7 777.2 S h d S h d Ld. 11. + 5 774.7 Sa b d Hinn 4. var hjer vestanútnyrðingur með tals- verðu brimi; svo blíðalogn og bjart veður h. 5.; logn með regni siðari part dags h. G.; bjart og kyrrt veður h. 7.; landsunnan rigning, nokkuð hvass h. 8. og sama veður en hægur h. 9. og 10. er úrkomulaust. Loptþyngdarmœlir helir vísað óvenjulega hátt, það sem af er þessum mánuði og hreif- ist lítið. Meðalhiti á nóttu í október -f- 1.2. — - hádegi — -j- 3.7 Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. PrentsmiSja Isafoldar. Fáheyrð lfeknishjálp. Læknir segir frá. Margt hef jeg sjeð og margt á dagana drifið fyrir mjer á æfinni, en aldrei hefir mjer kynlegra atvik að höndum borið en einu sinni fyrstu árin sem jeg var læknir. Jeg hafði sezt að í París. Mjer hafði heppnazt vel nokkrum sinnum að gera við meinsemdir og taka af limi, og fjekk því orð á mig. Það var eitt kvöld, er jeg var staddur í danzveizlu hjá sendiherra Breta í París. Það var um hávetur og nístingskuldi úti. Einu sinni, er hlje varð á danzinum, kemur einn af þjónum sendiherrans til mín og segir mjer, að einhver sje úti í forsalnum og vilji finna mig; sje að vitja læknis. Jeg fór, með illu geðiþó; mjer fjell illa að vera ónáðaður, af því með fram, að jeg var að tala við unga stúlku, sem mjer geðjaðist vel að. Sá sem vildi finna mig var ungur maður í þjónustumanns- búningi. 163 »Misvirðið eigi, herra doktor«, mælti hann á ensku, »að jeg ónáða yður. Það liggur mikið á hjálp yðar. Það er um líf og dauða að tefla. Viljið þjera gjöra svo vel og koma með mjer. Jeg hefi vagn hjer úti«. Við þessi orð lifnaði læknisáhuginn í mjer. Jeg fór með honum tafarlaust niður að vagninum, en varð for- viða á því, er hann settist inn í vagninn hjá mjer, en ekki hjá ökumanninum. Vagninn þaut af stað með ærnum hraða. »Hvert förum við ? Hver er sjúklingurinn?« spurði jeg. »Það þýðir ekki neitt að vera að segja frá því«, svaraði hann. »Þjer fáið auðvitað hvort sem er að sjá sjúkling yðar«. Jeg var ekki í því skapi, að vilja láta hafa mig að ginningarfífli, og krafðist greinilegrar skýrslu um það, er jeg hafði spurt eptir. Maðurinn lagði hendina á handlegg mjer. »Þjer ættuð ekki að vera með neinar vífilengjur. Þjer fáið handtakið vel borgað. Ef þjer þorið eigi að koma með mjer, er yður frjálst að snúa aptur nú þegar*. Jeg stóðst ekki þetta, að hann frýjaðimjer hugar, og rjeð jeg af að halda áfram. En það þvertók jeg fyrir, er hann fór fram á, að jeg ynni þess dýran eið, að segja

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.