Ísafold - 18.11.1893, Síða 1

Ísafold - 18.11.1893, Síða 1
Komur úfc ýmisfc emu sinni •eða trisvar í viku. Yerð árg (75—80 arka) 4 kr., erlondis 5 kr. eða l1/* doll.; borgisfc fyrir miðjan júlímán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD Uppsögn(skrifleg) bundin viD áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- b erm. Afgroiðslustofa blaðs- ins er i Austurstrœti 8. XX. árg Reykjavík, laugardaginn 18. nóv. 1893. 74. blað. Síra Eggert Ólafsson Brím. Það var hann Eggert Ólafsson, hinn annar, er nafn það bar, — hann hjet eptir hinum eldri og honum hann líkur var. Hann líktist honum í öllu ei og eigi var honum jafn, en bar þó með sæmd og sóma hið sama fræga nafn. Hann líktist honum að andans auð, og opið var honum flest; bann spekingur var aö viti, þ>að vinir hans þekktu bezt. Hann iíktist honjim að lærdómsinennt, við landið er helzt var f'est; hinn eldri nam landsins eðli hinn yngri söguna mest. Hann líktist honum að iist og snilld, hvort Ijóð eða stíl eg tel; með feðranna frægu tungu þeir fóru svo prýðisvel. Hann líktist honum að ættlandsást •og elskaði land og þjóð; hið þjöðlega það var einkum, -er þeim næst hjarta stóð. Hann líktist honum um lundarfar, þeim leizt. ei á nýjan sið, en feðranna fornu háttu þeir felldu sig betur við. Hann líktist honum í tryggð og trú •og trúfastri vinarlund ■og göfugu, góðu hjarta og gjöfulli höfðings-mund. Hann líktist honum að stunda störf 'Og starfaði dag og nótt með óþrjótandi elju, sem ævina þryti skjótt. Hann liktist honum á lífsins braut og löng eigi ævin varð. Og eptir varð enginn niðji, ■en eptir varð mikið skarð. Hinn eldri sef'ur á Ægis-beð, hinn yngri í vígðum reit. Þá skilur eig öld nje alda í andanna björtu sveit. V. B. „Fljóthugsuð lagasmíð“. Þjöðólfur gefur sig ekki ýkja-mikið við samgöngu-og atvinnumálum landsins; hann er allur í hinni hærri »pólitík«. En í greininni: »Fljóthugsuð lagasmíð« um daginn heflr hann þó lagt orð í belg um eitt af samgöngumálum landsins; kemst hann þar að þeirri niðurstöðu, að þingið hafi ófyrirsynju og af einliverju glapræði lagt Árnesingum og Rangvellingum á herð- ar gæzlu og viðhald Ölfusárbrú^rinnar og Þjórsárbrúarinnar, þegar hún er komin á, r— og'ber nú greinin það Ijós i rófunni, að nú hafl hann fundið púðrið, piltarjf hann geti losað landssjóð og þar með alla lands- menn við byrði af brúm þessum og yflr höfuð af öllura brúm á landinu. sem nú eru og seinna verða kunna, með því að leggja almennan brúartoll á hvert lausa- fjárhundrað eða hvert jarðarhundrað á landinu, sem þó á að vera mismunandi hátt í ýmsum sýslum, og heldur hann að þetta verði einkar-vinsælt! Jeg er nú svo óheppinn, að jeg get ekki með Þjóðólfl sjeð, hver munur er á að taka fje úr landssjóði til brúargæzlu, eða að leggja nýjan skatt á landsmenn í því skyni, annar en sá, að velta þessari byrði af öllum landsmönnum yflr á þá eina, sem landbúnað stunda. Heyrið og sjáið, sveitabændur! Það á að sleppa öllum kaupmönnum, öllum embættismönnum, sem á peningum lifa, öllum handiðnamönnum, öllum reyk- vikskum landssjóðs-bónbjargamönnum, sem hanga á áhorf'endapöllum þingsins til þess að reyna með návist sinni að horfa út úr þingmönnum ölmusur þær, er þeir hafa sárbænt þingið að láta sjer í tje; það á mestmegnis að sleppa öllum þeim, sem stunda sjávarútveg, — þó nokkur skip og bátar sje tíunduð, segir það ekki mikið — undan að borga brúartollinn. Þið, og þið einir, sem hafið jarðir til ábýlis eða hafið eitthvert lausafje að tíunda, eigið að bera þennan toll, toll til að gæta að og við- halda öllum brúm á landinu. Á síðustu árum hafa afurðir landbúnað- arins lækkað í verði, sumar hverjar allt að þriðjungi,íog sveitabóndanuro litt kleyft orðið að f'á vinnufólk, (\>ó kaup sje sífellt hækkað) því sjávarmaðurinn hækkar kaup- ið svo gífurlegá^ peningar lítt f'áanlegir í almenn gjöld, auk heldur ineira. Hið eina ráð. sem Þjóðólfur kann til að bæta úr þessum vanhögum, er,íað leggja nýjan skatt á landbúnaðinn, og hann afar- háan með tímanum, eptir þvi sem brýr fjölga.~? ^En skattur þessi á að vera mis- munandi^ það er satt)eptir því, hvað hjer- öðin hafa margar og stórfengar brýr? Ætli eitthvert hjeraðið yrði ekki óánægt með þá skiptingu, ekki síður en Þjóðólfur nú er fyrir Árnesinga hönd? Sje nú tilgangurinn með áminnztri Þjóð- ólfsgrein sá, að spilla endurkosningu Þor- láks i Fífuhvammi og pota öðrum í sæti hans, »Þjóðólfi« ef til vill nákomnari, þá mun þar unnið fyrir gýg. Hann mun skýrt hafa tekið það fram á kjörfundi síðast, að hann yrði á móti brúartolli, og var því kjósendunum innan handar að hafna hon- um, ef þeir voru honum ekki samdóma í þessu. En Þorlákur er svo þjóðkunnur maður fyrir greind og gætni, að það er alls eigi hætt við, að ein vanhugsuð blaða- grein spilli áliti hans, enda var »Þjóðólfi« innan handar, að koma með þennan brú- arvísdóm sinn meðan málið var fyrir þing' inu í sumar. Gæzla og viðhald á stórbrúm geturorðið kostuð með þrennu móti: annaðhvort af landssjóði, hlutaðeigandi hjeruðum eða með brúartolli; aðrir vegir eru ekki til, eigi að beita sanngirni. Þetta vona jeg að hver maður sjái, sem hlutdrægnislaust lítur á 'þetta mál. Sveitabóndi. Slæm meðferð á Vesturförum. Mjer flnnst þab skylda mín, ab láta roenn heima á Islandi vita, hvernig Dominion linan efnir öll hin fögru loforð, sem hr. Sv. BryDj- ólfsson útflutningastjóri klínir í hvert blaö á Islandi, og hvaö góða meðferð við fengum, sem fórum með þeirri línu í júní i sumar. Eptir að póstskipib »Thyra«, sem við fórum með til Granton, var farið af Eskifirði þann 14. júní, var farib ab reka menn líkt og skepn- ur niður í abra lest, því Vestfirbingar voru í etri lest. ^Þar niðri var sjerlega óþokkalegt og svo þröngt, að ekki var hægt að ganga um nema troða ofan á öðrum?? Sjórinn rann eptir gólfinu, svo að rúmföt urðu rennvot. ^Þar var svo loptslæmt, að ekki var lifandi.' Eptir mikið þras fengura vib tvo strompa setta ofan um þilfarið og o’fan í lest. Eptir það var loptið eins og úti, það er að segja jafn-kalt og hvasst. 1 Vatnið. sem við fengum á skipinu, var illdrekkandþ/og stundum feng- um við ekkert vatn, hvorld heitt eða kalt. Þessa æfi áttum vib til Granton. Þangað komum við fyrir fótaferðartíma 19. júni. En svo urðu allir að gera sjer að góðu að standa á bryggjunni til hádegis, og þóttj það ekki góð æfi fyrir konur og börn, sem var þá meira og minna veikt og hrakið. Síð- an að ganga talsverban spöl upp á járnbraut- arstöðina, og kl. 1 var lagt af stað til Liver- pool, vögnunum lokað og enginn fekk að fara úr þeim í hjer um bil 8 kl.stundir, og í urbu sumir að láta börn leita sjer þarfinda sinna á gólfinu í vögnunuiiy' en sumir seldu upp út um gluggana; og þótti þetta alls ekki gott. Við þessu getur útflutningsstjórinn ekki gert; en við því hefði hann getab gert, að fylla ekki þessa vagna svo, að ekki yrbi snúib hendi eða fæti vib. Mjer sýndist vagnarnir vera hæfilegir fyrir 6 menn; en í þeim, sem jeg var í, voru 13, þar af 3 börn, og þó vildi hr. útflutningsstjórinn bæta í hann einhvers- stabar á leiðinni. En þab varð ekki. í sumum voru 16 menn, og getur hafa verib fleira, þó jeg viti þab ekki. Til_Liverpool komum vib í myrkri, ogeptir alltfurðu menn að ganga fullkomna klukku- stund ((og þeir sem höfðu börn, að bera þau í fanginu)) til innflytjendahússins./ Þá fengum við sæmilega að horða um kvöldið. En eptir þab var allur matur, sem við fengum, lítill og það sem verra var, hann var lítt ætur.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.