Ísafold - 09.12.1893, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.12.1893, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist emu sinni eöa trisvar í viku. Verö árg (75—80 arka) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa l1/* doll.; borgist íýrir miðjan júlímán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin við áramót. ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgreiöslustofa blaös- ins er i Auaturst.ræti h. XX. árg. Reykjavík, laugardaginn 9. des. 1893. 77. blað. Lánsverzlunarkostir. F r á ó al mennu sj ón armiði. 1 ^Lánsverzlunin íslenzka er löstuð niður fyrir allar hellurjjflestir níða hana og hand- hafa hennar, en fæstir geta þó lifað án þeirra. En hversu marga ókosti sem hún heflr í för með sjer, á hún þó einn stóran og mikinn kost »fyrir fólkið«, sem sje: að .hún 'öllu öðru fremur styrkir og styður verzlunarfjelögin, sem þjóðin telur meðal sinna beztu kjörgripa; því svo er högum háttað, að vetrar-lánsverzlun kaupmanna heldur líflnu í lýðnum, og leggur þess utan öll þau meðöl upp í hendur hans, sem nauðsynleg eru til að ná aflanum og varðveita hann handa verzlunarfjelögunum, uem liggja eins og maðkur í mold allan veturinn, en rísa upp með vorinu. * Þá gleyma margir kaupmanninum og vetrar- hjálp hans/ nema hvað ekki er sparað að tala um »okur« hans og skaðsemi(l) láns- verzlunarinnar, sem geri allt svo dýrt, og þetta tala þeir hvað mest um, sem mest hafa svikið kaupmanninn, fárast yfir því, hvað það sje dýrt, sem þeir aldrei borga. Það þykir ganga guðlasti næst—jafn- vel verra -—, ef kaupmenn t. d. íneita ein- hverjum vanskilamanni um salt, sem kaup- maðurinn af undanfarinni viðskiptareynslu máske veit með vissu, að hann aldrei fengi borgað/ ekki að tala um að fiskurinn úr því sje iagður inn til hans; Iað fara fram á slíkt er talinn Gyðingsháttur.' 'Hitt þyk- ir aptur á móti svo nauða-náttúrlegt, að, verzlunarfjeiögin þegar á haustnóttum •byrji að smala saman saitfisksverzlunar- loforðum til næsta. sumars, þótt þau í allri sinni dýrð eigi ekki meðal allra sinna gæða einn hnefafylli af salti, ekki spann- ariangan spotta af veiðarfæraefni, ekki einn munnbita af mat handa viðskipta- mönnum sínum. Lofum kaupmönnunum aðlánaþetta alltsaman, hugsa þau, og þeir gera það; með þessu móti eiga þau ekki neitt á hættu; fljúga svo að krásinni þá hún er komin á land. fMeðan kaupmepn eru svo barnalega litblindir, að ala allslausann náungan með vetrarlánsverzlun sinni, lifa verzlunarfje- iögin og dafna rnikið velj en renni ein- hvern tima sá dagur upp, að kaupmenn leggi þenna sið niður, þá eru iíka dagar verzlunarfjelaganna taldir;; þau munu tæp- ast fær um, að hafa hjer vetrarverzluri/ með öllu sem henni fyigir; segjum þó að þau ráðist í það, þá tækju þau þann kost- inn, sem þeim væri verri en að hætta 'þegar í stað; það væri sama sem að hafa verkaskipti við kaupmennina'y þau yrðu að kaupa hús til að geyma vörurnar i, menn til að lána þær út meðal manna, liggja með vörubirgðir og vöruleifar m. m.; þá fengju þau þá ánægju, sem kaupmenn njóta núna, að lána mönnum á vetrum, sjá svo aðra koma á sumrin og selja ó- dýrara en þau sjálf gætu, og þar af leið- andi verða fyrir prettum o. s. frv. Nei, við skulum haida okkur við jörð- ina og gefa hverjum hvað hans er; og þið, góðir hálsar, sem unnið verzlunarfjeiög- unum og skiptið við þau, iastið ekki kaup- mennina og lánsverzlun þeirra, en biðjið guð um, að þeir og hún megi lengi lifa í landinu. Undir því er dýrð og ríki verzi- unarfjelaganna komin. Index Hinn nýi landbúnaðarskattur „Þjóbólfs“. Fyrir skömmu var hjer í blaðinu flett mjög greinilega og hlífðarlaust ofan af liinni frámunalegu vanhyggjutillögu »Þjóð- ólfi«, um nýjan skatt á lausafjár- og fast- eignarhundruð í landinu til gæzlu og við- halds brúm yfir helztu ár landsins, o. s. frv. — í því skyni að ljetta af Arnesingum og Rangvellingum byrði þeirri, er Jög frá síðasta þingi hafa lagt á þau hjeruð vegna brúnna á Ölfusá og Þjórsá. Það lá hverj- um manni í augum uppi, fað refarnir voru til þess skornir, að gera Arnesingum gott í skapL ^En svo er að hevra, sem þeir muni eigi kunna gott að þiggjaÞ Að minnsta kosti barst ísafold rjett á eptir greininni frá »Sveitabónda« rækilegt svar móti þessari »Þjóðölfsgrein«, frá einum helzta og merkasta manni í þvi hjeraði (»Grímsnesingi«), er lýsir síður en eigi þakklæti til »Þjöðólfs« fyrir hugulsemi hans^og hrekur allar bollaleggingar hans ögn fyrir ögn.|— Af því að hin greinin var kornin á nndan, verður rúmsins vegna að láta duga að taka hjer nokkra kafla úr þessu svari: »Því verður að vísu ekki neitað, að sveitir þær, sem »Þjóðólfur« nefnir (Bisk- upst., Grímsn., Grafn., Þingvallasv. og Sel- vogur; Ölfus vil jeg undanskilja) hafa minni bein not af Ölfusárbrúnni en sveit- irnar austan árinnar. Þó geta allar þess- ar sveitir haft ómetanlegt gagn af brúnni bæði beinlínis og óbeinlínis. Hið óbeina gagn felst í því, að líklegt er, að Ölfusár- brúin myndi meiri verzlunarkeppni milli Eyrai'bakka og suðurkaupstaðanna en áður hefir átt sjer stað, en af því hljóta allir Arnesingar og Rangæingar að hafa jöfn not. Bein not af brúnni koma fram í greiðari og kostnaðarminni samgöngum milli austur- og vesturhluta sýslunnar, auk margs fleira. Fyrir fám dögum þurfti t. d. að vitja læknis til konu í barnsnauð upp Laugardal. Hvítá var ófær af ísskriði, en Sogið vel fært; læknirinn náðist með því að fara út yfir Sog og svo fram á brú. Dæmi lík þessu geta iðulega komið fyrir 1 flestum eða öllum hreppum sýslunnar. Margir í austurhluta sýslunnar háfa meiri eða minni viðskipti á Eyrarbakka og lík- legt að þau viðskipti aukist. Þeir geta flestir haft góð not af brúnni. Ætti að jafna gjaldinu niður eingöngu eptir afnotum hverrar sveitar, mundí’ það koma fram, að sveitirnar austan árinnar hafa æði misjöfn not af brúnni, og þó sýslunefnd kæmist að sanngjarnri niður- stöðu með jöfnuð milli hreppanna, mundi hreppsnefndir víða vei'ða í standandi vand- ræðum. Einn bóndinn hefir öll viðskipti á Eyrarbakka, annar tvo þriðju parta, þriðji hálf o. s. frv. Jeg get líka hugsað mjer, að sveit, sem í ár hefir mest not af brúnni, hafi þau minnst að ári. Kæmu tíðar gufuskipsferðir milli Eyrarbakka og Faxaflóa, er trúlegt, að flestir. einkum í grend við Eyrarbakka, t. d. Sandvíkur-, •Stokkseyrar-, Gaulverjabæjar-. Villingaholts- og Hraungerðishreppar, fengju mesta vöru sína flutta sjóleið austur og þættist engin eða lítil not hafa af bi'únni. Þetta gæti valdið þeim vafningum og rekistefnu, sem ekki væri auðið að ráða fram tír. Hið "sanna er það, að, Ölfusárbrúin er sá gimsteinn fyrir alla Árnesinga í heild, sem engum er auðið að meta, til verðs. I Þennan geimstein ættu þeir allir að láta sjer þykja vænt um og hlynna að honum eptir megní, matnings- og eptirtölulaust7og án allrar hreppapólitíkur. Það er líka að eins einn Árnesingur, sem jeg hefi heyrt amast við hinu um- rædda lagafrumvarpi, og virtist mjer til- gangur hans einkum vera sá, að kasta rýrð á þinginenn vora, hvað sem að öðru leyti hefir búið undir. Af ástæðum þeim, sem nú eru teknar frain, virðist rnjer alveg rjett, að hver sýsla annist gæzlu á sinni brú, hvað sem afnotum liður. Þau er lítt auðið að meta. Þegar líka þær 20,000 kr. eru greiddar, sem bæði sýslufjelögin, ásamt jafnaðarsjóði, eiga að greiða, /verður gjald þetta svo ó- tilfinnanlegt,að(það tekur því varla að minn- ast á það. Að byrði sú, sem hjeruðum þessum er lögð á herðar með lagafrumvarpi þessu, sje þeim um megn, nær engri átt. Það er sjáltsagt ekki tíundi hluti af ferjutoll- unum gömlu«. Þá tekur höf. til meðferðar þjóðráðið »Þjóðólfs« til að ljett.a af hjeruðunum þess- ari byrði, nefnilega með nýjum, almenn- um skatti, og sýnir rækilega fram á, hve herfilega vanhugsað það er. Síðan segir hann : »Bezta reglan er óefað sú, sem stjórn og þing virðist hafa fylgt, að leggja fram úr landssjðði aðalkostnaðinn, en ætla þó hjei'uðunum, sem mest hafa notin, að leggja fram sinn skerf. Árnesingar og Rangæingar standa sig vel við það hvað brýrnar snertir, og munu aldrei láta þá skömm eptir sig liggja, að teljast undan að gera það, einn fyrir alla og allir fyrir einn. Brýrnar hafa lengi verið taldar aðalskilyrðið fyrir blómgun þessara hjeraða, ferjuárnar aðalmein þeirra. Yæri nú farið að amast við lítilfjörlegum árlegum gjöldum til brúnna, eða metast um, hver greiða ætti flesta aurana, lægi það reyndar beinast við, að þetta lang- þreyða hnoss væri aptur tekið frá þeim. fTiandssjóður hefir svo mikið að vinna að vegagjörð, brúun stórvatna og öðru, (er að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.