Ísafold - 09.12.1893, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.12.1893, Blaðsíða 3
307 Háskólarnir í Ameribu eiga fiestir geysi- mikinn höí'uðstól, sem eru að miklu leyti gjafir frá einstökum mönnum. Kennaralaun og ann- ar kostnaður vih háskólahaldi!) er tekið at' rentunum af höfuðstólnum. Kolumbíaháskóli í New-York-ríki á 48 milj. króna í höfuðstól, Harvard-háskóli í Massaohusets 41 milj. Yale- háskóli í Connecticut 37 milj., rikisháskólinn í Kaliforniu 26 milj., John-Hopkins-háskóli í Maryland 10 milj. Nú er verið að koma á legg nýjum háskóla í Chicago og hafa safn- azt til hans 26 roilj. kr. i hötuðstól; þar at hefir einn maður gefið 14 milj. 25,000 kúlurn á 5 mínútum getur ný failhyssa ein hleypt af, er franskur maður, Turpin. hefir upphugsað og smíða látið, — sá hinn sami, er fyrir nokkrum árum fann hið öfiuga sprengief'ni, er nefnist melinit■ Það er rafmagn, er skotinu er hleypt af með. Kúl- urnar eru ho]ar innan, fremur smáar, og full- ar af einhverri einablöndu, er banar öllu kviku í allt að 30 faðma fjarlægð þar umhverfis, er kúlan kemur niður. Slysaleg brúðkaupsferð. Loptsiglinga- maður einn;'’ er Cbarbonnet bjet, j kvæntist i haust í Turin á Italíu/ og lögðu þau hjón af stað daginn eptir i brúðkaupsferð norður yfir Alpaf’jön loptförum, við 3. mann til aðstoðar. En er þau voru skammt á leið komin, sáu menn hvar loptfarið hrapaði niður úr háa lopti, og heið hrúðguminn bana af, en hin tvöbein- brot og önnur meiðsl. Verðhrunið á silfrinu. Fyrir rúmum 20 árum, eða 1872, var verðlagshlutfallið milli gulls og silfurs eins og 1 móti 15.es. Það er með öðrum orðum, að þá fekkst lpd. af gulli fyrir 15 pd. 63 kvint af silfri. En í sumar sem leið þurfti 29 pd. 53 kvint silfurs til að kaupa fyrir 1 pd. af gulli. Silfrið var þannig lækk- að í verði um rjett að segja helming. Yfirlit yfir verðhrunið er þannig: 1872 ................... 1:15.63 1882 ..................... 1:18.19 1892 .................. 1:23,73 1893 ................... 1:29,53 36 miljón börn fæðast i heiminn á ári hverju. Það er sama sem hjer um bil 70 á mínútunni eða meira en 1 barn á hverri sek- úndu. Jörð til sölu. Jörðin Ánabrekka í Borgarhreppi í Mýrasýslu, nýiega virt á 8500 kr., er strax til sölu fyrir 7—8000 kr. Jörðin er veðsett landsbankanum fyrir 3500 kr. Henni til- heirir laxveiði í Langá, sem jörðin á land að frá ósinum og svo langt sem iax geng- ur, og hefur veiðin í mörg undanfarin ár verið leigð Englendingum fyrir 450 kr. á ári ogieru öll útlit fyrir að sami ieigumáli náist framvegis!] Túnið gefur af sjer 180 220 hesta, engið 3 400 hesta, og stendur mjög tii hóta. Úfbeit ágæt og peningshús í bezta lagi, aðflutningar hægir og yfir höf- uð er jörðin bezta bújörð og einkar-vel löguð til sauðfjárræktar. Menn snúi sjer sem allra fyrst til mála- flutningsmanns Eggerts Briem í Reykjavík, sem gefur allar frekari upplýsingar. Nýkomið með Lauru nógar birgðir af vinum og vindium, svo sem Oran extra, Vermouthf Heidzieck, La Bonita og margt fleira. Steingrímur Johnsen. Til kaups og ábúðar fæst í næstu far- dögum jörðin Vellir i Kjalarneshrepp að dýr- leika 17,4 hndr. Þeir sem sinna vilja, semji við undirritaðan. Yöllum 6. desemoer 1893. Jónas Sigurðsson. T o m b o 1 a, Bazar og Lotteri verður haldið * Good-Templarahúsinu laugardaginn 9. des. og sunnudaginn 10. des. kl. 5—7 og 8—10 báða dagana, til ágó^a fyrir sjóö Thorvaldsensfjelagsins. Söngur muu verða til skemmtunar. Fallegir og fásjeðir munir hafa verið pant- aðir frá útlöndum fyrir mörg hundr- uð krónur til Tombolunnar og Bazarsins. Hentugar jólagjaíir. Inngangur kostar 15 a., dráttur 25 a. »Söngfjelagið frá 14. jan. 1892« . heldur dagana 16. og 17. þ. m., að f'orfallalausu. Nákvæmara seinna. TJndirritaðan vantar af afrjetti gráskjótta hryssu 2 vetra. Mark: sttj. fr. hægra. Hún á að vera fremur stór og vel vökur. Hver sem fyndi tjeða hryssu, gjöri mjer aðvart um hið allra fyrsta. Sviðholti á Alptanesi 4. desember 1893. Guðjón Erlendsson. Hús til sölu á góðum stað í bænum. Ritst. vísur á. /Gamlar fyllnigahurðir óskast til kaups/ Ritst. vísar á. Styrktarsjóðnr W. Fischers. Þeim sem veittur er styrkur úr sjóðnum, verður útborgaður haun 13. desember næstkomaiidi í verzlunum W. Fischers í Reykjavík og Keflavík, og eru það þessir: Styrkur til að nema sjómannafræði veittur Magnúsi Pjeturssyni Rvík, Halldóri S. H. Jónssyni Rvík, Jóni Teitssvni Rvík og Þórarni Guðmundssyni frá Breiðholti, 50 kr. hverjum. Þá eru börnunum Sigurði Gunnari Guðna- syni í Keflavík og Guðrúnu Jónsdóttur í ívarshúsum veittar 50 kr. hvoru. Og loks 50 kr. þessum ekkjum, hverri fyrir sig: Önnu Eiríksdóttur í Stöðlakoti, Benóníu Jósefs- dóttur í Bakkakoti á Seltjarnarnesi, Ragn- heiði Sigurðardóttur í Reykjavík, Guðrúriu Sigurðardóttur samastaðar, Guðnýju Ólafs- dóttur í Keflavik, Yilborgu Pjetursdóttur í Hansbæ, Þórdísi Nikulásdóttur í Lindar- brekku, Sigríði Júlíönu Tómasdóttur í Mýrarkoti á Alptanesi. Stjórnendurnir. Almennur safnaöarfumlur. Samkvæmt fyrirmælum ráðgjafans fyrir ísland er boðaður almeunur safnaðarfund ur fyrir Reykjavíkursókn til að ræða um afnám danskrar guðsþjónustugjörðar ídóm- kirkjunni, svo að þeim meðlimnm safnað arins, er dönsku tala, gefist kostur á að láta í ijósi álit sitt og óskir málefni þessu viðvíkjandi. • Fundurinn verður haldinn í leikfimishúsi barnaskólans sunnudag 17. þ. m. kl. 4 e. m. Jöhann Þorkelsson. Fimmtudaginn 28. þ. m. kl. 6 e. h. verður samkvæmt lögum um Söfnunarsjóð íslands. dags. 10. febr. 1888, 16. gr., fundur hald- inn í barnaskólanum til .að velja endur- skoðara nefnds sjóðs fyrir komandi ár. Reykjavík 8. des. 1893. Eiríkur Briem. Sjósköleður, mjög ódýrt-7 £Súkkulaðe-sie\\ úr postulíni/ skemmtilegar jólagjafir; Fínir dansskór. í verzlun Björns Kristjánssonar. Nýlegt íbúðarhús er til sölu á ísafirði meö vægu verði, llálnalangt og9álna breitt, með góðum kjallara. 3 herhergi og eldhús niðri upp á Ioptinu 3 herl ergi. Ritstjóri vísar á og Eriðfinnur Guðjónsson prentari á Isaflrði. Undirskrifuð teknr að sjer að prjóna alls konar prjón. fyrir vanalegt verð; bandið þarf að vera sljett og hreint. Miðdal í Mostellssveit 2. des. 1893. Vilborg Guðnadóttir. Til kaups óskast lítið hús úr steini, vand- að, með 2—3 herbergjum niðri, á hentugum stað hjer i bænum, helzt á Laugavegi. Rit- stjóri vísar á kaupanda. Myndaraiumar margs konar fást hjá Jacobi Sveissyni í Rvík. I verzlun Eyjólfs Þorkelssonar fást Mey’s Monopol Stoífwasehe, beztu tegundir. Manchettur fyrir 15 aura parið og flibbar — 10 — hver Afsláttur geflnn, sjeu tylftir keyptar í eínu Kartöflur fást í verzlun J. P. T. Brydes. TÍVIikið af barna-leikföngum er ny- komið í verzlun J. P. T. brydesTJ Skip til sölu. For- og Agter Skopnert »Anna«, sem gengið het'ur til flskiveiða frá Djúpavogi i sumar, er til sölu með vægu verði. Skip- ið er 60 suiálestir að stærð, 14 ára gamalt^ byggt úr eik, vel sterkt og vandað. Lyst- hafendur snúi sjer til undirskrifaðs, helzt fyrir árslok. Djúpavogi 25. sept. 1893. St. Guðmundsson. P r j ó n a y j e 1 a r, með beztu og nýjustu gerð, seljast með verksmiðjuverði hjá Simon Olsen, Kjöbmagergade Nr. 50, Kjöbenhavn. Eptir vjelum þessum er mikil eptirspurn, af því, hve traustar og nákvæmar þær eru, og að þær prjóna aBs konar prjónles jafnt úr smáu sem grófu bandi. Vjelar þessar má panta hjá P. Nielsen á Eyrarbakka, sem sýnir. hvernig þær fara að prjóna og veitir ókeypis tilsögn til að brúka þær. Hjer á Islandi eru einkar hentngar vjelar með 124 nálum, sem kosta 192 kr. do. — 142 — — — 230 — do. — 164 — — — 244 — do. — 166 — — — 280 — Verðlistar sendast þeim. er þess æskja. í verzlun Jóns Pórðarsonar fástmjög vel verkuðsauðskinntil skinnklæða og á fætur, sem verða seld fyrir flsk, harðan, saltaðan og blautan. Komið og skoðið þau áður en þjer kaupið annars- staðar! í sömu verzlun fást alls konar nauðsynjavörur af beztu tegund. Sömu- leiðis miklar birgðir af vindlum, sem allir hrósa; enn fremur epli, brjóstsykur, kaffi- brauð (margar tegundir), stearinljós, spil, grænsápa, stangasápa, sóda, blákka (2 teg- undir), rúsínur, fíkjur, sveskjur, hveiti (2 tegundir), cognac, brennivín, kirsebersaft, chocolade og fl. og fl.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.