Ísafold - 16.12.1893, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.12.1893, Blaðsíða 2
310 vera á vaðbergi nætur sem daga og daga sem nætur ; kærubriefunum rignir nú yfir höfuð sýslumanninum, svo hann veit varla í hvaða átt hann á að horfa. Nú byrjar sífeldur málarekstur í hjeraðinu, prófin og vitnaleiðslurnar reka hvað annað. Söku- dólgarnir eru áminntir, sektaðir og fang- elsaðir. Allt er í hálfgjörðu uppnámi; brepparnir hafa íheitingum hver við annan, gamlir og góðir kunningjar verða fjand- menn, og allir viðurkenna, að eina brúin og liknin sje sú, að vopnaburður er af- tekinn hjer á landi. Þá er seinasti þátturinn eptir, og það er tilraunin til að fá samþykktina úr gildi numda eða þá að minnsta kosti mikið breytta. En þá er svo af mönnum dregið, að tilraunin verður ekki annað enn tilraun, og við það verður að sitja. En þegar maður litur á slíka og þvílíka meðferð samþykktavaldsins, — og það mun einhver einhversstaðar kannast við með sjálfum sjer, að hún er til — þá gæti mönnum dottið í hug, að ailt þetta »til- stand« eigi bara að vera »skemmtun fyrir fólkið« ; svo óhöndulega tekst mönnum sumstaðar að fara með þetta vald. En í stað þess að brosa að þessu, rennur víst öllum skynsömum mönnum til rifja, að sjá almenning skemma sig á því valdi, sem honum er í hendur fengið sjer til framfara og heilla. Já! Maður freistast stundum til að spyrja: Er landslýðurinn börn og óvitar? 0g maður neyðist stundum. til að segja: »Notið betur og skynsamlegar frelsi það, sem þjer hafið ; þá eruð þjer verðir fyrir meira«. Pöntunarfjelögin á Suðurnesjum. Síðan kaupfjelög eða pöntunarfjelag fóru ab myndast hjer á landi hefir þaf) verib venja, ab nokkur þeirra hafa sent blahamönnum skýrslur um vöruverð þeirra, og sumir hafa jafnframt skýrt frá verði á sömu vörutegund- um hjá fastakaupmönnum vorum, til ab sýna fram á mismun þann, sem orðiö hefir á við- skiptunum vib kaupmennina og fjelögin. Mjer kemur nú til hugar ab senda yöur, herra ritstjóri, eina þess kyns skýrslu, ef ske kynni að þjer vilduð taka hana upp í blað ybar »ísafold«; en ekki þykist jeg þurfa að senda skýrslu um vöruverð kaupmanna; hana hefir hver hjá sjer, þegar reikningarnir koma. Fjelag það, sem jeg hefi í hyggju að senda yður skýrslu um, myndabist fyrst í sumar, undir stjórn hr. Þorbjarnar Jónassonar i Reykjavík. Fengu fjelagsmenn fyrst salt meb skipi, sem kom frá Englandi beina leið, seint í júním. síðastl. Með skipinu var aptur send- ur saltfiskur af ýmsri tegund, (þorskur, smá- fiskur, ýsa og langa), sem tekinn var hjá bændum á Vatnsleysum. Strönd, í Höf'num og Grindavík, og fór skipið að mestu alfermt síð- ast frá Grindavík. Með söluna á fiskinum voru fjelagsmenn ekki vel heppnir, því fæst af honum náði fullkomlega því verði, sem kaupmenn hjer hafa lofað að borga fyrir fisk í ár, þegar frá er dreginn allur kostnaður. Samt sem áður álít jeg, ab bændur hafi enga ástæðu til að vera óánægðir með verzlunina yfir böfuð, þegar þess er gætt, hvert verö þeir fengu á hinum innfluttu, útlendu vörum; enda munu fæstir og jafnvel enginn þeirra hafa látiö heyra á sjer óánægju. Fiskurinn, sem sendur var, seldist, — að frádregnum öllum innlendum og útlendum kostnaði — þannig: Þorskur á kr. 35,43 skp., smáfiskur kr. 34,27 ýsa kr. 29,42, langa rúmar 39 kr. Af þessu sjest, að þab er ab eins smáfiskur og langa, sem náð hefir því verði, er kaupmeun hafa lofað. IJtlendu vörurnar, sem komu með öbru skipi, seint í siðastl. septemberm., fengu fjelags- menn með þvi verði, sem nú skal grein: Kaffipundið 90 a., kandis 26^/a a., export 39]/2 a., neftóbak 1 kr., munntóbak kr. 1,42, skóleður 45 a., grænsápa 16 a. Línur 60 f. 4 pd. kr. 2,55, línur 60 f. 3 pd. kr. 2,05, línur 60 f. 2*/2 pd. kr. 1,68, linur 60 f. 2 pd. kr. 1,40, línur 60 f. l'/a pd. kr. 1,16, margarine 45—50 а. pundið. Rúg 100 pd. á kr. 6.50, rúgmjöl 100 pd. kr. 7,00, hrísgrjón heil 100 pd. kr. 9,00, bankabygg 100 kr. 8,75, overheadmjöl 100 pd. б. 50, hveitimjöl 100 pd. kr. 10,00, hafrapokann 150 pd. kr. 12,50, þakjárn 6 fóta platan kr. 1,65, þakjárn 8 fóta platan kr. 2,25, hrátjörukaggi 15 kútar kr. 15,00, ofnkol keypt hjer fyrir kr. 3,50 skpd., steinolia keypt hjer fyrir kr. 25,00 fatið, lóðarönglar 26—32 a. fyrir 100. Salt það, sem kom í vor, varð á kr. 2,70 tunnan, en af því salti, sem í haust kom, varb tunnan á kr. 3,30. Að síðara saltið varð fjelagsmönnum þetta dýrara en hið fyrra, kom mest, eða jafnvel eingöngu, af því undirmáli, sem á því varð, af þeirn orsökum, að skipstjórinn, sem flutti þab hingað til landsins, (af innvortis eða út- vortis hvötum) rauf þarin samning, er hann hafði gjört við kaupstjórann, að flytja allar vörurnar (bæði salt og annað) þangað sem bændur áttu að veita þeim móttöku, en það var á Strönd, í Höfnum og Grindavík; varð svo saltið fyrir tilfinnanlegri rýrnun í milli- flutningunum, eins og ætíð vill verða á þeirri vöru, þess optar sem hún er hreifö. Þess má geta, að í þvi veröi, sem hjer ab framan er tilgreint á útlendu vörunum, er innifalinn allur kostnaður á þeim, hjer og erlendis, sömuleiðis allur tollur á tollskyldum vörum, og loks allar umbúbir, pokar, kassar, tunnur, kaggar o. s. frv. Loks skal þess getiö, að kaupstjórinn, Þor- björn Jóna,sson, kom hjer suður fyrir fám dögum, afhenti hverjum fjelgasmanni sinn reikning, og þeim, sem inni áttu í tjelaginu, borgaði hann út í peningum inneign þeirra. (Rjett eins og einn Keflavíkurfaktorinn, sem í fyrra vetur neitaði einum verzlunarmanna sinna, sem átti inni við verzlanina, um munn- tóbak, þegar þab var hvergi annarsstaðar að fá. Hann vildi heldur selja það fyrir peninga en láta það út á inneign, höfðinginn!!). A.f framanritaðri skýrslu munu flestir geta sjeð, hvort það hefir orðið tilfinnanlegur halli fyrir fjelagsmenn, að fiskur þeirra seldist lít- ið eitt lægra en kaupmenn bubu í hann. A- góðann af þannig lagabri verzlun, samanbor- inni við algengt búðaverð, ætti hver að geta athugað heima hjá sjer; en að líkindum mun fjelagib heldur færa út en saman kvíarnar á næsta ári, ef meölimir þess haf'a nokkurt vöruroagn handa í rnilli. Annab pöntunarfjelag hefir staðið hjer sybra nokkur undanfarin ár, undir stjórn hr. Þ. J. Thoroddsens, hjeraðslækis. Það hefir aldrei staðib með jafnmiklum blóma sem í sumar; og hefir það aðalviðskipti vib hr. stórkaupm. Zöllner. Um vöruverð þar er mjer lítt kunnugt enn, því reikningar munu ekki hafa komib til fje- lagsmanna yfir viðskiptin í sumar, en heyrzt hefir, að fjelagsmenn sjeu almennt vel ánægð- ir með viðskipti sín við það. Fjelag þetta nær yfir nokkuð af Miðnesi, Garð, Leiru, Keflavík, Yoga og nokkra bæi á Vatnsleysu- strönd. Á síðastliðu sumri sendi þetta fjelag út á 10. hundrað skpd. af Italíufiski, og fjekk fyrir hvert skp. 46 kr, að meðtöldu flutnings- kaupi (fragt) 7 kr. fyrir hvert skpd. Þegar menn hafa fengið reikninga sína, mun Isafold verða send nákvæm skýrsla af vöru- verði í því fjelagi, ef ske kynni, að einhverj- um sjávarbænda — við ab athuga slíkar skýrslur — hugkvæmdist að reyna ab ljetta útlánsbyrðina hjá kaupmönnum vorum ánæsta sumri, betur en gjört hefir verið nú í nokkur undanfarin ár. Viröingarfyllst Scemundur. Hafís fyllti ísafjaröardjúp í áliðnum f. niánuði. Skip á hrakningi. Þriðjudag 5. þ. mán. vareittaf 2—3 kolaskipum, erhingaðhafa verið væntanleg lengi, komið inn í Garð- sjó, og ætlaði að fá mann þar af róðra- skipi frá Vatnsleysu til hafnsögu inn f Reykjavík. En veður var i uppgöngu af norðri 1 og taldist formaður engan mann geta misst, eður og að fleira bar á milli (um hafnsögukaup m. m.). Tjáðust skip- verjar á kolaskipinu vatnslitlir orðnir og vista. Skildi svo með þeim, að kaupskip- iö hjelt eitthvað norður og vestur, í hafátt, og hefir eigi sjezt framar. Fjúkandi vondur hefir »Þjóðólíur< garm- urinn orbið ut af spauginu um daginn í Isa- fold frá »kunnuga« náunganum fyrir axar- skaptið hans um dr. Hjaltalín og Sleggjubeins- dal. Skoplegast er það, að hann heldur sjer hg&Ía flfið á, að þræta fyrir, ab hann hafi farið hringlandi vitlaust með örnefnið, sem um er að tefla, og er þó slíkt vissulega ekk- ert lífsspursmál. Til þess að fóðra vitleys- una virðist hann vilja skíra alla dali í Hengla- fjöllum Sleggjubeinsdali, sjerstaklega afrjett- ardalina austan í fjöllunum, upp af ölfusinu, þar sem ölkeldan er og talsvert af hverum; en allir kunnugir vita, að þeir hafa aldrei því nafni heitiö, heldur heitir Sleggjubeinsdalur að eins ein dálítil gróburlaus skriðuhvilft vest- an í fjöllunum, rjett hjá Kolviðarhól, meö einhverri brennisteinsveru í, en öðru ekki merkilegu. — Að öðru leyti er svar hans ab vanda eintóm fukyrðakássa, sem náunginn er farinn að gera sjer‘leikspil úr ab láta hann- spua á viku hverri, eins og kolkrabba sinni svörtu eðju ; til þess þarf nefnilega ekki ann- að en prika ofurlítið með títuprjón í fariroðið- á honum. ísfirzku málaferlin. Enn lifir í kol- unum þar vestra. Ilefir tvívegis í vetur hitnað svo, að þurfa hefir þótt að senda skyndiboðatilháyfirvaldsins hjer. Komhinn fyrri með kæru gegn L. K. Bjarnason, frá einhverjum bónda, fyrir barsmíð eða eitt- hvað þess háttar, ogvarBjörn sýslumaður Bjarnarson, sem staddur hefir verið á ísa- firði frá því um veturnætur við próf í »kærumálunum«, einnig gerður setudómari í því máli. Síðari sendimaðurinn flutti apt- ur kæru frá Lárusi sýslum. gegn Birni um að hann (B.) hafi haldið rjett drukkinn 21. f. mán., og var Páll Einarsson, sýslu- maður Barðastrandarsýslu, skipaður setu- dómari í máli því, er B. höfðar gegn Lár- usi í því skyni að hreinsa sig a-f þeim á- burði. Um landbúnaðarskattinn sinn nýja, liið viturlega(!) hjálpræði sitt handa Árnes- ingum til að ljetta af þeim brúargæzlunni, er »Þjóðólfur« enn að þvæla, á nærri 3 dálkum, sem enda á »meira«, — líklega ekki liálfnað enn. Það er óhætt að ábyrgjast það, aðmarg- ur Árnesingur kýs heldur að ganga Hellis- heiði í talsverðri ófærð en að pæla i gegn

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.