Ísafold - 27.01.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.01.1894, Blaðsíða 2
14 verið af öðrnm viðartegundum en eik, greni eða furu, ogíþað er víst, að í hrepp- um þessum rak ekki af skipsbrotum nema smábrot ein^ sem eigi námn verði því, er kansellíbrjef 26. ágúst 1809 til tek- ur [15 rd. eða 30 kr.]. Til þess nú að heimfæra piankareka þenna undir 1. gr. í fyrnefndu op. br. 4. maí 1778 útheimtist samkvæmt iagaboði þessu, sem engin breyt- ing er á orðin að því leyti með iögum um skipströnd 14. jan. 1876, að rekinn »kan have Navn af strandet Skib og Gods«; en það virðist því að eins verða um hann sagt, ef skipsskrokkur fyigir honum eða hann verður heimfærður til ákveðins skip- strands, sem upplýst er um eða mikiar líkur komnar fyrir að rekinn stafi frá. En hjer er eigi um sh'ka vissu eða líkur að ræða; þvi að þó að ýms skipsbrot, hafi um sama leyti og trjárekann borið upp á hinar sömu fjörur, og þessi skipsbrot eða sum þeirra að minnsta kosti, virðist stafa frá skipreika eða skipreikum, þá eru samt engar likur komnar fram fyrir því, að trjárekinn standi í nokkru sambandi við þá skipreika eða nokkurn annan skip- reika, er menn hafa vitneskju um. Það verður því að álíta, að hjer um rædd- an trjáreka og skipsbrot beri að heimfæra undir 2. gr. í opnu br. 4. maí 1778 og 2. apríl 1853«. Áfrýjendur höfðu farið fram á, að yfir- dómari Kristján Jónsson þokaði sæti í máli þessu, með því hann hefði sem sett- ur amtmaður skrifað sýslumanni á þá leið, að bændur mundu ekki eiga þenna reka. En sú krafa var ekki til greina tekin, með því að eigi var upplýst. að hann hefði eindregið látið í Ijósi skoðun sína sem dómara á rjettarspursmáli því, er hjer ligg- ur fyrir, en sem amtmanni var honum skylt að halda fram rjetti landssjóðs. Af framangreindum ástæðum urðu dúms- úrslitin þau, að uppboðsrjettarúrskurðurinn frá 17. apríl f. á. var úr gildi felldur og eptirfarandi uppboð dæmt ómerkt, og að sýslumaður (G. G.) var dæmdur til fyrir hönd hins opinbera að greiða áfrýjendun- um, hverjum þeirra að rjettri tiltölu, sölu- andvirði vogreka þeirra, er ræðir um í málinu og seld voru á hinu áfrýjaða upp- boði. Málskostnaður látinn niður falla. Of seint áfrýjað. Landsyfirrjettur frá- vísaði 18. des. f. á. landamerkjamáli milii eigenda Hofs í Öræfum og Ólafs prests Magnússonar fyrir hönd Sandfellskirkju, af því að áfrýjunarfrestur hafi verið útrunn- inn, er málinu var skotið til vfirdóms, með stefnu útgefinni 21. april 1893, en hjeraðs- dómur uppkveðinn 21. apríl 1892. Svo voru og áfrýjendur (Hofseigendur) dæmdir til að greiða presti 30 kr. upp í málskostn- að fyrir yfirdómi, þar i fólgnar 12 kr. til hins skipaða verjanda (P. E.). Strandasýslu 6. jan.: Síðan jeg skrifaði yhur siöast í nóvember f. á. heiir tíðin verið mjög umhleypingasöm og stórhrikaleg. Á jólaföstunni rak inn hafþök af ís, sem hvergi sá út yíir, en eptir að hann var kominn, hrá svo undarlega við, að frostin minnkuðu, svo ekki var nema 4—5 stiga frost mest, en áður höfðu komið 20 stiga frost. Dyngdi þá niður allmiklum snjó, og rjett íyrir jólin hleytti í honum og tók algjörlega fyrir haga. Enhag- leysan stóð ekki lengi, því á þriðja dag jóla gerði rosa-hláku, er stóð þó ekki nema einn dag; en á nýársdag gerbi aptur ágætis-hláku, sem staðib hefir til þessa, og má nú heita, ab I jörð sje alauð. Hval fertugan rak á Gautshamri, og fáeina hötrunga í Tungugröf og á Kleifum í Kald- bak. Haíísinn er nú allur horfinn, og er von- andi, að hann komi ekki aptur. Nú hefir fjársalan gengið vel í verzlunar- fjelaginu, 10 kr. 60 a. fyrir 100 pd. kind (reikn- að pund er á 16,42 a., en kostnaður kr. 5,76 á kind), enda er nú fjelagið skuldlaust við Zöllner, fekk yfir 5000 kr. í peningum. I fyrra var skuld þess við hann um 18000. Er nú vonandi, ef fjelagið heldur áfram, sem vart mun þurfa að efa, að það foröist að lenda í skuldum aptur, enda mun það vera áhuga- mál allra hinna betri tjelagsmanna, og hafa á tveim síðustu abalfundum fjelagsins verið reistar skoröur við því eptir mætti, svo sem með því, að skylda hverja deild til að hafa ábyrgðarmenn o. fi. Hefir þab borið heilla- vænlega ávexti bæði í fyrra og nú, því í fyrra óx skuldin mjög lítið í samanburöi við hib afarlága fjárverð þá, og nú er fjelagið skuld- laust og á inni, eins og áður er sagt. I ár hefir fjelagið reist tvö hús, annað á Borðeyri, hitt á Skeljavík. Nákvæmari frjettir af fjelaginu mun jeg geta skrifað yður eptir aðalfund, sem verður 18. þ. m. Suðurmiílasýsln 17. nóv. Veðrátta hefir verið mjög óstöðug í haust. Stundum logn og blíðviðri, og stundum einhver hin mestu rokviðri, sem gamlir menn muna. Hafa marg- ir hjer niðri í fjörðunum beðið talsverðan skaða i rokviðrum þessum, einkum þó í rok- inu nóttina milli 23. og 24. okt. Meðal ann- ars fuku þá nótt og brotnuðu í spón 8 bátar í Reiðarfirði. Hús fuku þar og skemmdust meira eða minna. Á Sómastöðum t. d. fauk þakib af tveimur hej-hlöðum og hey sem sagt er ab muni nema 25—30 hesturn. Síldveiðin var þá byrjuð í Reiðarfirði, og stóðu þar margar nætur fullar af síld, en í veðrinu sleit þær upp, svo svo síldin misstist (á að gizka 7—8000 tunnur), en næturnar skemmdust meira eða minna. Ein nótin hvarf með öllu því er henni íylgdi, og er það eigi lítið tjón. Þá nót átti konsúll C. D. Tulinius á Eskifirði. Annars hefir síldveiðin gengið vel í haust. »Yaagen« er búin að fara með einn sildar- farm, og »Jæderen« er hjer nú í 2. sinn eptir síld. og von á fleiri skipum. Þegar i>Austri« auglýsir stöðugar ferðir milli höfuðstaðarins(I) Seyðisfjarðar og útlanda í vetur, forðast hann að geta þess, að það er eingöngu síldveiðunum i Reiðarfirði og Eski- firði að þakka nú eins og að undanförnu, að vetrarferbir þessar eiga sjer stab. Skipin koma ekki upp til annars en að sækja síld til Reið- arfjarðar. »Höfuðstaðurinn« nýtur svo góðs af þessum ferðum um leið. Skonnertan »Malmfrid«, eign Duusverzlun- ar í Keflavík, kom til Eskifjarðar i okt.1 með tunnur og salt til Tulinius. Hana rak á land aðfaranótt 24. okt.; nábist hún þá út aptur, og var sett á land á öðrum stað, svo hægt væri að rannsaka, hvort hún væri sjófær. En svo kom einn veðursvipurinn og keyrði hana svo hátt, ab enn heíir eigi tekizt ab ná henni út. Á barnaskólann á Eskifirði ganga nú yfir 20 börn. I sveitinni kenna 2 umgangskenn- arar eins og í fyrra. Barðastr.sýslu vestanv. 21. des.: »Þangað til fyrir rúmum 4 vikum hefir veðráttan ver- ið mild og hlý, en síðan hefir verið allmikill kuldi með köflum, og allt af hefir verið óstöð- ug og nokkuð stormasöm veðrátta. Alit þang- að til 5 vikur af vetri var stundum 6—7° hiti um daga á R. En eptir það fóru að koma allskörp frost með köflum ; þannig var 29. f. m. 16 stiga kuldi og 30. s. m. 16 st. á R., í fyrstu viku jólaföstu 11 og 12 stig, og í ann- ; ri vikunni 13—14 st. (12. þ. m.). En allt af hafa ágætis hagar haldizt allt til þessa. Fyrir fám dögum rak vib Patreksfjörð á land' allmikið af hafísjökum og firðir allir fylltust ísi, og fyrri var bans vart orðið ; en í gær var aftaka-subaustanrok, og rak hann þá hurtu aptur. Heilsufar fólks hefir verið almennt í lak- asta lagi síðan í haust. Mjög þung og ill- kynjuð lcvefsótt hefir gengib hjer um sveitir og hafa margir verið lengi veikir í henni. og hún gengið mjög svo nærri sumum, týnt alla upp á sumum heimilum, og víðast komið að meira eða minna leyti. Bólguveiki og tauga- veiki hefir og stungiö sjer niður, og ýmsir aðrir kvillar«.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.