Ísafold - 01.02.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.02.1894, Blaðsíða 2
18 á þann pólitiska árangnr, er Frakkland hefði horið úr býtum á afliðnu sumri—í Siam, Dahomey, við heimsókn rússneska flotans og við þingkosningar. Dupuy, for- maður stjórnarinnar, Ijet menn vita, að hún væri staðráðin í að fara að öllu með gáti og sneiða hjá öilum freklegum breyt- ingum, t. d.: aðskiinaði ríkis og kirkju, endurskoðun ríkísskránnar og öðru þess konar. Hann kallaði um leið flestarkenn- ingar sósíalista brjáli blandnar, hættulegar og fullar af ófrelsi. Forseti fulltrúadeild arinnar varð Casimir Périer, mesti skör- ungur, en stillingarmaður, og sýndi kosn- ing hans, að hófsflokkurinn hafði drjúgum yfirburði á þinginu. En í stjórninni sátu enn þrír menn, sem töldust til hinna ytri vinstra megin á þinginu, og þeim skyldi þó helzt burt smeygja. Þeir sögðu líka af sjer. En við umræðurnar um yfirlýsing stjórnarinnar sátu þeir enn kyrrir, og við það reiddi þær í ringl og hávaðai svo að Dupuy bað menn hætta og tók aptur yfir- lýsinguna, og sagði þá líka af sjer með hinum öllum. Carnot skoraði nú á ýmsa skörunga að skipa ráðaneyti og Ijet Casimir Périerloks til leiðast. Hann hefir reynzt afbragðs- maður í öllum störfum og málum, en þrír af sessunautum hans voru fyrrum traustustu fylgisliðar Gambettu. Þeir eru Eaynal (innanríkisráðh.), Spuller (kennslumála ) og Burdeau ((jármála ). í ráðaneytinu nýja eru nú allir hófsmenn og í samræmi sín á milli. Tfirlýsing þess heflr endurtekið öll ' höfuðatriðin í auglýsing hinna fyrri ráð- herra, þar á meðal um mótstöðu gegn staðleysukröfum sósíalista. Enn fremur segir það sjer alhugað, að styðja þjóðfriö- inn og halda honum uppi. Dupuy er nú forseti fulltrúadeildarinnar, og þótti sýna af sjer þrek og stiliingu tilræðisdaginn, er hann bað þingmenn halda áf'ram umræð- um sínum ogláta sjer sem minnst viðbregða. Fröukum og Englendingum hefir komið saman um að gera millibilssvæðið millum eign’a þeirra á Indlandinu hinu eystra að skjólstæðislandi Sinlendinga. Dómur loks uppkveðinn í sakamálinu fyrir atvígin og drápin í Aigues Mortes, og lýsti hann alla sýkna, líklega þess vegna, að sakir þóttu deilast jafnt á báðar hend- ur (ítalskra verkmanna og franskra). En sökum þess, að miklu fieiri fengu meiðsl og bana af ítölskum mönnum, hefir þetta vakið hörð ámæli í blöðum ítala, en ekki er heldur laust við, að mörgum hinna frönsku þyki missmíði orðin á lyktum málsins. í kolanámum á Norður-Frakklandi gerðu 40,000 manna verkfall, en gáfust upp eptir 42 daga. Þeir bökuðu sjer hjer kaupmissi á 6,750,000 franka. Látinn er nýlega Waddington, sendiherra Frakka í Lundúnum. Þýzkaland. Mesta nýlundan hjeðan er breytingin á þingfylgi stjórnarinnar^ er stóreignamenn og íhaldsmannaflokkurinn hafa vent sjer móti stjórninni, eða Caprivi, kanselleranum, en hjer haf'ði Bismarck jaf'nan sína traustustu fylgiliða. Við um- ræðurnar um hina nýju verzlunarsamninga, við Eúmena, Serba og Spánverja sigrað- ist Caprivi á þeim mótstöðuflokki fyrir at- fyigi frelsisvina og sósíalista, en hinir vissu, að hjer mundi eptir fylgja framganga samn- inganna við Eússiand. Þeir kalla hjer hallað hagsmunum ríkisins og beinan óhag búinn landbúnaði og bændum, en Caprivi og keisarinn hyggja í gagnstæða átt, og segja, að stórbændurnir gleymi verzlun og verknaðargengi ríkisins. Hjer verður fram að taka, að aðalatriðin í ágreiningi höfuð- flokka þingsins varða það helzt, hvernig auka megi ríkistekjurnar til að standa svo straum af kostnaði til hers og varna, að ríkin og alþýða manna kenni ekki áþyngsla til munar, eða með öðrum orðum: hvernig finna skuli nýja skatta. Eptir heraukann nýja meira krafizt. Eptir áætlun verða fjárframlögur alríkisins þ. á. 1,305,632,229 ríkismarka. Stjórnin fer fram á aukinn skatt á tóbaksgerð, vínum og aukið mót- unargjald (stimpla), en mjög ósýnt, hvernig hjer reiðir af. Blöð Bismarcks gera sjer mesta far um að sýna veilurnar á því flestu, sem frá Caprivi kemur, og í suður- ríkjum Þýzkalands er optast að því góður gaumur gefinn. Ítalía. I fjárkröggum hefir þetta ríki lengi verið, og átt því jafnan við mikinn ófarnað að berjast. Þegar stjórnina brest- ur úrræði, koma ráðherraskiptin, og hver steypist fyrir sama klett eptir annan. I miðjum nóvember fór svo fyrir Giolitti og hans sessunautum; en þá kom lika banka- hneykslið f'ram á þinginu, og fór sem á Frakklandi (í Panamamálinu), að margir ráðherrar, þáverandi og fyrverandi, gátu langt frá hreinsað sig til fulls. Konungi gekk mjög erfitt að fá mann til að skipa nýtt ráðaneyti, en loks Ijet Crispi að orð- um hans—vinur Bismarcks og endurnýjari þriveldasambandsins fyrir hönd Ítalíu. Ekki trútt um, að Frakkar ygldu meir brýrnar í suður eptir þau tíðindi. I boðan sinni til þingsins (20. nóv.) ját- aði Crispi, að ítalia hefði aldrei verið í rneiri vandræðum stödd en nú, og Ihjet hann á alla til samhuga atfylgis að bæta úr neyðarástandi Jandsins. Hann benti ekki aðeins á vaxandi ríkisskuldir,heldur og á vaknandi óeirðir á mörgum stöðum, á sult- inn og atvinnuleysið á Sikiley og á atvígi með mannfalli og húsabrennum þar og víð- ar, þegar löggæzluliðið hlaut að ráða til atgöngu. Úrræði Crispis hlutu að verða hersend- ing til Sikileyjar. og er hún nú lýst í her- vörzlum (60 þús. hermanna). Annars hefir hann á þinginu boðað nýmæli til hagsbóta fólksins á Sikiley, t. d. um útgjaldaljetti og afnám ýmsrar lagavenju, þar á meðal afgjalds af matvælum, er til borganna eru flutt. Frá Spáni. Þegar hershöfðinginn Mar- tinez Campos var kominn með stórmikinn her til Melilla, fóru Kabýlar að hafa sig undan, og Marokkósoldán tók rögg á sig og sendi bróður sinn með hersveitir að hóta þeim atgöngu, ef þeir Ijeti ekki af ó- friði Nú er eptir að heimta peningagjakliðj? en Spánverjar geta krafizt 35 miljóna. kr., í herkostnað að eins, auk annara bóta. Hjer við tilslökun búizt, en erindarekstri á hershöfðinginn eða marskálkurinn að stýra í Marokltó fyrir'hönd Spánar. Grikkland. Þar er Trikupis kominn aptur til stjórnar, en á ekki úr óvandara að ráða en gjaldþroti Grikk.Iands, eða því som nær, að því skuldheimtendur þess kalla. Hann sá sem sje ekkert betra til úrræðis en hleypa niður rentugjaldinu upp á stjórn- arinnar eindæmi. Yar því stygglega tekið í öllum þeim iöndum, þar sem heimtend- urnir áttu heima. Bolgaraland. Sem fregn má hjeðan færa. að fyrsti fursti þess, Alexander prinz af Battenberg, dó í Austurríki 18. nóvem- ber,enþessmá getalandsbúumogFerdinandi fursta þeirra til sóma, að þeir sóttu líkið á landsins kostnað og gerðu útförina í Sofíu með mestu viðhöfn og virktum. Alexand- er prinz var foringi í her Austurrikiskeis- ara og nefndist »greifi af Hartenau«. Árið 1891 hafði Ferdínand fursti veitt honum í eptirlaun 50þús. franka, en Jjet nú ekkju hans, fyrrum söngkonu í Darmstadt, halda heiðursgjöfinni. Frá Norður-Ameriku. í boðan Clevelands forseta til þingsins var við margt komið, sem fram verður lagttilum- ræðuefnis, og sjer í lagi endurbætur toll- laganna. Blöð sjerveldismanna kenna hin- um mjög um þá fjárhnignun, sem að hefir rekið á seinustu árum, og þverranda meg- in ríkisfjehirzlunnar. Forsetinn minntist á leiðarsundsgerðina um Nicaragua, og kvað hana mikilvægt fyrirtæki, sem væri þess vert, að það kæmist fram fyrir aðstoð og fyrirgreiðslu Bandaríkjanna. Verður þetta mannvirki svo á undan hinu um Panama- eiðið ?, Frá Brasilíu. Þaðan berast missagnir án afláts, en til úrslita hefir enn ekki dreg- ið í Eio Janeiro, þó að skothríðin haldi nú áfram á sjötta mánuð. Að vísu dofnar hún á stundum, þegar foringjar herskipa eða flotadeilda frá öðrum löndurn byrstast við uppreisnarforingjana, ef skeytin verða löndum þeirra að stórmeinum. Póstgufusliipiö Laura, kapt. Christjan- sen. kom hingað i gærkveldi. Með því voru nokkrir Vestmannaeyingar, einn Islendingur frá Englandi (Sigurður Fjelsteð) og einn ísl. Mormóni f'rá Ameríku. Brauð veltt. Landshöfðingi veitti 19. f. mán. prestaskóla kand. Vilhjdlmi Briem Goð- dalaprestakall í Skagafirði. Lausn frá prestsskap hefir síra Jakob Benidiktsson í Glaumbæ fengið frá næstu farctögum með eptirlaunum, sakir heilsubrests. Hann vigðist 1855, að Eiðum. Óveitt brauð. Glaumbær f Skagaíirði. Uppgjafaprestar 2 í hrauðinu og greiðast af því sem stendur 458 kr. til eptirlauna öðrum þeirra. Brauðið er metið 1653 kr. Auglýst í dag. Veitist frá næstu fardögum. Kirk.juflutningur. Landshöfðingi heíir í gær lagt samþykki sitt á, að kirkjan áHjalta- bakka verði lögð niður sem kirkja, en við- haldist sem líkhús, en að ný kirkja verði reist í hennar stað á verzlunarstaðnumBlönduós. Brauð f Ameríku heíir hjerlendur prestur^ fengið síra Árni prófastur Jónsson á Skútustöð- um, eða verið «kallaður» þangað, af íslenzku söfnuðunum í Argyle, Manitoba, með 500 dollara launum. («Lögb.»). Síra Jón Bjarnason hefir sagt Winne- pegsöfnuði upp þjónustu sinni, fyrir vanheilsu- sakir; býst. eigi við f'rekari bata en það. Mannslát. Sannfrjett er lát Ólafs um- boðsmanns Pálssonar á Höfðabrekku. Hann hafði mánudagsmorgun 15. f. mán. riðið á fjörur að heiman f'rá sjer, en þann sama dag kom hestur hans heim nál. miðjum degi, þá mannlaus. Var gerð leit næstu daga á eptir, en arangurslaust. Er baldið að hann muni hafa drukknað í Múlakvisl, þar semhún renn- ur til sjávar skammt fyrir austan bæinn á Höfðabrekku. Hafði sjezt slóði í bröttum sandbakka þar fram við vatnið.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.