Ísafold - 01.02.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.02.1894, Blaðsíða 1
Kemur út ýmiat einu sinm ¦efia tvisvar L viku. Verð árg. ¦(minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eða l'/s doll.; borgist fyrirmiðjanjliliman. (erlend- is fyrir íram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bundin vit> aramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgroioslustofa blaðs- »ns er 1 Austurstrœti 8. XXI. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 1. febr. 1894. 5. blað. HOTEL TIL SALGL L. Jensens Hotel i Akureyri, som i 32 Aar har været drevet med Held, er, paa Grund af Eierens Död, til Salg, eller i Mang-el deraf til Leie paa billige Vilkaar.—Om önskes kan alt Inventar, 2 Tínvtoffplhaver og „Tún", som aarlig giver c. 100 Heste Hö, fölge.—Reflecterende henvende sig til llaitoneindvu * Faktor JOH. CHRISTENSEN, Akureyri. Utlendar frjettir. Khöfn 14. jan. 189B. Veðrátta. Fram til ársloka var hún stööugt því líkust um alla álfu vora, sem vor og haust færa, en svo fylgdu því storm- ar, sem víöa ollu miklum skipsköðum og manntjónum. Við strendur Englands fór- ust dagana 18.-21. nóvember 237 manna; þá daga náði sá útnorðanstormur vestur- strönd Jótlands, að brimrótið bannaði fjölda fískibáta landtöku og höfðu þar, við Har- boöre og þar í nánd, 50 manns bana. Með nýjári sló i kaldara veðurj Tog þó borizt hafl frá syðri löndum Evrópu af frosti og snjókomum, heflr þess enn lítið kennt á norðurlöndum. Friðarhorf. Það er langt síðan, að yfirlýsingar höfðingja á nýársdögum, og eptir þeim blöðin síðan, hafa hiklaust tjáð spár um friðar-blíðviðri á komanda ári. Vilhjálmi Þýzkalandskeisara þótti ekki þörf' á að minnast á stjórnarhorf ríkjanna. Vel þá, ef hjer gengur eptir. 'Allt um það verða ríkjaþingin að sjá fyrir framlögum til herauka og betri vigstöðva á sjó og landi. Jafnvel Englendingar leggja ríkt við, að auka svo flota sinn, að þeir geti framvegis — sem þeir enn segjast fullfær- |j. tii _ mætt á haflnu tveimur mestu fiota- þjóðum Evrópu. ' Frá heljarliði öaldarmanna. Auð- sjeð er, að þeim fjölgar ár af ári í flestum löndum, og að fleiri og fleiri ganga undir merki ófagnaðarboðskaparins, sem þeir kenna. Á seinustu tímum hafa þeir líka gengið meir en fyr í berhögg við þegnlegt fjelag. Boðskapurinn er mörgum kunnur, fram borinn og itrekaður sem hann. er á ótal stöðum (seinast a fundi í París 9. nóvember). Höfuðatriðin svo hljóðandi: . »Þegnfjelagið er eitrað og rotið) fátækt og vesaldómar engu öðru en eigingirni og auðæfum einstakra manna að kenna. Þetta fielag verður í eldi að eyðast; látum oss hefna brseðranna! Fjendur vorir eru ótta lostnir fyrir tundrinu; þess skal neytt! Látum oss drepa þá, fella þá hrönnum saman!« og svo frv. Fyrir rúms sakir getum vjer að eins síðustu höfuðatburða. Hinn 8. nóvember var sprengivjel varpað á fólk í leikhúsi í Barcelónu (á Spáni), og varð hún 23 mönn-. um að bana, en 50 lemstruðust. Nokkru áður hafði tundurtóli verið beitt til bana- tilraunar við marskálkinn Martinez Campos, en hún mistókst. Síðar var vjel sprengd í Massilíu við hús hershöfðingja ' setuliðs- ins, og olli það nokkrum skemmdum, en eigi þeim, er til var ætlazt. Þar fannst þá um leið meiri undirbúningur til stör- sprenginga. Þess má enn geta, að þeir Vilhjálmur keisari og Caprivi kanselleii hans fengu um sömu mundir sendingar í ösk.jum og átti í þeim að vera »sýnishorn af nýju fræi« (frá Orieans), en þar tóku aðrir við og varð engum skaði af, enda svo kallað, að hjer væri allt óbanvænlega til búið, og sendingin helzt til glettingar ætluð eða hræðslu. En svo leið ekki á löngu, áður þau tíðindi komu frá París, að fólki varð felmt við í öllum löndum. Hinn 9. desember var sprengivjel kastað frá hin- um efri setpöllum fulltrúaþingsins, sem lemstraði ekki fleiri en 20 menn. en hjer var til meiri tjóna ætlazt og undir búið. Heljarbófinn hafði orðið fyrir hnippingu af konu við hliðina á sjer, þegar hann varpaði frá sjer vjelinni, og rakst hún á handriðið og sprakk svo á lopti ðður en niður kom. Hann hafði miðað þar til sem menn eru vanir að þyrpast helzt saman, við sæti forsetaeða ræðustólinn; hefði tek- izt að hæfa þar, mundi mesta líftjón hafa unnið orðið. Vaillant heitir sökudólgurinn og meiddist sjálfur, en heflr áður sætt hegningu fyrir ýms brot. Yfir honum er nú líflátsdómur upp kveðinn. Fyrir dómi var hann hinn harðsvíraðasti og sparaði sízt illyrðin og hótanirnar við þingið, dóm- endur og samþegna sína. í þingsalnum voru á honum hendur hafðar, því öllum dyrum var lokað undir eins og brestirnir heyrðust. Eptir atburðina í Barcelona og París var sem ákafast grafizt eptir óstjórnar- mönnum (anarkistum) og fylgsnum þeirra í öllum löndum. Spánverjum heftr tekizt að ná í þá flesta, sem hlut áttu aö morð- verkinu í Barcelona og floirum tilræðum, og þeir ráku eðu fluttu þá alla alla út yflr landamærin, sem að komnir voru frá örðr- um löndum. Af innlendum sökudólgum eða samsærismönnum þess liðs hafa þeir flutt 37 til útlegðar (og þrælavinnu?)| á eyjunni Feruando Po í Guineaflóa. Vist- in hin óheilnæmasta, já, banvæn kölluð, fyrir Evrópumenn. Frakkar standa enn stöðugt í rannsóknum í öllum stórborgum sínum, og hafa uppgötvað margar morð- vielar og leyndarsmiðjur," en í sumum bústöð- unum brjcf og sk.jöl, sem gefa margvisleg- ar vísbendingar. Mörg hundruð manna þegar í höptum og fjölda vísað úr landi aðkominna manna. Enn frenmr eru lögin strengd og nýmæli samþykkt til varnar gegn illvirkjaráðum óstjórnarmanna. Líku er nú og framhaldið i flestum Evröpuríkj- um. Danmörk. TMl skamms tíma hafa blöð hægri manna og sambræðenda (»sammen- smæltere«) látið ekki óliklega um, að við samruna og sáttuni mætti búast með vor- inu. En þó vill sitt hvað henda, sem mörgum þeirra bregður í brúnir við, t. d. samvinna manna af öllum flokkum á fund- um landbúnaðarvina (»agrara«), sum upp- kvæði á þeim fundum um afneyzlu ríkisfjár eptir ríkisþörfum, og síðan stirðar undir- tektir stjórnarinnará þinginu gagnvart þeim nýmælum, sem frá því samtakafjelagi stöfuðu. Nú er líka fjárhagsnefndarálitið komið í blöðin, og þykir það ekki hafa meiri tilhliðrunarblæ en hin fyrri. — Hið ískyggilegasta er þó, að við hinar nýaf- stöðnu kosningar bæjarfulltrúa hafavinstri- menn unnið nær því fullan sigur í flestum helztu bæjum landsins. Von, að þeir kalli þetta á gott vita fyrir næstu þingkosn- ingar. Vel og greiðlega var vikizt við, sem Dönum er títt, saœskotunum til ekkna og munaðarleysingja eptir skipskaðana á Jót- landi. Talin 200 þús. króna. England. Við lagabætur og nýmæli, sem varða umboðsstjórn í hjeruðum og borgum, kirkju- og safnaðamál og svo frv., nútur Gladstone sama fylgis sem fyr i neðri málstofunni, og stundum drjúgum meira. Fyrir fám dögum var fundum frestað til 12. febrúar. í verkfallsmáli kolanámamanna fekk hann Eosebery lávarð til formennsku í gerðarnefnd—17. nóvem- ber; verkfallið byrjaði í júlí — og gekk hjer saman til stundarfriðar, eða til 1. febr. þ. á. I þessu þrái höfðu verkamenn beðið fjár- missi á margar miljónir / og aðrir ekki minni. Vel er látið yflr erindalokunum í Kabnl (í Afghanistan), þó fjarframlögur Englend- inga til jarlsins hafi við þau hlotið að auk- ast. Sú aflciðing verður þó ekki minnst verð, ef til samkomulags dregur með þeim og Rússum um fjalliendi, sem Pamir heitir, og þeir skjóta því undir yfirráð Afghana og Sínlendinga, . svo það verði þeim ekki sjalfum lengur að tortryggðar- eða deilu- efni. Um þetta nú samið í Pjetursborg. Sökum rigninga og vatnavaxta IiafaEng- lendingar hætt við eptirförina eptir Lohen- gula konungi, en hann á að láta fyrirber- ast einhversstaðar við Zambeze. Dáinn er Samuel White Baker, hinn frægi Afriku-Iandkannari og uppgötvari vatnsins Albert Nyanza. Frakkland. Hreiflr og hróðugir gengu Frakkar á þing 14. nóvember og minntust bæði ráðherrar og forsetar þingdeildanha

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.