Ísafold - 01.02.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.02.1894, Blaðsíða 3
19 Afli á þilskip Eyþórs kaupmanns Felixsonar i Eeykjavik 1893. Fiska- cv_ a MeÖalt. Salt? Skjpv.Veiðitimi. ta,a skPd- í sipd. tnr. Einingin 11 4/a—16/s 42,000 282 160 384 Agnes 18 10/s—24/8 38,600 262 153 366 Hebrides 10 14/»—18/s 24,600 173 142 260 Skipstjóri á Einingunni var Páll Hafliðason, á Agnesi Pjetur Pórbarson, á Hebrides Þór arinn Arnórsson. Piskurinn var allur verk- aður sama ár. Af salti fór í skpd. á Ein. 11 sketfur, á Hebr. ll‘/» og á Agn. 12. Nauðsyn og nytsemi farmannalaga. Eptir skólastj. M. F. Bjarna.son. III. Höf. segir, »að iöggjöfln hjer á landi geri engum eins erfltt fyrir eins og þil- skipaútgerðarmönnum með þessum lögum, þar sem þeir sjeu skyldaðir að brúka viss- an skammt af toliskyldum vörum, og það jafnvel áfengi«. Jeg fyrir mitt leyti get ekki betur sjeð. en að það verði sama byrði á herðum útgerðarmanna, hvort sem það eru landslög eða landsvenja, er bjóða að neyta kaffi og sykurs á þilskipum. Likiega hefði ekki fremur verið hætt við kaffl- og sykurbrúkun á sjó heldur en á landi, þótt farmannalögin hefðu ekki ver- ið gefln út. Enda getur verið vafamál, hvort það er ráð, að hætta kaffi- og sykurbrúkun á þilskipum, þar sem kaffi er sú eina verulega hressing, sem skip- verjar hafa, og það kemur þráfaldlega fyrir, að ekki sje hægt að hafa aðra hress- ingu en kaffi, þegar vond eru veður. Og ef skipverjar væru sviftir því algerlega og hefðu ekkert annað hressandi í þess stað, þá yrði iíflð á sjónum stundum súrt. Með ofangreindum ummælum sýnir höf. beriega, hversu brýn nauðsyn er á ströng- um, skýlausum og gagnorðum farmanna- lögum. Að sönnu er reglugerðin um við- urværi skipverja engin farmannalög, held ur viðurgjörnings-taxti fyrir skipverja, sem farmannalögin áskilja að fyigt sje. Því ef allir útgerðarmenn væru eins höf'ðing- lega(!) sinnaðir og höf. virðist vera, þá gætu þeir — ef engin lög væru —, svift veslings sjómanninn jiessari ómissandi hressingu m. fl. af þvi, sem lögin á- skilja. En nú vill svo vel til, að reglugjörðin um viðurværi skipverja á íslenzkum skipum Ijettir mikið fyrir útgerðarmönnunum að því er kaffitoll snertir, með því að ætlazt er til, að te sje brúkað að hálfu leyti við kaffi, og getur því kaffibrúkun á þilskip- um verið helmingi minni nú en áður var. Hvað sykur snertir er það ekki hægt, með því vjer höfum enga vöru, er verði höfð í þess stað. Að sönnu er mjer ekki vel kunnugt um kaffibrúkun á öðrum skipum en skipum herra G. Zoega, en þar var hverjum manni, áður en lögin komu út, ætlað V* P^- af 111 vikunnar; en samkvæmt reglugerðinni er manninum ætlað V4 Pd-> en * sta^ ^ins V4 partsins er honum ætlað te, sem höf. mun vita að ekki er tollskyld vara. En ef útgerðar- manni skyldi flnnast tollur af þessari kaffinautn óbærileg byrði, þá getur hann í fullri heimild laganna samið svo við há- setana, að hann getur að öllu leyti losazt við að hafa kaffi á skipum sínum, og meira að segja jafnvel vegið hásetum út »fjallagrös« og »blóðberg« í kaffistað, ef þeir gora sig ánægða með það. En öll þessi feikna-tollbyrði, sem höf. lætur svo illa við, nemur 8—10 kr. af kaffinu, þegar gert er að 14 manns sjeu á skipi, og álika miklu af sykrinu, alls 16— 20 kr. fyrir hvert skip, og það þó því sje haldið úti 6 mánuði á ári; skárri er það byrðin! Það er auðvitað, að safnast þegar saman kemur, og fyrir þá, sem eiga mörg skip, getur það orðið nokkur upp- hæð; enn fremur mun það þykja smá- smuglegt af útgerðarmanni, að æðrast af slíku. Hvað ölföng áhrærir, þá hefl jeg ekki skilið reglugjörðina svo, að útgerðarmaður sje beinlínis skyldur að leggja til áfenga drykki á þilskipum, þar sem að eins skip- stjóra er veitt heimild að veita hásetunum brennivín eptir sinni vild; öl er ekki nefnt á fiskiskipum; og hafl jeg skilið þetta rjett, þá getur það verið undir samningi komið milli skipstjóra og útgerðarmanns, hvort nokkrir áfengir drykkir sjeu hafðir méð á skipi eða alls ekkert af því tagi. Og þar sem gera má ráð fyrir, að skipstjóri sje reglumaður, og aðrir mega ekki hafa ölföng með, þá getur sá áfengistollur ekki haft stórvægilegan kostnað í för með sjer fyrir útgerðarmenn skipa. Af því, sem jeg hefl drepið á hjer að ofan, getur höf. tæplega staðið sig við að segja, að löggjafarvaldið hafi með far- mannalögunum lagt tálmanir fyrir fram- farir þilskipaútvegs vors. (Niðurl.). Meðalliiti í Reykjavík 1893 m. m. á hádegi á nóttu rignt snjóad janúar + 0.09 ~ 2.6 10 daga 5 daga febrúar + 0.07 2.7 6 — 9 — ^arz + 0.9 — 2.2 8 — 9 — apríl + 5.3 + 1.2 10 — 6 — maí + 9.9 + 4.7 8 — 3 — júní + 12.0 + 7.1 18 — » — júlí + 14 3 + 8.4 10 — » — ágúst + 13.9 + 8.8 12 — » sept. + 10.0 + 4.6 13 — 3 — október + 3.7 -L. 1.2 7 — 7 — nóvbr. — 0.4 3.6 9 — 6 — desbr. — 2.4 -j- 4.5 6 — 7 — Athgr. Siðast snjóaði hjer 7. maí; fyrsti snjór hjer 19. sept. (gránaði jörð). Jarðnlcjálfti (2 kippir) snemma morguns h. 18. nóvember. Þrumur heyrðust í eitt skipti kveldið 30. marz (í tjarska). J. Jónassen. Leiðarvísir ísafoldar. 1322. Hefur kaupmaður, sem jeg á inni hjá, rjett til að neita mjer um salt, ef hann heí'ur það til í verzlun sinni og það er ekki öðrum lofað ? Sv.: Kaupmaður virðist eigi vera skyldur til að láta úti neina ákveðna vöru, fremur annari; en hann er skyldur til að svara upp- hæðinni í peningum, ef hann ekki vill láta spyrjanda fá þá vörutegund, er hann óskar, hafl hann (kaupm.) engan fyrirvara haft gegn peningaborgun, er viðskiptin hófust. 1323. Vorið 1892 var tekin út jörð handa mjer og jeg flutti að henni, án þess að væri tekið fram við mig munnlega eða skriflega, bvað lengi jeg mætti vera við jörðina. Nú var mjer byggt út í október 1893. Er jeg skyldur til að standa upp af jörðinni í næstu fardögum, þar jeg hef staðið í öllum skilum hvað jörðina áhrærir ? Sv.: Nei, ekki nema iandsdrottinn geti sann- að, að spyrjandi hafl fyrir fram undirgengizt slíka meðferð á sjer; annars hefir spyrjandi æfilangan abúðarrjett, ef hann vill, úr því landsdrottinn hefir vanrækt að gefa honum byggingarbrjef, sjá lög 12. jan. 1884. Beaver-línan flvtur vesturfara beina leið til Canada á næstkomandi sumri, ef að 4 hundruð manna skrifa sig með henni; allir sjá hve ómetanlegur hagur það er að geta komizt beina leið; ættu því allir, er á annað borð flytja vestur, að leggjast á eitt með að fara með Beaver línunni, enda varð hún íyrst til þess, að setja niður fargjaldið, einnig hin fyrsta lína er flutt hefír beina leið; þess ættu menn að láta línuna njóta, með því að taka sjer íarmeðhenni. Fargjald fyrir hvern fullorðinn mun verða hið sama sem síð- astl. ár, sem sje 123 krónur, ogtiltölu- lega minna fyrir börn og ungbörn. Á- reiðanlegur túlkur verður sendur með Vesturförum; einnig verður þeim út- veguð vinna þegar til Vesturh. kemur, ef þeir innskrifa sig í tima. Beaver- lína.n hefir fengið mjög gott orð á sig eins og sjá má á eptirfylgjandi vott- orði, sem skráð er í amerísku blaði »The Gazette« Montreal 14. áug. 1893 neðan við ferðasögu útflutningsskipsins Beaverlín. »Lake Huron« er flutti vest- urfara beina leið frá Seyðisfirði 1 sum- ar er leið til Kanada, af 500 manns, er á skipinu voru: «Þah er oss sönn gleði að bera Beaver-lín- unni eptirfylgjandi vitnisburð. Lake Huron, skip fjelagsins, fór frá Liverpol til Islands, og fóru vesturf'arar í skipið á Seyðisfirði, miðvikudaginn 2. ágúst. Vjer erum í stórum hóp, 526 manns, karlmenn, konur og börn, og fylgir okkur umboðsmaður stjórnarinnar í Manitoba. Frá því vjer komum á skip, höf- um vjer orðið aðnjótandi allrar þeirra vel- vildar, sem unnt var, at öllum á skipinu. Það hefir íarið mjög vel um okkur, og farþega- rúminu hefir verið haldið hreinu og loptgóðu. Vjer höf'um haft yfirfljótanlegt fæði, vel mat- reitt og vel fram borið, þrjár máltíðir á dag. Skipstj., læknir og bryti skoðuðu f'arþegarúm- ið á hverjum morgni ásamt Mr. Christopher- son, til þess að sjá um, að allt væri í góðri reglu. Sjerstaklega megum vjer þakka lækn- inum fyrir sitt mikla ómak og kurteisi. Það hryggir oss mjög, að einn úr flokki vorum er dáinn, þrátt fyrir það, þó læknirinn sýndi allan sinn dugnað og nákvæmni. Vjer þökk- um einnig skipstj. Carey tyrir hans góðu hluttöku 1 uttörinni. Að endingu f'ærum vjer skipstj. og öllum yfirmönnum beztu óskir vorar, og vjer erum vissir um, að vinir vorir, sem ætla að flytja til Ameríku, muni verða ánægðir með að fara með Beaver-línunni framvegis. Eerðin frá Islandi til Quebec hefir staðið yfir rúma 8 daga». Vesturfarar snúi sjer til mín og um- boðsmanna minna við hinar ýmsu hafn- ir landsins. Reykjavíl^ t. febrtiar 1894. Þorgr. Guðmundseii. Prjónayjela r, með heztu og nýjustu gerð, seljast með verksmiðjuverði hjá Simon Olsen, Kjöbmagergade Nr. 50, Kjöbenhavn. Eptir vjelum þessum er mikil eptirspurn, af því, hve traustar og nákvæmar þær eru, og að þær prjóna alls konar prjónles jafnt úr smáu sem grófu bandi. Vjelar þessar má panta hjá P. Nielsen á Eyrarbakka, sem sýnir, hvernig þær fara að prjóna 0g veitir ókeypis tilsögn til að brúka þær. Hjer á Islandi eru einkar hentugar vjelar með 124 nálum, sem kosta 192 kr. do. — 142 — — — 230 — do. — 164 — — — 244 — do. — 166 — — — 280 — Verðlistar sendast þeim, er þess æskja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.