Ísafold - 10.02.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.02.1894, Blaðsíða 2
2te landi og Norvegi. Sá fiskur líkist alls eigi íslenzkum saltfiski; hann er eins og mitt á milli saltfisks og harðfisks. fslenzkur fisk- ur hefir flutzt þangað stöku sinnum og gengur þar út, ef ekki er mikið afhonum. Frá Portugal ferðaðist jeg landveg til Sevilla, Cadiz og Malaga og þaðan sjóveg '1 Almeria, Carthagena, Murcia, Alicante j Valencia. í öllum þessum bæjum er jikill aðfiutningur af saltfiski, sumpart haröþurkuðum frá Norvegi og Newfound- landi og surnpart Labradorftski, sem er þó ekki alveg eins linverkaður eins og sá sem flyzt þaðan til Suðurenglands. Hver borg hefir sína tilbreyting. sem jeg mun lýsa nánar í aðalferðaskýrslu minni. Hjer i Barcelona er hinn mikli markað- ur fyrir allar hinar dýrari saltfiskstegund- ir, og lyjer hefir um langan aldur verði aðalmarkaður fyrir íslenzkan saltfisk frá Vesturlandi. Vestfirzkur saltfiskur heldur sjer betur'en sunnlenzkur, þrátt fyrir það þótt hann sje minna saltaður. Yfirleitt eru menn vel ánægðir með gæði hans, en þó hefir nokkrum sinnum verið kvartað yfir því siðustu 2—3 árin, að fiskurinn verði rauðleitur, þegar hann hefir legið nokkuð fyrir. Þetta kemur einnig fram á fleirum saltfiskstegundum, og er ætlan manna, að það sje að kenna. ofurlitlum rauðum sveppi, sem kemur fyrir í sumum salttegundum, einkum í salti frá Cadiz, þó það sje annars haldið sterkara og betra en Liverpoolsalt. Jeg ætla mjer að spyrj- ast betur fyrir um þetta mál, með því það hefir mikil áhrií' á verðið á fiskinum. Hjer í Barcelonap og Tarragona hef jeg hugsað að dveljast nokkra daga enn, og held síðan til Genua á ítah'u, til þess að kynna mjer saltfisksmarkaðinn þar. Jeg byst við að verða kominn til Kaup- mannahafnar 1. febrúar og ætla mjer að senda þaðan ýtarlegri ferðaskýrslu með »Laura« næst. Hvað sjálfan mig snertir, þá hefir mjer liðið allvel og allt gengið slysalaust hingað til. Hjer er m.jög fjöllótt land og jámbrautum mjög ábótavant. Stuudum engin járnbraut, og verður maður þá að aka liðlangan daginn um fj'öll og firrnindi í skröltandi dagvagni með 4—6 múlösnum fyrir. Gisti- húsin uppi í Jandi eru heldur eigi á marga fiska, en þó sæmilega dyrseld. Ferðin mun kosta mig 900—1000 kr. fram yfir það, sem þingið veitti. — Loptslag hjer erljóm- andi; sífellt sól og sumar; það er að eins núna siðustu dagana, að dálitið hefir orð- ið vart við, að það er vetur og kuldinorð- ar betur. Virðingarfyllst D. T. Kaupfjelag Reykjavíkur hjelt ársfund sinn 26. f. m. Var þá lagð- ur fram reikningnr fyrir árið 1893 og hafði fjelagið samkvæmt honum verzlað fyrir samtals rúml. 18000 kr., eða nokkuð minna en undanfarin ár. Megnið af vör- unum hafði, eins og að undanförnu, verið keypt hjer hjá Fischers verzlun, er jafnað- arlega hefur boðið fj'elaginu betri kjör en aðrar verzlanir, en nokkuð (kol) hjá J. P. T. Brydes verzlun. Því hafði verið hreift, að breyta fyrir- komulagí fjelagsins þannig, að fjelagið pantaði eptirleiðis vörur sínar sjálft beint frá útlöndum, en skipti eigi við kaupmerm ly'er, en sú uppástunga fjekk engann byr og var ákveðið að halda fjelaginu áfram í sama horfi og að undanförnu. Stjórn fjelagsins (Sigf. Eymundsson, Sighv. Bjarna- son og Halld. Jónsson) var endurkosin Það er eigi mínnsti vafi á því, að fjelag þetta hefur gjört stórmikið gagn síðan það var stoí'nað. — Fyrst eru það eðilega fj'e- lagsmenn sjálflr, er hafa haft stóran hag af verzlun sinni við það, þar sem vöru- verð á flestum vörutegundum hefir í því verið að miklum mun lægra en annars- staðar hefir verið kostnr á að fá vörurnar fyrir. En einnig þeir, sem eigi eru í fj'e- laginu, hafa haft mikinn óbeirdínis hagnað af starfsemi þess, einkum þó þeir, er ann- aðhvort að einhverju leyti hafa getað verzlað fyrir peninga eða getað skipt skuldlaust við kaupmenn með vörur sínar, því að fjelagið hefir vitanlega átt mestan og beztan þátt í(verðlækkun þeirri á nauð- synjavörum, sem átt hefir sjer stað hjer í Reykjavík síðan fjelagið var stofnað, og) hinum mikla mismun á peningaverði og reikningsverði hjá þeim, sem á skuldaklaf- ann eru bundnir, sem nú er orðinn við verzlanir hjer. Það er vegna þessa, að kaupmenn sumir hverjir hafa mjög haft horn í síðu fjelagsins og helzt viljað koma því fyrir kattarnef, enda gjört tilraun i þá átt t. d. með því að selja með eða und- ir innkaupsverði og sjálfum sjer til skaða einstaka vörutegundir — samt vanalega að eins fáa daga í senn — fyrir lægra verð en verið hefir í fjelaginu, bara til þess að reyna að koma því inn hjá mönnum, að enginn hagur væri að verzla í kaupfjelag- inu, og hafa einstaka menn verið svo skyni skroppnir, að láta glepjast af slíku, gætandi eigi þess, hverjar afieiðiiigarnar yrðu, ef' fjelagið hætti, þær nef'nil., að allt sækti í sama horfið og áður, vöruverð hækkaði,og skilamennirnir, er verzla skuld- laust, f'engju að borga fyrir óskilamennina, upp á gamla móðínn. Þegar rjett er á málið litið, ættu kaup- menn í Reykjavík fremur að vera fj'elag- inu hlynntir en hitt, og það af ýmsum á- stæðnm. Fyrst er nú það, að fjelagið verzlar eingöngu við kaupmenn bjer i bænum, en eigi, eins og pöntunarfjelögin, við menn í útlöndum, er annaðhvort aldrei stíga sínum fæti hjer á land, eður, þó þeir gjöri það, koma sjer samt bjá allri ábyrgð af verzluninni og borga má ske ekki einn einasta eyri til almennra þarfa. Enn fremur má geta þess, að það þarf eigi að vera fremur einn kaupmaður en annar, er fjelagið verzlar við; það bindur sig aðeins fyrir 1 ár í einu og það eigi nema með einstakar vörutegundir, ef aðrir selja hin- ar vörurnar ódýrari. Þannig getur fjelag- ið t. d. keypt kornvörur hjá einum kaup- manni, kaffl hjá öðrum, sykur hjá þeim þriðja, kol eða steinolíu hjá þeim fjórðao. s. frv. Að fjelagið hefir hingað til mest verzlað við 1 ka.upmann, kemur til af því, að sá kaupmaður hefir boðið fjelaginu betri kaup en aðrir, eigi að eins á einstaka vöru- tegund, heldur einnig á öllum vörunum yfir hofuð að tala. En eigi er víst að þessu verði eptirleiðis til að dreif'a. Þá ma líta á það, að margir af þeim sem í fj'elaginu eru, pöntuðu áður vörur sínar sjálfir beint fi'á útlöndum, án milligöngu kaupmanna, og hefir kaupmannastjettin hjer því eigi mísst neins í við þá, þó þeir færu í kaupfjelagiö, heldur miklu fremur grætt; og loks er það eigi minnst um vert, að fjelagið hefir mjög vanið menn á skilsemi í peningasökum, þar sem það er ófrávíkj'- anleg regla í fjelaginu, að verzla að öllu leyti skuldlaust og borga að eins með peningum. Það hefir verið kvartað yfir þvi, að það^ væri örðugleikum bundið að vera í fjelag- inu fyrir aðra en embættismenn eður- »launamenn«,er menn svo kalla. En þetta er í rauninni eigi svo. Fjelagið er sam- kvæmt lögum sínum eigi bundið viö neina sjerstaka stjett. Að eins þarf hver fjelags- maður að verzla fyrir að minnsta kosti 180 kr. á ári eður 1.5 kr. & mánuði hverj- um, og geta menn valið um, hvort þeir vilja heldur borga vöruruar allar í einu lagí, þegar þær koma á vorin eða sumrin, eður mánaðarlega, og fá sjer svo vörurn- ar afhentar jafnóðum og þeir borga. Stöku. sinnum mun mönnum einnig hafa verið< gefinn kostur k að draga borgun á vörun- um þangað til seinni part sumars eður á haustin, en auðvitað með því skilyrði,að' þeir borgi þá dálitla vexti fyrir dráttinn og fái engar vörur fyr en þeir hafa borgað. Með þessu móti er þeim opnaðnr vegur til að vera í fjelaginu, er annaðhvort eigi hafa fastar mánaðarlegar tekjur eður eigi hafa þær ástæður, að þeir geti fyrri part ársins fyrir peninga byrgt sig upp með vörur til næsta vors.— Á þetta einkum við útvegsbændur, er t. d. á sumrin geta selt fisk fyrir peninga, vegagjörðamenn o. fí. Hagfeldast mun það þó vera að borga vörurnar strax og þær koma í einu lagi, og er þá innanhandar fyrir þá f'jelagsmenn,. er eigi hafa peninga, að útvega sjer bráða- birgðalán um nokkra mánuði, og geta fjelagsmenn hjálpað hver öðrum í þessu eíni. Það er eigi stórt heimili, er eigi brúkar að mitinsta kosti 180 kr. virði á ári í nauð- synjavörum, þegar þar með er talið Ijós og eldsneyti; en sjeu fleíri, er þyki þetta of há upphæð, geta þeir slegið sjer saman og látið einn vera í ijelaginu og skipt svo- vörunum með sjer eptir geðþótta. Eitt er það, sem virða mætti við fj'elag þetta fremur en önnur kaupfjelög eða pöntunarfjelög, það sem sje, að fjelagið hefir, síðan það var stofnað, því nær al- gjörlega sneitt hjá munaðarvörukaupum. Tóbak hefir t. d. að heita má alls eigi- verið keypt í fjelaginu, og af vínföngum eigi einn einasti dropi. —r. • Faxamálið. Það mál, milli Sigfúsar Eymundssonar agents og Sigurðar Jóns- sonar kaupmanns, út af kaupum af gufu- bátnum »Faxa«, var dæmt í yflrrjetti 29. f. m. og staðfestur bæjarþingsdómurinn i því, þannig, að Sigurður var dæmdur til að greiða Sigfúsi 2.537 kr. 47 a. með 5% vöxtum frá sáttarkærudegi, en málskostn- aður látinn falla niður. Telefónfjelagið. Ársfundur var hald- inn í því (Telefónfjelagi Reykjavíkur og Hafnarfjarðar) laugardag 20. f. mán. Á'rs- reikningurinn fyrir 1893 bar með sjer, að rúmar 220 kr. höfðu goldizt á árinu fyrir afnot málþrððarins, helmingur á hvorum staðnum, Hafnarf. og Rvík, þar af 60 kr. í föstum árgjöldum (á 10 kr.). Meiri hlut- inn af þeim tekjum höfðu farið til að kaupa f'yrir nýja málvjel, til vara, ef önnurhyor hinna bilar. Þá fóru 50 kr. i 2 ára vexti,..

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.