Ísafold - 14.02.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 14.02.1894, Blaðsíða 1
Kemur út ýmiat emu sinni •eða tvisvar í viku. Yer?) árg. (minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eða l1/* doll.; borgist jfyrirmibjanjúlimá-n. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin vib áramót, ógild nema komin s j e til útgefanda fyrir 1. októ berm. Afgreibslastofa blaöf- ins er i Auaturatrœti b. XXI. árg Reykjavík, miðvikudaginn 14 febr. 1894. 8. blað. Nokkrar athugasemdir við verzlunarfræði hr. Guðm. Einarssonar í Nesi, m. m. Eptir Index. í nr. 2. af þ. á. »Fj.kon.« ritar hr. Guðm. Einarsson í Nesi »um verzlunarfjelög o. fl.«, og er svo elskulegur að kljá inn í þenna ritvef sinn kafla úr grein þeirri sem jeg reit í ísafold 9. des. f. á., og er tilgangurinn með ritsniíð hr. G. E. auð- sjáanlega meðal annars sá, að hrekja tjeða grein mína. í hinni tilvitnuðu grein minni ljet jeg ,þá skoðun í ljósi, að kaupmenn styddu verzlunarfjeiögin með vetrarlánsverzlun sinni, að þeir þá hjeldu lífinu í þeim skiptavinum verzlunarfjelaganna, sem gætu ■ekki án iántöku lifað, en s.jálf megnuðu þau ekki að hjálpa. Þetta þykist hr. G. E. meðal annars hrekja rneð því, að vetr- arlánsverzlun kaupmanna »synist vera meira gerð fyrir lánveitanda en lántak- anda«, að kaupmenn taki vanal. allt að 50% af vetrarlánunum o. s. frv. En meö þessu hrekur hr. G. E. ekki Mð allra minnsta af því sem jeg heíi sagt, sannar ekki heldur neitt af því sem hann vill sanna; !þessi orð hans eru út á þek.ju töluð, og koma málinu ekki hið allra minnsta við, eins og það liggur fyrir án -'útúrsnúninga. Hjer er spurningin þessi: Eru bændur álmennt svo í stakk búnir að efnum til, aSjþeir með sumarverzlun sinni við verzlunarfjelögin geti »byrgt sig vel upp«, að þeir komist af án lánveitinga frá kaupmanna hálfu að vetrinum ? Hjer er því um það eitt að ræða, hvort vetrarlántöku þörf sje fyrir hendi eða ekki. Framfærsla og hvatir lánveitanda standa ekki í hinu allra minnsta sambandi við þetta, og spurningin um slíkt getur með engu móti komizt að fyr en eptir að hinni spurningunni er svarað. Verði nú spurningunni um lántökuþörf- ina svarað neitandi — og það gerir hr. G. E. —, þá falla framfærslu-ummæli hans sem önnur markleysa; því þar sem -enginn tekur eða þarfnast láns, komast getsakir hans um framfærslu ekki að. Verði nú spurningunni aptur á móti svarað ját- andi, geta þó orð herra G. E. um kaup- mennina aldrei orðið sönn nema að hálfu eða tæplega það, því vitanlega er þeim, sem þiggur lán til að bæta mcð einhverja bráða þörf, aldrei minni þægð í að fá það, en hinum að veita; vanalega langtum meiri. Hvað framfærslu-upphæð hr. G. E. út -af fyrir sig snertir, er þess að gæta, að því hærri sem hann metur hapa, þviverra fyrir málstað hans. Engin sterkari sönnun verður fengin fyrir lántökuþörf. Þetta hefir hr. G. E. ekki athugað, og rífur þannig sjálfan sig niður og þann málstað, sem hann vill styðja. Það liggur sem sje í augum uppi, að engum heilvita manni dettur í hug, að taka fje að láni, sem hann alls ekki þarfn- ast, og sízt með afarkostum. ef menn þess- ir svo ættu i vændum afar-arðsama sum- arverzlun við verzlunarfjei., sem ein nægði þeim í alla staði. Að kaupmenn græði i vanskilaskörðin, auk vanalegs verzlunarhagnaðar, er ekk- ert annað en gömul, vinsamleg tilgáta bú- hygginna kaupmannavina; en hvað hafa þeir kaupmenn grætt i vanskilaskörðin, sem hrundir eru í stórhópum og hrynja árlega fyrir vanskil manna? Fróðlegt væri að heyra dálítið um það frá hr. G. E. Þá er það iíka moira en minna skritið, já blátt áfram hlægilegt, að heyra menn sí og æ »slá um sig« með því, að kaup- menn muni ekki lána fje sitt af kærleika til náungans; þenna sið ættu þeir sem allra fyrst að leggja niður, sem skynsamirþykjast. Jeg fyrir mitt leyti er þeirrar skoðun- ar, að náunganum yfir höfuð farist ekki að stæra sig af kærleiksauðlegðinni, nje bregða bróður sínum um fátækt af því tagi. »Hvað verzlunaríjelögin snert.ir, þá er vegur þeirra alveg laus við lánsverzlun kaupmanna«, segir hr. G. E. Nú vita allir, að verzlunarfjelögin eru engin sjerstök eða sjálfstæð persóna, ekkert annað en hópur manna, sem skiptir milli sín dálitlum vöru- forða, er þeir hafa klófest í fjelagi, og hverjum einstökum fjelagsmanni endist vanalega ekki lengi skerfur sá, sem hann gat krækt í; við þetta bætist, að ef'naá- stæðum og aflafeng alls fjöldans í sjó- plássunum að minnsta kosti er svo háttað, að þeir geta hvorki keypt af verzlunarfje- lögum nje öðrum svo ríflegan forða, að þeim endist hann til næsta árs, án milli- bilslánþágu frá einhverri lilið, og úr því þessu er nú einu sinni svona varið, þá styrkir sá og styður verzlunarfjelögin, þ. e. samfjelagsverzlun manna, sem lánar þeim að vetrinum svo þeir þá ekki þurfi að verja afla sínum jafnóðum og hann kemur úr sjónum til þess, að kaupa fyrir hann bita upp í munninn, engeta geymt' það lítið þeir æignast af fiski til næsta sumars óg þá skotizt til verzlunarfjel., ef þeim sýnist svo. Þetta sýnist liggja svo opið fyrir, að jafnvel hin frekjulegasta vanþakklætis-ill- girni sæi sjqi’ ekki fært eða sæmilegt að neita því. Ljósast sæist þó, hvor okkar hr. G. E- hefði rjettan málstað, ef allir Faxaflóa- kaupmennirnir lokuðuverzlunum sínum fyr. ir allri lánsverzlun, segjum frá 1. októb. til 1. júní, þó ekki væri lengur. Skyldu verzlunarfjelögin fá mikinn fisk næsta sumár eptir? Jeg held ekki; hann yrði að mestu lagður inn jafnóðum og hann afl- aðist, til þess að bæta hinar næstu og allra brýnustu þarflr; því sannleikurinn er sá, að minnst 90 af hverjum 10U búendum, komast ekki af án mikillar lánþágu á veturna. Geti herra G. E. neitað þessu með sönnum rökum, þá fyrst sannar hann að »vegur« verzlunarfjel. sje iausvið láns- verzlun kaupmanna. Enn þá ætla jeg að tilfæra nokkur af orðum hr. G., E og sýna þau Ijósast, hve mikill þjóðmegunar- og verzlunarfræð- ingur hann er; hann segir: »Því ef verzl- unarfjelögin hafa vöru handa á milli, geta menn fengið allar sínar nauðsynjar, hverju nafni sem nefnast, i gegnum þau«. Einkennileg er rökfærsla þessi, alveg spánný kenning, sem, þegar búið er að hrista úr henni sandinn, sem á að fylla augu alþýöu, hljóðar svona: Til þess að uppfylla þarfir sínar .útheimtist ekkert annað en það, að einn liafi það handa i milli, sem annan vantar, þótt ekkert sje fyrir að gefa. Þaö er ekkí litið gefandi fyrir svona hreina. og djúpa speki, þá um alvörumál er að ræða, þótt revnslan hafl fram á þenna dag sannfært menn um, að til þess að geta bætt kjör sín sje engan veginn eiúfelítt, þótt A hafi í vörzlum sín- um það sem B vantar, hafl B ekaert eða ekki nægilegt fyrir að gefa. Þessi sann- indi ná ekki síður til verzlunarfjelaganna en annara, og þrí er auðsætt, að engan veg- inn er nóg, þótt þau hafl nauðsynjar náung- ans handa í milli, geti hann ekki keypt svo nægilegt sje til framfærslu sjer; með- an þetta vantar, verða verzlunarfjelögin aldrei einhlit, geta aldrei miklast af því, að þau þurfi ekki stunðnings frá kaup- manna hálfu. Svo nenni jeg ekki að elta.st lengur við grein hr. G. E.; öll er hún ekkert ann- að en þessi gamla vísa, sem kveðin heflr verið um nokk’Urn undanfarinn tíma. Og þótt mjer sje vel til hr. G. E. og virði hann fyrir dugnað og ýmislegt annað, nenni jeg ekki að leyna því, að mjer virð- ist þessi »Fjk«.-grein og verzlunarfræði hans vera sandur, eintómur sandur. Þegar maður athugar það, sem sumir for- mælendur verzlunar- eða kaupfjelaganna rita um verzlun, verður ekki annað sjeð en að þeir vilji telja mönnum trú um, og — trúi þvi sjálfir —, að verzlun í höndum kaupmanna sje landplága, og að þjóðin eigi ekkert þarfara verk óunnið en að reka þá og verzlun þeirra af höndum sjer. Þótt þvi verði ekki neitað, að svipuðum skoðunum hafi snöggvast brugðið fyrir annarsstaðar en hjer á landi, þá megum við þó vera hreyknir yfir því, að nú eig- um við hana einir; jafnvel hinir svæsn- ustu socialist.ar o g aðrir óaldarseggir skammast sin fyrir hana, og vilja ekki láta slíka »grænku« um sig spyrjast. Ail- ar hinar menntuðu þjóðir heimsins telja verzlunarsjettina eina sína nytsömustu stjettj þær gjöra sjer far um, að ríki verzlunar- innar verði sem blómlegast og mest, og á-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.