Ísafold - 31.03.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 31.03.1894, Blaðsíða 2
58 að enn þá er það Guð, en ekki Gnðm. í Nesi, sem skammtar kændum veðlausnar- eyrinn, og þrátt fyrir öll verzlunarfjeiög — sem ekki munu vera neitt hættulegir keppinautar fyrir hann — getur vei verið, að hann miðli mönnum 30°/0, .jafnvel 5O°/0 minna af gæðum eínum í ár en t. d. i fyrra o. s. frv. Hvernig fer þá með bankalánin? eða til hvers eiga menn þá að grípa? Hr. G. E. hefir liklega ekki rannsakað ástand almennings, eða afleiðingar heil- ræðis síns, alveg nákvæmlega, áður en hann brá upp þessu ijósi, en iitið helzt til um of nærri sjálfum sjer. Nú, en hvað gerir það til, þá ekki er um annað hugsað en að ná hæsta »tóninum« úr bjöllunni. Meðal annars einkennir það ritdeilur hr. G. E., að ætíð þegar hann ætlar að rjetta eitthvert stórhöggiö að andmælendum sín- um, lendir það á honum sjálfum ; svo fór og núna, því þessi úrelta útkjálkakredda sem hann er að bisa við, og á að sanna fáfræði mína, sannar einmitt, og það frem- ur óþægilega, hve mikið vantar á7 að hann viti, um hvað hann er að tala; sannar, að hann hefir eitthvað óljósa þekkingu á því, hvernig verð hlutanna myndast. Hann er sá fyrsti í víðri veröld, sem neitar því, lað staðbreyting hlutanna, þ. e. flutningur þeirra úr einu landi í annað, úr einni heimsálfu í aðra, hafl áhrif á verð þeirra, eða að það hafi kostnað og rýrnun margra hluta i för með sjer, að geyma þá lengi. Þessi kenning hr. G. E. sýnir og greini- lega, að það eitt gerir erigan mann vitran eða fróðan, þótt hann búi nálægt einhverj- um höfuðstaðnum. Svo leiði jeg minn hest frá að skrifast lengur á við hr. G. E., fyrst og fremst af því, að þess er engin þörf, þar sem hann ekki hefir hrakið eitt einasta orð í þeirri grein minni, sem hann þykist vera að svara, nje gert hina allraminnstu tilraun í þá áttina, að sanna neitt af því, sem jeg skoraði á hann að sanna; en í stað þess að ræða mál þetta eins og mál eiga að ræðast, bregður hann á þann leikinn, sem honum iætur betur, og heldur áfram að kasta hnútum til vissra manna, en glamrar gullhömrum framan í aðra vissa menn, eflaust af einhverjum vissum ástæðum. í öðru lagi, þá hefi jeg komizt að því, siðan jeg ritaði síðustu grein mina, að hr. G. E. mun sjálfur vera orðinn tengdurvið einhverja verzlunarfjelagsstofnun, og kem- ur það mætavel heim við greinar hans. Þetta mun vera lykillinn að því, hvers- vegna hann fór að skrifa um verzlunar- mál, enda komið fyrir nokkrum sinnum áður, að svipuðum þef hefir brugðið fyrir úr þeim flokki við þau tækifæri, og verð- ur slíkt eflaust, þá aldir líða, talið með öðrum góðkostum þessara verzlunarfjelaga, að þau hófu göngu sina með frumhlaupi á þá] menn, er stunduðu verzlunariðn, þótt allmargir af nútiðarmönnunum telji aðferð þá lítið drengskaparbragð, en, sem betur fer(!), verða skoðanir þeirra manna bráð- um úreltar. Svo má hr. G. E. eiga síðasta orðið, ef hann enn þá finnur köllun hjá sjer til að rubba einhverju upp »fyrir fólkið«, en sem góðkunningi hans vil jeg að skilnaði óska þess, að hann festi í huga sjer þessi sann- indi; »Enginn verður hvítari, þótt annan sverti«. 5. marz 1894. Eptirmæli. Eggert Ólafur Briem, sýslumciður, r. af dbr., Gunnlaugsson sýslumanns Briem (og konu hans Valgerðar Árnadóttur) Guðbrands- sonar prests á Brjámslæk, Sigurðsson- ar prests þar og Sigríðar Gunnlaugs- dóttur frá Sveíneyjum, föðursystur Egg- erts Olafssonar vísilögmanns — fæddist að Kjarna í Eyjafirði 15. okt 1811, útskrifað- ist úr Bessastaðáskólal831, var síðan skrif- ari bjá föður sínum nokkur ár, fór utan 1835, tók embættispróf í lögum við há- skólann 1841, var þá nokkur ár á skrif- stofu floppes stiptamtmanns, var settur sýslumaður í ísafjarðarsýslu 1844 og fjekk veitingu fyrir henni árið eptir, fjekk Eyja- fjarðarsýsJu 1848 og Bángárvaliasýslu 1858, en fluttist aidrei þangað, heldur fjekk Skagafjarðarsýslu 1861 og þjónaði henni til þess er hann ljet af embætti 1884. Meðan hann þjónaði Eyjafjarðarsýslu bjó hann að Espihóli, en í Skagafirði lengst á Beynistað. Kona hans var Ingibjörg Ei- ríksdóttir sýslumanns Sverrissonar, önduð 1890. Þeirn varð 19 barna auðið, er 11 lifa, þar af 8 synir. Eggert sýsium. Briem var atgervismað- ur mikiil, sem hann átti ætt til, hafði gáf- ur góðar og farsælar, var einkar-vinsælt yfirvald sakir ijúfmennsku sinnar, rnildi og rjettsýni, var áhugamaður um sjálfsfor- ræði þjóðarinnar og öll framfaramái, þótt aldrei sæti hann á þingi nema á þjóðfund- inum 1851, en þar þótti svo mikið að hon- um kveða, að hann var kjörinn 3. maður (með þeim Jóni Sigurðssyni og Jóni Guð- mundssyni) að reka erindi fundarins við konung, en amtmaður kyrrsetti hann. Merkilegur vottur um framfarahug hans og viturlegar tillögur til slíkra mála er uppástunga sú, er hann bar fram á þjóð- hátiðarsamkomu að Eeynistað 2. júlí 1874, að bændur í hans sýslu iegðu af sjálfs- dáðum á sig skatt, 2 aura af hverju lausa- fjárhundraði, til að brúa fyrir ár í því hjeraði, Skagafirði, er mjög mikinn ávöxt hefir borið og Skagfirðingar hlotið mak- legt lof fyrir, en að þeir þýddust þá til lögu fúsiega og tregðulaust, og hafa bald- ið samþykkt þá eins og lögmál síðan, mun hafa verið mest aðþakka vinsældum sýslumanns og ahtðarfyigi. Hann var fjörmaður og gleðimaður meðan hann hafði óskerta heilsu, og skemmtinn jafn- an. Hann hafði fágætt sonalán, og þykir aðdáaniegt, hversu honum tókst að kijúfa fram úr að koma þeim öllurn prýðilega til rnanns, þótt við örðugan fjárhag ætti að búa. Þeir eru 7 skólagengnir, þar af 3 með háskólaembættisprófi (Páll sýslu- maður, Sigurður, Eggert) og 3 f'rá presta- skólanum (Eiríkur prestaskólakennari, Hall- dór kennari, Vilhjálmur); hinir eru Ólaf'ur stúdent og umboðsmaður á Álfgeirsvöllum og Gunnlaugur verzlunarstjóri í Hafnar- firði. Ein af dætrum hans er hin þjóð- kunna, ágætlega menntaða forstöðukona kvennaskólans í Ytri-Ey, Elín Briem. Hann andaðist hjer í bænum 11. (ekki 12.) þ. mán. og var jarðaður 27. Lifir nú að eins eitt hinna merkilegu 6 barna Gunnlaugs sýslumanns Briem (er öll hjetu 2 nöfnum hvert, en þó raunar ekki nema 5 nöfnum alis). Það er Jó- hann Kristján Briem prófastur, í Hruna. Frú Ingileif Melsted, ekkja amt- manns Páls (Þórðarsonar) Melsted, er frægðarmaður var mikill á sinni tíð (f 1861), honum gipt 1846, fæddist 6. maí 1812 og andaðist, sem fyr er getið, 13. þ. mán.. Hún var dóttir Jóns prests Bachmanns (f 1845), Hallgrimssonar læknis Baehmanns og Halidóru Skúladóttur landfógeta Magn- ússonar; en kona sira Jóns og móðir- Ingileifar var Eagnhildur Björnsdóttir pró- fasts Þorgrímssonar A Setbergi. Hún ólst að mestu upp í Beykjavík lijá móðurbróður sínum Sigurði (Björnssyni) Thorgrimsen (f 1831) og síðan ekkju hans frú Sigríði Jónsdóttur (Vídaiíns). Hún fluttist ný-gipt með manni sínum að Hjálmholti í Flóa — hann var þá sýsiumaður Árnesinga — og siðan með honum til Stykkishóims 1849, er hann gerðist amtmaður Vestfirðinga. Þar fæddist þeim ári síðar einkabarn þeirra, Hallgrímur, nú Jandsbókavörður. Eptir lát manns síns fluttist hún til Beykja- vík með son sinn og fósturdætur, og dvald- ist þar síðan til dauðadags. Frú Ingileif sál. var göfugmenni í sjón> og reynd, kona fríð sýnum og gervileg, mætavel að sjer til munns og handa, glað- leg og ijúfmannleg í viðmóti, og þrekmikil að því skapi, líknsöm við Jrágstadda, trygg og vinföst. Hinn bjarti, friðsæli blær yfir hinu gestrisna heimili hennar mun lengi i minni geymast þeirra er því kynntust. Frú Þórunn Jónsdóttir í Görðum á Álptanesi, er andaðist 13. þ. m., fæddist 21. ágúst 1816 að Hösltuldsstöðum í Húna- vatnssýsiu, og voru foreldrar hennar Jón prestur Pjetursson, siðar prófastur Hún- vetninga (f 1842), og kona hans Elizabet Björnsdóttir prests í Bólstaðarhlíð. Meðal annara barna þeirra Jóns prófasts var síra Halldór próf. á IIoíi, síra Björn á Stokks- eyri, síra Jón í Steinnesi; enn fremur Guð- rún, kona Sveins prófasts Níelssonar, móðir Hailgríms bislrups. Þórunn giptist 1849» eptiriifandi manni sínum Þórarni próf. Böðvarssyni, þá ný-vígðum aðstoðarpresti föður sins að Melstað. Þaðan fluttust þau nokkrum árum síðar (1854) vestur í Vatns- fjörð, en að Görðum 1868. Af börnum; þeirra hjóna andaðist þá fám missirum síðar uppkominn sonur, fyrirtaks efnilegur, Böðvar, Jangt kominn í skóla. Annar sonur þeirra er Jón skólastjóri í Flensborg, en dætur Elizabet, gipt Þorsteini kaup- manni Egilson í Hafnarfirði, og Anna, > gipt Kristjáni yfirdómara Jónssyni. Frú Þórunn sál. var fyrirtak kvenna að gáfum og mannkostum. Hún var hvers. manns hugljúfi, er henni kynntist. Með ágætri hússtjórn átti hún sinn þátt í að gjöra garð þeirra hjóna frægan, og ástrik móðir var hún þeirra mörgu fósturbarna sem sinna eigin barna, en lijálpsemi og alúð við bágstadda óþreytandi. Verzlunarfrjettir frá Kliöfn 1. marz: »Mikið dauft látið við ull; óseldir lyer 90 ballar og á Englandi 350 ballar af livitri ull frá f. á. Fyrir sunnl. ull boðnir hæst 55 a..

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.