Ísafold - 31.03.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 31.03.1894, Blaðsíða 1
Xemur út ýmist einu sinni •eoa tvisvar í viku. Vero árg (minnst80arka)4kr.. erlendis 5 kr. eoa l'/a doll.; borgist fyrirmiojan júliman. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bundin vift áramót, ógild nema komin sje til útgefanda f'yrir l.okto- b erm. Afgreiöslustofa blaos- ins er i Auaturstrœti 8 XXI. árg. Reykjavik, laugardaginn 31. marz 1894. 15. blaö. Ferðapistill frá kaupmanni Ditl. Thomsen. II. Khöfn 1. mare 1894. Háttvirti hr. ritstjóri! í framhaldi af síðasta brjefi mínu frá Barcelona sendi jeg yður niðuriagið á bráðabirgða-ferðasögu minni. Frá Barcelona fór jeg til Genua. A 'ítalíu eru brúkuð ura 200,000 skpd. af saltfiski á ári, og með því að það er svo mikið, vildi i'eg koma við á heimleiðinni í einum stærsta og helzta bænum þar, til þess að verða einhvers vísari um útlit með innflutning á íslenzkum flski. í Genua er íslenzkur saltfiskur vel þekktur og miklar mætur hafðar á honum; einkum flyzt þang- að smáfiskur og ýsa. í búðunum eru stórar marmaraþrór með rennandi vatni;: þar er fiskurinn Iagður í og ekki seldur fyr en hann er orðinn nægilega bleyttur. Kaupmennirnir kvörtuðu mest yfir því, að hinn íslenzki fiskur hjeldi sjer eigi nógu lengi og að hann væri jafnvel stundum hálf-eyðilagður þegar hann kæmi. Þeir kenndu það hinni löngu ferð á smám skip- um og sumpart einnig saltinu. I staðinn fyrir Cadiz-salt mæltu þeir fram með 'Trapanisalti frá Sikiley, sem er stórgert 'Og sterkt og kostar ekki nema 6% shill. smálestin (ton). Skipin eru stundum 3 mánuði á leiðinni frá íslandi, og fái þau slæmt veður og sjór komist í lestina, er flsk- urinn undir eins eyðilagður. Bezti tíminn til að selja íslenzkan saltflsk er í júní og júlí, þegar enginn annar linverkaður fiskur 'er á markaðinum, og það kemur líka í 'þeim mánuðum mikið af íslenzkum fiski frá Liverpool og Glasgow. Siðar kemur Labradorfiskur; hann er iítt þveginn og illa þurkaður, en heldur sjer og er seldur í stórkaupum. Franskur fiskur er einnig mikið brúkaður. Hann kemur ekki beint frá Frakklandi, heldur er sendur áður til annarar hafnar á ítalíu, sem sje Livorno, og þaðan með járnbraut. Þessi merkilega • aðferð stafar af gömium frönskum tolliaga- fyrirmælum, þannig iöguðum, að sje flsk- urinn sendur til Livorno, eru goldnar nær 18 kr. á skpd. j útflutningspremíu af hon- .,um frá Frakklandi, en ekki nema 13 kr.. '60 a., ef hann á að affermast í Genua. -Harðþurrkaður fiskur fra Noregi og New- foundlandi selzt þar líka; frá Norvegi kemur þó mestmegnis harðfiskur (Stokfisk). Saltfiskur sá, sem yerkaður er á Frakk- landi og sendur til Italíu hálf-blautur, er bezt borgaður og kostar um 63»/4 kr. skpd. tollað. Kaupmenn á ítalíu hafa því gert ýmsar tilraunir að stæla eptir frönskum fiski; þeir hafa í þvi skyni flutt saitaðan blautfisk, er þeir hafa síðan þvegið sjálfir úr salti og þurkað á sama kátt og Frakk- ar. í Genua heflr sú verkun þó aldrei lánazt almennilega. Hins vegar var mjer sagt, að í fyrra vetur hefði flutzt til Li- vorno frá Labrador heill farmur af óverk- uðnm fiski í salti. sem var þveginn þar og þurkaður og seldur smátt og smátt jafnóðum og hann var verkaður. Með því að þetta atriði getur einnig verið mikiisvert fyrir oss á IsJandi, afrjeð jeg að fara til Livorno tii þess að rann- saka það mál betur. I Livorno eru góð geymsluhús og mjög mikill forði af saltflski, því nær eingöngu linverkaður franskur og frá Labrador. Franskur flskur, sem þangað kemur, er enn minna þurkaður en sá, sem jeg sá á Norðurspðni og í Bordeaux; Hiann er alveg rakur, miallhvítur og líkist mikið íslenzkum jaktaflski, eins og hann er þeg- ar hann er tekinn úr saltstakknum og bustaður dálítið með þurrum busta. Jeg fann kaupmanninn, sem hafði fengið sjer sendan farminn af óverkuðum fiski í fyrra frá Labrador. Hann var mikið stimamjúk- ur og fræddi mig um allt sem jeg bað hann um. Verkunarplássið er á löngum og breiðum hafnargarði með stórskipahlein annars vegar og járnbraut hins vegar. Fiskurinn hafði haldið sjer vel á leiðinni og verkunin hafði lánazt heldur vel; þó var fiskurinn fullverkaður ekki eins fal- lega hvítur eins og sá franski. Blautfiskur er býsna-dýr í Labrador og ekki farið fallega með hann. Hann ímyndaði sjer, að blautflskur frá íslandi væri betur fall- inn til verkunar hjer. Það sem mest er, til fyrirstöðu, eru hin ítölsku tolllagafyrir- mæli. Tollurinn er á 1 skpd. af flski í salti um 6 kr. 13 a., en á skpd. af þurr- um saltflski ekki nema 5 kr. 12 a. Þessi fyrirstaða hyrfi, ef bíða mætti með að greiða tollinn þangað til fiskurinn væri fullverkaður, og hjelt hann, að leyfi til þess mundi eigi alveg ófáanlegt. í Genua er stór fríhöfn, þar sem enginn tollur er greiddur fyr en vörurnar eru fluttar inn í bæinn. Englendingum, sem hafa viðskipti við Labrador, er mikið umhugað um að fá komið upp fiskverkunarstöð í Miðjarð- arhafl, enda hafa þeir gert tilraun með flskverkun á eynni Malta. Algengur íslenzkur saltfiskur selst eigi í Livorno. Aptur heyrði jeg sagt, að í Neapel, Messina og Venedig væri mikið brúkaður fullverkaður saltflskur, en jeg gat ekki komið því við að fara þangað. Hinn 28. janúar lagði jeg af stað með járnbraut frá Genua og kom til Kaup- mannahafnar 1. febrúar. Með »Laura« næst vona jeg að jeg geti sent ýtarlega ferðaskýrslu, þar sem er nákvæm- lega lýst verzlunarástandi, aðflutningi og verði í hverjum bæ á öllum íslenzkum vörutegundum og þeim útlendum afurðum, er keppa mest við íslenzkar vörur, og mun sú ritgerð bh'tast í tímaritinu »And- vara«. Hvað sjálfan mig snertir, þá hefir mjer liðið allvel á ferðinni. Stundum hefir verið nokkuð örðugt að útvega nauðsyn- legar upplýsingar á stuttum tíma, einkum þar, sem konsúlarnir skilja ekki önnur mál en spænsku og portúgölsku. Víðast heflr þó danski konsúllinn getað Ijett und- ir fyrir mjer að mun. — Á ítalíu var ferð- in ekki alveg hættulaus. Þar var uppreist í ýmsum hjeruðum, og hafði verið skotið þar á járnbrautarlest skömmu áður en jeg kom. Á ýmsum stöðum voru hermenn settir til að verja járnbrautirnar og bæir lýstir í hervörzlum. Veður var blítt og þægilegt nær alla leið, og allt af eitthvað nýtt og einkennilegt að skoða og kynna sjer, þegar tíminn leyfði. Virðingarf. D. T. Nokkur skilnaðarorð til hr. G. E. í Nesi írá Index. í 9. tbl. »Fj.-kon.« dags. 28. f. m. þyk- ist hr. G. E. í Nesi vega að mjer í annað sinn, en meira af vilja en mætti gjört er tilræðið það. Það væri að treysta um of á þolinmæði lesarans, ef jeg í einu og öllu tæki þessa ritsmíð hr. G. E. fram úr skaptinu; álit rjettast að sleppa þvi; skal að eins leið- rjetta örfá atriði, er snerta aðalefni máls- ins, en láta allt hitt fljúga. Reikningsdæmi það, sem hr. G. E. kem- ur með, sannar hvorki meira nje minna en ekki neitt; efnið í þenna handahófsreikn- ing sinn grípur hann alveg úr lausu lopti, byggir svo algilda ályktun á þessum handa- hófsreikningi, rjett eins og hann stæði fösfr um fótum á órækum reynslugrundvelli. Ekkert er auðveldara en að búa til ótal útgáfur af sams konar markleysu, er syndi alveg hið gagnstæða, en slíkt er fremur þýðingarlítið. Náttúrlega segir hr. G. E., að dæmið sitt standi óhrakið þrátt fyrir þessi mótmæli, og skal jeg ekki um það þrátta, en aptur á móti minna hann á, að það er algild regla allra þeirra manna, er vilja rita raðvendnislega, að nota veilar eða ágizkaðar tölur mjög gætilega sem sönnunargögn; að gripa þær úr lausu lopti dettur engum þeim í hug, er heflr minnstu hugmynd um sönnunargildi þeirra yfir höfuð. Óskandi væri, að »allur þorri bænda« væru svo á vegi staddir, að eiga þær eign- ir, er þeir gætu fengið bankalán út á; þá stæði búnaður vor skör ofar en nú gerist- en þvi miður er þvi ekki til að dreifa, og líkleefa mundi allmörgum bændum virðast meira en »sárfínt« háð, væri þeim visað i þá áttina til lántöku. Annað mál er hitt, hvort sú hagfræði er holl og rjett, þótt hún sje ný, að beinasti vegurinn til blessunar og búsældar ísl. bændanna sje sá, að festa allar sínar fast- eignir í bankanum fyrir brauð og annað eyðslugóz; það má einnig takast til greina,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.