Ísafold - 31.03.1894, Blaðsíða 3
59
Fyrir mislita voruli síðast gefnir 42—43 a.
Oþvegin haustull hvít, sem kom nú með
»Laura«, hefir selzt á 461/5* e., og mislit
liaustull á 36’/a e. Saltfiskur, stór sunn-
lenzkur óhnakkakýldur jaktaflskur, sem
kom með »Laura«, heflr selzt á 50 kr. og
stór óhnakkakýldur Spánarfiskur á 42 kr.
Með gufuskipinu »Jæderen« kom nokkuð
af stórum fiski óhnakkakýldum frá Seyð-
isflrði og seldist á 41—41^/a kr. »Meö
»Laura« komu liingað 4—500 skpd.
af smáflski, sem enn er óseldur, seinast
gefin fyrir hann 41 kr., en svo mikið er nú
ófáanlegt; smáfiskur er nú ekki meira en
í 35 kr. Af ýsu eru nú hjer fyrirliggjandi
250 skpd., sem ganga alls eigi út, og er
nú bezta ýsa (prima) ekki nema í 26 kr.
Fyrir löngu hafa verið gefnar seinast 38
kr. í Leith hefir smáfiskur selzt seinast á
13*/4 pd. sterl. smálestin, og ýsa, sem kom
þangað með »Laura«, á lOþa pd. st. Frá
Norvegi hefir frjetzt, að fiskazt hafi í Lófót
til þessa um 4^/a miij.; sje þar við bætt
þvi, sem aflazt hefir i öðrum norskum
veiðistöðum, verður aflinn um 7 milj., og
er það ámóta mikið og fengizt haí’ði í
fyrra um sama leyti.
Mikið dauft látið við harðfiskr, 12 skpd.
fyrirliggjandi hjer, sem ekki gengur út.
Af lýsi er bjer ekki mikið fyrirliggjandi
sem stendur, um 120tunnur af ljósu, gufu-
bræddu hákarlslýsi. Hefir seinast verið
gefin fyrir það 31 kr., en seljendur halda
því í 33 kr., og er það af því, að heimt-
að er meira fyrir það í Norvegi, en þar
er sagt að þorskur, sem veiðzt hefir í vet-
ur, sje lifrarlitill. En hjer kaupir enginn
fyrir þetta hærra verð. Þorskalýsi á 26—
30 kr., eptir gæðum.
Fyrir sauðakjöt hafa síðast verið gefn-
ar 45 kr. Oseldar eru hjer um 1000 tunn-
ur, og nú í vor er von á 2500 tunnum síð-
an í haust, og virðist því verðið munu
hljóta að lækka.
Fyrir sauðargœrur hafa siðast verið
gefnar 3 kr., 3 kr. 25 a., 3 kr. 40 a. og)
3 kr. 7Ö a. fyrir vöndulinn (2gærur) eptir
gæðum og þyngd. Sending, sem kom
hingað með »Jæderen«, komst í 3 kr. 85 a.,
með því að gæran vóg 9 pd., en það er
óvanalega mikið.
Fyrir sundmaga hafa seinast verið gefnir
25 a. pd. af beztu tegund og 15 a. lakari.
Tólg selzt á 24 a. Óseld hjer um 500 pd.
af sunnlenzkum æðardún slæmum, og býð-
ur enginn í. Fyrir bezta dún (prima)
gefin 9^/a kr.
Rúgur í 410—450 a. eptir gæðum (100
pd.). Rúgmjöl 450—490. Hrísgrjón stór
I1/2—71/4 a. pd., meðal Banka-
bygg danskt 750, 700 og 675 a. (nr. 1, 2
og 3), og frá Odessa 650, 600 og 575.
Kaffi 77—74 a,, lakara 73—72 a. Hvíta-
sykur 16‘/a a., kandís l6‘/2—16, púðursykur
14—12 a.
Keykjavíkur lærði skóli. Skólaröð að
afloknu miðsvetrarprófi síðara hlut febrúar-
vián. 1894. — ölmusustyrkur fyrir allt skóla-
árið aptan við nöfnin í krónum; bann er nú
minni en verið hefir, vegna þess að þingið í
fyrra færði niður þá fjárveitingu. Allir í I.
bekk nýsveinar nema sá 4. að ofan, og auk
þess 5 i Il.bekk stjörnumerktir. Þeir piltar eru
úr Beykjavík, er ekki er annars getið um.
Alls i skólanum 97 (í fyrra 88).
Sjötti bekkur: Halldór Steinsson,200; Georg
Georgsson, 190; Jón Runólfsson (Skaptaf.) 190;
Guðmundur Eggerz, 190; Haraldur Þórarins-
son (N.-Þing.), 145; Magnús Jóhannsson, 145;
Jón Þorvaldsson (prests Stefánssonar), 145;
Þorvarður Þorvarðarson (Arn.), 120; Axel
Schierbeck; Guðm. Pjetursson; Sigtryggur Guð-
laugsson (Þing.), 145; Jón Blöndal (Borgart.).
Fimmti bekkur: Páil Bjarnason (Húnav.),
200; Björn Bjarnason (N.-Múl.), 190; Sigurður
Eggerz, 145; Páll Sæmundsson (Árn.), 145;
Karl Einarsson (N.-Múl.). 145; Jón Sveinbjörns-
son; Halldór Jónsson (Árn.), 95; Ólafur Eyj-
ótfsson (Flatey); Sigurður Páisson (Húnav.).
Fjórði bekkur: Stefán Kristiusson (Hrísey),
190; Guðmundur Björnsson (Borgarf.), 190;
Guðmundur Einnbogason (N.-Múl.) 200; Árni
Þorvaldsson (prests Steíánss.), 145; Ingólfur
GísIason(ÞÍDg.),120; Halldór Júlíusson(Púnav.),
130; Jónas Kristjánsson (Þing.), 145; Steingrím-
ur Matthíasson (Akureyri), 145; Þórður Páls-
son (prests Sigurðss.), 95; Guðjón Daníelsson
(Borgarf.), 50; Sveinn Haligrímsson; Magnús
Þorsteinsson (Borgarf.;; Þorsteinn Björnsson
(Borgarf.); Edvald Möiler (Eskit.); Jónmundur
Halidórsson, 50; Þorbjörn Þórðarson (Kjós);
Andrjes Fjeldsted (Hvítárvöll.).
Þriðji bekkur: Sigurjón Jónsson (Húnav.),
200; Jón Þorláksson (Húnav.), 190; Árni Páls-
son (prests Sigurðss.), 165; Sigurbjörn Gíslason
(Skagaf.), 145; Halldór Gunnlögsson (Húnav.),
185; Ásgeir Torfason (Ólafsdal), 50; Eggert
Claessen (Sauðárkrók), 25; Ólafur Daníelsson
(Skagaf); Sigfús Sveinsson (Múlas.), 25; Bern-
hardLaxdaI(Akureyri);EiríkurKjerúlf,120;Ólaí-
urBriem(Stóranúp),95; Einar Gunnarsson(Hjalt-
eyri); Gfsli Skúlason (Rangárvail.), 25; Guðm.
Guðmundsson (Rangárvall.), 25; Jóhannes Jó-
bannesson; Jón Proppó (Hafnarf.).
Annar bekkur: Þorkell Þorkelsson (Skagaf.),
145; Halldór Hermannsson(Rangárv.),150; Magn-
ús Jónsson, 95; Sigurður Jóhannesson, 145; Sig-
urður Jónsson (Árn.), 25; Bjarni Jónsson (Árn.),
50; Jón Hjaltalín Sigurðsson; *Einar Jónasson
(Dalas.); *Ari Jónsson (Barðastr.); ÓlafurJóns-
son (Hrútafirði); *Matthías Þórðarson (Borgarf'.);
*Guðm. Tómagson; Bjarni Þorláksson (John-
son); Sigfús Einarsson (Eyrarbakka); Tómas
Skúlason (Skarði); *Valdimar Friðfinnsson
(Skagaf.); Matthías Einarsson; Valdimar Steff-
ensen; Ásgrimur Johnsen (Eskif.); Þorvaldur
Pálsson; Guðmundur Grímsson (Árn.).
Fyrsti beklcur: Guðmundur Benidiktsson
(Skagaf.), 40; Eggert (Eiríksson) Briem; Krist-
inn Björnsson; Jón Jóhannsson; Sigurður
Kristjánsson; Böðvar EyjóIfsson(Strandasýslu);
Stefán Stefánsson (Snæfellsn.); Christian Thejll
(Stykkishólmi); Jón Brandsson (prests Tóroas-
sonar); Jón Ó. Rósenkranz; Sigurmundur Sig-
urðsson; Sigui-ður Guðmundsson (Árnessýslu);
Hinrik Erlendsson; Christian Linnet (Hafnarf.);
Árni Sigurðsson ( Vestmannaeyj.); HansBjarna-
son; Carl Finsen; Engilbert Gíslason (Vestm.);
Guðm. Þorsteinsson; Kristján Skúlason(Skarði);
Sigurjón Markússon.
Meðal dáinna í þessari influenza-hríð
skal enn geta Porleiks bókbindara Arn-
grimssonar í Hafnarfirði, er Ijezt 14. þ.
mán., 79 ára, og merkiskonunnar Guð-
nýjar Jónsdóttur, konu hins þjóðkunna,
atorkumikla bænda-öldungs Pjeturs Ottesen
á Ytra-hólmi á Akranesi; hún andaðist 19.
þ. m„ 76 ára að aldri, eptir 57 ára hjú-
skap og búskap. Meðal barna þeirra
hjóna eru kaupmennirnir Guðmundur og
Oddgeit' Ottesen á Akranesi.
Aflabrögð. Hjer liefir reitzt nokkuð
upp á síðkastið, vestur á Bollasviði,! af
mögrum eptirlegufiski. Suður í Garðsjó
sagður nógur fiskur fyrir, nýlega genginn,
en umhleypingar og veikindin hafa bann-
að sjósókn. Af þilskipunum hjeðan, er út
komust loks úr páskunum við illan leik,
fyrir veikindunum, hefir eitt komið aptur
(Agnes), með veikan mann, en lítinn afla,
enda varla gefið að liggja neitt.
Inflúenzasóttin mun nú vera um garð
genginn að miklu leyti hjer uin nærsveit-
irnai'. Lengra að frjettist eigi, sakir ó-
vanalegs samgönguleysis, er sjálfsagt staf-
ar af veikindunum.
Barðastr.sýslu (vestanv. 8. febr.): Hm
bátíðarnar og fram undir þrettánda varstorma-
og úrfellasamt í meira lagi, en ávailt mjög
hlýtt, svo ab úrkoman var regn. Eptir nýár-
ið var suma daga 4—5° hiti á R. Mestur
stormur var annan dag jóla, aftaka-suðaust-
an-rok, með mjög mikillibleytu-hríð um morg-
uninn og kveldið. Rak þá út aptur hafís
þann, er fyllt hafði hjer alla firði fyrir jólin.
Frá því fyrir þrettánda og fram í fyrstuviku
þorra var blítt og stillt veður, með litlu frosti
og stundum (11. og 12.) allt að 5° hiti. Þá
kom allhart norðanveður í rúma viku, með
töluverðu frosti, hæstu-pll0. Núnaum umliðna
helgi, föstuinnganginn, setti niður allmikinn
snjó af útsuðri og bleytti, svo nú er haglaust
fyrst á vetrinum. Hefir nú í nokkra daga
verið rosaveður og sífelldur snjógangur, og
lítur enn út fyrir líkt veðurlag.
Bráðapest hefir lítið gert vart við sig. Aö
eins á einum bæ hefir farizt í henni milli 10
og 20 fjár; annarsstaðar eigi svo teljandi sje,
að því, er f'rjetzt hefir. Fáeinir fóru í há-
karlalegu í kyrrviðrinu eptir þrettándann, og
öfluðu dával.
Heilsufar fólks er nú farið að skána. Þó
stinga ýmsir kvillar sjer enn niður á stöku
bæjum, helzt taugaveiki. I henni lá um tima
hjeraðslæknir D. Sch. Thorsteinsson.
Öllum þeim, er fylgdu föður okkar
sáluga, sýslumanni Eggert Briem, til
grafar eða á annan hátt heiðruðn minn-
ingu hans, vottum við lijer með okkar
innilegt þakklæti.
Reykjavík 27. marz 1894.
Fyrir mína og systkina minna hönd
Eggert Briem.
TJppboðsauglýsing'.
Samkvæint ráðstöfun skiptarjettarins í
dánar- og þrotabúi Eiríks Eiríkssonar frá
Skatastöðum, er andaðist 15. marz f. á.,
þá verða 17 hndr. í jörðinni Skatastöðum
í Akrahreppi og Skagafjaröarsýslu (sem
öll er að dýrleika 19.9 hndr. n. m.) seld
við 3 opinber uppboð ásamt tveimur kú-
gildum og liúsum þeim, sem jarðeigninni
tilheyra.
Þess skal getið að nefnd jarðeign er
veðsett með fyrsta veðrjetti landsbankan-
fyrir 730 kr. 43 a. og vextir ógoldnir frá
1. oktbr. 1892; sama jarðeign er veðsett
með öðrum veðrjetti Zophoníasi prófasti
Halldórssyni i Viðvík fyrir 180 kr. auk
vaxta.
Tvö fyrstu uppboðin verða haldin á
skifstofu sýslunnar á Sauðárkróki laugar-
dagana 5. og 19. maí þ. á., en hið þriðja
og síðasta á jarðeigninni sjálfri laugardag-
inn 2. júním. s. á.
Uppboðin byrja kl. 2 eptir hádegi nefnda
daga, og verða söluskilmálar til sýnis 1
degi fyrir hið fyrsta uppboð, og síðaa
upplesnir á uppboðsstaðnum fyrir hið sið-
asta uppboð.
Skrifstofu Skagafjarðarsýslu 1. marz 1894.
Jóhannes Ólafsson.
8 góðir fiskimenn geta fengið mjög
góða atvinnu frá því snemma í apríl og
þar til síðast í ágúst eða lengur, á þil-
skipum eða við ýmsa vinnu aðra. Ritstj.
vísar á.