Ísafold - 05.05.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.05.1894, Blaðsíða 1
ÍSAFOLD. Uppsögn(skriíleg) bundin vitV áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgroibslustofa bÍRbs- ins er l Austurstrœti e> Kerrnir út ýmist einn sinni 'eöa tvisvar í viku. Yerð árg (minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 6 kr. eða l1/* doll.; borgist fyrirmiðjan júlimán. (erlend- is fyrir fram). XXI. árg. Frá íslendingum í Manitoba. Ýkjur Baldvins. Vinnuleysi. Harðýðgi verk- stjóra. Okur gróðafjelaga. Agentarnir. Ókostir landsins. Heimþrá. Árnes P. O., Manitoba, 8/s 1894. Heiðraði ritstjóri ísafoldar! Jeg hefi lesið fyrirlestur þann, sem B. L. Baldvins- son ætlaði að halda heima hjá ykkur í fyrra. Jeg hefi heyrt ýmsa hjer tala um liann, og hafa verið mjög skiptar skoðanir um hann. Sumir segja, að of mikið sje sagt þar og að sumt af því nái engri átt. En lítið hafa blöðin hjer á hann minnzti Þó hefir Lögberg sagt, að 4 kr. á íslandi mundu vera betri en 1 dollar hjer, og er 'það víst satt. Jeg álít, að það sje ekki mikið í f'yrir- lestrinum beinlínis ósatt eða uppspunnið. En að sú vellíðan, sem hann (B.) segir að fólk hjer sje í, eigi sjer almennt stað, það ætti fólk á íslandi ekki að láta sjer detta í hug; því það er öðru nær en að sVo sje. Þessi fyrirlestur er eða á að vera agn fyrir einhleypt fólk heima. En því er miður, að almenningur af íslenzkum verka- mönnum hjer hefir ekki 7 mánaða vinnu með 1 dollar 75 sentum á dag. Neyðin meðal landa hjer væri ekki eins mikil og liún er, ef svo væri. Sannleikurinn er sá, að hjer er allt of >mikið af verkamönnum, því þeir fjölga svo þúsundum skiptir árlega. En aptur fjölga hinir mjög lítið, sem vinnuna geta veitt. Má vera, að verið hafi gott fyrir verka- menn að vera hjer fyrir 5—10 árum. En sú tíð er nú af. Kaupgjald hjer er frá 1 dollar 25 sentum til 1 dollars 75 senta og það mun vera fullvel í lagt, að vinnan sje 4—5 mánuði á ári til jafnaðar; og þegar verkamaðurinn borgar fyrir fæði 45—50 sent á dag, er fullvel í lagt, að segja, að hann hafi 1 dollar á dag af- gangs, þegar hann vinnur, og veit hann í sannleika, hvað hann á að gjöra við þá •peninga. Þeir fara fyrir föt og.svo til að íborga fæði allan þann tíma, sem menn eru vinnulausir. Það er mikill fjöldi af ein- 'hleypum verkamönnum, sem hefir ekki meiri peninga eptir sumarið en svo, að þeir geti borgað fæði sitt frain yfir miðjan ■vetur, og svo verða þeir að skulda fæði iþað sem eptir er vetrarins upp á kaup sitt næsta sumar. Svona gengur ár eptir ár; og er það þó ekki af því, að þessir menn sjeu letingjar eða óreglumenn, heldur af því, að þeir geta enga vinnu fengið. Menn sögðu heima, að einhleypir og duglegir menn gætu alstaðar komizt af. En ekki reynist svo hjer. Það er betra fyrir vinnumennina heima, að þiggja sínar 100 krónur hjá bóndanum, heldur en að Reykjavik, laugardaginn 5. mai 1894. koma hingað til þess, að þurfa að biðja um að iofa sjer að vinna til þess að geta haldið í sjer lifinu og ef til vill að ganga á meðal manna viku eptir viku og sár- bæna þá um vinnu, og fá ekkert handtak að gera, og það um há-bjargræðistímann; og þá að vera þar á ofan skuldugir um þa ð litla kaup, sem þeir geta loksins unnið fyrir. Embættismennirnir og aðrir launamenn segja allt af, að næsta ár muni verða betra. En sannleikurinn er sá, að allt af versnar hjer og verkamaðurinn á erfiðara og erfiðara. Aldrei hefir verið jafnmikil eymd á meðal íslenzkra verkamanna í Winnipeg eins og nú; þar hefir verið í vetur mikill fjöldi, sem ekkert hefir haft á að lifa nema það, sem bæjarsjóður hefir skammtað þeim dag- lega, því ekkert hefir fengizt að gera. Það lítur út fyrir, að fólk á íslandi ætli seint að komast í skilning um, að agent. arnir eru að vinna fyrir sjálfa sig, til þess að fá peninga handa sjer og sínum, svo þeir geti lifað, þegar þeir eru að fá fólk á íslandi til að flytja sig til Canada. En það kemst fyrir sannleikann, þegar hingað er komið; en því miður um seinan. Baldvin segir, að ef Islendingar í Can- ada vildu láta sjer nægja sömu lífskröfur vestra eins og þeir gera meðan þeir eru á íslandi, þá sje enginn efi á því, að þeir gætu orðið stórefnaðir menn á fárra ára fresti. Sannleikurinn er sá, að margt af því fólki, sem hjer er komið, hefir engin ráð að lifa jafn-hægu og góðu lífi eins og það gjörði heima. Jeg hef heyrt mjög marga segja, og það þá menn, sem voru mjög fátækir heima, að þeir hafi ekki vitað, hvað fdtœkt var, fyr en þeir komu til Canada. Menn verða áð leggja mikið meira á sig lijer til að geta lifað, heldur en þeir þurftu að gjöra heima. Því að þótt vinnutíminn sje ekki nema 10—11 stundir, og hjá bændum lengri, þá er nú vinnan opt mjög hörð, og svo eru hitarnir svo mjög þvingandi, að það eru ekki nema vel hraustir menn, sem þola að vinna svo, að verkstjórum líkar. Og þó segir Baldvin, að menn hafi hjer minna fyrir lífinu! Hann veit ekki, hvað verka- maðurinn finnur til, þegar hann er rekinn áfram með blótsyrðum af hörðum verk- stjórum og síðan rekiiin úr vinnunni, ef hann þykir ekki nógu duglegur. Yerk- stjórar vita, að það sakar ekki; því að allt af md fd nóg af þessu rusli, segja þeir. Já, það er sannarlega þreytandi, lífið verkamanna hjer, jafnvel þeirra, sem eru einhleypir, hvað þá heldur hinna, sem þurfa að sjá fyrir konu og börnum. Þeir sem kyrrir eru heima, mega biðja fyrir I sjer, að þeir komist ekki í annað eins, 24. blað. nefnilega að þeir taki ekki upp á því, að eyðileggja sig og sína með því að konia hingað. Baldvin gerir mikið úr eignum landa i Winnipeg. Hann segir, að 1892 hafi þeir keypt og komið sjer upp fasteignum (hús- um) fyrir 300,000 krónur, og að 100 hafi þeir átt áður. Þessar 100 fasteignir (hús) munu þeir hafa átt mikið til; en mikið af þeim fasteignum (húsum), sem menn hafa eignazt þar síðan 1891, eru þannig til komnar, að gróðafjelög lána mönnum pen- inga til að koma sjer upp húsum fyrir og geldur síðan lánþiggjandi vöxtu til fje- lagsins og eignin stendur fyrir skuldinni. Sömuleiðis geldur lánþiggjandi fasteignar- skatt, eins og hann ætti húsið sjálfur, enda er það kölluð hans eign, meðan hann stendur í skilum; en bresti það, þá er allt tekið af honum og hann á auðvitað ekki neitt. Baldvin segir, að miklir peningar sjeu lagðir hjer í lífsábyrgð. Það er satt, að nokkuð margir eru í henni. En margir, er keypt hafa sjer lífsábyrgð, hafa að eins borgað áskriptargjaldið og þar með búið. Þeir hafa ekki getað klofið það, að greiða hin árlegu iðgjöld. Aptur eru margir, sem verið hafa í lífsábyrgð 1—2 ár og orðið svo að hætta við það af sömu ástæðu. Jeg ætla ekki að skrifa mikið um það, sem B. segir, að menn fái svo mikið af mat fyrir hvert dagsverk. Þeir fá jafnvel ekki nú eins mikið og hann segir, og þó hafa nauðsynjar manna aldrei verið jafn- ódýrar eins og nú. Jeg efast um, að menn hafi nokkru sinni fengið hjer 40 kindar- höfuð eða 12 nautshausa fyrir eitt dags- verk, jafnvel þó þeir væri bæði flegnir fram á granirog tungulausir; nema efþað kynnu að vera agentar, því þeir hafa víst há daglaun. Kvennfólk hjer hefir optast stöðugri vinnu en karlmenn. En samt mun vera orðið hjer um bil nóg af því hjer, og fæst af þvi mun eiga störfje fyrirliggjandi, heldur en karlmennirnir. Þegar Baldvin er búinn að útmála alla kostina hjer,(eins og hann framast getur, þá þykist hann fara að telja ókostina. En það er öðru nær en að hann haldi þeim eins mikið fram, enda væri hann þá gagns- minnifyrir sjálfan sig. Ef agentarnir segðu jafnt frá ókostum sem kostum, hlutdrægn- islaust, mundu þeir ekki ná jafnmörgum hingað, eins og þeir gera. Hann minnist á hita og kulda, flugur og veggjalys, og vatnið, með öðru fleira. Kuldi og hiti eru hjer svo afskaplegir, að slíks eru engin dæmi á íslandi. Vetrarfrostin nísta menn í gegn eins og helörvar, og það getur ekki heitið, að menn geti ferðast hjer á vetr- um nema þeir klæði sig loðkápum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.