Ísafold - 16.05.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.05.1894, Blaðsíða 2
106 það sem eptir verður, er víðast borið út með mykjunni, og safnað í baug, optast lítið eða ekkert blandað þurrum efnum, er drekki í sig vökvann. Haugstæðin eru opin, og óvíða neitt teljandi gert til að varna því, að lögur sígi niður úr þeim eða út úr þeim. Jafnvel þótt mykjan hafi ver- ið blönduð nokkru af þurkandi efnum, (mold, ösku, moði o. s. frv.), hlýtur þó mikið að Skolast úr henni með rigninga- vatni og snjóvatni, einkum þegar snjór sezt í haugana, og mykjan er svo borin ofan á hann, sem mjög opt á sjer stað. Það sem þá fyrst skolast burtu, er þvagið og hin lausu efni úr mykjunni sjálfri. Hin auðleystustu og frjóefnaríkustu efnin fara fyrst, en hin þungleystustu og snauðustu verða lengst eptir. Það er því áreiðanlegt, að mjög víða fer allt þvagið til ónýtis, og mikið af mykj- unni líka, svo þótt nautgripasaurindin sjeu á nokkrum stöðum hirt svo, að ekki ein- ungis mykjan komi að notum, heldur og þvagið að nokkru leyti, ætla jeg þó vel í lagt að gera ráð fyrir, að sem svararallri mykjunni og V4 af þvaginu komi að not- ura sem áburður, en 3/4 þvagsins fari for- görðum. Það væri fróðlegt að vita, hve mikils virði 3/4 alls nautagripaþvagsins á iandinu eru; en til þess vantar allar nauðsynlegar rannsóknir. Búnaðarskólarnir fræða oss ekki um þess konar, þótt þeir sjeu 4, og sjest það i þessu sem fleiru, að það væri betra þótt ekki væri nema að eins 1 bún- aðarskóli á landinu, væri hann svo, að hann gæti ieyst úr hinum mikilvægustu spurningum búfræðinnar. Það má sjá á útlendum rannsóknum, að þvagið er ekki lítils virði. Skal jeg til- nefna grein í »Hjemmets Almanak« 1894 eptir danskan búfræðing, N. A. Hansen. Honum reiknast, að eptir meðaltali af mörgum rannsóknum, sem gjörðar hafa verið á »Dalum«-búnaðarskóla, til að kom- ast eptir notagildi nautgripaþvags, hafi eins árs þvag úr einni kú gefið af sjer hey (töðu) og rófur sem svarað hafi 2356 pd. af heyi (töðu), og loksins kemst hann að þeirri niðurstöðu, að þvagið sje eins mikils virði — eða jafnvel meira virði — en undanrenna, eptir því sem hún sje víða seld. y>Þvagið er hjer um hil jafn mikils virði og undanrenna; það má því ekki fremur láta það fara til ónýtis heldur en undanrennu«. Þetta eru hans óbreytt orð. Ef vjer hugsum oss, að byggja nokkuð verulegt á þessari rannsókn í tilliti til nautgripaþvagsins hjer á landi, er raunar margt við hana að athuga. í 1. lagi tek- ur höfundurinn ekki tillit til kostnaðarins að safna þvaginu; í 2. lagi hefir það þvag, sem rannsakað var, verið frjóefna-auðugra en kúaþvag gjörist hjer á landi, því á skólanum var kúnum gefið mikið af krapt fóðri; í 3. lagi var öllu sumarþvaginu safn- að saman til áburðar, en hjer er ekki hægt að búast við því; í 4. lagi getum vjer, að líkindum, ekki búizt við meiri ágóða af að rækta rófur, eður aðra rótarávexti, en gras, sem N. A. H. telur þó að hafi borgað sig betur hvað þvagið snerti frá 1. apríl til síðari hluta júlí; í 5. lagi er ekki að búast við, að jurtir hjer á landi taki eins fljótt til sín frjóefni áburðarins, eins og þar sem veðurlag er mildara, en eptir því sem efnin liggja lengur ónotuð í jörðinni, er hættara við, að þau misfarist. Allar þessar ástæður hygg jog að hafi svo mikil áhrif, hver á sinn hátt, að ekki veiti af að draga 5/7 frá þeim 2356 pd. af töðu, sem N. A. H. álítur að hafi fengizt af eins árs þvagi úr einni kú, og verða þá eptir 2/7, eða liðug 673 pd., sem hreinn á- góði af söfnun og notkun þvagsins úr 1 mjólkurkú yfir árið. Krónuupphæðin fer þá eptir því, hve taðan er metin til mik- illa peninga, en það fer aptur að nokkru leiti eptir því, hve mikla og ódýra mjólk er hægt að framleiða af henni. Sje t. d. mjólkurpotturinn metinn á 15—20 aura, eins og hann er seldur allvíða hjer á landi, er alls ekki rangt, þó gjört sje ráð fyrir, að góð mjólkurkú borgi hvert töðupund er hún jetur, með 5Y2—7V2 aurum, og ept- þvi yrðu þá þessi 673 pd. af' töðu að með- altali nál. 44 kr. En metum nú töðupundið að eins á 4 aura, sem mun vera hið minnsta verð, er almennt á sjer stað; þá verður upphæðin 27 kr., og er það tæpum 3 kr. minna en Torfi Bjarnason áætlar að megi meta ársþvag kýrinnar. Árið 1890 er talið, að hafi verið á ís- landi 15088 kýr og kcfldar kvígur, 963 griðungar og geldneyti, eldri en veturgöm- ul, 1987 vetrungar og 2909 kálfar. Þvagið úr öllum þessum hóp, gjöri jeg að jafrigildi þvagi úr 15400 mjólkurkúm; sje nú þvagið úr kúnni metið á 27 kr.-^y4, verður það alls hjer um bil 312,000 lcr. Þessi upphœð er það þá, sem vjer fieygjum árlega, ein- ungis í þessarri áburðartegund. K. G. (Niðurl.). Eptirmæli. Þann 20. marz þ. á. andabist ab heimili sínu Tjarnarkoti í Njarðvíkum heiðursbóndinn Ög- mundur Sigurðsson, 36 ára gamall. Hann var kvæntur Helgu Arinhjarnardóttur, sem lifir mann sinn ásamt 2 börnum. Foreldrar hans voru hin alkunnu merkishjón Sigurður sál. Isleifssonar og Ingibjörg Sæmundsdóttir á Barkarstöðum í Fljótsblíð. Ingibjörg sál. var alsystir hins þjóðkunna merkisprests Tómasar Sæmundssonar á Breiðabólstað. Ögmundur sál. var sjerstaklega vandaður maður, bæði til orða og verka, í bezta lagi menntaður af almúgafólki til. Smiður var hann ágætur. Formaður mátti hann teljast í fyrstu röð. Oddviti hreppsnefndarinnar í Njarðvikurhreppi siðan hrepparnir voru aðskildir (rúm 4 ár); því starfi gegndi hann með hinni mestu alúð og vandvirkni. Hefði hann náð fullorðins ár- mundi, mikið hafa legið eptir hann til fram- fara byggðarlagi sínu. (Á. Ó.). Hinn 12. desbr. 1893 andaðist að heimili sínu Hlíðarseli í Steingrímsfirði ekkjan Mar- grjet Jónsdóttir, fædd 1832, dóttir Jóns prests Björnssonar, Hjálmarssonar, presta í Trölla- tungu. Margrjet sál. bjó í Hlíðarseli allan sinn búskap, fyrst í ástríku hjónabandi með manni sínum, Jóni Bjarnasyni, þar til hann andaðist, en eptir það bjó hún með börnum sínum í 11 ár. Hún lætur eptir sig fjögur mannvænleg börn, sem eru: 1, Björn Jónsson kvæntur bóndi og búfræðingur á Eyjum í Kjós; 2, Guðjón Jónsson bóndi á Hlíöarseli; 3, Yaldimar Bjarni Jónsson í Hvolsseli í Saur- bæ; 4, Sigríður Jónsdóttir í Tungugröf. Mar- grjet sál. var stillt og geðprúð kona, góð hús- móðir, börnum sínum ástrík og elskuleg móðir, og framúrskarandi guðrækin. J. B. Hinn 8. des. 1893 andaðist uppgjafabóndinn Sigurður Sigurðsson að heimili sinu Hjalla- nesi í Landhreppi (Landmannahreppi), 71 árs gamall. Hann er fædddur að Egilsstöðum í ölfusi 1822; t'aðir hans var Sigurður Sigurðs- son fyrst aðstoðarprestur síra Sigurðar Ingi- mundssonar að Arnarbæli í Ölt'usi og síðaa. prestur að Holtaþingum (f 1846), en móðir hans var Sigríður Jónsdóttir prófasts Jónsson- ar að Mýrum í Álptavari. Sig sál. reisti bú að Saurbæ í Holtum 1846. Árið 1859 gekk hann aö eiga bústýru sína Kristínu Magnús- dóttur, sem lifir mann sinn. Bjuggu þau hjón rausnarbúi og var heimili þeirra orðlagt fyrir gestrisni og góðgjörðasemi. Sigurður sál. sat með sæmd á Saurbænum, bætti jörðina og stóð hagur lians lengi mjög vel. En á síðari búskaparárum gekk heldur af' honum, og 1884 fluttist hann að Haga, sem hann hafði eign- arumráð yfir; þar bjó hann á 6. ár, unz hann siðast fluttist að Hjallanesi, til dóttur sinnar Sigríðar og tengdasonar Lýðs Arnasonar frá Skammbeinsstöðum. Börn áttu þau hjón 4 og lifa þrjú: Sigríður á Hjallanesi, Helga, og Sig- urgeir sveitakennari í Áshreppi, öll vel gefin og mannvænleg. Það sem einkum einkenndi Sigurð sál. var góðgjörðasemi, gestrisni, glað- lyndi, friðsemi og stilling. Bar sjaldan, mikið á honum, því hann brauzt aldrei um eins og »mikilmennin« sum, og þó var hann mikilmenni og kom meiru góðu til leiðar, en margt »mikilmennið«, sem hristir sig svojörð- in nötrar. Hann hjelt Hagakirkju í 42 ár, hafði tekið ástfóstri við þann stað, og var samkvæmt ósk sinni jarðaður við þá kirkjui 20. desembr. O. Póstskipið Latira, Christiansen, lagði af stað hjeðan til útlanda aðfaranótt 13. þ. mán. (hvítasunnu) og með henni nokkuð> af farþegum : landshöfðingjafrú Elín Step- hensen með son þeirra Magnús til lækn- inga, fröken Fischer, kapt. Christensen (í landhernum danska) o. fi. Veðrátta. Þessi mánuður kaldari miklu að sínu leyti. en apríl var. Frost á nóttu öðru hvoru, og veldur talsverðum gróður- hnekki. Hafísfrjettir engar sannspurðar, en liklegt, að hafís sje eigi allfjarri landi og valdi kulda þessum. Uppsigling á Hvammsfjörð. Ráð- gjafinn skrifar landshöfðingja 1. marz þ.. á., að sjóliðsstjórnin treysti sjer ekki til að láta mæla uppsiglíng á Hvammsfjörð á þessu sumri, fyrir þessar 8000 kr., er kostur er á samkvæmt síðustu fjárlögum- Þarf að láta kynna sjer tyrst svæðið, hve mikinn mannafla þurfa muni til mæling- anna og fá áætlun um kostnaðinn. Ætlar að láta kanna þetta í sumar af Díönu frá Stykkishólmi. Hefir góð orð um að byrja síðan að sumri á uppmælingunni. Branðauppbót. Þ. á- fjárveitingu úr landssjóði til bráðabirgðaruppbótar fátæk- um brauðum hefir landshöfðingi útbýtt, þannig: Stað í Grindavík 300 kr., Stað íi Aðalvík 600, Tjörn á Vatnsnesi 300, Mið- garði i Grimsey 400, Lundarbrekku 300, Skarðsþingum 250, Sauðlauksdal 250, Stóru- völlum 200, Stöð í Stöðvarfirði 100. Samsöngur (Conoert) sá, er hjer var hald- inn 14. þ. m. í G.-T.-húsinu, var betur sóttur en dæmi eru til um nokkra selda skemmtun, hjer: áheyrendur talsvert á 4. hundrað manns. Það var og í fyrsta skipti, er kvennmaður hefir heyrzt syngja hjer sóló frammi fyrir al- menningi, frk. Guðrún Waage, og þótti tak- ast mikið vel. Hún hefir mikil hljóð og tög- ur, prýðilega tamin við söng í Kaupmanna- höfn i mörg ár, undir handleiðslu ágætra. kennara. Var gerður harla mikill rómur að frammistöðu hennar. »Söngtjelagið frá 14. jan.« aðstoðaði hana og söng annaðhvort lag.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.