Ísafold - 16.05.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.05.1894, Blaðsíða 3
107 Leiðarvísir ísafoldar. 1360. Er það löglegt að, sýslumaður megi halda strandupphoð, án þess að auglýsa það í næsta hreppi ? Sv.: Nei, tæplega, ef útlit er fyrir að upp- boðið hetði verið sótt úr þeim hrepp. 1361. Geta skattanefndir reiknað tekjuskatt af dúntekjum eptir hærra dúnverði en verzl- anir gefa ? Sv.: Skatturinn telst af dún og öðrum tekj- um, eptir því verði, sem á þeim aurum eru í verðlagsskrá þeirri, er í gildi var, þá er tekjurnar fjellu í gjalddaga. 1362. Hefir sýslumaður leyfi til að hreyta verðiagsskýrslum hreppstjóra og presta? Sv.: Eílaust, et honum þykja skýrslurnar eigi rjettar. 1363. Heimila lög hreppstjórum að taka 162/s°/o i bein sölulaun af andvirði þess sauð- fjár, er þeir selja sem óskilafje, þegar eigandi gef'ur sig fram áður en það er auglýst til sölu? Sv.: Nei. því að eptir að eigandi hefir gefið sig fram, er tjeð ekki lengur í óskilum. 1364. Jeg sem hý á jörð og rek jafnframt verzlun á útmældri verzlunarlóð af landi jarð- arinnar, hef látið byggja steinhús í stað torf- bæjar á jörðinni utan takmarka verzlunarlóð- arinnar, og er þetta hús eingöngu notað við ábúðina á jörðinni. Ber mjer að greiða húsa- skatt af því ? Sv.: Nei. 1365. Þarf að greiða afsalsgjald í landssjóð >/2°/o, af húsi, sem er eign leiguliða á jörð og engin lóð fylgir, heldur getur landsdrottinn skipað að rifa það og flytja burt, er honum sýnist ? Sv.: Já, ef húsið er selt sem hús, o: til þess að standa á jörðinni, en sje það aptur á móti selt til að rífa það, og flytja burtu, virð ist ekkert afsalsgjald verða heimtað. 1366. Er ekki faðir óskilgetins barns skyld- ur til að borga fermingartoll fyrir barn sitt, og ef svo er, hversu mikið á hann að borga, og hvað móðirin ? Sv.: Sá semhefir barnið áframíæri virðist eiga að borga fermingu þess, en hann tekur aptur meðgjöf með því hjá rjettum hlutaðeig- endum. 1367. Er ekki leyfilegt að halda eptir af hinu umsamda árskaupi þess vinnuhjús, sem af kæruleysi vanrækir vinnu sina? Sv.: Jú, með því móti að höfðað sje mál gegn hjúinu þegar. Skófatnaðar útsala, 3 Ingólfsstræti 3. Allskonar skófatnað útlendan og inn- lendan af beztu tegundum. hef jeg nú til sölu frá því í dag, og ætti fólk að gjöra svo vel og líta á hann, áður en það kaup- ir annarstaðar, því nóg er til að velja úr. Útlendur skófatnaður. Kvennskór reimaðir 5,00, 5,25, fjaðra 6,00 6.50, hneptir 5,75, 6,50, ristarskór 3,80, 4,20 fjaðrastígvjel 6,10. Barna- og unglingaskór aföllum tegund- um og stærðum, kr. 1,25, 1,50, 2,85, 3,00, 3,75 , 4,85, 5,00, 6,50. Innlendur skófatnaður. Kvennskór mjög vandaðir, ailar stærðir 7,10, 8,00. Karlmannsskór 8,50, 9,00, 10,00, 10.50. Vatnsstígvjel 23,00, 24,00, 25,00. Erviðisstígvj. fyrir vegagerðarmenn 12,00. Eins og áður, er veitt móttaka pöntun- um af allsltonar skófatnaði, vandað verk, fljótt gjört, allar viðgerðir ódýrar. Iteykjavík 1. maí 1894. Lárus G. Luðvígsson. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefl 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá, er telja til skuldar í dánarbúi Tómasar Eggertssonar frá Ingjaldshóli, sem dó 27. desember í. á., að koma fram með kröfur inar og sanna þærfyrir skipta- ráðandanum hjer í sýslu innan 5 mánaða frá síðustu (3.) birtingu þessarar auglýs- ingar. Sömuleiðis er skorað á þá, sem skulda dánarbúinu, að gjöra skil fyrir skuldum sínum hið fyrsta. Slcripstofu Snæf.- og Hnappad.s. 25. apríl 1894. Sigurður Briem, settur. Jeg hefi haft slæman maga og þar af leiðandi höfuðverk og slæmsku. En með því að brúka Kína-lífs-elixir frá hr. Walde- mar Petersen í Frederikshavn, hefi jeg fengið aptur góða heilsu, og ræð jeg því öllum, er líkt gengur að, að reyna þenn- an »bitter«. Eyrarbakka á Islandi 23. nóv. 1893. Oddur Snorrason. Kina-lifs-elixirinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir VP að líta vel eptir því, að jr-' standi á flösk- unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum.- Kín- verji með glas í hendi, og flrmanafnið Waldemar Petersen, Frederikshavn, Dan- mark. Prjónayjelar, með beztu og nýjustu gerð, seljast með verksmiðjuverði hjá Simon Olsen, Kjöbmagergade Nr. 50, Kjöbenhavn. Eptir vjclum þessum er mikil eptirspurn, af því, hve traustar og nákvæmar þær eru, og að þær prjóna alls konar prjónles jafnt úr smáu sem grófu bandi. Yjela- þessar má panta þjá P. Nielsen á Eyrarbakka, sem sýnir, hvernig þær fara að prjóna og veitir ókeypis tilsögn til að brúka þær. Hjer á íslandi eru einkar hentugar vjelar með 124 nálum, sem kosta 192 kr do. — 142 — — — 230 — do. — 164 — — — 244 — do. — 166 — — — 280 — Verðlistar sendast þeim, er þess æsk.ja. »LEIÐARVÍSIR TIL IJFSÁBYRGÐAR* fæst ókeypis hjá ritstjórnnum og hjá dr- med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg ar upplýsingar. ^íg5" Nærsveitamenn eru beðnir að vitja „ISAFOLDAR“ á afgreiðslustotu hennar (í Austurstræti 8). 44 bænum og margir dóu, eins og opt brennur við um þann tíma árs. Sagginn í veðrinu lágðist eins og nepju-úði í hár hans og föt og hann gat varla haldið lifandi í vindl- inum uppi í sjer fyrir veðurofsanum. Honum fannst því ó- venjulega notalegt að komainn i hlyindin heima hjá sjer. »Stína!« kallaði hann, þegar hann var búinn að jafna sig dálítið; »dragðu af mjer ólukkans stígvjelin! Það er eins og þau sjeu gróin við mig. Láttu þau svo fram að eldstónni, en ekki of nærri henni, til þess að þau skorpni ekki aptur eins og horn. Yfirfrakkann geturðu gjarnan hengt dálítið nær eldinum. Kvöldmaturinn er þó búinn, vona jeg?« «Já, hann er kominn á borðið«. »Jæja, það er gott. Jeg er glorhungraður«. Lækn- irinn var rjett að ljúka upp hurðinni inn i borðstofuna, er hann heyrði tekið snarpt í dyrabjölluna og hringt. »Og fari þeir norður og niður !« varð lækninum að orði. »Ekki nema það þó, að ætla að fara að sækja mig núna. Mjer er sama hver það er; jeg fer ekki eitt fet. Læknar eru þó menn, eins og aðrir, og jeg hefi gert skyldu mina í dag«. Hann lauk upp útidyrunum svo snögglega, að pilt- korn það, er stóð úti fyrir, var nærri hrokkið aptur á bak niður riðið. 41 um hendur hans og mælti í bænarróm: »Þjer megið ekki segja mig feiga. Jeg get ekki dáið; jeg get það ekki vegna barnanna minna. Þau eru fimm, og þau eru föðurlaus«. »Eigið þjer engar eigur?« spurði læknirinn, og hálf- sneri sjer undan. »Nei«. »Enga ættingja, er mundu sjá um börnin yðar, ef í nauðir ræki?« »Æ, nei«. »Enga vini eða kunningja ?« »Enga. Meðan jeg tóri, forða jeg börnunum mínum neyð; deyi jeg ... « »Þjer verðið að stunda sjálfa yður, láta yður njóta fullkomins næðis«. »Hvernig á jeg að fara að því?« mælti hún og varð beizk og ömruleg í rómi. »Hlýt jeg ekki að hafa ofan af fyrir þeim öllum ? ... En það lagast með mig; haldið þjer ekki það, læknir góður? Viljinn dregur hálft lilass, og jeg vil nú lifa. Ekki of lengi«, bætti hún við, »ekki nema nokkur ár enn, þangað til að börnin eru orðin fær um að sjá sjer farborða sjálf«. Hún þagði stundarkorn og hjelt síðan áfram: »Þjer eruð hyggnari og reyndari en jeg, læknir góð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.