Ísafold - 19.05.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.05.1894, Blaðsíða 2
110 skuldina, en vill ekki sættast af tómum þrákálfaskap eða skuidseigju, eða lætur fyrir farast að mæta óforfailaður. Hitt var þó enn vanhugsaðra í frum- varpinu og jafnvel hlægilegt, að gerðar- dómi sáttanefndar mátti eptir því einnig skjóta til dómstólanna, þar sem gerð þó annars þýðir það, að þræta er útkljáð til fullnaðar án allra íhlutunar hins lögskip- aða dómsvalds. Sömuleiðis er alveg ó- skiijanlegt, hvers vegna gerðarvald sátta- nefnda skyldi bundið við smáskuldir. Það virðist enginn skapaður hlutur geta veriö því til fyrirstöðu, að sáttanefndir fái að útkijá með þeim hætti eins stærri mái, fiegar báðir málsaðeigendur eru á það sáttir. Fyrirmæli frumvarpsins um hraðan gang smáskuldamála þessara og um aukið fó- getavald hreppstjóra sýndi landshöfðingi fram á að væru óþörf, með því að vjer hefðum sams konar fyrirmæli í lögum vor- um og hefðum lengi haft. Er það einn vottur þess, hve nauða-fljótfærnisiega frum- vörp eru stundum skrásett hjer á þingi — þetta t. d. iagt að mestu út úr norsku laga- boði, en ekki athugað, að sumt af því var hjer 1 lögum áður, — og hve auðveldlega slíkir gallagripir fljóta samt sem áður i gegn um vel skipaða nefnd, með nógum lagamönnum í, og síðan gegn um heila þingdeild. En, sem sagt, þessu máii ætti nú að geta orðið af lokið í sumar og almennilega frá því gengið. Það yrði notasæl rjettarbót. 8. Búseta fastakaupmanna. Það mál, um að skylda þá, er fasta verzlun reka hjer á landi, til að vera hjer búsettir, er búið að vera mjög lengi á dagskrá þingsins, og heflr það ýmissa ráða í leitað til þess að fá það framkvæmilegt, en árangurs- laust til þessa. Líklegasta leiðin til að ná tilgangi slíks nýmælis er eflaust sú, að veita hjer búsettum kaupmönnum einhver veruleg hlunnindi eða forrjettindi fyrir hinum, og hefir því verið hreift á þingi. Bein iagaþvingun mun reynast óframkvæm- anleg, — naumlega auðið að fyrirgirða, að fara megi í kringum slík lög eins og menn ætla sjer. Hins má geta, að hjegóminn einber er viðbáran um persónulegt ófrels- ishapt á kaupmönnum, þar sem sje þessi búsetuskylda. Þá mætti segja hið sama t. d. um embættismenn, sem eru skyldaðir til að vera búsettir þar og þar. Það skyld- ar þá enginn til að vera í embættinu, heldur er sagt sem svo, að ef þeir viiji hafa þetta embætti, þá verði þeir að gegna öli- um skilmálum fyrir því. Eins er kaup- mönnum gert alveg frjálst, hvort þeir vilja reka hjer fasta verzlun eða eigi. Það er að eins sagt við þá, að ef þeir kjósi það, þá verði þeir líka að fullnægja þessu bú- staðarskilyrði. Það mætti kalla það hart að vísu, ef það skilyrði ætti einnig að ná til eldri kaupmanna; en aldrei mun hafa verið fram á það farið á þingi, heldur skyldi búsetuskyldan að eins lenda á þeim, er leystu borgarabrjef eptir að hin nýju lög gengi i gildi. Og það er mikill munur, sem vafasamt mun vera, hvort kaupmannastjettin h'efir veitt giögga epitir- tekt. Það má mikið vera, ef ímugustur hennar á nýmæli þessu hefir eigi stafaðaf því, að hún heflr ímyndað sjer, að það ætti að ná t.il sín, j). e. eins til þeirra manna, er nú reka hjer verzlun eða rekið hafa jafnvel heilan mannsaldur eða leng- ur og veriö þó búsettir erlendis. Hún mun ékki almennt kynna sjer mikið aiþingis- tíðindin, kaupmannastjettin okkar. Liklegast fer svo, að vjer verðum að láta oss lynda þá von, þá líklegu von, að bú- seta kaupmanna hjer aukist smámsaman sjálfkrafa, án nokkurrar laganauðungar. 9. Eptirlaun. Fari svo, sem við er búið, að eptirlaunalögunum frá síðasta þingi verði synjað staðfestingar, virðist sjáifsagt að taka það mál upp aptur þegar um hæl, annaðhvort iíkt og gengið var frá því í fyrra, eða þá í sambandi við ellistyrks- frumvarpið frá 1891. Þau eru gegndar- laus, eptiriaunin í sumum embættum, eins og nú gerist, og er engin von að þjóð og þing uni því. Gangi aukaþingið í sumar vel frá þess- um 9 málum, er hjer hafa nefnd verið, þarf j-það engan kinnroða að bera fyrir dagsverk sitt, miklu síður en þó að það hefði 100 mál undir, og skildi, ef til vill, ekki viðunanlega við nema 3—4. Sigling. Maí 13. Uffo (76 smál., skipstj Grube) frá Khöfn með ýmsar vörur til W. Christensens. 14. S. B. & H. (122, David Ross) frá Liverpool með salt og kol til Mr. Ward, fiskikaupmannsins frá Teign- mouth, er hjer dvelur. 19. Verðandi (29, J. C. Kiöcker) frá Khöfn með ýmsar vörur til W. Christensens verzlunar; skútan er eign verzlunarinnar og á að notast til fiskiveiða. Nýtt þingmannsefni, fyrir Reykjavík er landritari Hannes Hafstein — afráðið að bjóða sig fyrir 2 dögum. Heldur þing- máiafund annan laugardag, 26. þ. m. Kjörfundir. Mýramenn hafa kjörfund 4. júní að Galtarholti, Borgfirðingar 7. júní að Leirá, Reykvíkingar 8. júní, Kjósar- sýsla og Gullbringu 8. júní í Hafnarfirði, Árnesingar 9. júní að Hraungerði. Maður drukknaði í Hvítá fyrir skemmstu, vinnumaður frá Stafholti, Sveinn að nafni, var að koma fyrir laxagirðing- arkláf í ánni við 3. mann á bát, er hvolfdi, og varð hinum 2 bjargað frá iandi, — krækt í þá þaðan, er þeir flutu svo nærri. Dáinn er 14. þ. m. (annan í hvítasunnu) Bergsteinn Jónsson söðlasmiður á Eyrar- bakka, Þórðarsonar í Eyvindarmúla, tæp- lega fertugur, greindur maður og vellátinn. Frá útlöndum bárust blöð hingað í morgun (með skipi W. Christensens kaup- manns) fram undir lok f. mán., og er þar fátt frjettnæmt. Ríkisþinginu danska skyidi slíta 2. þ. m. Ráðgjafaskiptum í Dan- mörku ekki hreift. Dáin í Khöfn frú Julie Södring (f. Rosenkilde), mikils háttar leik- kona og allfræg, sjötug. Keisaraefni Rússa, Nikulás Alexandersson hins III. og Maríu drotningar (Dagmarar) Kristjánsdóttur hins níunda, hefir fastnað sjer eina dóttur-dótt- ur Viktoríu Bretadrotningar, er Alix heitir og er prinzessa af Ilessen, systir hertog- ans, er þar ræður löndum nú. Móðir hennar var Alice, önnur dóttir Viktoríu,. móðirsystir Vilhjálms keisara annars. Eina systur brúðarefnisins, Irene, á Hinrik Prússa- prinz, bróðir Vilhjálms keisara. Aukast þar með mægðir með þjóðhöfðingjum Rússa, Þjóðverja og Englendinga, og gera blöö úr því aukna friðarvon. Brúðkaup þeirra keisaraefnis og heitmeyjar hans á að standa, 3.ágúst í sumar. Hann er26ára, en hún 22. Vertíðarafli í Norvegi orðinn 50 milj. (54 í fyrra), en fiskurinn talinn J/6 rýrari en í fyrra. Brúarmálsstælan. (Brjefkafli úr Arnes- sýslu). Mikil stæla hefir verið milii þeirra. ritstjóra Þjóðólfs og Þorláks í Fífuhvammi út af hrúargæzlunni, og hefir oss þótt það helzt. til óþörf barátta og of langt leidd. Eptir voru áliti fór brúargæzlumálið mikið- vel á þingi í fyrra, því útlit var fyrir að ann- aðhvort hefði orðið að verða brúarvörður og þar af leiðandi bruartollur, eða brúargæzla hins vegar. Sjáum vjer ekki annað en að brú- arvörður hefði orðið að sumu ieyti harla dýr,. en að sumu óþariur. Dýr með því, að efbrú- in hefði verið læst um nætur, var með þv£ hept ferð manna eins sumar sem vetur, og þurftu því verðirnir að vera tveir. En óþarf- ur að því leyti, að þegar ís væri á Anni, sem opt er á vetrum, færi hver maður ísinn, en, ekki brúna. Einnig má geta þess, að margur þarf að fara brúna, sem ekki hefir peninga á. reiðum höndum. Yirðist oss því þessi nú lög- hoðna brúargæzla hyggilegri miklu en hrúar- vörður og brúartollur. Oss virðist engin ástæða til að fara að hafna. Þorlaki í þetta sinn fyrir þingmann, hann sem er húinn að vera þingmaður okkar í 20 ár og allt af talinn fremstur bænda á þingi, bæði af menntamönnum oghinum. Um ritstjóra Þjóð- ólfs skulum vjer ekki dæma sem þingmanns- efni; en ekki mun hann hafa bætt fyrir sjer- hjer með stælunni við Þorlák. Farið ekki til Ameriku! Brjefstend- ur í »Verdens Gang« 30. marz þ. á. frá Bandaríkjunum (Massachusetts), svo látandi »Það lítur út fyrir, að menn heima (i Norvegi) sje alls ófróðir um, hvernig á- standið er hjer nú í Ameríku; þvi hjer kemur hvort skipið á fætur öðru fullt af' vesturförum. Það er hjer um bil ómögu- legt að lýsa því, hvað fyrir þeim liggur, þessum innflytjendum. Það er ómögulegt að fá vinnu, þó menn vildu svo vinna fyrir 40—50 cent á dag. Fullur þriðjungur af verkamönnum landsins (Ameriku) er og hefir verið vinnu- laus langa-lengi. Margar verksmiðjur hafa hætt algerlega allri vinnu og margar halda henni áfram að eins með helming, vinnuafla síns, er áður var«. Leiðarvisir ísafoldar. 1368. Hefur sveitarnefnd myndugleik til að' banna mjer að hafa vinnukonu einhleypa, sem tekur fullt kaup og geldur í styrktarsjóð, 42' ára að aldri, einungis aj þeim orsökum að það er 10. vistarár hennar í hreppnum, en, gjörir mjer ekki aðvart fyrr en viku fyrir vinnuhjúaskildaga, eða varðar það nokkru fyrir mig, að halda hana fyrir hjú ? Sv. Nei við báðum liðum spurningarinnar. 1369. Hross nágranna míns ganga í túnii mínu og engjum. Má jeg þá ekki taka þau og setja inn, og láta hann kaupa þau út, ef jeg áður hef tilsagt honum hrossin, en hann, skeytir því engu?

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.