Ísafold - 26.05.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.05.1894, Blaðsíða 2
118 ensku þjóðarinnar á síðari öldum, mun oss finnast til um þróunarmagn það og lífsfjör, er þar lýsir sjer. Landsbúar á Englandi sjálfu ætia menn verið hafa fyrir 3 öldum kring um 3 miljónir, auk nokk- urra þúsunda landnámsmanna á víð og dreif um austurströnd Norður-Ameríku. í sama mund er talið að Þjóðverjar hafl verið 10—11 miljónir, og Frakkar og Spánverjar um 12 miljónir hvor þjóðin fyrir sig. Þá var Spánn stórveldi áifunn- ar. En þjóðinni hnignaði brátt. Meðal annars dofnaði þar og leið undir lok allur áhugi á líkamiegum íþróttum og aflraun- um. Enda hefir landsbúum eigi fjölgað nema úr 12 milj. upp í tæpar 17 á 3 öld- um. Á Frakklandi fjölgaði fólki velá200 árum, var komið upp í 26 milj. fyrir 100 árum, á tímum stjórnbyltingarinnar miklu. En síðan hefir eigi fjölgað nema um 12 miljónir, og þó er mikið lítið þar um mann- flutninga af landi burt. Þjóðverjar þar á móti hafa aukizt það og margfaldazt, að þeir eru nú komnir upp í 50 miljónir; þjóðin hefir fimmfaldazt á 3 öldum. En hvað er það samt í samanburði við Eng- lendinga, er jafnan hafa lagt hina mestu stund á líkamlegar íþróttir og aflraunir. Heimaþjóðin þar, á Englandi, hefir fyrst og fremst tífáldazt, á 3 öldum, vaxið úr 3 miljónum upp í 30 miljónir, og í annan stað æxlað út frá sjer heilt stórveldi fyrir vestan haf, ríki með 65 miljónum íbúa (Bandaríkin), með enskri tungu og enskri þjóðmenningu, og dreift enskum borgurum svo mörgum miljónum skiptir (12 miij.), um Suður-Afríku, Ástralíu, Indíalönd, Kan- ada og fjölmargar nýlendur aðrar. Það er í stuttu máli, að fyrir 3 öldum voru það alls einar 3—4 milj. manna, er mæltu á enska tungu, höfðu enska þjóðsiði og enska þjóðmenningu; en nú lykur þessi þjóð um allan jarðarhnöttinn fyrir sakir síns mikla kjarks og þols, atorku og framtakssemi, og þjóðmenningaryfirburða þeirra, er þeim kostum fylgja. „Þingvalla-paradísinu. Það er í Heimskringlu 17. febr. í vetur grein með þessari íyrirsögn, með aukatitli: ■»Meðferð lánsfjelaganna á Islendingurn« eða »Hvernig farið er að ftá menn lifandi«. Er greinarstúfur sá ágætur »appendix« við Hagskýrslurnar hans Baldvins, sæilar minn- ingar, og þvi ómissandi að sem flestir sjái hann. Meginkafli greinarinnar er svo hljóð- andi: »Jens Jónsson fór út í Þingvallanýlendu haustið 1890. Vorið eptir (1891) nam hann sjer þar land og tók lán hjá lánsfjelaginu Can. Settlers Loan & Trust Co. Lánið var að upphæð 400 doll. Ekki eitt cent af því fjekkst þó útborgað í peningum, heldur var það útborgað fyrir tiltekna muni: 1 uxapar þrjeveturt 110 dolh; 2 kýr 87 doll.; plógur um 25 doil.; herfi 10 doll.; 14 kindur 109 doll.; fyrir skjöl fyrir land- ið, sem var áðurtekið, 22 doll.; fyrir timb- ur og glugga fór um 20 doll. og afgang- urinn fyrir veðsetningarskjöl, þar sem fje- laginu vóru veðsettir allir þessir munir á- samt landinu. Land þetta var NA y4 32—22—31 V. í Þingvalla-nýlendu. Jens gróf sjö brunna alls á landi sínu af ýmsri dýpt, að með- altali um 50 ieta djúpa, en náði hvergi vatni, og varð því að flýja af landinu. Hann hafði reist á því íbúðarhús og gripa- hús og plægt 10 ekrur. Um haustið 1892 í september gaf hann upp landið, og um- boðsmaður lánsfjelagsins þar vestra hr. Jó- hann Thorgeirsson veitti móttöku fyrir fje- lagsfns hönd öllum hinum veðsettu mun- um, sem voru: 2 uxar, 2 kýr, sömu grip- irnir, sem hann fjekk um vorið áður, 12 kindur, þær fjekk hann haustið 1891, hafði þær því tæpt ár, pióg, herfi og landið með þúsum. Maðurinn fór nú að grenslast eptir í þ. m., hversu viðskipti sín við fjelagið stæðu. Þá reiknar fjelagið honum munina, sem það tók við af honum, þannig : 2 uxar og 2 kýr— »hjerum bil 60 doll.« 14 sauðkindur »óseijandi«. Plógur og herfi »óselt«. Landið með húsum ekki nefnt, og telur fjelagið það eptir þessu ekki eins cents virði. En ekki hefir það gleymt að reikna sjer vexti, því að það segir, að maðurinn, ept- ir að það hefir fært honum tii góða það sem það hefir fengið hjá bonum, skuldi sjer nú »hjer um bil 500 doll.« — þ. e. 100 doll. meira en lánið upphaflega var. Allt það, sem fyrir lánið var keypt, og landið með húsum að auki, hefir þá ekki nándar-nærri hrokkið fyrir vöxtum af sjálfu láninu i 2l/2 ár. Hvar þessar »óseljandi« kindur, sem voru fallegar og í bezta standi í haustholdum, eru niður komnar, væri fróðlegt að vita. Að kýrnar ásamt uxaparinu hafi að eins selzt 60 doll. allt til samans, verður dálít- ið skiljanlegra, ef það skyldi vera rjett hermt, að fjelagsins umboðsmaður hafi hirt svo vel gripina, að sumt af þeim hafi ver- ið sálað úr hor, áður en það var selt, því að hræ af hordauðu eru víst ekki í háu verði«. Eptirmæli. Lárus Þórarinn Blöndal, sýslu- maður,r.dbr., skipaður amtmaður yfir norð- ur og austurumdæminu. — Því miður reynd- ist andlátsfregn hans sönn. Hann Ijezt 12. þ.m., eptir örstutta banalegu af' afleiðingum inflúenza-veikinnar, sem um það leyti geys- aði sem harðast um Húnavatnssýslu og býsna skæð. Hann var sonur hins þjóð- kunna valdsmanna-skörungs Bjarnar sýslu- manns Auðunssonar Blöndal (f 1846) og fæddist að Hvammi í Vatnsdal 16. nóvem- ber 1836, fór í Reykjavíkur lærða skóla 1851, útskrifaðist þaðan 1857 með 1. eink- unn, kvæntist 24. ágúst s. á. Kristínu Ás- geirsdóttur Finnbogasonar áLambastöðum, sigldi samsumars til háskólans og tók til að stunda læknisfræði, en livarf frá því síðan og nam lögfræði, og tók embættispróf 1865 með II. betri aðal-einkunn. Kom síðan til B.eykjavíkur í för með Hilmari Finsen, sem þá gerðist hjer stiptamtmað- ur, og var á skrifstofu hans hin næstu missiri og landfógetans, þar til *er hann var settur sýslumaður í Dalasýslu haustið 1867, en fjekk veitingu fyrir henni vorið eptir (12. maí), sat þar fyrst á Staðarfelli og síðan í Fagradal innri. Húnavatnssýsla var honum veitt 12. apríl 1877 og fluttist hann þá fyrst að Stóruborg — bjó þar 1 ár, — en siðan að Kornsá, þar sem hann bjó til dauðadags. Þingmaður Húnvetn- inga var hann 1881-1885. Hann var sæmdur riddarakrossi dannebrogsorðunnar 8. apríl 1891, en skipaður af konungi 26. febr. i vetur amtmaður í norður- og austuramtinu frá 1. júlí þ. á. Börn eignuðust þau hjón 11; dó ejtt á 1. ári (dóttir), en 10 lifa: Ás- geir, hjeraðlæknir, á Húsavík; Sigríður, gipt síra Bjarna Þorsteinssyni á Siglufirði; Björn, cand. theol.; Ágúst; Kristján; Guð- rún; Jósep; Ragnheiður; Jósefina; Harald- ur. Lárus sál. Blöndal var atgervismaður til sálar og líkama, og yfirvald skörulegt, röggsamt og skyldurækið, drengskapar- maður mikill og gleðimaður, mæta-vel þokkaður, jafnt af þeim er hann átti yfir að segja sem öðrum, er höfðu kynni af honum. Hann var lista-skrifari og söng- maður hinn bezti. Ilann húsaði prýðilega á Kornsá og var heimili þeirra hjóna eitt hið nafnkunnasta gestrisnis- og rausnar- heimili á landinu. Þykir Húnvetningum að honum sár og mikil hjeraðs-sviptir. Hinn 15. þ. m. andaðist að Flögu í Vatns- dal merkisbóndinn Árni Erlendsson, rjett sextugur ab aldri; hann bjó mestan sinn bú- skap á Hólabaki og flögu. Átti hann Flögu og hafði hýst þar prýðilega. Hann var dugn- aðar- og atorkumabur, og drengur hinn bezti. Kennarakennsla. Að aflokinni kenn- arakennslunni í vor við FJensborgarskóla gengu þessir undir próf, hjer með tilgreind- um einkunnum: 1. Halldór Jónsson, sonur Jóns hrepp- stjóra Ólafssonar, á Sveinsstöðum; aðaleink. dável (5,00). 2. Einar Guðmundur Þórðarson, sonur Þórðar bónda Bjarnasonar í Kirkjuvogi; aðaleink. dável (4,88). 3. Valgerður Bjarnadóttir, dóttir Bjarna bónda Sigurðssonar á Hraunsási; aðaleink. dável -V (4.52). 4. Siggeir Sigurðsson, sonur Sigurðar bónda Sigurðssonar í Saurbæ í Holtum; aðaleink. vel (4.00). Prófdómendur voru þeir skólastjóri Mort- en Hansen í Rvík og Þórarinn próf. Böðv- arsson í Görðum, til þess kjörnir af stipts- yfirvöldunum. Bóksalar 1 JAmdúnuin. I Lundúnum eru 110 bóksalar, er kosta bókaútgáfur (for- leggjarar). Þar eru gefnar út 4000 nýjar bæk- ur A ári og 1100 eldri bækur prentaðar upp. Sje hvert upplag gert 1000, eru prentaðar þar 5 miljónir bækur á ári. Þar af fer l‘/2 milj. út úr landinu, en 3^/a milj. kaupa Englending- ar sjálíir. Hlutaflelög á Englandi hafa tvöfaldazt á 10 árum bæði ab fjölda og fjármagni. Þau voru 1- apríl 1884 aö tölu 8682 og höfuðstóll þeirra allra samanlagður 8500 milj. kr. En 1. apríl 1893 tala enskra hlutafjelaga orbin 17,653 og hötuðstóllinn 18,000 milj. króna. Bæjarreikningur Lundúna. Tekjur bæj- arsjóðs Lundúnamanna voru í fyrra 83 milj. krónur og útgjöldin 771 /2 milj., en skuldir — lán til ýmsra fyrirtækja — 540 miljónir. Edison hefir fengið alls 400 einkaleyfi fyrir nýjum hugvitssmiðum. Hann er sagður eiga. 11 miljónir króna. Tilraunastof'nun hans (la- horatorium) kostar hann 750,000 krónur um árið. 4’/a milj. krónur samtals hafa konur gef- ið til Harvard-háskóla í Ameríku. Hjer mun

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.