Ísafold - 26.05.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.05.1894, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist emu sinni «ða tvisvar í viku. Verð árg (minnst 80arka) 4 kr.. erlendis B kr. eba 1'/« doll.; borgist fyrirmibjaniuiíman. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bundin viO áramót, ógild nema komin s je til útgefanda fyrir l.októ- berm. AfgreiOslastofa blaos- ins er 1 Autturttræti 8 XXI. árg. Reykjavík, laugardaginn 26. maí 1894. 30. blað. f Öllum fjarverandi vinum og vanda- mönnum tilkynnist hjer með sú harma- fregn, að hjer á heimilinu er sú sorg- lega breyting orðin, að minn ástríki eiginmaður Lárus sýslumaður B 1 ö n- dal er látinn. Hann andaðist á laugardagsmorgun, hinn 12. maí kl. ö1/*, og hafði þá aðeins legið hálfan þriðja dag rúmfastur. Kornsá í Vatnsdal 16. maí 1894. Kristín Blöndal. Aflraunir, leikir, íþróttir. I. Bretar eru heimsins öndvegisþjóð á þess- ari öld af þvi ekki hvað sízt, að Pþeir stunda meir og betur aflraunir, leiki og íþróttir en nokkur þjóð önnur. Og þeir hafa lengi gert það, tóku til þess löngu á xindan öðrum þjóðum & síðari öldum og hafa aldrei slegið slöku við það síðan þeir komust á það lag, heldur fært sig meir og meir upp á skaptið. 011 þjóðin gerir það nú orðið og það af mikilli elju ¦og kappi. Það á mikinn þátt í því, hve þjóðin er þróttmikil, hraust og hugrökk. Sá sem á talsvert undir sjer hvað líkams- þrótt snertir, er öruggari og einbeittari til hvers sem vera skal heldur en máttvana lítilmenni. Þeim, sem tamið hefír sjer afl- raunir og íþróttir, og gert þannig líkama sinn fiman og stæltan, verður seint ráða- fátt, ef í þraut kemur nokkura eða mann- raun. Hann er spakur og hóglátur, en þjettur og fastur fyrir, lætur eigi sinn hlut fyrir neinum fyr en í fulla hnefana. Og er Bretum þá rjett lýst. »Jeg rak mig á þetta, þegar jeg kom fyrst til Englands fyrir mörgum árum« segir danskur rithöfundur merkur, er um það mál ritar, E. Staal. »Jeg vissi, að Englendingar voru oss (Dönum) töluvert meiri í vinnuþrótt, atorku, kiarki og þreki m. m., og mjer var forvitni á að vita, hver mundi vera undirrót þess. Jeg þurfti ckki marga daga til að sjá það. Það voru hin- ir miklu og gagngerðu líkamlegu yfir- burðir þeirra, en þeir yfirburðir hljóta að hafa í för með sjer margvíslega yfirburði aðra og harla mikilvæga«. »Þeir eiga við miklu óhöllara loptslag að búa en vjer — segir sami rithöfundur —, saggasamt þokulopt og hráslagalegt, og þeir eiga heima í þjettbýlum borgum meiri hlutinn, 3 af hverjum 4 landsbúum, «g hjer um bil helmingur landslýðsins eru verkamenn í námum eða borgum, en hjer (í Danm.) lifa tveir þriðjungar þjóðarinnar sveitalífi; og þó eru þeir miklu hraustari en vjer, yfirleitt bæði hærri vexti og krapta- meiri. Eitthvað kemur til þess. Það er þessi lenzka, að temja sjer karl- mannlega leiki undir berum himni og margvíslegar aflraunir og íþróttir frá blautu barnsbeini og fram til elliára,— það er að- alorsökin og ekkert annað. Fyrir það verða þeir og yfirleitt miklu la,ns:lifari«. Það kannast og allir við, er það athuga, að hvenær sem einhver þjóð hefir vaxið stórum að gæfu og gengi, tekið mikils háttar framförum eður aflað sjer frægð- ar og frama, þá hefir hún stundað aflraun- ir og iþróttir um nokkurt skeið áður og hleypt þar með stórum fram líkamsþrótt sínum. Tökum til dæmis Grikki. Undanfari gullaldar þeirra var margra alda íþrótta- og afiraunalíf. Vjer dáumst enn að hreysti Forn-Grikkja og líkamsfegurð. En slíkir yfirburðir koma aldrei og komu eigi þá af tómri tilviljun. Ungir Grikkir höfðust við tímum saman dag hvern á hinum fögru og skrautlegu leiksviðum og skeiðvöllum, er útbúin voru fyrir almannafje, og tömdu sjer þar hvers konar leiki og íþróttir. Þ.jóðin hafði hinn mesta áhuga á kapp- leikjum þeim. Fjórða hvert ár kom sam- an múgur og margmenni af öllu Grikk- landi á Olympíuvöllum á nokkurs konar höfuðkappleikamót, og sá sem þar bar sig- ur úr býtum, varð fyrir það þjóðfrægur maður og hlaut hinn mesta frama, honum var reist líkneski þar nærri og eins í borg þeirri, er hann átti heima í o. s. frv. Af þessu aflrauna- og íþróttalifi stafaði heilsu- samlegt samræmi milli sálar og líkama, »heilbrigð sá,l í heilbrigðum líkama«, og því komst hið andlega líf Forn-Grikkja á svo hátt stig, sem alkunnugt er af ritum þeirra, en hreysti, þrek og kjarkur kom aðdáanlega fram í viðureign þessarar litlu þjóðar við ofurefli liðs, þar sem Persar voru. Vjer dáumst mjög að þreki og karl- mennsku, hreysti og hugprýði forfeðra vorra. Vjer þökkum það sjálfsagt hern- aðarlífi þeirra bæði á sjó og landi, og þrautum þeim og mannraunum, er því fylgdu. En þess gætum yjer miður, hvern- ig á því stóð, að ungir menn reyndust slíkir afreksmenn sem tíðum bar við þeg- ar í hinni fyrstu orrustu er þeir háðu, eða hinni fyrstu mannraun, er þeir komust í. Það var af þvi, að þeir höfðu tamið sjer karlmannlega og fimlega leiki og íþróttir frá því þeir voru börn, svo sem lesa má í sögunum hvarvetna. En hinum mikla lík- amsþrótt^ er þeir öfluðu sjer þannig, fylgdi og andlegt þrek og kjarkur, er gerði þá örugga í hverri raun. Næsta frægöarskeið í sögu Evrópuþjóða var endurreisnaröldin ítalska, er kölluð hefir verið, 15. öldin og hálf hin 16. Þá voru einnig leikir og iþróttir meginþáttur í uppeldi ungra manna. Þá þurftu allir að temja sjer leikfimi, vopnfimi o. s. frv., og sá þótti hinn mesti frægðarmaður, er af öðrum bar í þeirri grein. A vorri öld hefir hin þýzka þjóð hafizt til öndvegis á meginlandi álfunnar. Sú viðreisn hófst á líkan hátt, með kappsam- legu líkamlegu íþróttalífi og aflrauna, í upphafi aldarinnar; þá færðist og þjóðin brátt í aukana og hratt af sjer oki Napó- leons mikla. Forkólfur þeirrar nýju stefnu, turnimenta-hreifingarinnar þýzku, var »turn-vater Jahn«. Hann kom & fót öflug- um fjelögum meðal hinnar yngri og upp- vaxandi kynslóðar um land allt, og var stefnumark þeirra fjelaga að herða líkam- ann sem mest og bezt með sífelldum fim- leikjum, aflraunum, geysi-miklum göngum og erfiðum m. m. Nú skipta turnimenta- fjelagar hundruðum þúsunda á Þýzka- landi. Ávexti þessa upp skáru Þjóðverjar 1870. Þeir höfðu að vísu Moltke og hinn ágæta prússneska heraga; en skammt hefði það dugað hvorttveggja, ef hermennirnir þýzku hefðu eigi verið Frökkum marg- falt fremri að líkamsþrótt og þoli. Þýzku hersveitirnar gengu tvöfalt og þrefalt á við hinar frönsku, ljeku sjer að því að elta þær uppi hvar sem var, fóru á svig við þær í langa króka og langt fram úr þeim, og hófu síðan bardaga sem óþreyttar væru. Frönsku hersveitiimar voru aptur uppgefn- ar eptir fárra mílna hergöngu; örmagna dátar lágu eptir hrönnum saman fram með veginum eða læddust burtu í skógar- fylgsni og lögðust þar fyrir af þreytu. Það var einmitt þetta, hvað Frakkar voru ónýtir til göngu og þollausir, er olli því, að Bazaine var kvíaður inni við Metz, Mac Mahon veiddur í gildru við Sedan og liði Bourbakis sundrað og tvístrað suður við landamæri Sviss. Alþýða manna á Frakklandi hafði frá fornu fari verið mjög hneigð fyrir leiki og aflraunir, og þaðan segja menn að stafi upphaflega ýmsir algengir íþróttarleikir, t. d. knattleikur o. fl. Það kom og fram í Napóleonsstríðunum um síðustu aldamót, að frönskum almúgamönnum var eigi fysj- að saman. Það var eigi síður þol þeirra og þrautseigja en herkænska Napóleons, er gerði Frakka svo sigursæla þá, sem al- kunnugt er. En eptir þá löngu og hörðu hríð dofnaði mjög yfir þjóðinni og þar með hvarf einnig áhuginn á aflraunum og iþróttum. Kom smámsaman sá kyrkingur í þjóðina, að landslýðnum er nú tekið til að fækka fyrir löngu,—nema einmitt í þeim hjeruðum landsins, þar sem fornar íþróttir og aflraunir eru enn stundaðar. Eptir ó- sigurinn fyrir Þjóðverjum 1870 tóku margir föðurlandsvinir frakkneskir til að eggja þjóð sina -til viðreisnar. Þeir sáu brátt, að lög og stórkostleg fjárútlát dugðu skammt, heldur reið á hinu mest, að koma líkams- þrótt þjóðarinnar í samt lag sem verið hafði áður; því að eins var þjóðinni við- reisnar von. Fyrir því láta nú frakkneskir framfaramenn sjer eigi um annað framar hugað en að kenna lýðnum að temja sjer líkamlegar íþróttir og aflraunir, og er kom- inn á það mikill og góður rekspölur. Rennum vjer aptur augum yfir æfiferil

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.