Ísafold - 02.06.1894, Blaðsíða 2
126
skammti, að eigi skuii verja til roálsins
nema rjettarhöldum og að dóm skuli upp
kveða þegar í stað eða innan hálfs mánað-
ar í siðasta lagi. Loks er hin skýlausa
heimild í síðustu greininni fyrir nokkrum
fógetagjörðum hreppstjóra í smáskuldamál-
um til bóta.
Frá máli þessu eða málum ætti nú geta
orðið svo gengið í sumar, að nýtileg rjettar-
bót hefðist upp úr því.
Eldeyjarförin.
Auk bjargmannanna 3 úr Yestmanna-
eyjum og hr. Sigfúsar Eymundssonar vorú
í för þessari með Elínu nokkrir heldri
menn og konur rir Eeykjavik og Hafnar-
firði, þar á meðal skólastj. Jón Þórarins-
son, landritari Hannes Hafstein o. fl. Þeir
lögðu af stað hjeðan af höfn snemma
morguns hinn 30. f. m., komu við í Höfn-
um og fengu með sjer þaðan 6-æring með
4 mönnum til þess að lenda í við eyna.
Þeir komu að eynni kl. e. h. Útnyrð
ingsgola var, snörp nokkuð^ en þó fremur
gott í sjóinn og brimlítið. Bjargmennirnir,
Hafnamenn og nokkrir fleiri hjeldu þegar
til eyjarinnar, hittu þar allgóða lendingu
við fiá, breiða nokkuð, austan á landnorð-
urjaðri eyjarinnar; er hún sæbrött í sjó
ofan annarsstaðar víðast.
í viki einu dálitlu eða kór vestanvert
við flána, er þeir lentu við, lá mikill hóp-
ur sela uppi á kiöpp, mest kópar, nokkrir
vetrungar. Vestmannaeyingarnir rotuðu
nokkra hina stærri með stýrissveif, en kóp-
ana með hnefunum; drápu þar 11 seli alls.
Að því búnu rjeðu þeir til uppgöngu á
eyna, Vestmannaeyingarnir 3: Hjalti Jóns-
son, sá hinn sami er veg iagði upp á Háa-
drang fram undan Dyrhólaey í fyrra vor,
(sjá ísafold 1893, bis. 215), Agúst og Stefán
Gíslasynir, kaupmanns Stefánssonar, ung-
lingar um tvítugt, en Hjalti bálfþrítugur.
Þeir lásu sig upp bergið með líkum hætti
og Hjalti haft til þess að komast upp á
Háadrang: ráku inn járngadda með hæfi-
legu millibili og notuðu í stað stigahapta,
en planka með þrepum á yfir skúta og
gjótur í berginu, 6 álna langan. Móberg
er í hömrunum umhverfis eyna og þvi
auðunnið á þvi með járni. Laust var það
nokkuð í sjer og vildi molna og hrynja,
ef á var reynt. Hæðin, þar sem þeir fje-
lagar klifu upp, gizkuðu þeir á að vera
mundi um 170 fet, sumstaðar þverhnýpt,
en sumstaðar smástallar. Mesta torfæru
hittu þeir fyrir, er skammt var upp á brún,
lausan klett stóran á stalii, er þeir urðu
að komast upp á og hafa sig þaðan upp
á klettinn. Þeir komust klakklaust upp á
brúnina, en gátu eigi fengið neitt hald þar
fyrir stigann — plankann með þrepunum—,
með því að kletturinn var örmjór ofan eins
og egg og ekki jafnvel meira en svo
hægt að komast þar fyrir öðruvísi en að
ríða klofvega á egginni, en hengiflug á
tvær hendur. En eigi gáfust þeir upp við
glæfraför þessa að heldur, og tóku það
ráð til þess að komast yfir sundið upp
fyrir sig af klettinum og kaflann sem ept-
ir var upp á brúnina, að þeir ráku fleyg-
inn svo hátt sem þeir náðu til, og studdi
Ágúst sig við hann með tilstyrk Stefáns,
en Hjaiti klifraði upp eptir baki hans, þar
til er hann stóð á öxlunum, en náði þó
eigi til fyr en hann steig upp á höfuð
Agúst; þá gat hann seilzt svo langt, að
hönd festi á brúninnþog vegið sig upp.
Tvær klukkustundir voru þeir að kom-
ast alla leið upp.
' Þegar upp kom, gaf þeim fjelögum á
að líta. Þar var hreiður við hreiður, svo
að varla varð þverfótað á milli. Er það
nær eintóm súla, er verpur þar uppi, en
dálítið af svartfugli í bergskorum og gluf-
um, svo mikil mergð, að þeir gizkuðu á
að nær mundi 20 en 10 þúsundum, ef tal-
ið væri þar uppi á eynni, en mikill fjöldi
þar á ofan í berginu umhverfls hana alla,
og mirma þar einnig um svartfugi. Þeir
stikuðu eyna í snatri og taldist þeim hún
vera um 90 faöma á lengd, frá útnorðri
til iandsuðurs, en 50 á breidd. Gróður-
iaus er hún með öllu, ekki stingandi strá,
heldur ber móbergsklöppin undir; gróður-
vísir brennur allur undan fugladrítnum;
súluhreiðrin eru af þangi ger og ýmsu
rusli. Aðrir fuglar sáust þar eigi en súla
og svartfugl. Svartfuglinn er mjög spak-
ur og drápu þeir töluvert af honum, komu
með um 180, en súlu enga; hún ærsiast
og ásækir manninn, ernærri kemurhreiðri
hennar, en svartfuglinn situr kyrr.
Þeir hröðuðu sjer sem mest þeir máttu,
með því að tíminn var naumt markaður;
sigu aptur ofan í bjargfesti, til flýtis, með
því seinlegra miklu er að fara »veg« þann,
er þeir höfðu iagt um bergið og þeir
kalla því nafni, eptir járngöddunum, sem
engum er fært nema þaulvönum bjarg-
mönnum; ætla þeir sjer að nota veg þann
eptirleiðis, er þeir taka til að nytja hólm-
ann til fuglveiða o. fl. Þeir höfðu meö
sjer veiði sína og hröðuðu sjer áleiðis. Var
viðstaðan gufubátsins við eyna ekki nema
4 kl. stundir alls. Síðan var haldið beint
til Eeykjavíkur, nema sexæringnum skiiað
apturí Höfnum ásamt mönnunum. Kom Elín
til Eeykjavikur eptir miðja nótt, um kl. 3.
Þeir fjelagar 3 hugsa til að fara aðra
ferð til eyjarinnar síðar í sumar, i önd-
verðum ágústmánuði, og leigja til þess
Elínu aptur. Þá eru súlnaungarnir
fullvaxnir orðnir, en ófleygir, og má þá
afla þar ógrynnis af þeim. Verðlagá þeim
í Vestmannaeyjum er 40—50 aurar. Er
því meira en lítil arðsvon af hagnýting
hólma þessa, ef veiðin nemur syo mörgum
þúsundum skiptir. Eru 5 menn alls I fje
lagi um kostnað og ábata af landnámi
þessu, með 6 hlutum þó, — Gisli kaup-
maður Stefánsson 2 hluti, fyrir sonu sina
báða. Einn er sýslumaður Vestmannaey-
inga, Jón Magnússon, annar Sigfús Ey-
mundsson, í Evík, þá Friðrik Gíslason
myndasmiður.
Hólminn, Eldey, er Danir kaiia »Mel-
sækken«, er um 3 mílur undan Eeykja-
nesi. Lent hafa Hafnamenn þar optaðsögn,
jafnvel árlega, en enginn maður upp
komizt á eyna fyrr en þetta, og má því
ferð þessi heita allmikil frægðarför.
Námsvistarrof. Landsyíirrjetturdæmdi
21. þ. m. í máii milli iðnaðarmeistara (H.
Andersen skraddara) og námssveins (Guð-
bjartar Þórðarsonar) í Eeykjavík út af
námsvistarrofi og þar af leiðandi skaða-
bótakröfu. Eptir samning þeirra á milli
12. ágúst 1890 átti námsvistin að standa í
6 ár, en 1000 kr. skaðabætur lagðar við
brotthlaupi á þeim tíma og að honum
liðnum mætti nemandi eigi ganga f
vinnu eða þjónustu hjá neinum öðrum
skraddara hjer í bæ eða manni sem ræki
hjer skraddaraiðn nje setjast hjer sjálfur
að sem skraddari í sínu nafni eða annara,
meðan H. Andersen ræki hjer skraddara-
iðn, að viðlögðum 2000 kr. skaðabótumm.
m. Að 3 árum liðnum stökk Guðbj. burtu
úr námsvistinni og tók til sjálfur að reka
skraddáraiðn skömmu síðar. Krafðist þá
hinn skaðabótanna (2000 kr.) og auk þess
bóta fyrir atvinnutjón af meiðandi um-
mælum í blaðagrein.
Landsyfirrjettur sýknaði nú Guðbjart, af
þvi, að H. Andersen lögsótti hann fyrir ann-
að en það sem hann hafði brotlegur í gerzt,
nefnil. ekki til 1000 kr. útlátanna fyrir
námsvistarrofið, — 2000 kr. skaðabæturn-
ar virtust eptir orðanna hljóðan i
samningnum bundnar því skilyrði, aðnáms-
timinn hefði verið útendaður, 6 ár, og
pilturinn orðinn fullnuma skraddári, en
meistarinn ekki getað búizt við tjóni af
samkeppni ekki hálfnuma unglings. Máls-
kostnaður fyrir báöum dómum látinn nið-
ur faila.
ísfirzku málaferlin. Ólaf'ur nokkur
Ólafsson, húsmaður á ísafirði, hafði dæmd-
ur verið í vetur þar í 5 daga fangelsi við
vatn og brauð fyrir rangan vitnisburð og
meinsœri, en yfirrjettur ónýtti þann dóm
21. þ. m. og vísaði málinu heim aptur til
nýrrar og löglegri meðferðar og dómsá-
leggingar, «en dæmdi undirdómarann, L.
K. Bjarnason, til að greiða allan á áfrýj-
un málsins leiðandi kostnað,—vegna þess,
að hann (undirdómarinn) hafði neitað að
setja kærða þann talsmann er hann óskaði,
nefnil. Skúla Thóroddsen, án gildra ástæðna
að dómi yfirrjettarins, heldur sett annan
miður hæfan en hann, og að hann hafði,
er hann tók málið fyrir af nýju, að þar til
gefnu tilefni, ekki veitt ákærða nema 2
stunda fyrirvara, og þar með eigi geflð
honum löglegt færi á að gæta rjettar síns.
50,000 kr.! Eða fast embætti?
Hr. ritstjóri! Jeg hefi iesið í Alþingis-
tíðindunum stæluna um landsskjalasafns-
bitlinginn fræga (1000 kr.) handa ritstjóra
»Þjóðólfs«, og gazt eigi að. Jeg
sannfærðist af umræðunum um það, að hafl
nokkurn tíma nokkur bitlingur verið veittur
ófyrirsynju og ráðlauslega, þá er það þessii
bitlingur. Það er sjer í lagi ræða Boga
Melsteðs, sem mig hefir sannfært og lang-
bezt skýrt málið yfir höfuð. Hann sýnir
þar fram á mjög greinilega, hve skrásetn-
ingaraðferðin við safnið sje vitlaus, og a5
hún muni kosta með þvi lagi minnst 50,000■
kr.l Kynjar mig því eigi, þó að bitlings-
beiðandi vildi gjarna fá gert úr starflþessu.
fast embætti handa sjer; það er seint of
margt af embættunum fyrir þenna launa-
lýð, og nógu breitt bakið á alþýðu til að'
bera!
Nú veit jeg að' vísu, að bitlingurinn,
1000 krónurnar, var loks bundinn því skil-
yrði, að verkinu væri þar með lokið, á 1
ári. En býst nokkur við, að því skilyrði
muni verða fullnægt öðru vísi en rjett að
nafninu til í hæsta lagi? Má þáekkiganga
að því vísu og sjálfsögðu, að nýr bitling-
ur í sama skyni verði upp vakinn ánæsta