Ísafold - 16.06.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.06.1894, Blaðsíða 3
143 Moskva í öndverðum nóvembermánuði og bálf- um mánuði siðar til Pjetursborgar. Hálíum mánuði þar á eptir var hún komin vestur í Mið-Evrópu og til Norðurlanda. Til Yestur- beims (New-York) barst bún 19. desbr., en til Suður-Evrópu ekki fyr en seinast í mánuðin- um. Hálfum mánuði eptir nýár Ú1890) var hún komin íil Afriku norðanverðrar (við Mið- jarðarhaf) og til Suður-Ameriku. en til Ind- lands (Bombay) ekki fyr en í febrúarlok. Til Japans barst hfin í janúar yfir Serbíu sunn- anveröa, og til Hong Kong í febrúar. Steinlsolaforðl Norðurálfu. Hagfrœð- ingafjelagið í París hefir birt áætlun, er það hefir samið, um það, hve mikið fólgið muni í jörðu af steinkolum i ýmsum löndum álf- unnar. Þar er Bretland hið œikla efst á blaði með tólí hundruð og þrjátiu þúsund miljónir skipp- unda — tölustöfum: í 1230 000,000.000 skpd. Þá kemur Þýzkaland með sex hundruð sjö- tíu og fjórar þúsundir miljóna: 674,000,000,000 skpd. Frakkland er næst i röðinni með að eins 110 þús. milj. skpd., þá Austurriki og Ung- verjaland með 105 þús. milj. skpd. og Belgía með 83 þús. milj. skpd. Það sem eytt er af kolum hjer i álfu á ári hverju að meðaltali er aÖ sögn hagfræðinga 2060 milj. skpd. Eptir 5 aldir ætla menn að kolanámur Prakka, Belga og Austurrikismanna muni gjörtæmdar, en Þjóðverja og Breta eptir 8—10 aldir, með líkri eyðslu og nú gerist. Leiðarvísir ísafoldar. 1399. Jeg kom hingaö til Keykjavikur 3. apríl 1889, vann hjer i fjögur ár, og borgaði aukaútsvar til bæjarins fyrir öll fjögur árin, fór svo til Kaupmannahafnar, og dvaldi þar 1 ár, án þess að eiga heimili hjer á landi. Hefir niðurjöfnunarnefndin í Reykjavík heim- ild til að leggja á mig aukaútsvar fyrir það ár, sem jeg dvaldi ytra, þótt jeg reki hjer iðn mfna nú? Sv.: Nei, ekki fyrir það ár. 1400. Er jeg skyldur til að vaka yfir tje nótt og dag, þó húsbóndi minn skipi mjer það, og segi það hafi tiðkazt í sínu bygðarlagi? Sv.: Nei. 1401. Og sje jeg ekki skyldur til að vaka dag og nótt, hvernig á jeg þá að ná rjetti mínum gagnvart húsbóndanum ? Sv.: Spyrjandi virðist hafa ástæðu til að að ganga úr vistinni, ef húsbóndi hans vill þröngva honum tii að vaka dag og nótt, sbr. tilsk. 26. jan. 1866. 1402. 1891 hefir faðir minn, með skriflegu skilmálabrjefi veitt A. ábúðarrjett, á eignar- jörð sinni, þegar þáverandi ábúandi víkur frá jörðinni. Nú hefi jeg fengið jörðina í arf ept- ir föður minn; og verður hún laus undan á- búð á næstkomandi vori. Má jeg þá ekki byggja jörðina hverjum sem jeg vil, eöa er jeg skyldur að láta A. hafa jörðina með þeim skilmálum og þvi eptirgjaldi, sem A. hafði samið um við föður minn sál ? Sv.: Spyrjandi má byggja jörðina þeim, er hann vill; skilmálabrjef föður bans getur ekki verið bindandi fyrir hann. 1403. Jeg bý á hálfri jörö, og hef ræktað tún á minn kostnað, svo það getur af sjer meiri töðu en tún það, sem sambýlismaður minn hefir vanrækt. Nú flytur annar maður á niðurnýdda partinn og vill fá ný skipti á jörðinni; er jeg þá skyldur að láta af hendi við hann nokkuð af því túni, sem jeg hef ræktað ? Sv.: Nei, ef skipti hafa áður fram farið ept- ir rjettu hlutfalli og gæðum. 1404. Er jeg skyldur að borga sambýlis- manni mínum beitartoll, þó jeg hafi fleiri skepnur en hann í óskiptu beitarlandi okkar. Sv.: Nei, ekki nema ofsett sje á land spyrj- anda. 1405. Yerður skriflegur samningur ógildur, þó menn þeir sjeu dánir, sem hafa skrifað nöfn sín undir samninginn sem vottar? Sv. Nei. 1406. Jeg bý á jörð í Snæfellsnessýslu; er jeg þá skyldur að senda landskuldina suður í Reykjavík með gufuskipi til eiganda, sein er þar búsettur, eða ber honum ekki að hafa umboðsmann? Sv.: Já, ef svo er áskilið í byggingarbrjef- inu; annars er landsdrottinn skyldur að hafa umboðsmann í sama hjeraði og spyrjandi býr í. 1407. Er oddvita heimilt að svara úr sveit- arsjóði til þurfamanna eins og honum gott þykir án þess aö hafa til þess samþykki hinna nefndarmanna ? Sv.: Nei. 1408. Er leyfilegt að láta þurfalingum í tje fje úr sveitarsjóði fyrir allskonar munaðarvöru svo sem tóbak, ölföng o. s. frv. ? Sv.: Nei, alls ekki. 1409. Getur sveitarnefndin eigi svipt þá menn fjárforræði, sem geta hæglega unnið fyrir sjer og fjölskyldum sínum, en liggja upp á sveitinni með allt sitt skyldulið fyrir óreglu og óspilsemi ? Sv.: Hlutaðeigandi hreppsnefnd getur, ef hún sannar fyrir amtmanni, að einhver, sem þiggur af sveit, fari ráðlauslega með efni sín, og hlutaðeigandi sýslumaður samþykkir, feng- ið amtmann til að svipta hann fjárforræði með úrskurði, sbr. lög 4. nóv. 1887. 1410. Mjer er bygð jörð, sem liggur að sjó, til allra leiguliðaafnota til lands og sjáv- ar. Landsdrottinn byggir svo húsmanni inn- á jöröina og leyfir honum ýmsar landsnytjar, svo sem skeljatöku, sölvatöku, mótekju og torfristu o. fl. í landinu, svo jeg hefi eigi hálf not af þessum landsnytjum, beitir tún og engjar með ferðamannahestum, sem hann tek- ur til hirðingar o. s. frv. Hvernig á jeg að fara að, er landsdrottinn vill eigi i neinu hliðra til við mig? Sv.: Leiguliði getur eflaust heimtað skaða- bætur af landsdrottni fyrir tjón það, er hann bíðurvið þetta, og virðist liggja næst að hann haldi eptir at afgjaldi jaröarinnar sem þvf svarar. Hið íslenzka náttúrufræðisfjelag. Samkvæmt 7du 'grein fjelagslaganna verður aðalfundur haldinn á Þingmaríu- messu 2. júlímánaðar, og er hjer með skor- að á alla þá fjelagsmenn, sem þá eru hjer í bænum eða kunna að koma, að sækja fundinn betur en hingað til heflr verið gert. Reykjavik 31. maí 1894. Stjórnin. 76 mann sinn með hálfum hug — »þykir þjer of mikið að hafa þau öll flmm ?« »Mjer?« Hann tók um báðar hendur á konu sinni og mælti í alvöruróm : »Kona mín góð! Þegar vesaling- urinn hún móðir þeirra lá í andarslitrunum og gat eigi dáið af áhyggju fyrir börnunum, þá laut jeg niður að henni og hvíslaði í eyra henni: »Jeg skal taka börnin að mjer og þau skulu vera mín börn«. — »011 fimm?« spurði hún; hún trúði ekki eyrum sínum. «011 fimm«, svaraði jeg, »svo sannarlega hjálpi mjer guð!« Og svo dó hún í friði«. ^ »Vesalings-móðirin!« mælti kona læknisins og grúfði tárugt andlitið við öxl manni sínum. Svo tók hún snögglegt viðbragð og mælti: »En, góði minn, úr því þú hjezt því, þú hefirðu komið með börnin hingað með því eindregnu áformi, að halda þeim öllum«. Hann kinkaði kolli. »En ef jeg hefði nú ekki viljað það?« »Jeg þekkti bjartagæzku þína«. »Svo? Og fyrst svo var, því komstu þá. ekki ör- uggur og sagðir mjer hreinskilnislega eins og var, hvað þú ætlaðir fyrir þjer?« Læknirinn varð fár við og mælti: »Þú vildir einmitt þann dag fá nýtt gólf og nýmóð- ins veggjatjöld og gluggaskýlur«. 73 »Þá verð jeg hjá honum í nótt« mælti læknisfrúin einbeitt. »Þú gengur fram af þjer!« »Hirtu ekki um mig. Það sem maður verður að gera, það getur maður«. Læknirinn tók í hönd konu sinni alvarlegur á svip og mælti: »Þurfirðu mín við, þá læturðu vekja mig«. Nóttin ætlaði seint að líða. Sveinninn bylti sjer til og frá í rúminu, með kveinstöfum og stunum, titrandi á öllum limum og með uppsperrt augu. Og allt af hrópaði hann kveinandi: »Mamma! mamma! mamma!« Læknis- frúnni hitnaði um hjartarætur; hún kenndi svo í brjósti um hinn sárþjáða, unga sjúkling. IJún klappaði honum á kinnina og laut ofan yfir hann með blíðuatlotum. Þá tók ásjóna sveinsins snögglegum stakkaskiptum. »Er það þú, mamma ? Loksins komstu !« mælti hann. Hann lagði báðar hendur um háls henni svo fast, að hann dró hana að sjer þangað til að kinnin á henni lagðist við vangann hans. Hún fann brátt, að hinn mikli strengur í limum drengs- ins linaðist, höfuðið lá kyrrt og honum ljetti um andar- drátt. Það fekk henni innilegrar gleði. En hvert sinn sem hún ætlaði að losa um hendur hans af hálsinum á sjer, tók hann til að hljóða og kveina.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.