Ísafold - 14.07.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.07.1894, Blaðsíða 3
171 gæzlulögunum, en þaí> mál væri svo íullrætt nú, að enginn mundi græða á aí> fara að ræða það hjer og hann mundi jafnvel ekki svara, J>ó að á sig væri leitað í því máli. Skoðanir sinar á málum þeim, er ósamþykkt lægju frá siðasta þingi, væri fullkunnar. Hann kvað margt mæla með þvi, að afborgunarlánið til Ölfusárbrúarinnar væri gefið upp. í>á minnt- ist hann á selamálið á síðasta þingi og ónóg- an undirbúning þess heima í hjeraði og hvatti til að búa það rækilega undir þingið 1895. Fyrirspurn var upp borin af Sigurði i Gerðiskoti, sem hann virtist ekki skilja sjálf- ur : en eptir tilgátur og leiðbeiningar frá þing- mannaefnunum ljet hann sjer lynda, að hún ætti við tollgreiðslufrumvarpið frá síðasta þingi. Tr. G. kvað dýrt mundu verða. að byggda vörugeymsluhús i öllum verzlunar- stöðum landsins, og lítið mundi það bæta verzlunina. Sama sagði P. Nielsen kaupmað- ur á Eyrarbakka. Þ. G. kvað þann frest á tollgreiðslunni, er nú væri lögleyfður, litið eða ekkert notaðan. Áður en tekið var til að kjósa, bað fyrv. alþingismaður Skúli Þorvarðarson sjer hljóðs sem meðmælandi Þorláks, en þegar hann fór að tala, æptu þeir upp, Guðmundur læknir, og vinnupiltur frá Fossi, sem Símon heitir. En þá stakk einn Hreppamaður þeirri steinsveskju upp í þá, að þeirn væri bezt að geyma sjer að æpa að meðmælendum Þorláks þangað til i kjöríundarlok og snúa þvi þá upp í siguróp. Læknirinn hatði konuna með sjer á kjör- fundinn, liklega til þess að þá bitist betur; en hún komst í (munn)höggorustu við Hreppa- mann út úr áfangastað, og mun hafa látið suma skilja. hvern þeir ættu að kjósa, nefnil. mág sinn, H. Þ. Þess ber að geta, að tveir fóstbræður báru Bacchus í tösku til þess að liðka og lifga ná- ungann þar i heiðinni kring um þinghúsið. Þegar menn, sem á kjörfund koma, fá ekki að kjósa, af þvi að þeir standa ekki á kjör- skrá, þá er það sjálfum þeim að kenna, þar sem þeir ekki hafa hirt um að skoða kjör- skrána meðan hún lá almenningi til sýnis, nje krafizt þess, að þeir væri teknir á kjörskrá, er þeir hafa öðlazt kosningarrjett eptir að reglulegar kjörskrár voru samdar. Það er og ekkert tiltökumál, þó að nöfn dauðra manna sjeu upp lesin af kjörstjórnaroddvita, því að kjörskrár þær, er nú var kosið eptir lögum samkvæmt, voru samdar í marzmán. 1893, og er það auma fáfræðin, að vita ekki svo lítið. Hjer mun, að því mjer er kunnugt, allur þorri manna vera vel ánægður með kosning- arúrslitin; en ekki óliklegt. að nokkrum skuggasveimim sjeu aumar iljar og fátækari sjeu þeir af skæðaskinni eptir en áður. En ekki hötðu þeir piltar hátt um sig á kjör- fundinum og ekki báru þeir sakir á Þorlák gamia þar eða þreyttu hann með flóknum spurningum, enda mundi þá hafa farið, eins og skáldið að orði kemst, »líkt og þá Grettir Gísla sleit gjarðirnar dauss og strýkti hann berans. Arnesingur. II. í »Þjóöólfi« 12. þ. m., nr. 26.—27., er getið um alþingiskosningar í Árnessýslu. Þar er sagt svo frá, að þeir bankastjóri Tryggvi Gunnarsson og Þorlákur Guðmunds- son hafi riðið austur viku fyrir kjörfund, »og fór hinn fyrnefndi um uppsveitir sýslunnar til að finna frændur sína i Hruna og á Stóra- núpi*. Það er rjett sagt frá. Hann kom til okkar frænda sinna, enda hafði hann ráðgjört þá ferð fyrir mörgum árum. En af Þjóðólf's- greininni á þetta að skiljast svo út í frá. að hann hafi farið um uppsveitirnar til að smala sjer atkvæðum, og fundið frændur sína til þess að fá lið hjá þeim. Þetta er rangt. Eng- in meining getur þó verið önnur í orðunum, því ekki er það í frásögur færandi nje í blöð setjandi, þó frændur heimsæki frændur sína. Tryggvi frændi kom að Hruna og Stóra- núpi, en hann nefndi ekki á nafn að fá at- kvæði okkar frænda sinna — gat verið að hann ætti þau vís, því báðir kusum við hann við næstu kosningar áður (haustið 1892) — en hann nefndi heldur ekki á nafn, að við útveguðum sjer atkvæði annara, enda er hann of frjáls- lyndur til þess. Hann kom og á einn bæ annan í Ytrahrepp en Hruna, að Kópsvatni, og vitandi að þar var maður, sem miklu hefði getað ráðið um kosningar úr þessum hrepp, nefndi hann þær þar heldur ekki á nafn. Það er annars mikið öfugstreymi í hinni áminnztu Þjóðólfsgrein. »Þorlákur reið hið neðra og hjalaði við fólk«. Hið neðra fjekk Þorlákur örfá atkvæði. Það voru Upphrepp- arnir (Hrunamannahreppur, Gnúpverjahreppur og enda Biskupstungnahreppur), sem hann á það að þakka að hann nðði meiri atkvæða- fjölda en ritstjórinn. Ur Ytrahrepp kusu hann allir, Eystrahrepp og Biskupstungum nær allir. Þó veit jeg ekki til að hann hafi hvorki munnlega nje skriflega mælzt til kosningar hjeð- an. Tryggvi reið um uppsveitirnar, en úr þeim fjekk hann fá atkvæði, enda var hann sjer ekki i útvegum um þau. Fjórir eða 5 Ytra- hreppsmenn, sem ætluðu sjer að kjósa Boga Melsteð, snerust þó svo við ræðu hans á kjörþinginu, að þeir gáfu honum atkvæði sitt. Hið neðra, þar sem hann kom aldrei, fjekk hann því nær öll atkvæði, enda veit jeg til að þaðan fjekk hann bæði nú og 1892 áskoranir um að gefa kost á sjer til þing- mennsku fyrir þetta kjördæmi. Þau ummæli, sem jeg og nokkrir fleiri af Ytrahreppsmönnum fengum hjá einum með- mælanda Hannesar ritstjóra fyrir að kjósa Þorlák en ekki Hannes, vil jeg ekki nefna hjer. En hvað vilja þeir vera að »hjala« um frelsi, sem vilja kúga menn til að kjósa á móti sannfæringu sinni? Á kjörþinginu í Árnessýslu sýndu meðmælendur Hannesar (ekki allir, heldur sumir) það, sem kallað er »dónaskapur«. Hruna 28. júnf 1894. ÍSteindór Briem. Leiðarvisir ísafoldar. 1430. Hjer í hreppi er vitstola manneskja. Með hana gjörir hreppsnefndin þá ráðstöfun, að hún er látin vera sinn sólarhringinn á fæði og í pössun hjá hverjum bónda eða gjaldanda í hreppnum. Einn, og stundum tveir karl- menn verða að gæta hennar og vaka yfir h' imi. Er þetta rjett ráðstöfun ? Ber þeim sem borga 20 kr. í aukaútsvar, að standast jafnan kostn- að af þessari vandræðamanneskju, eins og þeim, sem borgar 200 krónur? Ber ekki aö jafna þessum kostnaði, sem öðrum, jafnt nið- ur eptir gjaldþoli (útsvarsupphæð) ? Sv.: Jú (við síðustu spurningunni). 1431. Tveir eru albræður, óskilgetnir og ó- þinglýstir til arf's eptir föður sinn. Hann giptist siðar annari konu og eiga þau saman börn. Annar bróðirinn deyr. 1. Er eigi al- 104 malaðar sundur þangað til, að úr þeim varð þunnur grautur; lagði þá megna fýlu þaðan yfir í aldingarðinn hjá greifanum, er hlýtt var á vorin. En stæði vindurinn úr hinni áttinni, fylltust öll herbergi í verksmiðjunni af heylykt af engjunum á búgarði greifans og ilm af rósum og öðrum angandi jurtum í aldingarði hans. Verksmiðj- una átti hlutatjelag eitt, og hjet forstjórinn Hermann Wolters, ákafiega ötull maður og verkhygginn. Sama varð ekki sagt um granna hans, greifann. Hann hjet fullu nafni Friðrik Lúðvík von Welgenstein og Aue. Hann hafði fyr verið fjáður vel. En nú var síðasti búgarðurinn hans, ættarsetrið Welgenstein, veð- böndum hlaðið. Þess vegna hafði hann ekki horft lengi í að selja pappírsgerðarhlutarfjelaginu land mikið undir verksmiðju þess með öllum útihúsum, og hann hafði enn ánægju af að hugsa til þess, hve ríflegt verð hann hatði fengið fyrir hússtæðin þau. Hann hafði raunar ekki miklar mætur á þessum verknaðarnýjungum, en peninga- kröggurnar höfðu útrýmt mörgum hjegómaskap og hleypi- dóm hjá honum. Það var einn heitan sólskinsdag um vorið, er þeir hittust á leiðinni að næstu járnbrautarstöð, hinn gamli aðalsmaður og nábúi hatis, hinn ungi verksmiðjustjóri. Þeir voru jafnan vanir að heilsast kurteislega, en töluð- ust þó sjaldan sem aldrei við. 101 »Já, fárveikur og rænulaus«. »En nú er hann orðinn hress aptur, eða er eigi svo«? »Já, hann er albata og situr við vinnu sína á skrif- stofu sinni«. Jeg fór inn til hans og sá alls enga breytingu á hon- um, hvorki í útliti nje hátterni. Það var sama steingjörv- ingsandlitið á honum og áður. »Hvernig líður yður, herra Smart?« spurði jeg. «Þakka yður fyrir,— mikið vel. En því spyrjið þjer að því?« »Klukkan hálf-níu í gærkvöldi hefir lostið yður raf- magnsstroka, skal jeg segja yður, og þjer hafið hnigið í ómegin fyrir framan peningaskápinn yðar«. » Já«. »Þjer röknuðuð við aptur kl. 8]/2 í morgun, — var ekki svo« ? »Jú, öldungis rjett«. »Svo mun hverjum fara, er snertir við peningaskápn- um og ekki þekkir á rafmögnuðu þjófagildruna mína«. »En ef jeg hefði nú aldrei raknað við aptur«? »0’, jeg var ekki neitt hræddur um það, þó að þetta væri í fyrsta skipti sem jeg reyndi gildruna á manni*. »0g þjer vissuð nákvæmlega, hve lengi yfirliðið mundi standa«? »Því ætli’ jeg vissi ekki það? Tólið var sett til 12

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.