Ísafold - 14.07.1894, Side 2
170
ú prenti, kennurum og öðrum hlutaðeigend-
um til ieiðbeiningar.
í fundarsalnum var til sýnis fjölskrúð-
ugt safn af kennsluáhöldum, fyrir kennslu í
náttúrufræði, landafræði, sögu, reikningi,
leikflmi o. s. frv., og hefir skólastjóri Mor-
ten Hansen öll þessi áhöld til sölu, og
útvegar fyrir mjög lágt verð öll kennslu-
áhöld, sem óskað er. Kennarar eða aðrir,
sem að skólunum standa, þurfa því eigi
annað en að snúa sjer til hans, og verður
pöntun þeirra afgreidd fljótt og vel. Hann
gefur einnig bendingar um það, hver
áhöld eru hentugust að fá, ef tilgreind er
einhver fjárupphæð, sem verja má til verk-
færakaupa.
Fyrir stofnun smærri kennarafjelaga
mælti skólastjóri Jón Þórarinsson, og var
lögð fram á fundinum áskorun frá barna-
kennurunum í Skagafirði um það, að hið
ísl. kennarafjelag taki að sjer sem undir-
deild fjelag þeirra, er stofnað var í vetur.
Barnakennarar í Skagafirði hafa að und-
anförnu haldið málfundi sín í milli um
ýms kennslumál og sýnt lofsverðan áhuga
í því efni; væri efalaust mjög æskilegt að
aðrir færuaðþeirra dæmi, og stofnuðu smærri
fjelög sín í milli. Slík smáfjelög ættu að
geta orðið til þess að vekja áhuga almenn-
ings á kennslumálutn og uppeldismálum.
Fundurinn vildi að sínu leyti styrkja að
því, að slík fjelög kæmist upp, með því að
fara fram á svo fellda breytingu á lögum
hins ísl. kennaratjelags, að aptan við 3. gr.
bætist svo látandi málsgrein:
»Heimilt skal og smærri kennarafjelögum
út um land að ganga í fjelagið gegn einnar
krónu árstillagi fyrir hvern fjelagsmann
sinn, en hinn helmingur árgjaldsins renni
i sjóð hlutaðeigandi fjelags i hjeraði«.
I>á vakti skólakennari Halldór Briem
máls á því, að kennarafjelagið ætti að
styrkja að útgáfu tímarits eða blaðs um
uppeldismál og kennslumál, og fal íundur-
inn stjórn fjelagsins að annast það á lík-
an hátt og að undanförnu.
Reikningur fjelagsins var af sjálfsögðu
lagður fram endurskoðaður. Fjelagsmönn-
um hafði fækkað nokkuð seinasta ár, 1
dáið, nokkrir sagt sig úr, og einn kennari
var tekinn í fjelagið á fundinum.
Stjórn fjelagsins var endurkosin: formað
ur Jón Þórarinsson skólastjóri, o. s. frv.
Skiptapi. Hinn 4. þ. mán. fórst bátur
i lendingu úr fiskiróðri frá Akri í Staðar-
sveit á Snæfellsnesi. Varð einum skipverja
af 5 bjargað, en fjórir drukknuðu: formað-
urinn Magnús Ileigason, bóndi á Akri;
Gísli Guðmundsson, bóndi í Gerðakoti;
Kristján og Bjarni Vigfússynir frá Akri,
ókvæntir.
Útskrifaður úr latínuskólanum í þ. m.
Jón Eunólfsson (frá Holti á Síðu) með I.
eink., 93 st.
Biskupsvisitazia. Herra Hallgrímur
biskup Sveinsson lagði af stað 7. þ. m.
austur að vísitera Vestur-Skaptafellsprófasts-
dæmi og Rangárvalla; er væntanlegur heim
aptur í mánaðarlokin.
Sjönleikirnir. í kveld og á morgun
verður mikið í borið hjá hinum dönsku
leikendum hjer og fylgir sú nýjung, að
leikirnir eru settir í samband við skemmti-
ferðir með gufubátnum Elínu báða dag-
ana milli Akraness og Reykjavíkur, með
afslætti í gjaldi. Verður fernt leikið hvort
kveldið, þar á meðal bæði kveldin hið
nýja rit »Fra Reykjavik til Gejser«, eptir
Wulff þann, er hjer var í fyrra, með nýj-
um tækifærisvísum innan um, og á morgun
»Redaktionsekretœren*, þar sem hr. Winther
leikur Bassing ritstjóra (og 3 aðra í dular-
gerfi), en hann er snillingur að leika; enda
mega þau öll 4 eiga það, að þau kunna
vel til sinnar iðnar og eru stórum færari
um að skemmta vel en hjer er títt ella.
Naglalegt sigurhrós.
Það er kátbroslegur naglaskapur, sigur-
hrósið, sem ræfilsgreyið »Þjóðólfur« æpir í
gær út af forsetaskiptunum í Bókmenntafje-
laginu um daginn. Það er eins og hann og
hans frægu(!) kumpánar hafi farið einhverja
stórkostlega herför og sigur vegið gegn
ofurefli liðs, eptir harða viðureign og
langa. Ráða þeir sjer síðan eigi fyrir of-
metnaði og fögnuði, er heim kemur.
En hafi nokkurn tíma sannazt málshátt-
urinn, að »Iitlu verður Vöggur feginn«, þá
er það í þetta skipti.
Undirskrifaður ritstjóri ísafoldar, sem
verið hefir forseti fjelagsins (Reykjavíkur-
deildarinnar) í 10 ár undanfarin, hafandi
í fyrstu tekið þann starfa að sjer nauðug-
ur, fyrir fastleg tilmæli ýmissa helztu og
beztu manna í fjelaginujog endurkosinn síð-
an ár eptir ár með þeirra ráði, síðari árin
nærfelt 1 einu hljóði, — var nú einráðinn að
taka ekki móti kosningu framar, þóttist lög-
lega afsakaður eptir 10 ára þjónustu, svo
miklar annir aðrar sem jeg hefi, og hefði
lýst þvi yfir fyrir fram og afdráttarlaust, ef
jeg hefði sjálfur haldið ársfundinn 9. þ.
mán. En með því að jeg gat ekki komið
því við, vegna ferðalags, og varð þvi að
fá annan mann úr stjórninni til þess að
halda fyrir mig fundinn, i forföllum vara-
forseta líka, en sá hinn sami mæltist fast-
lega til, að þurfa ekki að bera það mál
upp á fundinum. heldur að því væri frest-
að til næsta aðalfundar, þá ljet jeg það
svo vera rjett í þetta sinn. En af því að
jeg hafði haft orð á fyrirætlan minni við
fleiri, bæði í stjórn fjelagsins og utan henn-
ar, svo að borizt hafði út, þá hagnýttu sjer
það fáeinir alþekktir skuggasveinar, er opt
höfðu verið á höttunum áður á undan
kosningum í fjelaginu til að koma mjer
frá, og fengu nú aflað sjer nægilegs fylgis
með þvi að segja að jeg tæki ekki á móti
kosningu framar, en fundur mjög fámenn-
ur, svo að harla lítils þurfti við. Það er
með öðrum orðum, að með því að nota
það þrennt: fjarvist mína, fæð fundar-
manna og orðróm um að jeg ætlaði að
segja af mjer, tókst þeim nú að koma
fram fyrirætlan sinni, það er að segja, að
fá mjer hafnað sem forseta án þess aðjeg
segði reglulega af mjer, en mjer síður en
eigi til nokkurs ama, eins og hver maður
skilur á því er nú hefir sagt verið. Það
er i fyllsta máta mínum vilja samkvæmt,
baiði að jeg er eigi framar forseti í fjelag-
inu, og að sá hlaut kosningu í minn stað,
er fyrir henni varð; hann hefði jeg bæði
sjálfur kosið og haldið honum fram við
aðra. Þykir mjer það eitt að, að jeg hef
orðið þess valdandi, með því að hætta við
að segja af mjer í þetta sinn, að beitt
hefir verið launpukursundirróðri til að
koma honum að, í fjarveru hans og án
hans vilja og vitundar, í stað þess að
hann mundi að öðrum kosti hafa verið
kosinn með almennu og frjálslegu fylgí
fjelagsmanna, en ekki, eins og nú, með
1 atkvœðis mun (9 atkv., móti 8, sem jeg-
fekk).
Sigurhrós »Þjóðólfs« er þannig hinn aum-
legasti »naglaskapur«, sem ekki er raunar
neitt nýnæmi um hann, garminn, og ónota-
hnútum hans til mín geri jeg ekki nema
brosi að. Það er svo sem auðsjeð, að þær
eiga að vera hefnd eða endurgjald fyrir
alþingiskosningahrakfarir bæði ritstjór-
ans sjálfs og nokkurra vildarvina hans og
máttarstólpa, en það er broslega og brjóst-
umkennanlega slælega úti látin hefnd.
B. J.
r
Af kjörfundi Arnesinga.
i.
Frjettabrjefið af kjörfundi okkar i Fj.kort-
unni 19. júní þ. á. gefur mjer tilefni til a?>
leiðrjetta sumt og segja gjörr frá þvi, sem
geröist á fundinum.
Um brjef Boga er ekki neitt ab segja. Þab
var gagnort og hreinskilnislegt, eins og hon-
um er lagið að koma fram.
Rjett er það, ah Hannes »Þjóðólfs«-ritstjóri
talaði langt; en skiptar munu skoðanir um
það, hvab snjöll ræðan var. Framburðurinn
áhrifalítill og ekki skemmtilegur. Honum er
hvorki í ræðu nje riti lagið að koma fram.
hugsun sinni i fám orðum. Tal hans hring-
snerist mest um lagafrumvörp þau frá síð-
asta þingi, sem enn liggja ósamþykkt á stjórn-
arhillunni; en ekki minntist hann á, hvað
háskólinn mundi kosta! Hann kvað söfnin
hjer því miður ekki eiga neina þýzka laga-
hók til hjálpar við að semja lög, sem hindr-
uðu mannfrelsi til að flytja sig aí landi burt,
(væri máske gerandi, að fá lagakver frá Rúss-
landi!). Tr. Gunnarsson kvað slikt ekki verða.
með lögum hindrað; hitt mundi heldur ráð,
að gera sem hezt við landið sjálft. Aðrirönz-
uðu þessu ekki. A brúargæzluna minntist rit-
stjórinn litið eða alls ekki. Sjerstaklega marg-
tugði hann það upp, að hann væri mótfaílinn
öllum sköttum (vissi hvað »fólkinu« kom!);
litu þá margir kjósendur hver til annars;-
hefir þeim liklega flogið í hug landbúnaðar-
skattsnýmælið hans í B0. thl. »Þjóðólfs« f. á.
Síðari tala hans varð enn óáheyrilegri en sú
t'yrri; því eptir að hann hafði lært af hinum
þingmannaefnunum að taka ofan fyrir þing-
heimi, þá var hann allt af að fiðra við hárið
á sjer.
Tr. Gunnarsson kvað það mest hafa hvatt
sig til að bjóða sig hjer fram, að hann sæí
að þetta bjerað stæði til mikilla bóta og sig
langaði til að styðja að framförum með aukn-
um samgöngubótum og eflingu atvinnuveg-
anna í þessu hjeraði og í heildinni. Hann
hefði lagt hönd á flest það. er bændur yrðu
að starfa, auk margs annars, og hann hefði
sjeð margar framfarir í öðrum löndum, sem
hann hefði óskað að næði einnig hingað.
Væri einhverjir kjósendur hræddir við að
kjósa sig af því, að hann kynni að vilja koma
á brúartolli, þá þyrftu þeir engu slíku að
kviða, úr þvi að annað væri nú með lögum
fastákveðið, og mundi mega eiga það undir
drengskap sínum.
Þorlákur Guðmundsson talaði síðast. Hann.
hvað það hafa sýnt sig greinilega að afstöðn-
um síðustu kosningum, að þetta kjördæmi
hefði borið traust til sín um hart nær fjórð-
ung aldar, með því að þá hefði verið kosið
til 6 ára — þó að sá tími hefði nú verið skert-
ur með þingrofi —, og þar sem framkoma sín
á síðasta þingi hefði verið í fullu samræmi
við það, sem talað hefði verið á síðasta kjör-
fundi, t. d. í stjórnarskrármáli og eptirlauna-
máli o. fl., þá vænti hann enn hins sama
trausts. Að vísu hefðu verið gerðar athuga-
semdir við þingmennsku sína út af brúar-