Ísafold - 18.07.1894, Síða 2

Ísafold - 18.07.1894, Síða 2
174 heim fleiri höfðingja. Um hitt tala þó hlöð- in meir, i hvert flækjuhorf landsmálin eru komin eptir þær gjörræðisályktanir, sem hann hefir fram fyig't að ráðum Mílans föður síns. Frá Marokkó. Muley Hassan keisari látinn, og eptir ákvörðum hans heflr yngsti sonur hans Abh el-Aziz tekið við völdum. Hann er 16 ára gamall, og þótti vel sti!l- ast til, er hróðir hans hinn elzti, hershöfð- ingi í hernum, gaf upp sínar tignarkröfur. Frá Kóreu. Á þessu mikia tangalandi í Asiu er nú uppreisn og allt á tjá og tundri, en þar veit ekki til hins hetra, er hæði Japansmenn og Kínverjar telja þar til yflrráða og æðstu tilsjár. Konungur luun hafa á hvorutveggju heitið sjer til liös, og hafa nú Japansmenn orðið fyrri aö hragði; hafa þar þegar 6000 her manna sezt í höfuöborgina og er konung- ut nú á þeirra valdi. Seinustu frjettir hera, að her Kínverja sje þangað á leið korninn. Veðrátta. Eptir lakan miðalhita nær þ\ú allan júní kom rjett eptir Jónsmessu uiikill miðsumarshiti á norðurlöndum, en nokkuð fyr i hinum syðri. — Hinn 7. júní að kveidi kom sú haglhríð í Vínar- horg og þar í grenndinni, að engin man eða veit dæmi til. Höglin stærri en hissu- kúlur, oger sagt, að í horginni hafl hrotn- íið á aðra miijón gluggarúðna. Hríðarjel- inu sló svo inn í herbergi og sali, ogkvað ósköpin öll að því fári í mörgum stór- hallanna og sumum spítalanna. Margir lestust af haglinu og sumar sögur telja til tveggja hundraða meiddra manna, en þar að auki er um hana þriggja manna getið. — Síðar hárust líkar sögur frá einu hjer- aði á Rússlandi. Af mannsköðum i kolanámum. Á tveim stöðum hefir þá að horið af sprengi- gosum með herfilegasta móti; fyrst í Kar- win, nálægt Troppau í Slesíu, og fórust þar 235 manna, en hinn síðari nálægt bæ í Wales á Englandi, er Pontypridd heitir; þar höfðu hana yfir 300 manna. Fyrirlestur um fískiveiðar. Hinn danski fiskifræðingur, kapteinn C. F. Drechsel, hjeití fyrrakveld hinn fyrirhugaða fyrirlestur í Good-Templarahúsinu og var hann vel sóttur. Hann lýsti fyrst helztu fiskiveiðum I Danmörku, þorskveiðum, flyðruveiðum og álaveiðum, og bar þær saman við fiskiveið ar hjer á landi. Var hann þeirrar skoðun- ar, að hjer mætti einnig stunda annað en þorskveiðar meira en gerist, bæði fyrir heilagfiski, kola, ála og lax í sjó, en til þess að það gæti orðið arðsamt, þyrfti að hafa einhver tæki á að koma aflanum fljótt og greiðlega á erlenda markaði í útgengi- legu ásigkomulagi, og þá helzt annaðhvort lifandi eða í ís, eins og aðrarþjóðir tíðka, jafnvel hjer við land nú orðið, og hrapar- legt til þess að vita, að útlendingar skyldu vera þar einir um hituna: Vesturheims- menn, Englendingar og Frakkar. Stæðu þeir þó ver að vígi en landsmenn að því leyti til, að þeir ættu um svo langan veg að sækja hingað og þyrftu því meiru til að kosta hvað úthúnað snertir að sumu leyti Hann henti og á, að þessar smærri fiskiveiðar gætu unglingar og gamalmenni stundaö, sem ekki væru fær um að róa á hat út til þorskveiða. Hann kvað mikið bagalegt, hve ókunn- ugt væri um fiskimið og dýpi umhverfis landið, og stæði nú til, að hin danska stjórn sendi hingað skip næsta sumar til þess að gera nákvæmar mælingar og rannsóknir þar að iútandi eptir mætti, veittar til þess 180,000 kr. í fjárlögunum dönsku. Hann minntist á kolaveiðafjelagið danska í Frið- rikshöfn, er hefði haft nokkur skip hjer við land 4—5 ár, með góðum árangri og ábata, þangað til í fyrra, að varan hefði selzt illa sakir samkeppni frá öðrum þjóðum. í annan stað væri nýlega stofnað i Khöfn annað fjelag, gufuskipafjelag, Ban, með launalausri stjórn. en styrk til muna af ríkissjóði í því skini að gera ýmsar til- raunir til eflingar fiskiveiða hjer við land. Er hugmyndin að hafa stöðugt gufuskip í förum landa á milli, til þess að koma afl- anum jafnóðum á útlendan markað, bæði frá fiskiskútum á veiðum hjer og eins nýj- an afla af opnum skipum landsmanna hjer eða geymdan í ís. Það hugsaði til að fá unga Islendinga á fiskiskútur sínartil þess að venja þá sjerstaklega við þá meðferð á aflanum, er kaupendum erlendis líkaði hezt. Fjelagið hugsaði til að hafa stöðvar hjer á Önundarfirði og jafnvel einnig í Reykjavík og kæmi þá flutningagufuskipið við hjer 2—4 sinnum á mánuði. Kvaðst hann gera sjer vissa von um, að þetta kæmist á, ef menn sýndu sig hlynnta þess- ari hugmynd hjer, og þó svo væri, að það svaraði eigi kostnaði fyrir fjelagið fyrst í stað, gæti svo farið, að mjór yrði mikils vísir. Fyrirlesturinn var fluttur á dönsku, skýrt og áheyrilega, og gerður að mikið góður rómur. Er fyrirlestrarmaður, svo sem kunnugt er, ráðanautur innanríkis- stjórnarherrans í Khöfn í fiskiveiðamálum, og hefir því mikil áhrif á slík málefni. Má oss vænt um þykja, að slíkur maður hefir svo mikinn áhuga á innlendum fiski- veiðum hjer við land. Hjer hefir, eins og von er til, verið litið hornauga til fiskiveiða útlendra við strendur iandsins ; en þar sem ekki er hægt að bola þá burtu, virðist snjaliasta rððið fyrir oss, að hag- nýta oss,’ ef auðið er, aðferð þeirra og tilhurði við veiðina og fjenýting aflans. Bjóðist oss, eins og nú, hjáip til þess að efla og hæta sjávarútveg vorn í þessa átt, þá eigum vjer að nota það. Það er mjög mikið í það varið, ef vjer fáum tíðar gufuskipsferðir til annara landa til fiski- flutnings, eins og hjer er í ráði, fyrir fiskinn nýjan eða óverkaðan, og þurfum vjer þá að koma oss upp klakahúsum og reyna að komast upp á þessar nýju fiski- veiðar, er útlendingar hafa rekið hjer við strendur landsins í mörg ár með miklum kostnaði og áhættu, en þó með miklum áhata. Englendingar vinna til að eyða á gufuskipum sínum 8—10 dögum til ferð- arinnar fram og aptur til þess að geta stundað hjer veiði í 4—5 daga; Yestur- heimsmenn eru hjer allt sumarið með dýr skip og dýrt fólk, og græða þó hvorir- tveggju á því. Oss verður þetta allt miklu kostnaðarminna, og þar sem oss býðst nú fágætt tækifæri til að koma aflanum fljótt og vel á útlendan markað, ættum vjer að grípa það fegins hendi. Jeg þykist viss um, að ritstjóri þessa biaðs vilji fúslega styðja það.mál, og vil að lokum skora á fiskifróða menn, að koma fram með góðar hugvekjur og hendingar um, á hvern hátt. vjer getum bezt hagnýtt oss greiðar sam- göngur til þess að koma nýjum fiski á, útlendan markað. D. T. Þingmálafundir. Þingmálafund fyrir efri hluta Borgar. f ja r\ð ar nýsln hjelt "þingmaöurinn, lektor Þórhallur Bjarnarson, að Grund í Skorradal að kvöldi hins 8. þ. m.ogvoru 80—40 á fund- inum. Fundarstjóri var kosinn Guðmundur prófastur Helgason í Reykholti, og skrifari síra Arnór Þorláksson á Hesti. 1. Flutningabrautina vildi meiri hluta fund- armanna fá alla leið frá Akranesi, og þaðm> yrði byrjað á henni á sínutn tíma. * Nokkrir- hjeldu fram Seleyri sem upptökustað braut- arinnar.7 2. Óskað var að aukapósturinn í efri hluta. sýslunnar gengi frá Hesti um Lund í Lundar- reykjadal og þar yrði stofnaður brjefhirðingar- staður. Sömuleiðis var árjettuð ósk Akraness- fundarins, að póstskipin kæmu þar við í ferð- um sínum. 3. Óskað var löggildingar á Seleyri við- Borgarfjörð og Hrafneyri við Hvalfjörð, hinn- ar síðarnefndu með sjerstöku tilliti til þess,. að staðurinn er einkarhentugur til útflutn- ings á sauðfje. 4. Kirknafrumvarpið var rætt, og var meiri hluti fund’. því meðmæltur. Sameiginlegait kirkjusjóð vildi enginn. 5. Eitrun rjúpna skyldi skilyrðislaust bönn- uð með lögum. 6. Fdtœkralöggjöfin kom til umræðu, og óskaði fund. að hún yrði sem allra fyrst tek- in til alvarlegrar íhugunar, og taldi milliþinga- nefnd nauðsynlega í því umfangsmikla vanda- máii. 7. Tollur á smjörlíki var samþykktur af öllum þorra atkvæða. Þingmálafundur fyrir vesturhluta Mýra- sýsluvar haldinn á Grímsstöðum í Álptanes- hreppi 7. þ. m. af þingmanninum, Halldórii Daníelssyni. Fundarstjóri var kosinn Hall- grímur Níelsson á Grímsstöðum og skrifarí Árni Bjarnason í Vogi. 1. TJm stjórnarskrdrmálið var samþykkt í einu hljóði, að balda því fram óbreyttu eins. og það kom frá síðasta þingi. 2. Kirkjugjald (75 aura) samþykkt, en, þannig. að hjú borgi gjaldið fyrir sig, en. húsbændur standi skil á því. Almennum, kirkjusjóði var fundurinn alveg mótfallinn. 3. Um fjölgun kjörstaða var samþykkt, að' þeim kjördæmum, sem hafa tvo þingmenn, sje skipt í tvö kjördæmi, og að amtmaður megi skipta í tvö kjördæmi þeim kjördæmum, sem. hafa einn þingmann. ef sýslunefnd óskar. 4. Fastákveðið þingf'ararkaup samþykkt. 5. Eitran rjúpna skyldi bönnuð með lögum fi. Fundurinn alveg mótfaliinn markabreyt- ingafrumvarpi. 7. Varnarþingi i skuldamálum vill fundur- inn að ekki sje breytt. 8. Fundurinn aðhyllist, að sje aukið vald sáttanefnda í smærri sknldamálum. 9. Fundurinn samþykkti, að balda eptir- launamálinu í sama horfi og á síðasta þingii svo framarlega sem það kemur til umræðu á. næsta þingi. Árið 1894, hinn 12. d. júním., var haldinn. þingmálafundur á Papós, er þingmaður Aust- ur - Stc ap tfellin g a hatði áður boðað til. Fundarstjóri var kosinn Jón prófastur Jóns- son, alþingismaður, á Stafafelli, og fundarskrif- ari Þorleiíur hreppstjóri Jónsson á Hólum. Voru þvínæst þessi mál tekin fyrir og rædd: 1. Stjórnarskrármálið. Fundurinn áleit

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.