Ísafold - 18.07.1894, Side 3

Ísafold - 18.07.1894, Side 3
175 hyggilegast, eins og málið nú er komið, aö stjórnarskrárfrumvarp siðasta þings verði sam- þykkt óbreytt á aukaþinginu í sumar. 2. Samgönffumálið. Fundurinn lagði til ab þingið gjörði allt er í þess valdi stæði, til þess að strandferðirnar innanlands kæmust á næsta ár, en þótti samt ferðaáætlunin miður heppileg að því er þetta kjördæmi snerti. 3. Yfirgangur útlendra finkimanna. Fund- urinn lagði til að skorað væri á stjórnina, að herða á eptirlitinu með útlendum fiskimönn- um, er fiska i landhelgi, einkum skipverjum á hinum ensku gufubátum, sem grunaðir eru um rán og gripdeildir. 4. Fundurinn var meðmæltur stofnun inn- lends brunabótafjelags. 5. Fundurinn var yfirleitt hlynntur sölu opinberra fasteigna. 6. Fundurinn var því meðmæltur að auk- ið yrði vald sáttanefnda. 7. Fundurinn var meðmæltur föstu þing- fararkaupi, því að eins þó, að önnur upphæð verði ákveðin tyrir landferð, og önnur upphæð fyrir sjóferð. Minni Páls Melsteðs á 60 ára stúdentsafmæli hans 1894. Þjer ungu menn, sem opt hið gamla smáið og úrelt kallið flest, sem gamalt er, — á niræðsaldri öldung merkan sjáið; liver elliglöp á honum sjáið þjer? Þótt móða lífs á andans umgjörð falli, er innra skyggt og spegilfagurt stál. Eins ljómar sól, er sígur hún að fjalli; það sjáið þjer, ef lítið þjer á Pál. Þjer gömlu menn, er opt hið unga smáið og æskuleikjum fornum hafið gleymt, hjer einn hinn bezta’ úr yðar flokki sjáið; hann æskufjör og lipurð hefir geymt. Hann fylgir með, hann skilur æ þá ungu og elskar hverja frjálsa og djarfa sál. Því kastið elli-fjötrafargi þungu, til fyrirmyndar takið gamla Pál. En vjer, sem enn þá erum þar í milii, vjer ömumst stundum hvorumtveggja við; en hjólið rennur, — höfum oss í stiili, og heiðrum bæði’ hinn forna’ og nÝja sið. Vjer ungir vorum, gamlir orðið getum, því glaðir drekkum hvorratveggja skál, og æskufjör og ellireynslu mctum, vjer elskum bæði’ hi'nn gamla’ og nýja Pál. Valdimar Briem. Skagaflrði 21. júní. Um tíðarfar og heilsti manna er fátt að segja. Veðuráttan het’ur ver- ið heldur gób, og grasvöxtur í meðallagi. og að því er heilsufariö snertir, ,þá geta það nú ekki heitib tiðindi, þótt allir bunkubust niður i »inflúenza«. Allmargt af fólki ljezt í veikinni.flest gömul skör,fáir neitt r.afnkenndir, nema fyrrum prófastur sira Jón Hallsson. Með honum virðist þrotin fylking hinna gömlu hötð- ingja í Skagafirði, svo sem voru þeir síra Pjetur á Víðivöllum, Jón Espólín, síra Jón Konráðsson frá MælitelH, Ari hinn eldrí á Flugumýri, síra Benidikt á Hólum. Nú törum við ab hafa eintóma nýmóðins hötðingja, »tína og flott«, en í óendanlegu skuldabasli. Jarðarför prófastsins sáluga fór fram á Sauðárkrók 18. þ. m. með miklum fólkstjölda, miklum ræðu- höldum og mikilli rausn af hendi sonar hins látna, Stefáns verzlunarstjóra á Sauðárkrók. Kjörfundurinn var haldinn á Sauðárkrók 8. f. m. eins og nú er frjett orðið um allt. Ab sýslumaður okkar fjekk svo fá atkvæði, mun mest hafa komib af því, að hann er sýslumað- ur\ en margir virðast haf'a ótrú á að senda menn í þeirra stöðu á þing, enda þótt ekki verði annað að þeim fundið. Mörgum þótti það slæmt, að hann skyldi bjóða sig tram, því fáir munu vilja gjöra honum móti skapi, en sjerstaklega voru þó allar þessar blessuðu smá- höfðingjasleikjur fjarðarins í vanda staddar þann dag. Þá var líka björgulegt að litast um á Krókn- um. Pöntunarfjelags-skipið frá Zöllner var nýkomið, og búið ab hlaða upp matvörusekkj- unum í þykka og langa garba um kaupstað- inn, eins og búizt væri við skæðum götubar- daga við kosningarnar. Jeg skal ekkert segja um það, hvort kosningaráhuginn eða mjölpok- arnir á mölinni hefir haft meiri krapt, til þess að teyma menn til Sauðárkróks í það sinn. Pöntunarfjelag þetta er án efa helzti lifsvott- urinn hjá þjóbinni hjer, og mikill munur á verði á vörum i fjelaginu og hjá kaupmönnum, enda eru vörur hjá kaupmönnum hjer jafnvel enn þá dýrari en í næstu kauptúnum. Það er eins og kaupmenn sjeu að reyna að gjöra okkur það sem allra Ijósast og lemja það inn i okkur, að við verðum að f'reista einhvers annars en verzla við þá. Til þessa hefirþessi kynlega aðferð kaupmanna verið bezta stob fjelagsins, þvi að, eins og að likindum lætur, mun nú fáa vanta vilja til ab losast, og hver ter þá er hann með einbverjum ráðum getur smeygt af' sjer skuldabandinu gamla. Kaup- menn eru góðir styrktarmenn fjelagsins, en það, sem því er hættulegra, er ýmsir agnúar á f'jelagsstjórninni sjálfri. Þannig befur nú Zöllner ákveðið, ab senda skip eptir fje okkar 20. sept. í haust á Sauðárkrók. At' þvi leiðir, að sumir hreppar, og það einmitt þeir, sem flest fje láta i fjelagið, verða að hætta hey- skap og senda í fjárleitir allt að þvi viku fyr en vanalega. Við það getur bagurinn á því að verzla i fjelaginu æðimikið unnizt upp hjá öllum; efnalitlum einyrkjum, sem lítib verzla, verður það að líkindum til tjóns, að fjelagið er til, og það sýnist ganga nálægt því, að vera bein rangindi við þá, sem ekki eru í íje- laginu, að rifa þá með sjer frá arðsömustu vinnunni, sem þeir geta stundað. Auk þess hetur reynslan sýnt fullkomlega, að ekkert er vísara, að veður sje gott hjer eða verð hátt á fje í Englandi fyrri hluta haustsins, en hinn síðari. Það hefur ósjaldan verið þvert á móti, seinast næstl. haust, ab tje, sem hjeban var sent siðar, seldist mikið betur en það, sem fyr var sent. En tjelagið segir já og amen til alls, sem Zöllner og Vidalin koma upp með, og skoða sig, upp á gatnla móðinn. sem »und- irdánugan þjenara« herra kaupmannsins. Að taka tje, sera búið er að þvæla marga daga i fjallleitum, við rjettir, heimrekstur langan veg úr rjettum, sundurdrátt heima, vigtun og rekst- ur til skips, og keyra það þannig undirbúið fram í skip, til þess að hungra þar, hristast og pressast i marga daga, án þess að leyfa þvi nokkum tima að nærast og hressast svo heitið geti, þab þykir mönnum máske ekki of vond meðferð á lifandi skepnum; liftórunni halda þær flestar, þrátt fyrir þetta allt; þab eru menn búnir að reyna; en vöruvöndun get- ur það þó ekki heitið, og ættu þeir að hafa það í huga, sem vilja sinn eigin hag. Fuglafii hefir verið nálægt meðallagi við Drangey. Fiskafli nokkur. Hjeraðsf'undur var haldinn fyrir prófasts- dæmið á Sauðárkrók hinn 18. júní; komu þar 7 prestar og 7 safnaðarfulltrúar. Meðal ann- ars kom þar fram tiliaga um, ab í stað kirkju- gjalda, sem nú eru, verði lögleitt persónulegt gjald, og voru fundarmenn með því; en aptur voru allir mótfallnir því, að stofnaður væri sameiginlegur kirkjusjóöur með líku fyrirkomu- lagi og samþykkt var í frumvarpi neðri deild- ar alþingis í íyrra. Allir hjer eru að vorri vitund á því, ab hver kirkja hafi sinn sjóð út af f'yrir sig, eins og nú er. Fundurinn ákvað, ab halda vorprófum barna áfram með sama fyrirkomulagi og að undanförnu, sem hefir gefist mjög vel. SuðUP-Þingeyjarsýslu 1. júlí: Herra rit- stjóri! Ekki veit jeg hvað því veldur, að svo sjaldan sjast -brjef eða frjettapistlar í yðar heiðraða blaði úr Þingeyjarsýslu; naumast getur það þá verið sökum þess, að þjer viljið ekki eins vel flytja frjettir hjeðan sem annar- staðar að. Ekki heldur getur það verið vegna þess, að yðar blab sje ekki eins vinsælt hjer og hin blöðin. Það sem mjer er kunnugt um hjer í suöur-sýslunni er yðar blað lesið jafn- vel meira og með meiri ánægju en t. d. bæði »Þjóðólfur«, og »Fj.konan«, enda þótt ekki sjeu ef til vill keypt hjer fleiri eintök af ísa- fold, sem jeg veit nú ekki glöggt um, af hverju blaðinu eru keypt flest eintök. Þab er ekki nóg aö kaupa svo og svo mörg ein- tök af blöðunum og fleygja þeim síðan upp á hillu, er þau koma, og líta aldrei í þau. »Stefnir« er hjer í hverju koti, en á litlum vinsældum að fagna. »Þjóbviljinn« sjest hjer ekki, nema á umbuðum og milli þils og veggjar. »Austii« á örfáum stöðum. »Kirkjubl.« allvíða. Tíðarfar er hjer dæmalausir þurrkar,sunn- anvindar og hitar, stundum fjarskaleg veður. Tvisvar eða þrisvar hafa komið dálitlar skúra- gusur i öllum júní, og lítur því allvíða mjög illa út meb grassprettu. Sendin og hólótt tún mjög brunnin. Hinn 4. júní var kjörfundur Suðui Þingey- inga haldinn að Ljósavatni, og hlaut kosningu Pjetur Jónsson á Gautlöndum með 112 atkv. Aðrir buðu sig ekki fram. Nokkrir greiddu ekki atkv. Engir þingmálafundir hafa enn verið haldnir hjer, og býsnar ekkert fyrir þeim7 Heilsufar manna hefir þennan síðast liðna vetur verið mjög illt, þótt fáir hafi dáið f'yr en í vor, er »inflúenzaveikin« kom. Getur naumast heitib, að fólk hafi verib nokkurn dag heilbrigt á sumum bæjnm, t d. víða í Húsavíkurhreppi. Og nú i vor síðan ummaí- mánaðarlok og allt til þessa dags hefir »inflú- enza«-sýkin ætt hjer yfir sveitir og ge t hjer allmikil spell. Hafa menn legið allt að <■ án- uð eða meira, og það hraustir kavlmeim. Enda hefir og slegið alls konar sjúkdómum saman við hana: magaveiki, gallveiki, brjó-t- bimnubólgu, en langoptast lungnabólgu. All- margir hafa dáið, og hefir það flest verið há- öldruð gamalmenni, einstöku unglingar og nokkrir miðaldra menn, en engir nafnkenndir. A Ketilsstöðum á Tjörnnesi dóu fjórir menn í vor, og var þar á mebal húsmóðirin, Gub- rún Stefánsdóttir, miðaldra kona, vel látin. f Grenjaðarstaðarsókn stóðu einu sinni uppi i einu 7 lík, og þótti það mikið. í Einarsstaða- sókn hafa dáið fjórir; Laxárdal tveir; Mývatns- sveit þnr, Bárðardal þrir, og þetta einn og einn maður þar inn undan. Pöstskipið »Botnia« (578 smál., skip- stj. C. Holm). eign gufuskipafjelagsins sam- einaða, kom hingað 16. þ. mán., eins og til stóð, hafði þó tafizt 3 sólarhringa fulla á Færeyjum. Það er hraðskreiðara en Laura og vandaðra miklu að útbúnaði og rúmbetra fyrir farþega. Með því kom frá Khöfn landshöfðingjafrú Elín Step- hensen og sonur þeirra, Magnús; alþingis- maður dr. phil. Valtýr hásólakennari Guð- mundsson með konu sinni (frú Önnu Jó- hannesdóttur sý'slumanns); cand. juris Steingrímur Jónsson frá Gautlöndum með heitmey sinni frk. Guðnýju Jónsdóttur; cand. mag. Bjarni Jónsson (fráVogij; sira Jón Sveinson (Þórarinsonar), kaþólskur klerkur islenzkur, snöggva ferð; verzlun- afmennirnir D. Petersen og E. Olsen; frá Skotlandi (Leith), Sigfús Eymundsson agent,_ Björn Kristjánsson kaupmað- ur, Ásgeir Sigurðsson og Oddur Sig- urðsson (kaupmanns Jónsonar í Rvík); frá Færeyjum frk. Ólavía Jóhannsdóttir, er verið hefir erlendis nokkur missiri (í Danmörku og Noregi); og loks frá Vest- mannaeyjum kaupm. Herluf Bryde.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.