Ísafold - 18.07.1894, Page 4

Ísafold - 18.07.1894, Page 4
176 Holdsveikislæknirinn danski, dr. med. Edv. Ehlers, kom hingað nú með póstskipinu, eins og til stóð, og með hon- um danskur kandidat í læknisfræði, dr. Hansen frá Khöfn, en aðrir ekki. Hann fór í morgun með »Elínu« upp í Borgar- fjörö og ætlar siðan víðar hjer um Faxa- flóasveitir, en að því búnu austur yflr fjöll og hagar ferðum sem hjer segir: kemur aö Arnarbæli í Ölfusi 24. júlí, verður í Laugardælum oer þar í grennd 25.-26., kemur að Rauðalæk í Holtum 27. kl. 12 á hád., kemur 28. að Stórólfshvoli og Keld- um, og 29. að Fit undir Eyjafjjöllum, snýr síðan aptur og fer um efri hluta Arnes- sýslu um og eptir mánaðamótin. Útlendir ferðamenn. Við 10. mann og ekki fleiri kom hr. N. H. Thomsen nú nú með »Botnia« fyrir hönd ferðafjelags- ins danska, og engan danskan í þeim hóp, heldur eintóma Þjóðverja. Lögðu þeir af stað til Þingvalla og Geysis í gærmorgun. Nöfn þessara 9 Þjóðverja eru: Dr. C. M. Josephson, málfærslumaður frá Hamborg; Geo. Kirchner frá Berlin; M. Kríiger stór- kaupmaður frá Salzwedd; St. Meyer (renti- er) frá Braunschweig; Dr. Nauhaus frá Weilburg am I.ahn; Dr. A. Nieden (sani- tatsrath) frá Bochum; Justus Schmidt frá Hamburg; H. Seiffert frá Hamburg; E. Torstrick frá Berlin. Auk þess kom nokkuð af enskum ferða- mönnum og þýzkum hins vegar. Embættispröf við Khafnarháskól hafa þessir Islendingar tekið í vor: í lögvísi Steingrímur Jónsson frá Gautlöndum með I. eink., og Gísli ísleifsson frá Arnarbæli mcð II. eink.; í læknisfræði Christian Riis með II. eink.; í náttúrufræði Bjarni Sæ- mundsson með II. eink.; í málfræði Bjarni Jónsson (frá Vogi) með II. einkunn. Vöruverð. Við komu póstskipsins núna var loks upp kveðið hjer fast verð á fiski: Spánarfiskur nr. 1 á 40 kr., nr. 2 á 32 kr., smáfiskur 34 kr., ýsa 26 kr. Fyrir ult gefnir 60 a. og 5 a. að auki í ferða- kostnað þeim sem lengst eiga. Sjálfsmorð. Sunnudag 24. júní hengdi sig öldruð kona, Sigríður Jónatansdóttir, á Glaumbæ í Reykjadal. Ilafði verið hálf- biluð á geði í vor. Sjónleikirnir dönsku voru vel sóttir síðast, enda mikill rómur gerður að »Redaktionssekretæren«, sem mátti. Lúðra- flokkur H. H. ijek á milli, en slík hljóð- færi eru mikils til ofviða inni í húsum, nema því stærri sjeu; þau eiga bezt við úti. Nú í kvöld ætlar »Söngfjelagið frá 14. jan.« að syngja á milli leikja, og er það ólíkum mun snjallara ráð. Verður fernt leikið í kvöld, þar á meðal tvennt nýtt, annað 1. þáttur af »Jeppe paa Bjerget«, hinum stórum fræga leik eptir Holberg, og leikur hr. J. Winther Jeppe. Mun margan fýsa það að sjá, og svo að heyra sönginn. Leiðarvísir ísafoldar. 1436. Geta ekki þeir, sem unnið hafa við vegabót á sýsluvegi, átt heimtingu á, að fá vinnulaun sín borguð í peningum? Sv.: Jú, nema öðruvísi hafi verið um samið. 1437. Þurfa þeir, sem tekið hafa próf við gagnfræðaskóla, að kaupa lausamennskuhrjef? Sv.: Mun varla verða heimtað. 1438. Er það ekki hegningarvert, að taka saklaust kvikindi á götunum, og kasta því hvað eptir annað í sjóinn og misþyrma því með gtjótkasti? Sv.: Jú. 1439. Maður nokkur, sem er veikur á geðs- munum, er undir stjórn hreppsnefndar og á sveit, týnist frá því heimili, er hann var settur á; engin leit að honum gerð, hvorki frá hans hreppi eða tilkynning gefin um leit frá ná- grannahreppum, maðurinn hvergi komið fram og því að líkindum týnt lífi. Hvilir engin á- byrgð á hlutaðeigendum fyrir slíkt hirðuleysi? i Sv.: Jú, sjálfsagt að kæra það fyrir sýslu- manni. 1440. Jeg hef verið vinnumaður alla mína æfi siðan jeg var 18 ára, en er nú 43 ára, og hef jeg áformað að verða lausamaður næsta ár. Þarf jeg að fá mjer lausamannsbrjet' fyr en um Krossmessu? Sv.: Nei. Hjer með er skorað á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi Magnúsar Helgason- ar á Marbakka á Skipaskaga, sem drukkn- aöi 5. maí þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu (3.) birtingu þessarar auglýsingar. Erfingjar taka ekki að sjer ábyrgð skulda. Skrifst. Mýra og Borgarfj.sýslu 9. júlí 1894. Sigurður Þórðarson. Samkvæmt opnu brjefi 4. janúar 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hjer með skorað á alla, sem telja til skuldar í dánarbúi Niku- lásar Sigvaldasonar, sem andaðist hjer í bænum 28. marz þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðand- anum í Reykjavík áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar inn- köllunar. Bæjarfógetinn í Reykjavík 6. júlí 1894. Halldór Danielsson. ÞINGMENN Kjósar- og Gullbringusýslu halda þingmálafund í þinghúsi Garða- hrepps í Hafnarflrði laugardaginn 28. júlí 1894, kl. 12 á hádegi. I r * hrátt og soðið, kaupir undirskrif- I HOI aður> í heilum tunnum, eins og í LVo,Íyrní- J " Björn Knstjansson ÁGÆT skinn koffort eru til sölu. Ritstj - vísar á. Proclama. Samkvæmt opnu brjefl 4. jan. 1861, sbr. skiptalög 12. apríl 1878, er hjer með skor- að á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi sýslumanns Lárusar Þ. Blöndals, sem and- aðist að heimili sínu Kornsá 12. maí þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðanda hjer í sýílu áður en iiðnir eru 6 mánuðir frá síðustu (3.) birtingu þessarar auglýsingar. Sömuleiðis er skor- að á alla þá, sem skulda dánarbúinu, að gjöra skil fyrir skuldum sínum hið fyrsta. Skrifstofu Húnavatnssýslu 3. júlí 1894. Bencd. G. Blöndal, settur. 3000 pund af töðu kaupir Sigurður fanga- v'örður fyrir peninga. Tapazt hefir 24. júní á veginum af Kolvið- arhól og austur að Varmá) kvenntaska með nátt treyju í og fl. Beðið að halda til skila á Kolviðarhól. Fjármark Bergsteins Magnússonar á Vestri- Garðsauka í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu er: heilhamrað h.; tvístýft fr., biti apt. v. í ensku verzluninni fæst Ensk Lemonade og Ginger Ale Enskt Export Ale-Whisky Þurkaðar Súpujurtir Svínafeiti — Stangasápa Agætt Hveiti-mjöl, mjög ódýrt Allskonar Matvörur og Nýlenduvörur Prjónagarn — Zephyrgarn Flonelet — Hvít Lérept og margskonar álnavörur Ofnkol og Steinolía, mjög ódýr Stór Baðker og margt fleira Allt gott og ódýrt. Peninga fyrir íisk. Þeir, sem vilja selja mjer saltfisk fyr- ir peninga í sumar, gefi sig fram sem fyrst. M. Johannessen. Til J. P. T. Brydesverzlunar, Rvík, er nýkomið með gufuskipinu »Botnia«: Encore Whisky. Normal-kaffi. Santhal-the. Steinolíumaskínurnar »Primus«, sem brenna án kveikjar; hita pott af vatni á 4 minútum. Porcelain súkkulaðikönnur, kökuföt og diskar, bollapör, sykurker og rjómakönnur. Silkiflöjel. Molskinn. Steinlím (cement). Brjóstsvkur, margar tegundir. Verzlun H. Th. A. Thomsens hefur meðal annars fengið mörg sýnis- horn af gólfteppadúkum frá stórri verk- smiðju á Englandi og tekur á móti pöntunum, helzt áður en »Botnía« fer hjeðan. Teppin eru flutt hingað kostn- aðarlaust fyrir kaupendur og eru mjög ódýr, c. 20°/« undir venjulegu búðar- verði á Englandi. Nýkomið til W. Christensens verzlunar: Ekta holl. ostur 0,60—0,80 pr. pd. Anchovis í smáum dósum. Hindbærsaft. Kirsebærsaft. Sucade. Chocolade, fleiri tegundir. Hegningarhúsið kaupir 10—15 fjórðunga at góðri voruli fyrir peninga. 2 lierbergi til leigu með eldhúsi og geymsluplássi. Ritstjóri vísar á. fslenzkt ofið Ijerept er til sölu hjá Sigurði Jónssyni fangaverði. Nærsveitamenn eru beðnir að vitja „ISAFOLDAR“ á afgroiðslustofu hennar (í Austurstræti 8). Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl.ll-- 2 Landsbankinn opinn hvern virkan d. kl, 11 '/a-2'/a Landsbókasafnið opið hvern rúmh. d. kl. 12— 2 útlán mánud., mvd. og ld. kl. 2- 3 Málþráðarstöðvar opnar í Rvík og Hafnar'. hvern rúmh. dag kl. 8—9, 10—2 og 3- 8 Söfnunarsjóðurinn opinn 1. virkan mánud. í hverjun mánuði kl. 5—6. Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil PrectsmiftjR ísjtfoldrir

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.