Ísafold - 28.07.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.07.1894, Blaðsíða 2
186 fjaðratekja á sumum jörðum svo mikil, að mælt var að hrykki vel fyrir landskuld af þeím. Nú var mér sagt, að varla sæjust nema 10—20 álptir á Gilsfirði allt sumar- ið. Það er af manna völdum, sem þessi umskipti eru orðin. Álptirnar verpa á heið- um uppi, þar sem vötn eru mikii, og mun Arnarvatnsheiðif sem er alþakin vötnum, eins og kunnugt er, Vera hið mesta álpta- ver á landinu. En þar hefir einmitt sá ófagnaður komizt í tízku á síðari tímum, að hjeraðsmenn hæði norðan heiðarinnar og sunnan gera þangað leiðangur á þeim tima, er álptarungarnir eru það þroskaðir orðnir, að þeir eru að eins ófleygir eða ekki fullfleygir, og vinna á þeim, heldur hroðalega,— »arga þá niður* með hundum, sem kallað er. Með fuglafriðunarlögum vorum (frá 1885) eru álptir að eins friðað- ar á tímahilinu írá 1. apríl til 20. júli, sem er hvergi nærri nóg, og virðist hefði vel mátt hafa þær friðaðar allt árið; að minnsta kosti væri ómissandi, að gera það nú um nokkurt árahii að minnsta kosti, til þess að rjetta við aptur stofninn almennilega, áður en það er orðið um seinan. V. Fátt gladdi mig meira í ferðinni en að koma á nokkur hin helztu heimili áþeirri leið og hafa spurnir af öðrum, þar sem áfengir drykkir eru alls eigi hafðir um hönd. Það kalla jeg mjög svo mikilsverða framför. Enginn hlutur sannfærir almenning hetur um, hve hotnlaus flónska öll áfengishrúk- un er til drykkjar, en að hafa fyrir aug- um dæmi helztu heimila í sveitinni og nýt- ustu, og þreifa á því, að þau halda allri sinni virðingu og vinsæld og heztu þrif- um, þó að áfengi sje þar ekki á hoðstól- um hvorki gestum nje heimamönnum, hvorki í veizlum nje endranær. — Jeghafði gaman af einni sögu, sem mjer var sögð í Dölunum. Þar var á einu merkasta og helzta heimilinu haldin fyrir nokkrum missirum mikils háttar hrúðkaupsveizla, þar sem ekkert áfengi var um hönd haft, og þótti mikið vel fara. Meðal brúðkaupsgest- anna var einn alræmdur drykkjusvoli, og kom mjög drukkinn í veizluna, en fór ai- veg ódrukkinn úr henni aptur. Þóttu það tíðindi þar. Nú er maður þessi eindreginn og öruggur hindindismaður. Það mun og eigi á löngu líða og er þeg- ar fram komið, að ávextir hins nýja siðs lýsi sjer greinilega í blómlegri efnahag manna, hæði embættismanna og hænda, eins og mjög er eðiilegt. Hin heina fjársóun í á- fengið er sök sjer; hitt er opt enn ískyggi- legra og afdrifameira til niðurdreps efna- hagnum, er heimilisfeðurnir hafa hugann svo ríkt við Bacchus hundinn, með marg- víslegu ómennskuhátterni og ráðdeildar- leysi, er þvi fylgir, að þeir missa nær allan áhuga á að ala sæmilega önn fyrir heimili sínu og vera sem nýtastir menn í sveitarfjelagi, sýslufjelagi eða landsfjelagi. Það er raunaieg sjón og mæðuleg tilhugs- un fyrir þá, sem einhverja hugsun hafa á góðum þjóðþrifum, er t. d. emhættismenn með góðum launum og góðum ástæðum— prestar og sýsiumenn — skilja svo við em- bættið eða lífið eptir hálfan eða heilan mannsaldur, að ekkei't liggur eptir þá að kalla nýtilegt landi eða lýð til góðs; skilja jafnvel konu og hörn eptir á vonarvöl. Líf þeirra heflr verið mest Bacchusi helgað. Hans óiyfjan hafa þeir sáð i akur þjóðlífsins og dreift því út frá sjer í allar áttir, einkum meðal hinnar uppvaxandi kynslóð- ar,—því freklegar, sem þeir hafa verið het- ur af guði gerðir. — — Fjarri er mjer að vísu, að amast við kaffinu; þjóðin væri góðu hætt, ef það kæmi að mestu í stað alls áfengis. Það mun og miklu meira hóf á því nú orðið víðast til sveita en áður gerðist, meðan það var rniklu ódýrara, handa heimafólki að minnsta kosti. En ákaflega er það mikið tíðkað handa gestum. Mun sumstaðar, þar sem mjög er gestkvæmt, margan dag- inn kaffiketillinn varla af hlóðum ganga frá morgni til kvelds. Eyðslan í það er sök sjer. Tímatöfin sýnist mjer enn við- sjálli. Húsfreyja eða þá annar helzti kvennmaðurinn á heimilinu útgefinn við þetta, og húsráðandi verklaus yfir gestin- um eða gestunum, meðan á kaffinu stend- ur, sem getur verið œði-lengi með slæmum hlóðum og siæmum eldivið. Og svo slórið á eptir kaffinu, sem tíðkast almennt; »ekki siðlegt, að rjúka af stað undir eins og búið er að renna niður síðasta sopanum»! En hitt er þá »siðlegra«, að eyða gegndar- laust tíma húsráðanda og jafnvel fleiri heimamanna, að ónefndri töfinni fyrirferða- manninn sjálfan! Það verður lítið úr dag- leiðunum fyrir honum með mörgum kaffi- viðkomustöðum. Jeg vil láta ferðamenn taka upp þann sið, að afþakka kaffi á hæjum þar sem þeir koma við utan mál- tíða; kjósa sjer heldur einhvern svaladrykk, sem engin töf fylgir, mysu eða mjólk eða því um likt. Virðist mjer óliku hetri hinn gamli, góði siður, sem Ólafur í Ási lýsir i sinni einkar-fróðlegu og vel sömdu grein (»Fyrir 40 árum«) í þ. á. Bókmenntafjel,- tímariti: að taka frá á málum könnu með mjólk að drekka handa gestum, sem að garði ber utan máltíða eða ekki þiggja að horða eða þurfa þess ekki. Það er mun hentugra en allt kaffisýslið, og ættu menn ekki síður að geta aðhyllzt það nú orðið, þar sem margir hafa þó ljósari hugmynd um það í orði að minnsta kosti en áður gerðist, að »timinn er pen- ingar«. B. J. Eptirmæli. Isafold hefir þegar áður minnzt lauslega á lát ekkjufrúar Elínar Einarsdóttur. Hún var fædd 2. okt. 1811 i Skógum undir Eyjatjöll- um og ólst þar upp hjá foreldrum sínum Ein- ari stúdent Högnasyni og konu hans Ragn- hildi Sigurðardóttur, þangah til hún var tvit- ug. Þá fór hún (1831) að Laugarnesi til Stein- gríms biskups Jónssonar, og dvaldi þar í 8 ár. Um þær mundir var Jón Jónsson, er sið- ar varð eiginmaður hennar, skrifari bjá Stein- grími biskupi, og þar komst hún fyrst í kynni við hann. Þau giftust 6. júní 1841 og flutt- ust þá þegar aö Steinnesi í Þingi í Húna- vatnssýslu, því að maður hennar hafði þá fengið Þingeyraprestakall. Þar var síra Jón prestur í 21 ár og prófastur Húnvetninga í 19 ár og var talinn einhver hinn merkasti klerk- ur hjer á landi. Þau hjón voru hvort öðru samvalin að höfðingsskap og örlæti, og heim- ili þeirra sannkallað rausnarheimili. Þótti þá vel setið Þingið, þegar þar sátu svo að segja samtýnis þeir Jón próiastur í Steinnesi og bróðir hans Ólafur dannebrogsmaður á Sveins- stöðum og þeir mágar Jósep læknir Skaptason í Hnausum og Magnús umboðsmaður Ólsen á Þingeyrum. Síra Jón dó 2. júní 1862, og flutti frú Elín ári síðar búierlum frá Steinnesi fyrst að Hofi í Yatnsdal og síðan að Leysingjastöð- um í Þingi. Vorið 1871 brá hún búi og flutti vestur aö Bæ í Króksfirði með tengdasyni sínum Ólafi hjeraðslækni Sigvaldasyni, sem hafði sama vorið gengið að eiga dóttur henn- ar Elísabetu, og var hún hjá þeim hjónum til dauðadags. Af börnum þeirra síra Jóns komust 6 úr barnæsku, tveir synir: Jón Einar stúdent og Steingrímur prófastur í Otrardal, báðir dánir, og fjórar dætur, sem enn lifa: frú Elísabet í Bæ, Yalgerður, kona Tómasar prests Hallgrímssonar á Yöllum í Svarfaðardal, Ing- unn, kona Sigvalda Blöndals á Sauöárkrók, og Sigríður, sem er ógiit. Frú Elín var flestum þeim kostum búin, sem kvennmann geta prýtt. Hún var annál- uö fríðleikskona á yngri árum, guðrækin, göf- uglynd og hjartagóð, greindarkona hin mesta, ráðdeildarsöm og hyggin, ástrík eiginkona og móðir, trygg og viníöst. Hún var á þriðja. ári um áttrætt, þegar hún dó á heimili dóttur sinnar úr afleiðingum inflúenzaveikinnar í vor 13. dag aprílmánaðar. P- Hinn 12. júní þ. á. húsfreyja Kristín Þurid~ ur Helgadóttir á Hólum í Reykjadal. Hún, var dóttir Helga bónda Jónssonar og Sigur- veigar Jónsdóttur á Hallbjarnarstöðum f Roykjadal, en fósturdóttir Árna bónda Magn- ússonar og Kristinar Jónsdóttur á Rauðu- skriðu í Skriðuhverfi. Kristín sál. var gipt, Jakob Sigurjónssyni frá Einarsstöðum í Reykja- dal og höfðu þau búið saman í 11 ár og átt. 6 börn saman; eru3af þeim á lífi. Hún varfr að eins 32 ára að aldri, kona fríð sýnum, vel' greind, en um fram allt góð og vel látin. Má og með sanni segja, að varla gæti spak- legra, siðsamara og fegurra heimilislít og sam- búð hjá þeim hjónum á Hólum. (J. St.). Tíðarfar. í gær skipti loks um veðurt sólskinsþerrir í gær og í dag. Yoru töður- úti hjer sunnanlands, hvert strá hjer um bil, og eins í vestursýslunum nyrðra, að> síðustu frjettir herma; óþurrkarnir hafa náð norður í Skagafjörð í minnsta lagi. Brúðkaupsafmæli. í dag er 25 ára. hrúðkaupsafmæli Friðriks Danakonungsefn- is Kristjánssonar hins IX. og Lovísu krón- prinzessu Karlsdóttur XV. Svíakonungs þau giptust 28. júlí 1869. Mun vera mik- ið um dýrðir í Danmörku, eptir því sem til stóð. Hjer í Reykjavík er flaggað á. hverri stöng, en annað lítið gert í minn- ingu dagsins. 20,000 manna ætla menn að týnzt haíi í landskjálptunum í Grikklandi í vor. Fálieyrð viðkoma. Eptir blaði einu í Sioux Falls í Suður-Dakota í Ameríku er höfð þessi frásögn og ábyrgzt að sönn sje: »Hin merkilegasta fjölskylda hjer á landi og ef til vill í öllum heimi á heima nærri Yankton. Það eru hjón með 24 börnum. Móðirin er ekki þrítug enn. Hún er sögð norsk, en mað- urinn hjerlendur. Börnin eru öll þríburar, og eru hin elztu 12 vetra. Þaö eru allt drengir, nema einir þríburar tómar stúlkur«. Heimssýningin í Antwerpen var vígð 12. maí þ. á. af Belgjakonungi, í viðurvist 35,000 manna. Sýningarskálarnir eru allir af járni og með zinkþaki. Þeir taka yfir 1 milj- ón ferhyrningsfet að flatarmáli. Mest rúm hafa þar Bandaríkin i Norður-Ameriku og fjölskrúðugasta sýningu. Sýningin kvað vera með sama sniði og Chicagosýningin, en hvergi, nærri eins fjölskrúðug. Zuider-vatn á Hollandi er ætlazt til að verði horfið úr sögunni að 30 árum liðnum. Það á að þurka það upp og rækta allan vatns- farveginn. Hann er hátt upp í 1 milj. dag- sláttur og er;það land talið munu verða 2000'

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.