Ísafold - 01.08.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.08.1894, Blaðsíða 2
190 skapur sje að hverfa eða sje þegar að miklu leyti horfinn í þessum hjeruðum; að minnsta kosti fullyrða nær allir prestarnir í þessum sýslum, að enginn drykkjuskap- ur, sem teljandi sje, eigi sjer stað í sókn- um þeirra; meira að segja: prestar og safn- aðarfulltrúar í Rangúrþingi voru fyrir 3—4 missirum svo ánægðir með ástandið í sýsl- unni i þessu efni, að þeim kom ásamt um að viðhalda því og þar með skattgreiðsl- unni (sbr. Kirkjubl. 1892, bls. 207), og virðist þó samkvæmt framanrituðu engin vanþörf á að draga úr hvorutveggju nokk- uð, nautninni og skattinum. Árnesingar og Rangæingar, hve iengi ætlið þjer að halda áfram að greiða brennivínsskatt? R. Þingmálafundir Árið 1894 laugardaginn 9. júni var eptir áskorun alþingismanns Snæfellinga, síra Eir- íks Gíslasonar, settur og haldinn þingmála- fundur í Stykkishólmi. Fundarstjóri var kos- inn óðalsbóndi Þórður Þórðarson á Rauðkolls- stöðum og skrifari kandídat Brynjúlfur Kúld í Stykkishólmi. Þessi mál komu til umræðu á fundinum: 1. Stjórnarskrármálið. Samþykkt var með meiri hluta atkvæða, að því yrði fylgt í'ram á sama hátt og samþykkt var á síðasta þingi. 2. Atvinnuvegamál. A. Samþykkt, að halda áfram málinu um varnarþing í skuldamálum, þannig, að það næði til allra skuldheimtu- manna. B. Samþykkt, að veittur væri kaupmönnum lengri frestur til tollgreiðslu, þannig, að toll- urinn sje greiddur á nýjári af allri vöru, sem komið hefir á árinu. C. Samþykkt í einu hljóði, að fela þing- manninum að sjá um, að gufuskipaferðir væru auknar á sem beztan og haganlegastan hátt fyrir landið með sjerstöku tilliti til þessa kjördæmis. D. Samþykkt var í einu hljóði að skora á þingmanninn að fylgja því fram, að lög- giltur yrði verzlunarstaður í Syðra-Skógarnesi eða hjá Stakkhamri, hvorum staðnum sem bet- ur reyndist eptir skoðunargjörð. 3. Um afnám hœstarjettar urðu all-langar umræður; samþykkt í einu hljóði að hann væri afnuminn sem æðsti dómstóll landsins og með meirr hlut atkvæða að ekki væri fjölg- að dómendum landsyfirrjettarins; samþykkt að veita sáttanefndum dómsvald í smærri skulda- málum. 4. Samþykkt í einu hljóði umræðulaust, að fj'ðlga kjörstöðum, þannig að 3 væru í hverju kjördæmi. 5. Samþykkt að halda fram háskólamálinu, eins og á síðasta þingi. 6. Samþykkt, að kirkjugjðldum yrði breytt þannig, að lagt verði 80 aura gjald á hvern fermdan mann, er greiðist til landssjóðs sem önnur opinber gjöld. 7. Samþykkt að rýmka um sölu þjóðjarða þannig, að þær væru seldar eptir mati kunn- ugra manna og að kirkjujarðir fengjust líka seldar að undanteknum prestsetrum og einni jörð í prestakalli hverju handa emerít-prestum eða prestaekkjum. 8. Samþykkt að auka kosningarrjett og kjörgengi kvenna. 9. Samþykkt að afnema amtmannaemhæitin 10. Samþykkt að takmarka kennslu í latínu og grísku við lærða skólann. 11. Fellt að gera sel ófriðhelgan i laxárósum. 12. Samþykkt í einu hljóði að fela þing- manni að fylgja því fram, að eptirlaun hálaun- aðra embættismanna væru lækkuð. 13. Samþykkt að skora á þingmann að fylgja því fram, að sinnt yrði beiðni Kol- hreppinga um að hreppur þeirra yrði sjer- stakt prestakall, en ef það ekki fæst, þá 14. samþykkt, að Miklaholtsprestaklli yrði veitt áryjaldslinun, að minnsta kosti 200 kr. 15. Stungið var upp á að fela þingmanni að fylgja þ.ví fram, að takmörkun verði gerð á því að byggja öreigum jarðir. Samþykkt í einu hljóði. 16. Þingmanni falið að fylgja því f'ram, að fá breytt kosningarlögunum 14/b 1877 þannig, aö kosningarrjettur væri ekki bundinn viö það háa gjald, sem nú er.1 Ár 1894, hinn 28. dag júlimánaðar var þing- málafundur settur og haldinn í good-templara- húsinu í Haf'narfirði, fyrir kjördæmi Gull- hringu- og Kjósarsýslu. Hafði fundurinn ver- ið nægilega boðaður um allt kjördæmið af þingmönnunum. Fundarstjóri var kosinn sira Þórarinn prófastur Böðvarsson í Görðum, en skrifari síra Júlíus Þórðarson sama staðar. Á fundinum voru þessi mál tekin til umræðu: 1. Stjórnarskrármálið. Prófastur Þórar- inn Böðvarsson bar upp þá fyrirspurn, hvort menn vildu, að stjórnarskrárfrumvarp það, er samþykkt var á síðasta þingi, yrði samþykkt á þingi því, er yrði kallað saman hinn 1. ág. þ. á. Eptir nokkrar umræður var samþykkt með meiri hluta atkvæða, að samþykkja stjórn- arskrárfrumvarpið óbreytt á næsta þingi. 2. Fast þingfararkaup. Eptir nokkrar um- ræður var samþykkt svolátandi tillaga: Fund- urinn skorar á þingmennina, að hlutast til um, að lög verði samin um fastákveðið þing- fararkaup fyrir þingmenn. 3. Frumvarp til laga um kirlcjur, telcjur þeirra o. s. frv. Eptir alllangar umræður var samþykkt með meiri hlnta atkvæða, að halda fram frumvarpinu um tekjur kirkna, eins og það var samþykkt í neðri deild alþingis á seinasta þingi. 4. Úrskurðarvald sáttanefnda. Fundurinn samþykkti með meiri hluta atkvæða, að sátta- nefndir fái úrskurðarvald í skuldamálum, er ekki nemi hærri upphæð en 100 krónum. 5. Varnarþing i skuldamálum. Samþykkt var, að frumvarpinu sje haldið fram, með þeirri athugasemd, að æskilegt sje að það nái til allra skuldamála. 6. Innlendur brunábótasjóður. Fundurinn taldi æskilegt, að stof'naður verði innlendur brunabótursjóður með líku fyrirkomulagi og síðasta þing fór fram á. 7. Samgöngumálið. Alþingismaður Jón skólastjóri Þórarinsson skýrði f'undinum stutt- lega frá tyrirætlun herra Sigtrjrggs Jónasson- ar, viðvikjandi sambandi þvi, er hann vill koma á, á millum Islands og England. Fund- urinn var í einu hljóöi máli þessu mjög hlynntur. 8. Farmannalögin, að því er snertir ís- lenzk fiskiskip. Fundurinn fór fram á, að i'aramnnalögin verði numin úr gildi, að því er snertir íslenzk fiskiskip, en í þeirra stað sam- in ný lög um fiskiveiðar á þilskipum. (Sam- þykkt með öllum atkvæðum). 9. Fundurinn skoraði á þingmennina, að fara þess á leit við landstjórnina, að hún at'- stýri yfirgangi útlendra fiskimanna við strend- ur landsins. (Samþykkt í einu hljóði). 10. Einn fundarmanna (kaupmaður Þ. Eg- ilsson) bar þá tillögu upp á f'undinum, að sveitarstjórnarlögunum verði breytt í þá átt, að hlutaðeigandi sýslunef'ndum verði veitt heimild til, að leyfa hreppsnefndum í sjó- plássum, að láta niðurjöf'nun sveitargjalda fara fram um vetrarvertíðarlok,- og að eindagi sveitargjalda verði fyrir 1. dag júlímánaðar, en reikningsár allra sveitargjalda frá 1. janú- armán. til 31. des.br. Tillaga þessi var sam- þykkt. AlþiiigishÚBgarðurinii. Úr flaginu og mölinni fyrir sunnan Alþingishúsið suður að tjörninni er nú búið að gera f’agran grasgarð 1) Verður ekki nema með stjórnarskrárbreytingu. Ritstj. og fjölbreytilegan, sjálfsagt hinn fegursta bjer- á iandi og fjölbreytilegasta. Hann er 44 álnir á breidd—lengd alþingishússins—, en 53 álnir á lengd frá norðri til suðurs, og stein- girðingin umhverfis 3‘/4 alin á hæð, fuliger á tvo vegu, að austan og sunnan, en ekki komn- ar nema 18 álnir að vestan; hitt trjegirðing til bráðabirgða. Þó er þess að geta, að í nokkuð af austurhliðinni, 18 álnir, fyllir gafl slökkvitólahússins, til talsverðrar óprýði, og var auma ómyndin, að færa það ekki heldur alveg á brott og á annan stað. Trjehlið er £ austurhlið garðsins, rjett við Alþingishúshorn-- ið, mikið vandað. I miðjum garðinum er krínglóttur giasreit- ur, nokkuð ávalur, með laufaikurði í miöju,. og gróðursett þar margs konar skrautblóm, út- lend og innlend. Gangstígur mölborinn liggur f hring umhverfis þennan miðreit, 2 álna breið- ur, og trjebekkir við hann að sitja á til beggia. hliða, kogadregnir, 7—8 álna langir. Út frá. þessum hringstíg liggja svo malarstígir jafn- breiðir beint út í hvert horn garðsins, og enn, sams konar stígur fram með austurhliðinni endilangri, en grjótstjett fram með þinghúss- hliðinni, með tungu í hálfhring fram undan húsdyrunum, en trjebekkir tveir upp við húsiðf 8 álna langir sinn hvoru megin dyranna. I sunnanverðum garðinum hefir verið hlað- inn upp dálítill hóll, með steinriði upp aA ganga sunnan í móti og stjett ofan á honum, en raðað grjóti utan í hann, ýmsum tegund- um, en milli steinanna gróðursettar fjölda* margar íslenzkar jurtir, sumar f'ágætar: eyr-- arrós, meistarajurt, peningagras, blákolla, mar- íustakkur, mura, burnirót, æruprís, fjallasóley,. ljónslappi, lambagras, gulmagra, holtasúra, blóðberg, fjallavíðir, sortulyng, bláberjalyng,. beitilyng, hrútaberjalyng, jarðarberjalvng,. rjúpnalauf, skarfakál o. fl. Sáðreitirnir til hliðanna í garðinum, millE hornstíganna, eru alsettir skógarviði, innlend- um og útlendum: revni, birki, eini. rauðvíði,. ripstrje, rósviði, pil (10 tegundum), þyrni (til girðinga), ösp, furu, greni o. fl., er flest hefir komið furðuvel upp, þó að sumt hafi kulnað. Norðurreiturinn, fram undan þinghússdyr- unum, er skipaður margs konar blómjurtum,. útlendum og innlendum, t. d. blóðdrekk, mjað- urt, blásóley, kornblómi, venusvagn, velants- jurt, silf'urhnöppum, hvönn, geitlu o. fl. Jurtum þessum og skógarviði hefir verið- safnað saman úr ýmsum áttum, utan lands og- innan, viðsvegar um land. Mölin úr jarðveginum var grafin vipp, allt að 1 alin niður, og ekið í vik inn úr Tjörn- inni, er fylla þurfti upp undir útsuðurhornið á garðinum, en fengin að gróðrarmold i stað- inn og borin í garðinn, á 2. þúsund vagnar. Þingið í fyrra veitti til þessa fyrirtækis 1500 kr. af »Þjóðhátíðarsjóðnum«, sem svo er nefndur, og skyldu forsetar þingsins standa fyrir. Forseti neðri deildar (B. Sv,) setti síð- an íyrir sig vegna tjarvistar Tryggva Gunn- arsson bankastjóra, og hefir hann mestu ráðið- um alla tilhögun og framkvæmd verksins, verið í útvegum um það, sem gróðursetja skyldi i garðinum, víðs vegar að, utan lands og innan, unnið sjálfurmest að gróðursetningunni — hafði komizt vel í stöfun um það á Stend í Norvegi á nokkra vikna tíma fyrir 30 árum____, og leyst yfir höfuð starf þetta af hendi með- mikilli smekkvísi og sinni alkunnu atorku og vandvirkni. Fyrir garðhleðslunni stóð Ólafur steinsmið- ur Sigurðsson í Reykjavík, eptir fyrirsögn hr. Tr. G., og er sjer í lagi austurhlið garðsius mikið snotur útlits, og ramger þó. Stór kirkj.usamsöngur var haldinn í: kirkjunni á Eyrarbakka sunnudaginn 22. júlí kl. 6 e. m. af ágætum söngmönnum með til- styrk æiðra hljóðf'æraleikara. Þær frúrnar O.. Lefolii frá Kaupmannahöfn og E. Nielsen á Eyrarbakka, fröken Sigríður Jónsdóttir (há-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.