Ísafold - 11.08.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 11.08.1894, Blaðsíða 3
áður vandlega öllum eigum sínum. Eriðaskráin var innan í innsigluðu umslagi og utan á ritað : »Opnist að mjer dauðum*. Þegar um- slagið var opnað, var þar innan i annað um- slag og þar á letruð þessi orð: »Opnist 6 vikum eptir að búið er að brjóta upp yzta umslagið«. Að 6 vikunum liðnum var það umslagið opnað, og var þar innan í enn þá eitt, er þetta stóð á: »Opnist að 1 ári liðnui. Ættingjarnir biðu enn þolinmóðir fulla 12 mánuði; þá brutu þeir upp brjefið og fór enn á sömu leið. Þar var nýtt brjef innan í, er á stóð ritað: »Opnist eptir 2 ár«. Loksins' þegar þau tvö ár voru einnig liðin, náðist í erfðaskrána. í>ar mátti lesa, að hinn í'ramliðni sjervitringur hafði látið eptir sig meira en '/» milj. króna virði. Helming þess fjár gaf hann þeim ættingja sínum, er ætti fíest börn. Hinn helminginn skyldi setja á vöxtu i 100 ar, og fjeð þá allt með vöxtum og vaxtavöxtum skiptast meðal niðja hans. Lögerfingjunum sárnaði svo þetta gabb allt saman, að þeir tóku sig saman um að neyta allra ráða til að fá karlinn dæmdan að hafa verið geggjaðan og erfðaskrána ógilda. Algjörður bati. í fyrra vetur veiktist jeg og snerist sú veiki skjótt í hjartveiki með þar af leið- andi svefnleysi og öOrum ónotum, jeg fór þess vegna að reyna Kina-lífselixír herra Waldemars Petersens, og mjer er það sönn ánægja að votta, að jeg er orðin albata eptir að hafa brúkað 3 glös af þessum bitter. Votumýri 13. desbr. 1893. Madama Guðrún Eiríkssdóttir. Kína-lifs-elixirinn fæst hjá flestum kaupmönnum a íslandi. ' Fjármark Guðbr. Jörundssonar á Saurum i Laxárdalshreppi í Dalasýslu er: sýlt, gagn- hitað h., gagnbitað vinstra (erfðamark). Sami hefir: geirsýlt h., sýlhamrað vinsta (a aðfengnu fje). Brennim.: G. Jor. Á Mosfellsheiði fannst í gær ( (9. þ. m.) drengja-yfirhöfn grá, að lit. Eigandi vitji henn- ar hjá M. A. Mathiesen, Austurstræti 5, Rvík. 203 Alþýðu- og gagnfræðaskólinn í Flensborg. Þessir nýsveinar hafa fengið veitingu fyrir skóla að vetri: 1. Guðvarður Vigfússon, frá Súluholti í Flóa. 2. Ágúst Jónsson, frá Gegnishólaparti í Flóa. 3. Tryggvi Bjarnason, frá Marðarnúpi í Vatnsdal. 4. Runólfur Guðmundsson, frá Brekkum i Holtum. 5. Guðmundur Guðmundsson, frá Núps- dalstungu. 6. Jón Sverrisson, frá Grimsstöðum í Skaptafellssýslu. 7. Stefán Björnsson, frá Óspaksstöðum í Húnavatnssýslu. 8. Sæmundur Sæmundsson, frá Kamp- holti í Árnessýslu. 9. Skúli Einarsson, frá Tannstaðabakka. 10. Jóbannes Jónasson, frá Söndum í Mið- firði. 11. ísleifur Gíslason, frá Ráðagerði í Leiru. 12. Jón Þorsteinsson, Reykjavik. 13. Halldór Vigfússon, frá Breiðabólsstað Borgarfirði. 44. Asgrimur Magnússon, frá Fjalli í Skaga- firði. 15. Gunnlaugur Daníelsson, frá Miðhópi í Víðidal. 16. Kristján Jóhannsson, frá Þorbcrgsstöð um, Dalasýslu. 17. Sonur Eyjólfs bónda í Saurbæ á Kjal- arnesi. 18. Þórður Klemensson, í Vogum. 19. Gróa Bjarnadóttir, frá Kefiavík. 20. Sonur Páls bónda Halldórssonarí Hnífs- dal, ísafjarðarsýsJu. 21. Bjarni Jónsson. 22. Olafur Jensson, frá Veðrará í Önund- arfirði. 23. Ingvar O. Sveinsson, frá Bjarghúsum, Húnavatnssýslu. Þeir sem sótt hafa um heimavist í skóla- húsinu, verða að hafa með sjer rúmföt, hver fyrir sig. p. t. Reykjavík, 10. ágúst 1894. Jön Þórarinsson, forstöðumaður skólans. Undirbúningskennsla undir skóla. Jeg undirskrifaður veiti piltum undir- búningskennslu undír skóla frá 1. okt. þ. á. Æskilegt er, að piltarnir sjeu vel læsir og skrifandi og hafi numið dálítiö i dönsku. Piltum úr sveit get jeg útvegað góðan og ódýran samastað hjá góðu fólki, er jafn- framt mjer hefir umsjón með iðni og hegð- un piltanna. Þar sem jeg 2 undanfarin ár hefl kennt alls 15 piltum undir skóla, þar af 9 að öllu leyti og á einum vetri, get jeg ábyrgzt mönnum að piltar með nokkurn veginn námsgáfum ljúki náminu á einum vetri. Reykjavík í júlímán. 1894. Þorleifur Bjarnason, cand. mag. Verzlunar- og kyöldskóli Reykjavíkur. Skólinn byrjar eins og að undanfarin ár 1. október. Námsgreinir eru: íslenzk rjett- ritun og brjefaskrift, danska, enska, reikn- ingur og bókfærsla; auk þess á hverjum sunnudegi fyrirlestrar um ýms almenn efni. Kennslustundir eru alls 15 á viku; frá kl. 772—10 e. m. hvern virkan dag, Kennslukaup 22 kr. fyrir allan tímann eða 4 kr. á mánuði. Þeir sem óska inntöku í skólann gjöri mjer aðvart um það fyrir 15. sept. þ. á. Opinbert próf verður haldið við lok skóla- ársins um miðjan marzmánuð n. k. Þorleifur Bjarnason, cand. mag. FÆÐI geta bæði námsmenn ogaðrir feng- ið á hentugum stað í bænum, gott og vandaö nú þegar eða í haust. hvort heldur vill að öllu lej'ti eða að eins miðdegisverð. 128 vert annað, nerna hvað megna reykjarsvælu lagði i móti henni. »Hvar er verksmiðjustjórinn?« spurði hún með önd- ina í hálsinum fyrsta verkamanninn, sem kom á móti henni. »Hjerna!« heyrði hún svarað fyrir aptan sig í karl- mannlegum róm. »Upp A hvað?« Það var hann sjálfur. Hann þekkti hana ekki, og hjelt að það væri einhver verksmiðjustúlkan. Hún leit við og sá hann standa þar með fullu fjöri, eins og ekkert hefði i skorizt; það var að eins bundið um ennið á honum hvítum dúk. Þetta voru of skyndileg viðbrigði fyrir hana. Hana sundlaði. Hún ætlaði að missa fótanna. Verksmiðjustjórinn sá, að hana reiddi við, og þreif utan um hana. Þá sá hann fyrst, hver það var. Hann mátti hafa sig allan við að reka ekki upp hljóð. Hann bar hana hálf-rænulausa inn og lokaði á eptir sjer. Hún raknaði skjótt við. llún var ekki ekis fijót að átta sig á að vera jafn-byrgin og örugg fyrir sjálfa sig eins og hún átti að sjer. »M ert lifandi! Þú ert lifandi!« mælti hún í hálfum hljóðum og hnje í faðm honum. Þau mynntust við — þau vissu ekki sjált, hvernig það atvikaðist — heitt og innilega. Hann skildi ekki hót enn. 125 Hertha gekk eirðarlaus um hallargarðinn fram og aptur. Það var eins og hún hefði hitasótt. Það liðu margar stundir áður en hún áttaði sig til hlítar og kæm- ist í samt lag aptur. Hún fann, að hún mátti til að bæla niður þessa tilfinningu. Það var nú einu sinni engin til- tök, að hún gæti látið sjer hann lynda. Já, hefði hann verið greifi eða þá i minnsta lagi barún! En það var ekki íyrir hana og hennar líka, hið ljúfa ástaryndi. Hún hafði annað um að hugsa í lífinu! ¦------- Það voru miður skemmtileg brjefaskipti, er Hertha varð að standa í um hríð eptir þetta. Brjefin frá unn- usta hennar voru kurtois og fyrirtaks snyrtilega orðuð, en þar var alls engan yl að finna. Henni fannst hið haglega fljettaða orðalag dauflegt og einlægnislaust, er hún hugsaði um það. Það var hið ytra gerfi hans, er hún hafði gengizt fyrir. Nú hugsaði hún stundum með sjálfri sjer: »Bara að hinn innri nmður samsvaraði hinu ytra gerfi«. Og það var ljóta leiðindavinnan, að svara brjefunum hans. Hún tugði pennaskaptið og hugsaði sig um hverja setningu. Hún spratt á fætur þess á milli og horfði út um gluggann, hvort reykinn úr verksmiðjureykháfnum legði heldur upp eða niður. Það var veðurvitinn hennar. Sendiherraritarinn gat ekki komið sjálfur fyr en eptir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.