Ísafold - 11.08.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 11.08.1894, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist emu sinni *6ða tvisvar i viku. Verð arg ¦{minnst 80arka)4 kr.. erlendis 5 kr. eÖa l1/" doll.; borgist fyrirmiðjanjúliman. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bundin vi& áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgroioslustofa blaös- ins er i Austurstrœti 8 XXI. árg. Reykjavík, laugardaginn 11. ágúst 1894. 51. blað. Gufubáturinn „Elín". Þegar stofnað er nýtt fyrirtæki, þá er vanalegt, aö það fái misjafnan dóm almenn- ings. Hinu sama bjóst jeg við, þegar gufu- báturinn Elín byrjaði ferðir sínar hjerum Faxaflóa; en þar heflr orðið önnur raunin á, þ^í nú er báturinn almennt talinn mjög nauðsynlegur, sem sýnir sig bezt á bví, hvað hann hefir mikið að gjöra; og þar sem báturinn er nægilega stór, traust- ur, hraðskreiður, vel útreiddur og heflr því nær undantekningarlaust fylgt sinni ferða- áætlun, þá heflr hann áunnið sjer vinsæld beirra, sem hann hafa notað. Hin eina óánægja, sem vart hefir orðið við, er sú, að báturinn sje nokkuð dýrt seldur og að útgerðarmaðurinn muni hafa nokkuð mikinn hag af útgerðinni. Það getur vel verið satt, að bátinn mætti leigja ódyrara en gjört er; en þess er vanalega ekki gætt sem má, hversu mikill munur -er á traustu og nylegu skipi eða gömlu og ljelegu, og svo hins, að efnamenn vilja ógjarna leggja peninga sína í tugum þús- tinda króna tii almennra fyrirtækja nema í þeirri von, að hafa einhvern hag af því. En það sem mikið hjálpar til, að útgerð- armaðurinn kann að hafa hag af útgerð- inni, er, að hann er sjálfur stórkaupmaður •og notar bátinn mikið í sínar þarfir. Not bátsins eru enn meiri af sveita- en sjávarmönnum, og er það af því, að sveita- menn eru fullkomlega búnir að þreifa á, iive ferðalög og flutningar eru þeim kostn- aðarsamir, en sjávarmenn hafa lítið af því að segja og eru enn tæplega farnir að skilja, hversu mikils virði er að geta ferðast á tilteknum tíma og hvernig sem veðrið er. Það eru reyndar til hreppsfjelög og ein- stakir menn, sem ekkert vilja leggja af almannafje til ferða »Elínar«, og segja, að bún vinni ekkert í sínar þarfir. En þar kemur fram sá hugsunarháttur, að vilja ekkert líta á hag fjelagsins í heild sinni, nema að það komi í þarfir hvers einstakl- ings. Útgerðarmaður »Elinar« hefir komið á í ár óvinsælu afbrigði frá þvi sem var í fyrra, og það er, að hann hefirviljað láta farþega borga sjer fiutning af skipinu og á, hvort sem þeir hafa notað hans bát eða ekki; þótt sú borgun ekki hafl verið há, þá hafa farþegar verið óánægðir með það og stundum legið við deilum út af því." Þetta ætti alls ekki að eiga sjer stað, held- ur ætti hann að láta fiytja fólk og flutn- ing af og á skip fyrir sanngjarna borgun, svo fljótt sem hægt er, þegar hann getur, og hlutaðeigendur vilja þiggja það, en að hinir ráði sjer og sínum munum algerlega ¦sjálfir. Nú heflr komið fyrir sýslunefndina í Gullbringu- og Kjósarsýslu tilboð frá Norð- manni með gufubát til ferða um Faxaflóa í stað »Elínar« með sama fjárstyrk og hún hefir notið, og mun sýslunefndin ekki verða ófús á að sinna því tilboði, ef aðrir hlut- aðeigendur eru ekki á móti því- Ef gufu- bátsferðir um Faxaflóa eru álitnar nauð- synlegar — sem jeg tel ekkert vafamál —, þá álít jeg mjög mikið vafamál að hafna »Elínu«, en taka annan bátóreyndan; því enn sem komið er hefir »Elín« komið að tilætluðum notum og algjörlega unnið sitt ætlunarverk, og miklu betra er, aðútgjörðar- maðurinn sje kunnugur nauðsynjum lands- manna, eins og stórkaupmaður Fischer er, og hefir þar að auki sýnt landinu hlýjan vinarhug, fremur öðrum sínum líkum, og reynsla er fyrir, að hefir vandað skip á boðstólum, heldur en að útgerðarmaðurinn sje algerður útlendingur, sem ekkert þekk- ir til vorra hátta og ekkert hugsar um annað en að græða á útgerðinni; enda eru mikil líkindi til, að útgjörðarmaður Elínar mundi vilja halda uppi ferðum hennarmeð minni almennum fjárstyrk hjer eptir en hingað til, þegar hann hefir fengið reynslu fyrir að útgerðin ber sig. Ef samningur kemst á um, að þessi Norð- maður taki að sjer ferðirnar um Faxaflóa i stað Elínar, þá gæti það orðið til þess, að vjer misstum alveg ferðirnar. Þá mundi »jEZím« hætta ferðum sínum og máske fara til útlanda, því hjer er ekki um svo mikla þörf að ræða, að nóg sje að gera fyrir tvo báta eða að það þoli samkeppni; en Norðmaðurin yrði ef til vill ekki nema eitt ár, eða hið umsamda tímabil; ef það þá kæmist lengra en á pappírinn, eins og tilboðið frá Norðmann- inum með strandferðirnar í fyrra Nesi, 8. ág. 1894. Guðmundur Einarsson. Alþingi 1894. IV. Afengisbann. Fjórir þingmenn i neðri deild (Einar Jónsson, Sig. Gunnarsson, Jens Pálsson og Eir. Gíslason) hafa borið upp frumv. um að veita sýslunefndum vald til að gjöra samþykktir um bann gegn inn- flutningi alls áfengis, sölu þess og tilbún- ingi. Undirbúningi slíkrar samþykktar skal hagað eins og lög mæla fyrir um fiskiveiðasamþykktir og aðrar hjeraðasam- þykktir: »Þegar sýslunefnd þykir við eiga að gera slíka samþykkt fyrir sýsluna alla eða nokkurn hluta hennar, skal hún kveðja til almenns fundar í því hjeraði, er sam- þykktin á að ná yfir. Atkvæðisrjett hafa á þeim fundi allir karlar og konur, er at- kvæðisrjett hafa í sveitarmálum«. Sam- þykki 2/s fundarmanna samþykktarfrumvarp syslunefndar eða hún aðhyllist breytingar fundarins (2/3), og amtmaður staðfestir skal samþykkt sú vera skuldbindandi fyrir alla þá, er búa í hjeraðinu og fyrir þá utanhjeraðsmenn, er kynnu að panta áfengi annarsstaðar frá, er flytja yrði gegn um hið umrædda hjerað. Sektir má ákveða i samþykktunum, 50—5000 kr., og að hinir bönnuðu drykkir sjeu gerðir upptækir og eyðilagðir. Deildin hafði málið til 1. umræðu í gær. Andvígastir voru þvi 2—3 pöntunarfylkis- kóngar (zöllner-vidalinskir), og háskóla- kennari þingsins, dr. Valtýr; en bága há- skólapekin var það, sem hann hafði þar að miðla: marg-úreltar og marg-hraktar Bakkusartrúar-hjegiljur, er urðu líka harla ljettar á vögunum fyrir Guðlaugi Guð- mundssyni, sem með sinni glöggu og grandgæfilégu þekkingu á málinu, skarp- leik sínum og málsniild studdi það pryði- lega. Tryggvi Gunnarsson lagði og hið bezta til málsins. Ekki fengust samt nema 12 atkv. fyrir frumvarpinu til 2. umræðu, móti 10, með nafnakalli. Virðist það þó vera nokkurn veginn meinlaust og mjög hættulítið fyrir Bakkusarvini; það er sannarlega ekki hætt við, að heimild sú, er frumv. vill veita, verði mikið notuð eðá bráðlega, en heldur ófrelsiskreddukennt, að vilja meina mönnum slíkt, ef þeir eða þegar þeir geta komið sjer saman um það, seint og síðar meir. Hvalleifavarnir. Til þess að varna gripadauða af"hvalleifa-áti (?) vill 2. þm. ísfirð. (Sk. Th.) láta banna öllum hval- veiðamönnum á íslandi að sleppa hval eða nokkrum hvalleifum frá veiðistöðum sínum, svo að reki á annara manna fjörur, og skipa þeim að hafa lóð sína girta með gripheldum girðingum fyrir sauðfje, naut- peningi og hrossum, hvorttveggja að við- lögðum 200—2000 króna sektum í lands- sjóð. Áfangastaðir. Þingmenn Árnesinga og Rangæinga bera upp þingsályktunar- tillögu um að skora á landshöfðingja að skipa svo fyrir, að sýslunefndir Árness- og Rangárvalíasýslu og amtsráð suðuramtsins láti í ljósi álit sitt um það fyrir næsta þing, hver ákvæði um áfangastaði væru hagan- legust í nefndum sýslum. Umsjön og fjárhald kirkna. Þeir Jens Pálsson, Einar Jónsson og Sigurður Gunnarsson bera upp frumv. um þá breyt- ingu á lögunum um umsjón og fjárhald kirkna frá 1882, að þegar tveir hlutar sóknarmanna í einhverri sókn óski á al- mennum safnaðarfundi, að söfnuðurinn taki að sjer umsjón og fjárhald kirkjunn- ar, er forráðamanni hennar skylt, að láta það af hendi, og skal þá afhenda kirkjuna söfnuðinum, að fengnu samþykki hjeraðs- fundar og biskups. Hins vegar skal og söfnuði skylt að taka að sjer kirkja, ef

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.